Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978. Á VERSLUNIN VERSLUNIN VERSLUNIN VERSLUNIN •3 flilKIO K/VS TAI.IMM FEYKin ITALB/SR LAUGAVEGI 8 BERGSTAÐASTRÆTI 4A LAUGAVEGI 27 HVERFISGÖTU 32 H L PARTNER ER NÝTT VÖRUMERKI FVRIR VANDAÐAN OG ÞÆGILEGAN FATNAÐ BARÁTTUHÁTÍÐ í GLÆSIBÆ 2. DESEMBER Baráttuhátíð hreyfingarinnar verður i Glæsibæ, stóra salnum i kjallaranum, laugardaginn 2. des. kl. 15.00. Á dagskrá hennar vcrður fjölbreytilegt efni. alvara og grín, pólitík og menningarefni. M.a. verður eftirfarandi á dagskrá: 1. Stutt ávörp um sjálfræðisbaráttuna og starf hreyf- ingarinnar. ÚTIFUNDUR 1. DES. Kl. 17.00 siðdegn þann 1. des verður stuttur úti- fundur hreyfingarinnar i Austurstrœti (á göngu- götunni). Þar verður flutt stutt ðvarp, lesið Ijóð og sunginn fjöldasöngur. BLÓMSVEIGUR VIÐ STY7TU JÓNS SIGURÐSSONAR Af útifundinum i Austurstræti verður farið á Austur- völl, að styttu Jóns Sigurðssonar og lagður þar blóm- sveigur frá hreyfingunni. Stutt ávarp verður flutt þar og loks sunginn fjöldasöngur. 2. Samfelld dagskrá um siálfræðisbaráttuna og baráttu gegn erlendri ásælm nteð upplestri, leik og söng. 3. Vísnavinir koma fram og skemmta hátíðargestum. 4. Nafnlausi sönghópurinn verður meðsérstaka söng- dagskrá. 5. Smásaga eftir Ara Trausta Guðmundsson. 6. Fjöldasöngur. Kaffiveitingar. Fjaröflun. Barnagæzla. MÆTUM ÖLL í AÐGERÐIR HREYFINGARINNAR MIKLATORGI SÍMAR - 19775 - 22822 • Glæsilegur jólamarkaður • Aðventukransar í mikluúrvali. Opiðkl 9-21 MMBIAÐIÐ óhát t Fátækur símnotandi telur fráleitt að simnotendur greiði afnotagjöld af simum til ðryrkja og ellilífeyrisþega. Eðlilegra sc að gjöld þcssi greiðist í gegnum trygginga- kerfið eða með sérstakri fjárveitingu frá Alþingi. DB-mvnd Bjarnleifur SÍMAGJÖLD ÖRYRKJA OG ELLILÍF- EYRISÞEGA — eðlilegast að þau séu greidd f gegnum tryggingakerfið Ég hefi heyrt þvi fleygt að nú standi til að láta símnotendur greiða afnota- gjald af símum til öryrkja og ellilif- eyrisþega með aðeins tekjutryggingu. Þetta mun kosta póst og síma ca I50 milljónir króna til að byrja með, eftir þvi sem mér er sagt. Þessari upphæð verður stofnunin að ná inn með hækk uðum gjöldum á símnotendur, þvi eftir því sem póst- og símamálaráð- herra tjáði okkur fyrir stuttu, vantar l milljarð hjá pósti og sima til að endar nái saman. Fyrir nokkrum árum var Póstur og sími, eða öllu heldur simnotendur, látnir greiða allverulegan beinan styrk til dagblaðanna. Mig minnir að Hannibal Valdimarsson hafi stöðvað þá vitleysu, þegar hann var póst- og simamálaráðherra. Nú fá blöðin beinan styrk úr ríkissjóði, sem er miklu eðlilegra heldur en að láta sim- notendur greiða hann. Nú á aftur að vega að símnotendum með fyrrgreindri ráðstöfun. Mér finnst eðlilegt að öryrkjar og ellilífeyrisþegar með aðeins tekjutryggingu njóti þess- ara hlunninda, en þau eiga að greiðast i gegnum tryggingakerfið eða með sér- stakri fjárveitingu frá Alþingi. Það er út i hött að dreifa þessum kostnaði á símnotendur, það væri eðlilegra að láta áfengisneytendur greiða þetta gjald, heldur en símnotendur og þar með taka þetta gjald af ÁTVR ef ríkis- stjórnin ætlar að láta eitthvert rikis- fyrirtæki greiða umrEétt gjald. Símnotendur eru ekki allir rikir og surnir hverjir myndu selja hluta af inn- búi sínu til að geta haldið i simann. Þessu fólki finnst því alveg nóg að greiða þessar sífelldu hækkanir vegna aukins rekstrarkostnaðar Pósts og sima, auk þess sem það greiðir alla fjárfestingu og uppbyggingu stofn- unarinnar, þótt því sé ekki gert að greiða bein gjöld til þeirra sem rikis- sjóður eða öllu heldur alþingi á að sjá um. Raddir lesenda ENSKT SÆLGÆTI í FRÍHÖFNINNI Ólafur Thordarsen. frihöfninni Kefla- vik, hringdi: Ferðalangur skiiiaði i DB 23. nóv- ember og spyr þar hvort frihöfnin á Kefla víkurflugvelli sé okurstofnun. Hann segist hafa kcypt 370 gr súkku- laðistykki i frihöf.iinni á 4.50 dollara. Síðan segist hann liafa keypt súkku- laði i Glasgow, 200 gr á 64 penny. Hann hlýtur að hafa keypt Lindt eða Sprungli súkkulaði. sem er dýrt súkku- laði en það kostar 4.50 dollara i fri- höfninni. Við erunt hins vegar einnig rneð 400 gr enskt súkkulaði sern kostar 3 dollara. Tölur sem l'erðalangur nefnir um Casio tölvur geta passað. Við höfðum samband við umboðsaðila tölvanna og þessar tölvur hafa lækkað um 23.26% frá því að við fengum okkar sendingu. Það mun vera eðlileg þróun í þessum smátölvum, þær lækka stöðugt I verði. Bæði verzlunin í Glasgow og umboðið i Bankastræti hafa þvi haft nýrri send- ingar á boðstólum en við. Þriðja dæmið nefnir ferðalangur en það er verð á Maclntosch dós sem kostar 6.50 dollara í frihöfninni. Þetta er kilódós. Hann segist hafa keypt sambærilega dós út úr búð i Glasgow og hafi sú dós kostað tvö pund. Sam- kvæmt upplýsingum íslenzk-erlenda verzlunarfélagsins, sem er með umboð fyrir' þessa vöru, eru þær dósir sem kosta tvö pund i Glasgow hins vegar 681 gr. I Bretlandi eru ekki til kilódósir af Maclntosch. Sú dós sem næst kemst er 907 grömm og kostar tvö og hálft pund. Þá er einnig hægt að fá dósir sem eru 1304 gr og kosta þær 3.90 pund. Hins vegar er rétt að benda fólki á að enskt sælgæti er ekki ódýrara i fri höfninni en i Bretlandi. Enskt sælgæti er mjög ódýrt og þar eru engir tollar á sælgæti þannig að frihöfnin veitir aðeins þá þjónustu að hafa enskt sæl- gæti á boðstólum fyrir þá sem ekki eru að koma frá Bretlandi eða hafa ekki viljað þvælast með það í farangri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.