Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 18
 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978. Rétt beiting atkvæðaseðilsins 18 Sjónleikurinn „kosningaloforð” er leikinn dátt frammi fyrir landslýð um þessar mundir. Efnisþráðurinn er, þrátt fyrir mismunandi utgáfur, „ef nógu margir kjósa vorn flokk, þá mun vænkast hagur launafólksins, og þó einkum láglaunafólksins”. Þegar kemur að spurningunni, hvernig þetta á að geta þróast upp úr krossi á réttum stað, verður allt óljósara. svo ekki sé nú dýpra tekið í árinni. Stjórnarandstöðuflokkarnir Al- þýðubandalag og Alþýðuflokkur vilja komast i nýja stjórn, en segja minna um hvers konar stjórn, vilja ekki einu sinni gefa upp með hverjum þeir helst vilja vera í slíkri stjórn. Það er útilokað í stuttri blaðagrein að gegnumlýsa alia þessa umræðu. Eitt er þó augljóst. Þau átök, sem nú ber mest á í sjónvarpi og blöðum eru í reynd innri átök islenskrar borgara- stéttar, eða nánar tiltekið innbyrðis átök um það eftirsótta hlutverk að fá að stjórna þjóðfélaginu í þágu auð- valdsstéttarinnar. Leiðtogarnir dilla sér framan í launafólkið til að fá stuðning þess i þessari baráttu sinni. Það sem verra er, kjarabaráttu verka- fólks er fórnað fyrir þetta valdatafl. Kjarabarátt- unni f órnað í krafti eigin samtakamáttar knúðu ASÍ og BSRB fram kjarasamninga sl. sumar og haust, sem voru mikill sigur. miðað við ástand verkalýðshreyfingar- innar. Þessi sigur var ekki sist að þakka eflingu vinstriandstöðuhóps i verkalýðssamtökunum fyrir og á síð- asta ASÍ-þingi. Fylkingin og ýmsir aðrir af þessum vinstri öflum vöruðu ákaft við þvi, að rikisstjórnin mundi rjúfa þessa samninga með lagaboði, þegar henni mundi best henta. Við lögðum áherslu á, að samtökin yrðu að búa sig undir að brjóta slíkt vænt- anlegt lagaboð á bak aftur með alls- herjaraðgerð strax. Við höfðum bara ekki nægilegt afl til að koma slíku i kring. Samtök launafólks undirbjuggu sig því ekki. Frá kjaraskerðingu hafa öll viðbrögð verkalýðssamtakanna verið veikluleg, og ekkert reynt til að virkja heildarstyrk hreyfingarinnar til samstilltsátaks. Ef menn halda, að hér hafi verið staðið að verki af aulaskap eða fá- visku, þá er það misskilningur. Þetta var unnið samkvæmt áætlun Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokksforingj- anna í verkalýðssamtökunum. Áætl- unin var sú að halda málinu rétt vak- andi til þess aðgeta nýtt óánægjuna til fullnustu í kosningum undir kjörorð- inu „hin eina raunhæfa kjarabarátta nú fer fram við kjörkassana”. Það er líka miklu betra að kjarabætur séu ekki framkvæmdar fyrr en eftir að maður kemst í stjórn, því þá getur maður þakkað henni það, ef nauðsyn- lega þarf að gefa eftir fyrir launafólki. En eftir kosningar En hvað skeður eftir kosningar? Sitji sama stjórn áfram verða allar að- stæður til að knýja hana til að láta af hendi aftur eitthvað af ránsfengnum miklu verri en fyrir kosningar. Verði mynduð önnur stjórn, er hinn raun- hæfi möguleiki augljóslega samsteypu- stjórn verkalýðsflokkanna með Íhaldi (sem virðist líklegra) eða með Fram- sókn. Ákvörðun nokkurra bæjarfélaga um að borga i „áföngum" samkvæmt gerðum kjarasamningum á að gefa smjörþefinn af því, hvað kynni að verða uppi á teningnum ef vinstri stjórn yrði mynduð. En sannleikurinn er sá, að hik þessara vinstri flokka að uppfylla þessar kröfur nú rétt fyrir kosningar lofar ekki góðu um hvað yrði eftir kosningar kæmist vinstri stjórn á laggir. Nei, við getum verið viss um, að samstéypustjórn verkalýðsflokka með auðvaldsflokki ræðst ekki á gróða at- vinnurekenda til að leysa efnahags- vandann. Auðvaldið tekur ekki þátt í neinu samsæri gegn sjálfu sér. Þvert á móti sækist það sérstaklega eftir að ná stjórnarsamstarfi með verkalýðsflokk- um á tímum sem þessum, einmitt til að klafbinda verkalýðssamtökin, til að geta leyst eigin vanda á kostnað verka- lýðsins. Aðferð vinstri stjórnar til að koma vanda íslenska auðvaldsins á axlir verkalýðsins yrði sjálfsagt eitt- hvað önnur en aðferð núverandi stjórnar. En það er ekkert, sem bendir til þess. að hún mundi reyna að leysa þann vanda á kostnað gróða atvinnu- rekenda. Við skulum ekki gleyma þvi, að siðasta vinstri stjórn rauf einnig gildandi kjarasamninga á kostnað launafólks. Að beita atkvæðinu Launafólk getur slegið tvær flugur i einu höggi með atkvæðaseðli sínum í kosningunum. Það þarf að beita honum til að hirta kaupránsflokkana með því að kjósa gegn þeim, og um leið að hainla gegn þvi, að stóru verka- lýðsflokkarnir noti atkvæði sín til að makka sig inn i samsteypustjórn með auðvaldsflokki. Þetta tvennt er hægt að sameina með þvi að kjósa Fylking- una, þar sem hún býður fram, í Reykjavík. Mótmælin verða hörðust með þvi að kjósa Fylkinguna, einmitt vegna þeirrar baráttustefnu, sem hún Kjallarinn RagnarStefánsson hefur rekið innan verkalýðssamtak- anna. En að auki er Fylkingin eini verkalýðsflokkurinn, sem ber fram kröfuna um enga samsteypustjórn verkalýðsflokka með auðvaldsflokk- um, um samfellda stjórnarandstöðu. þar til möguleiki er á hreinni stjórn verkalýðsaflanna á grundvelli þýðing- armestu krafna verkalýðsstéttarinnar. Fylkingin getur sjálfsagt ekki búist við mörgum atkvæðum. En hvert at- kvæði til hennar vegur þungt og ekk- ert fer til ónýtis, fyrir slíku eru stóru verkalýðsflokkarnir afar viðkvæmir. Atkvæðaaukning Fylkingarinnar hamlar gegn hægra skriðinu á þessum flokkum, gegn stéttasamvinnumakki þeirra við auðvaldið. Hún er hávær krafa um uppbyggingu verkalýðssam- takanna sem virks og lýðræðislegs bar- áttutækis til sjálfstæðrar og óvæginn- ar baráttu við auðvaldið, er krafa um að verkalýðsflokkarnir beiti styrk sin- um til stuðnings þeirri baráttu, i stað þess að reyna að stinga sérhverjum vísi slíkrar baráttu undir eigin rass. At- kvæðaaukning Fylkingarinnar er krafa um baráttu fyrir sósialisma. Jafnframt því, sem við beitum at- kvæðaseðlinum þannig sem vopni, skulum við gera okkur grein fyrir þvi, að kosningarnar, hvernig svo sem þær fara, munu ekki leysa vanda alþýðu- heimilanna. Þaðgetur launafólkið ein- göngu gert sjálft með virkri baráttu á grundvelli eigin samtakamáttar. Það geta engir þingmenn gert fyrir það. Möguleikar verkafólks til að snúa rás stéttabaráttunnar sér í hag felast í því að það ber uppi framleiðsluna og getur ráðið þvi. hvenær hún fer fram og hvernig. Það er vegna þessa, sem verkalýðurinn getur með sjálfstæðri skipulagningu sinni haft æ fleiri ákvarðanir hins borgaralega ríkisvalds að engu og knúið í framkvæmd fagleg- ar og pólitískar kröfur sjálfs sin. Sjónarmið, sem hér er bryddað á, fengu aðeins að koma fram í 10 mín- útna kynningarþáttum í rikisfjölmiðl- unum. Stóru verkalýðsflokkarnir studdu auðvaldsflokkana dyggilega í að banna að slíkt fengi að koma fram í umræðu- og fyrirspurnaþáttum. Þeir vita sem er, forystumenn þessara flokka, að verkalýðurinn mundi fljótt finna að þeir væru gagnslausir og mundi setja þá á safn, ef verkalýðs- samtökin tækju upp sjónarmið sem þessi í starfi sinu. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Opii bréf til Ólafs Ragnars Grímssonar Kæri Ólafur. í þýska kommúnistablaðinu Die rote Fahne stóð eitt sinn 1923: „að nota lygina sem baráttutæki. eins og kommúnistar gera i dagblöðunum, það er ekki að Ijúga. það er bláköld nauðsyn”. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, en svo virðist vera að enn þann dag i dag sé skoðun þessi hátt skrifuð hjá kommúnistum. og jafnvel nýgræðingar í kommúnista- flokkum eins og þú hafa tamið sér slíka háttu. 1 Þjóðviljanum sl. laugardag gaf að lesa svargrein eftir þig varðandi „Rik- ið og flugfélögin”. Þú byrjar greinina með þinni alkunnu röksemdafærslu: „ÉG VEIT ALLT, ÞÚ VEIST EKK ERT” (sbr. framkomu þína i sjónvarp- inu fyrir skömmu). Þú segir það eina meginreglu i Evrópu að flugfélög séu rekin af rikinu til þess að tryggja ör- uggar samgöngur og tiltekur þar Bret- land, Norðurlöndin og Frakkland. Það er alveg greinilegt að þér er ekki kunnugt um að BEA, breska flugféiag- ið, er eitt hið óhagkvæmasta flugfélag I heiminum hvað rekstur snertir. Og svo upphefur þú anda Dic rote Fahne á fullu. Þú heldur því fram að Flug- leiðir reki ævintýramennsku með rekstri Atlantshafsflugs sins og að þetta'hafi m.a. verið gert með því að halda flugfargjöldum milli íslands og annarra landa óhóflega dýrum, og þannig sé almenningur á íslandi að I orga að hluta til brúsann af „ævin- tyramennsku” Flugleiða í öðrum heimsálfum, svo ég noti þin eigin orð. Þér er velkomið að ferðast frá Íslandi til Evrópulanda með SAS (skandin- avísku ríkisfyrirtæki), en ég efast um að fargjaldið verði hagkvæmara. Þá vildi ég gjarnan veita prófessornum smá staðreyndir, þó svo að þú sért ekki of gjarn á notkun þeirra. Fljúgi Ólafur Ragnar Grímsson með rikisreknum flugfélögum, svo sem SAS eða BEA milli London og Kauprhannahafnar, þá má hann borga kr. 48.990 fyrir ferðina (miðast við aðra leið), eða 801.80 kr./per flogna mílu. Fljúgi hann með Flugleiðum frá London til Reykjavíkur borgar hann kr. 48.750 fyrir ferðina, eða 411.04 kr./per mílu. Fari Ólafur ineð SAS milli Kaup- mannahafnar og Stokkhólms ber hon- um að greiða kr. 30.306 (912.80- kr./per mílu) eða fljúgi hann milli Kaupmannahafnar og Osló grciðir hann.kr. 30.306 (990.00 kr./per milul. I Kjallarinn Erlendur Magnússon F.n fari Ólafur með einkafyrirtækinL Fluglciðum frá Kaupmannahöfn til Revkiayíkur þá borgar hanr kr 73.700 (556.65 kr./per milu). Og bara svo að þú farir nú ekki að reyna að rengja tölur þessar, þá vil ég taka fram að þær eru fengnar úr alþjóðlegum handbókum um flugfargjöld, og flug- verð frá London er reiknað út frá breskum pundum og flugverð frá Kaupmannahöfn i dönskum krónum. Ja, mikið er óhófið og okrið, prófessor Ólafur. Alvitur um flugmál? Jæja, Ólafur minn, hvað segir þú núna, eða er það eins með þig og aðra blindtrúaða, þér svíður ekki undan sannleikanum, og áfram skal merki rauða fánans. Að lokum er það klausa úr „patent- lausnar” bók ykkar alþýðubandalags- manna, sem þú hefur mjög svo vitnað i. sem mig langar til að fara nokkrum orðum um. Þar stendur orðrétt: „Skipulag og rekstur Flugleiða verði tekið til endurskoðunar". Jahá, það var nefnilega það, ætlar nú Alþýðu- bandalagið að fara að skipta sér af rekstri einkafyrirtækis komist það i stjórn. Þú mátt vita það, Ólafur, að ég og líklega töluvert margir aðrir starfs- menn Flugleiða (ég vil ekki leyfa mér að tala fyrir allan hópinn, slikt gera eingöngu lýðskrumarar eins og pennar Þjóðviljans) viljum ekki hafa krumlur rikisvaldsins i rekstri fyrirtækis þess, sem við erum launamenn við. Það er hitt og þetta í rekstri Flugleiða, sem betur mætti fara, eins og víðast hvar, en það er ekki í valdi sjálfskipaðra al- vitra að skipta sér af því, heldur eru það eigendur, framkvæmdastjórar og STARF : K fyrirtækisins, sem eiga að annast gagnrýni innan fyrir- tækisins, til lagfæringar á rekstri þess. Með jafnlitla þekkingu á flugmáL um, eins og þú greinilega hefur, hefðir þú aldrei átt að skrifa um þau mál og opinbera þar með vanþekkingu þína á samgöngumálum, hvað þá að ætla þér að skipta þér af rekstri Flugleiða i framtiðinni. Nei, við starfsfólkið getum víst ekki annað en brosað vorkunnsamlega að þessum loddara- leik þinum til að sýnast alvitur um flugmál. Með bestu kveðju og von um að þú munir ekki kvelja Alþingi meðsetu á þeim stað, Erlendur Magnússon starfsmaður hjá Flugleiðum og LAUNÞEGI. Auglýsing ATVINNUÖRYGGI í STAÐ ATVINNULEYSIS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.