Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNl 1978.
11
Danmörk:
Krís ófundin og hinn dular-
fulli sjálfsmoröingi óþekktur
Ekkert hefur spurzt til dönsku
stúlkunnar Marianne Kris Egebjerg
sem hvarf frá móður sinni og systur
fyrir rúmri viku er þær voru á ferð
meðferju í Vestur-Þýzkalandi.
Ekki hefur heldur tekizt að upplýsa
hver hinn dularfulli maður er, sem
framdi sjálfsmorð skammt frá þeim
stað, þar sem Kris og unnusti hennar
Martin Olsen, þekktur atvinnuknatt-
spyrnumaður, ætluðu að stofna heim-
ili innanskamms.
Lögreglan hefur ekki vilj-
að tengja málin á neinn hátt saman
en þó virðist Ijóst að ýmsir aðilar þar
velta mjög fyrir sér tengslum þessara
tveggja atburða. Verið er að kanna
hvort nokkur beri kennsl á myndir af
hinum ókunna i Belgíu en ekki hefur
frétztafárangri.
Likið var nakið er það fannst hang-
andi í tré og þykir ekki vafi á að um
sjálfsmorð sé að ræða.
Vitni hefur gefið sig fram. Er það
kona sem kveðst hafa séð hinn ókunna
mann á gangi skammt frá væntanlegu
heimili Kris og kærasta hennar.
daginn áður en maðurinn fannst
látinn i trénu. Telur hún hann hafa
verið mjög niðurdreginn og einnig
tókst henni að þekkja mynd af mynd-
um, sem lögreglan sýndi henni. Ekki
hefur tekizt að upplýsa neitt um
fatnað mannsins, sem fannst I vatni
skammt frá, nema að hann sé af
erlendum uppruna.
I
REUTER
i
Enn hefur enginn borið kennsl á hinn dularfulla mann sem réð sér bana og fannst hangandi I tré skammt frá verðandi heimili Kris og Martins Olsen.
Argentfna:
Kerfíð sleppti ekki
kennaranum þrátt
fyrír ráðherrasorg
Fólk andstætt ríkisstjórninni i
Argentínu er fangelsað, hverfur spor-
laust, er pyntað og myrt á hverjum degi
og þykja það stundum tæpast tiðindi.
Aftur á móti er miklu sjaldgæfara að
fangar snúi aftur til heimila sinna ef þeir
hafa verið fangelsaðir á grundvelli
skoðana sinna um stjórnmál. Þó kom
þetta fyrir kennara einn þar í landi en
hann gegndi einnig formannsstarfi í
samtökum, sem beita sér fyrir mann-
réttindum og hafði samþykki stjórn-
valda fyrir starfsemi sinni.
Kennarinn var handtekinn og hvarf
sporlaust, eins og svo algengt er, hinn 8.
september síðastliðinn. Var hann tekinn
er hann var að ræða við nemendur sína i
kennslustund.
Eitthvað hefur kerfið þeirra suður i
Argentínu ruglazt, því fimm dögum eftir
brottnámið varð sendi menntamála-
ráðherra landsins eiginkonu kennarans
bréf þar sem hann lýsir áhyggjum sínum
og samúð vegna hvarfs eiginmannsins.
Harmaði hann að hafa ekki getað
aðstoðað við að upplýsa málið.
En bíðið við. kennarinn var kominn i
fangelsi og þar fékk hann að dúsa þar til
fyrir nokkrum dögum, að dagblað í
Buenos Aires, sem skrifað er á ensku,
birti frásögn af erfiðleikum kennarans.
Þá loks var honum sleppt úr haldi en
þó ekki alveg. Nú dvelst hann í stofu-
fangelsiáheimilisinu.
Enn grátbroslegra verður málið þegar
upplýst er að daginn áður en kennarinn
var handtekinn i haust barst honum bréf
frá Videla forseta Argentinu, sem vildi
fullvissa forustumann mannréttinda-
hreyfingarinnar um að rikisstjórnin
hefði mikinn hug á að gæta þess að öll
mannréttindi væru haldin.
Erlendar
fréttir
Teg. 162.
Litur: beinhvítt eða svart denim.
Stærðir: nr. 36—41. Verð kr. 6.520.-
PÓSTSENDUM
Skóverzlun
Þórðar Péturssonar,
Kirkjustrœti 8 v/Austurvöll. Sími 14181.
Auglýsing
X
GAGNRÝNIÐ - EINNIG ÞÁSEM GAGNRÝNA X'