Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 1
4.ÁRG.— FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978- 269. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMLLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMl 27022. Flaug f ram af þakbrún vegna hálku Maður féll fram af húsþaki í gærmorgun um klukkan ellefu. Hafði hann farið út á þakið gegnum þakglugga i þvi skyni að athuga annan glugga á þaki hússins nr. 58 við Engjasel. Hálka, sem maðurinn varaðist ekki. olli þvi að hann flaug framaf þakbrúninni. Eftir þvi sem DB veit bezt handleggsbrotnaði maðurinn og slasaðist í baki. Óljósar upplýsingar lágu fyrir hjá lögreglu um slysið i morgun en það er I rannsókn sem vinnuslys. -ASt. Hæstaréttarlögmaður kærður: TAUNN VERA „LEPPUR’ FYRIR FASTEIGNASÖLU Lögmannafélag Islands tvístígur nú frammi fyrir vandræðamáli. Hæsta- réttarlögmaður i Reykjavík hefur verið kærður fyrir að „leppa” skrif- stofu tveggja ungra lögfræðinga, sem ekki hafa hlotið málflutningsréttindi. Hæstaréttarlögmaðurinn rekur sina skrifstofu i miðborginni en skrifstofa lögfræðinganna tveggja er drjúgan veg þar frá. Hæstaréttarlögmaðurinn er skrifaður fyrir báðum og lög- fræðingarnir fulltrúar hans. Hann segist mega reka útibú ef sér sýnist og ráða sér fulltrúa ef hanri þurfi þess með. Kæran er fram komin vegna grun- semda um að lögfræðingarnir reki stofuna að öllu leyti og noti nafn hæstaréttarlögmannsins, hugsanlega gegn þóknun. Fulltrúarnir annast smærri lögfræðingsstörf eins og inn- heimtur og stefnur, en eru einnig með á sínum snærum fasteignasölu. Til að hafa leyfi til lögfræðistarfa þarf mál- flutningsréttindi. Þau gilda jafnframt sem Ieyfi til fasteignaviðskipta. Stjórn Lögmannafélags Íslands hefur nú málið til úrskurðar. í stjórn- inni munu menn ekki á eitt sáttir. Guðjón Steingrimssori hrl., formaður stjórnarinnar, vildi í samtali við frétta- mann blaðsins ekkert segja unt málið nenia að það væri hjá stjórninni til úr skurðar. Þegar DB forvitnaðist um málið i dómsmálaráðuneytinu hafði Baldur Möller ráðuneytisstjóri ekki heyrt af því. „En við munurn kynna okkur þetta, fyrst forvitni okkar hefur verið vakin.” sagði Baldur. . ÓV P y, DB-mynd Kristjin Ingi. JOLASVEINAR EINN 0G ATTA! sjá bls. 25 Gúlliver í i Putalandi? — sjá grein um bamaheimili sem gert var upp fyrir alls rúmar i 100 milljónir króna - sjá bls. 17 Dlöglegt um- slag revíu- nlX+11 -SjáPOPPá plotll bls. 36-37 i Alþýðuflokkurinn afþakkar ■ f orsetatitil f ef ri deild Alþýðuflokksmenn í efri deild hafa ákveðið að tilnefna engan úr sinum röðum til að taka við forsetatign í efri deild. Bragi Sigurjónsson (A) sagði þessu starfi af sér í vikubyrjun, eins og kunnugt er. Bragi kvaðst ekki vilja vera „sam- starfstákn ríkisstjórnarinnar”. Aðrir alþýðuflokksmenn i deildinni munu heldur ekki vilja verða „samstarfs- tákn” og telja sig mundu draga úr mót- mælum Braga, ef þeir tækju við starf inueftirhann. Því verða viðræður næstu daga milli stjórnarflokkanna um hver taki við starfinu. Vera má, að einhver al- þýðuflokksmaður verði annar vara- forseti deildarinnar. H ugsanlegt er, að framsóknarmaður, Jón Helgason sem nú er annar varaforseti, færist upp í forsetadóm. Einnig er rætt í fullri alvöru, að for- setatignin kynni að verða falin sjálf- stæðismanninum Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, sem nú er fyrsti varafor- seti. Þyrfti hann auðvitað til þess stuðning einhverra stjórnarliðanna í deildinni. - HH DB-mynd: RagnarTh. Fyrsti jólasveinn Dagblaösins, sem hjálpar okkur að.telja dagana til jóla, er Björgvin Halldórsson söngvari. Hvcrs óskar Björgvin sér helzt I jólagjöf? „Ég vil fá kcrti og spil,” sagði Björgvin, „þaö er góð jólagjöf.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.