Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNl 1978. 19 /* V HVERTSKAL STEFNA? — þú hnípna þ jóð í vanda Enn á ný gengur íslensk þjóð til kosninga, alþingiskosninga. Að þessu sinni koma fram nokkur ný framþoð, auk framþoða gömlu. stöðnuðu flokk anna, og þeirra eftirtektarverðast er framþoð Stjórnmálaflokksins, sem býður fram i tveim stærstu kjördæm- um landsins, þar sem búsettur er meira en helmingur þjóðarinnar, ná- Iægt60%. Stjórnmálaflokkurinn er ungur flokkur, en hefur þó fullmótað höfuð- stefnumál sín en þau eru: Stjórnar- skrárbreyting: Það er hugsjónamál, sem stuðla mun að sterkri stjórn i landinu. Gjaldtaka af herstöðvum Nato hér á landi: Það er réttlætismál, sem stuðlar að fullkomnu nútímasam- göngukerfi hér á landi, sem kemur öllum landsmönnum til góða i nútið og framtið. Gjörbreyting á skattafyrir- komulagi og einföldun í framkvæmd: Það er hagkvæmnismál, sem léttir skattabyrði landsmanna. Valdníðsla við afnot sjónvarps Þessi stefnuatriði höfum við stjórn- málaflokksmenn kynnt bæði í ræðum og riti, en eins og kunnugt er hafa gömlu valdníðsluflokkarnir gerst sekir um aðlokaað mestu áhrifarikasta fjöl- miðli okkar, sjónvarpinu, þvert ofan i reglugerðir og lög Þessi yfirgangur er þvi furðulegri, sem það er alþjóð Ijóst, að landsmenn eiga að hafa jafnan rétt að þessum ríkisfjölmiðli, svo sem bæði lög og andi stjórnarskrár okkar boða. En þetta er vist hið nýja lýðræði, sem núerfariðað predika. Greinilegt er, að þetta einræðisbrölt gömlu valdniðsluflokkanna mætir mikilli andúð og hneykslun alls þorra manna og að markmiðið er fyrst og fremst að útiloka okkur stjórnmála- flokksmenn fráþví að koma skoðunum okkar á framfæri, af ótta við ört vax- andi fylgi okkar. Það fcr ekki milli mála, að forkólfar valdníðsluflokk- anna hafa skipað útvarpsráði fyrir verkum og krafist þess, að þeir felldu ranga úrskurði. Eflaust verður látið reyna á, hvort þeir geta einnig skipað dómsvaldi okkar fyrir verkum. íslendingar! Rödd okkar stjórn- málaflokksm'anna verður ekki þögguð niður. Engar hótanir eða valdníðsla eru þess megnug. Við munum berjast fyrir okkar málstað þjóðfélaginu til heilla. Tökum gjald af NATO Sá málaflokkur á stefnuskrá okkar stjómmálaflokksmanna. sem hvað mest angrar forustu gömlu flokkanna. Kjallarinn ÓlafurE. Einarsson er krafa okkar um gjaldtöku af her- stöðvum Nato hér á landi og tafar- laust afnám tollverndar og annarra friðinda þeim til handa. Samstaða þessara annars sundurlyndu hópa manna er táknræn. Þeir hafa allir staðið að stjórn landsins undanfarin. tvö kjörtimabil í lengri eða skemmri tíma og bera þvi allir sameiginlega ábyrgð á þeirri óstjórn og þvi losi, sem nú þjakar islenska þjóð. Ósamkomu- lag þeirra, jag og gifuryrði eru eins og illa gerðir leikþættir, fluttir i þeim til- gangi að villa um fyrir hinum almenna kjósanda. Hafa menn tekið eftir því. að þessir forustumenn gömlu flokkanna minn- ast alls ekki á afstöðuna til gjaldtöku af varnarliði Nato-rikjanna hérá landi í fjölmiðlum eða á mannafundum? Hver skyldi ástæðan svo vera? Hún er i fáum orðum sú, að allir hafa þeir hágnast — á einn eða annan hátt — á veru vamarliðsins hér á bak við tjöld- in. Þeir eru þvi allir samsekir og hafa komið sér saman um að ræða ekki þessi mál. Þetta er höfuðástæðan fyrir útilokun okkar stjórnmálaflokks- manna úr fjölmiðlum af ótta við ört vaxandi fylgi við okkar góða og sjálf- sagða málstað. Leyndardómurinn ógurlegi Sl. haust skrifaði undirritaður grein í Dagblaðið undir fyrirsögninni Hinn r óttalegi leyndardómur. Þar var þvi lýst yfir, að unnið væri af kappi að þvi að upplýsa þá miklu leynd, sem yfir allri hersetu hér á landi hvíldi. Segja má, að nú sé þjóð okkar loks að gera sér grein fyrir hinum óttalega leyndardómi. Það er nú flestum Ijóst, að til is- lensku þjóðarinnar rennur gífurlegt fé frá varnarstöðvum Nato hér og öll sú leynd sem yfir þeim viðskiptum hefur hvilt, stafar af þvi, að þeir sem rikjum ráða hverju sinni vilja einnig ráða i hvaða vasa fjármunirnir renna. Kjósendur! Refsið gömlu flokkunum fyrir vald- niðslu þeirra, fyrir spillingu þeirra og fyrir úrræða- og getulevsið. Styðjið nýja menn með ný og fersk stefnumál. Stuðlið að sterkri stjórn í landinu. KjósiðS-listann. Ólafur E. Einarsson forstjóri. Lögtaksúrskurður Að kröfu innheimtu ríkissjóðs í Hafnarfirði, Garða- kaupstað og Kjósarsýslu úrskurðast hér með að lögtök geti farið fram fyrir ógoldnum fyrirframgreiðslum þing- gjalda sem féllu í gjalddaga 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní 1978, svo og nýálögðum hækkunum þinggjalda ársins 1977 og fyrri ára. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum á- samt dráttarvöxtum og kostnaði geta farið fram að liðn- um átta dögum frá birtingu úrskurðar þessa. HafnarfirAi 15. júni 1978. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði og Garðakaupstað. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. *. * TRAMPS—SKÓR NÝKOMNIR Handsaumaðir og skinnfóðraðir Litur: natur-leður. Stærðir: nr. 36—45. Verð kr. 9.680. Kirkjustrœti 8 v/Austurvöll. Sími 14181. Skóverzlun Þórðar Péturssonar, PÓSTSENDUM Nýkomið! myndsegulbandstæki sem fer sigurför um heiminn... VIDE0H0ME SYSTEM VHS Spilunar- b'mi3klst afeinni kassettu. Verðkr. 655.185.- Skipholti 19 — Reykjavík — Sími 29800 Okkur vantar bíla á skrá. — Hjá okkur seljast allir bílar efþeir eru á staðnum. — Glæsilegur og bjartur sýningarsalur. BÍLASALAN SKEIFAN SKEIFUNNI11 - SÍMAR 84848 0G 35335

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.