Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNt 1978.
27
Árið 1939 lék hin freknótta Maur-
een O’Hara, fædd Fitz Simmons, í
fyrstu kvikmynd sinni. Það var i
myndinni Jamaica Inn og var mótleik-
ari hennar enginn annar en Charles
Laughton. Þá var Maureen aðeins 17
ára gömul. Síðan hefur þessi leikkona
frá Dublin leikið í meira en 50 kvik-
myndum, og er enn í miklum metum
hjá kvikmyndaunnendum. Að
minnsta kosti þeim sem sitja yfir
hverri einustu kvikmynd sem sýnd er
fram undir morgun i Kanasjónvarp-
inu.
Nú er Maureen orðin 54 ára gömul
og er svo sannarlega upptekin. Hún er
ekki ein af þeim leikkonum sem leggja
upp laupana og láta sér leiðast þegar
þær missa æskufegurð og vinsældir. í
dag er frú Maureen varaforseti Antill-
es flugbátafélagsins og fyrir tæpu ári
keypti hún ferðablaðið Virgin Island-
er, en það er mánaðarrit sem selt er i
Bandaríkjunum og brezku Virgin Is-
lands.
Áhugi hennar á flugbátum vaknaði
árið 1968, en þriðji eiginmaður Maur-
een, Charles F. Blair, var flugmaður í
Bandaríkjaher og var fyrstur til að
fljúga einn yfir norðurpólinn árið
1951. Á síðustu tólf árum hefur Blair
byggt upp flugbátaflota sinn, sem flýg-
ur með ferðamenn um Karabísku eyj-
arnar og hefur hann um 30 flugmenn i
vinnu hjá sér.
Á heimili hjónanna hafa þau eina
stóra sameiginlega skrifstofu og skrif-
borð leikkonunnarer þannig útbúið að
mni
hún getur staðið við það, en þess þarf
hún vegna slæmra bakverkja. „Ég hef
dottið of oft af hestbaki um ævina.”
segir hún. Hún hefur hannað regnhlif-
ar, skyrtuboli, handtöskur og margt
fleira sem hún selur i flugvélum fyrir-
tækisins og flugstöðvum.
„Við erum þó nokkuð einangruð
hér,” segir Maureen, „en sem betur fer
koma samt gestir í heimsókn.” Meðal
þessara gesta eru Victor Borge, l.aur-
een Bacall og dóttir Maureen,
Bronwyn og börn hennar. Annað að-
setur þeirra er bóndabýli í Belgíu,
Macgillicuddy.
Maureen, sem lék i síðustu kvik-
mynd sinni árið 1973, segist gjarnan
vilja leika í fleiri kvikmyndum og þá
helzt í rómantiskum gamanmyndum.
Eiginmaðurinn er ekkert yfir sig hrif-
inn af þessum áhuga konunnar'á
áframhaldandi kvikmyndaleik og seg-
ist vera of íhaldssamur og eigingjarn
til að geta hugsað sér að sjá eiginkonu
sína í örmum t.d. Cary Grants. En
hvað verður ekki eiginmaður leikkonu
að þola?
„Ég get ekki flogið flugvél sjálf vegna
þess að ég er ekki nögu fljót að
hugsa,”? segir leikkonan og lætur
eiginntanninn Charles Blair um að
fljúga og hugsa hratt.
Litla myndin er úr kvikmyndinni The
Quiet Man en þar lék Maureen
O’Hara á móti John Wayne. Myndin
er frá árinu 1952 og er John Ford
stjórnandi.
MAUREEN O’HARA LÆTUR SÉR EKKILEIÐAST
AÐ BÚA í GORKÚLU
Nei, svo sannarlega ekki sama
kynslóð. Samt sem áður virtist fara
bara nokkuð vel á með þeim Peggv
Less og Jodie Foster er þær hittust
ekki alls fyrir löngu á hátlð sem haldin
var til heiðurs Walt Disney í
Kaliforníu.
Hús dr. Stanley Brenton var svo
furðulegt að það var notað sem heimili
eins og þau koma til með að verða í
framtiðinni í kvikmynd Woody
Allens, Sleeper.
Húsið er fimm „gorkúlur”. Dr.
Brenton, sem hefur búið i þessu gor-
kúluhúsi ásamt fjölskyldu sinni í sex
ár, segir að fólk stoppi oft og horfi á
húsið með furðusvip á andlitinu.
„Húsið er alveg dásamlegt”, segir
hann. „Þetta er stórt og rúmgott
húsnæði fyrir mig, eiginkonu mína og
fjórar dætur okkar. Samtals eru fjögur
svefnherbergi og eitt tómstundaher-
bergi á neðri hæðinni. Uppi eru eitt
svefnherbergi, stofa, baðherbergi,
skrifstofan mín, eldhús og setustofa,”
„Hingað hefur fjöldinn allur af fólki
heimsótt okkur og fyrstu jólin sem við
vorum hér má segja að við höfum haft
• Stofan er alveg sérstaklega
rúmgóð og björt.
opið hús. Ég geri ráð fyrir að um 3.500
manns hafi komið i heimsókn á1
þessum fáudögum.”
Gorkúluhúsið var teiknað af
arkitektinum Charles Heartling, 49
ára gömulum og hefur hann kallað
húsið „Lifandi skúlptúr.”
Og vitanlega er það ekki nema á
færi rikustu manna að kaupa eða láta
byggja fyrir sig sfíkt hús.
Sumar-
tízkan
Fyrst sumarið er nú komið er ekki úr
vegi að birta eina mynd af sumar-
tízkunni. Klæðnaður á að vera allur
hinn frjálslegasti og hér sjáum við
mynd af stúlku í þröngum buxum með
vösum utan á skálmunum, sem nú þegar
hafa náð miklum vinsældum hérlendis.
Þá er víð og góð peysa notuð við og á að
ná niður á mjaðmir og utanyfir allt
saman vesti i stíl við buxurnar. Um
hálsinn má hengja alls kyns klúta og
barðastór hattur spillir ekki heildar-
svipnum.