Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978. 100 milljónir króna í endur- byggingu Tjarnarborgar — þangað flutti Hannes Hafstein úr Ráðherrabústaðnum 1909 Viðgerðin á Tjarnarborg kostaði kr. 104 milljónir ef reiknað er til verðlags í dag. Rétt og skylt er að taka strax fram að réttara er að segja að endur- bygging hússins hafi kostað ofan- nefnda fiárhæð. Tjarnarborg, sem nú heitir, er nr. 33 við Tjarnargötu i Reykjavík. Hannes Hafstein ráðherra lét reisa húsið eftir teikningum Rögnvalds Ólafssonar. Húsið var byggt 1909. Þarna hafði Sumargjöf barnaheimili um áratuga skeið. Nú er þarna barna- heimili rekið af borginni. 107 börn eru þarna i gæzlu dag hvern. Forstöðu- maður er nú Lóa S. Leósdóttir. Er auðséð að hún reynir að vera ekki eftirbátur Elinar Torfadóttur sem veitti barnaheimilinu forstöðu um langt skeið með sérstökum myndar- brag og við miklar vinsældir bæði barna, foreldra og starfsliðs. Fasteignamat hússins var í gær kr. 9.397.000,00. Það er í dag sem næst 13 milljónum króna. Viðgerðin eða endurbygging hússins kostaði 66.786.025.00 og tók um það bil þrjú ár. Eins og fyrr segir eru það rúmlega 100 milljónir króna ef reiknað er til gildisbreytinga peninga til þess sem verða myndi í dag. í skýrslu um endurbygginguna segir m.a.: Við athugun á ofangreindum kostnaði er vert að hafa í huga að framkvæmdir eru unnar jafnframt rekstri hússins. Þá segir að þetta hafi bagað talsvert, ekki sízt við fram- kvæmdir innanhúss. Tekið skal fram að samstarf við starfsfólk hússins hefur verið til fyrir- myndar og tilhliðrunarsemi þess eins mikil og hægt hefur verið að fara fram á,efekki meiri. Skipt var um járn og pappa á þaki og veggjum, gert við klæðningar bita í veggjum og sperrur, vatnsbretti, gerekti, gluggapósta og karma. Timburviðgerðir voru annars all- miklar, mestar undir gluggum og i kringum þá. Rifinn var bráðabirgða- uppgangur á gólfi, svo og svalir og komið fyrir nýjum bitum fyrir svala- gólf. Girðing með Tjarnargötu var endurnýjuð. Gluggarammar voru þéttir og rúður kíttaðar uþp eftir þörfum. Þá fór fram endurmúrhúðun kjallaraveggja og svo margt fleira að ekki er hægt að telja þaðupp meðgóðumóti. Þó má geta þess að hurðir og listar voru skafin upp og allt gert eins likt því sem upphaflega var og unnt reyndist. Þegar húsið var reist var staðsetning þess meðal annars miðuð við hag- ræðið af þvi að frárennsli var út í Tjörnina. Nú þurfti að sjálfsögðu að miða við lögn út I götu þegar skipt var „Ég er nú bara að klæða hana 1 ullarbuxur i kuldanum.” um hreinlætistæki. Nú eru þarna klósett og vaskar við hæfi barna, eins og vera ber. Nýjar rósettur hafa verið gerðar í loft og listar hafðir eins og þeir voru í upphafi. Þetta er að talsverðu leyti handunnið. Áður var unnt að fá þetta erlendis frá, fjöldaframleitt. Húsið er sem sagt orðið mjög likt því sem það var nýsmíðað 1909 þegar Hannes Hafstein flutti úr Ráðherra- bústaðnum yfir götuna. Þarna hefur búið sómafólk, meðal annarra Lárus Fjeldsted hæstaréttarmálaflutnings- maður og hans fjölskylda. Tjamar- gatan var embættis- og heldrimanna- gata. Hún verðskuldar upprifjun og látnir ibúar hennar og lifandi, þótt það bíði betri tíma. Nú er föndurherbergi í kolageymslu Hannesar Hafstein. Á þurrklofti hans i risinu gæti orðið hlýlegt athvarf fyrir félagssamtök fóstra. Ef reiknaður er kostnaður við endurbyggingu og viðgerð á þeim hluta hússins, sem nú er notaður fyrir barnaheimili, reynist kostnaður vera nokkru minni en væri I nýbyggðum leikskóla, eða um 730 þúsund krónur fyrir hvert barn. Nú er húsið friðað. Það verður því áfram þar sem það var byggt. Þegar Reykjavikurborg keypti húsið var því aldrei ætlað að standa lengi. Það var gert ráð fyrir því að rífa það, keypt til niðurrifs. Alltaf var þó þörfin fyrir barnaheimili svo brýn að úr því varð aldrei. Hins vegar varð áformið um að rífa húsið til þess að aldrei var neitt gert fyrir það. Það var látið rotna og grotna. Þess vegna hefur viðgerð eða endurbygging orðið kostnaðarsöm. Mun sitt sýnast hverjum um þá meðferð skattpeninganna að verja þeim til að gera upp gamalt hús. Það' ersvoannaðmál. Margir hafa lagt hönd að verki við endurnýjun Tjarnarborgar. Húsið er aftur orðið bæjarprýði og verður það. Leifur Blumenstein bygginga- fræðingur var aðalhönnuður endur- byggingarinnar. Byggingadeild borgarverkfræðings hefur séð um verkið og haft umsjón með því að mestu leyti. -BS. Meira að segja berir loftbitar eru eins og nýir BUÐIN HLAÐIN af nýjum úrvalsborðum Sjónvarps- og stereó-borð Opið í kvöld til kl. 8. Laugardag til kl. 4. Sófaborð Teborð Saumaborð Húsgagnaverzlun Reykjavíkur hf. Innskots- borð Brautarholti 2 Símar 11940- 12691

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.