Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978.
3
Hótanir og fjárkúgunarbréf
— opið bréf til sveitarstjórans í Hveragerði
Hér kemur lítil saga um það hvernig
opinberir aðilar leyfa sér að koma
fram gagnvart vinnandi fólki.
Hjá Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði
vann kona sem heitir Anna María
Aradóttir. Hún átti lögheimili í
Reykjavik. 15. nóv. 1977 skeði það að
sveitarstjóranum í Hveragerði datt í
hug að flytja lögheimili hennar.
Skrifaði hann sjálfur undir þann
pappír. Hvort sá verknaður er löglegur
og hvort sá pappír hefur lagalegt gildi
getur hver og einn dæmt sem les
þessar línur.
Ekki skulu höfð hér fleiri orð um
þetta þrekvirki sveitarstjórans í Hvera-
gerði, því um þetta var skrifað í Dag-
blaðinu 19. jan. 1978.
Það er sannarlega alvörumál að
sjálf þjóðskráin skuli ekki vera vandari
að heimildum og hyggja að lagalegum
rétti. Eigin undirskrift hvers og eins
hlýtur að hafa gildi en ekki undirskrift
hvaða persónu sem vera skal, þegar til-
kynnt er um breytingar á lögheimili.
Næst gerðist það, að Hveragerðis-
hreppur sendi álagningarseðil til Önnu
Maríu Aradóttur.
Þar er ekki skráð nafnnúmer
hennar, hvorki fæðingardagur né -ár,
engin dagsetning né ártal og ekki
heldur númer kaupgreiðanda. Meira
að segja er nafnið hennar ekki rétt
skrifað á þessu fágæta plaggi. Sam-
kvæmt þessum pappír er henni uppá-
lagt að greiða til sveitarstjóðs í Hvera-
gerði kr. 210.364. Átti sú upphæð að
greiðast með 5 greiðslum. Var fyrsta
greiðslan dregin frá launum hennar
31. ágúst 1978 og voru það kr. 42.072.
Eins og öllum er kunnugt ber vinnu-
veitanda að greiða fyrirfram fyrir
starfsfólk upp í útsvör 70% af
álögðum gjöldum næsta árs á undan.
Stendur þetta skýrum stöfum á álagn-
ingarseðlinum. Þetta hefur heilsuhæli
NLFÍ í Hveragerði ekki gert, vegna
þess að hreppurinn sendi þangað engar
kröfur um fyrirframgreiðslur. Sýnist
þá liggja Ijóst fyrir hverjum meðal-
greindum manni að stjórnendur
Hveragerðishrepps geti sjálfum sér um
kennt að útsvar Ónnu Mariu Ara-
dóttur hefur ekki þegar verið greitt að
mestu.
í stað þess að leiðrétta mistök sín og
senda konunni venjulegan reikning
yfir eftirstöðvar skuldarinnar, fór
sveitarstjóri í betri buxurnar og brá sér
á fund lögfræðings í Reykjavik. Lög-
fræðingnum hefur hann greinilega
ekki sagt satt, heldur gefið rangar og
villandi upplýsingar. Ávöxtur þeirrar
iðju er sá að konan fékk sent svohljóð-
andi fjárkúgunarbréf:
„Reykjavik 16.11. 1978.
Anna M. Aradóttir, Nesi Aðaldal.
Álögð gjöld yðar til sveitarsjóðs
Hveragerðishrepps fyrir áriö 1978 eru
í gjalddaga fallin og nemur skuld yðar
nú kr. 210.364.
Hér með ej skorað á yður að greiða
skuldina hið fyrsta eða semja um
greiðslur. 1 þvi skyni leyfi ég mér að
boða yður á skrifstofu Hveragerðis-
hrepps, Hverahlíð 24, mánudaginn 27.
nóvember nk. kl. 15.00—16.30.
Verðið þér eigi við þessari áskorun er
óhjákvæmilegt að framkv.æma lögtak
til tryggingar skuld þessari.”
Ekki er sveitarstjóri sá maður að
hann geti einu sinni gefið lögfræðingn-
um réttar upplýsingar um upphæð
skuldarinnar. 1 bréfinu stendur að
skuldin sé kr. 210.634. Samkvæmt
launaseðli útgefnum -31. ágúst sl.
Heilsuhxli NLFÍ i Hveragerði.
hefur korran greitt upp í útsvar til
Hveragerðishrepps kr. 42.072. Hvar
eru þeir peningar?
Skuld Önnu Maríu Aradóttur við
Hveragerðishrepp er því ekki eins og
segir í fjárkúgunarbréfinu, kr.
210.364, heldur er rétta skuldin kr.
168.292. Eins og hver maður hlýtur að
sjá, sem komist hefur skammlaust
gegnum barnaskólann.
Þessi litla saga ætti að verða til þess
að kenna viðkomandi opinberum
aðilum að kynna sér sannleikann í
þeim málum sem þeir hafa með
höndum, áður en farið er af stað með
hótanir og fjárkúgunarbréf.
Anna María Aradóttir er eiginkona
mín. Mun ég ábyrgjast greiðslu á
skuld hennar við Hveragerðishrepp
fyrir 15. desember nk.
Reyni hins vegar sveitarstjórinn í
Hveragerði að beita einhvers konar
fjárkúgunaraðgerðum gegn konu
minni út af skuld þessari má hann vita
að ekki verður því þegjandi tekið.
Pétur Steingrímsson
Nesi, Aðaldal.
Dagblaðið hafði samband við
sveitarstjórann í Hveragerðishreppi og
bar efni Péturs undir hann. Sveitar-
stjóri sagði að ekki væri neitt sérstakt
um útsvarsviðskipti Önnu Maríu við
hreppinn að segja. Annað efni bréfsins
kvað hann ekki svaravert, að því
undanskildu, að með flutningi lög-
heimilis væri aðeins verið að sinna
lagaskyldu, sem lögð væri á hreppinn.
Anna María bjó og vann í Hveragerði
og samkvæmt beztu upplýsingum átti
hún þvi einnig að eiga þar lögheimili.
Sveitarstjóri vildi í því sambandi nota
tækifærið til að minna húsráðendur á
að tilkynna um ibúa í húseignum
sínum svo sem þeim ber.
Hringið
ísíma
27022
milli kl.
13 og 15
John Travolta hálsmen — Hermannaplötur — Skólaúr—Kven- og
dömuúr — Kveikjarar — Cobra hálsmen og armbönd — Eldhús-
klukkur — Skímargjqfir — Siljurhringir — Vekjaraklukkur
ÚRA- OG
SKARTGRIPAVERZLUNIN
TÍMADJÁSN
Gvímsbæ við Bústaðaveg
Spurning
dagsins
Telur þú þörf á að
minnast 1. desem-
ber?
(Spurt i Menntaskólanum á Laugarvatni)
Einar Jönsson nemi: Já, að sjálfsögðu.
Það þarf að meta alþjóðaástandið og
berjast fyrir sjálfstæði tslands.
Örn Guðnason kennarí: Jú, mér finnst
rétt að fræða fólk um 1. desember og
tilgang hans.
:S ■ \ • r
Lárus Þór Krístjánsson nemi: Mikil þörf
á þvi. Með 1. des. lifir sjálfstæði
þjóðarinnar, fólk þarf að hafa til-
finningu fyrir því.
Sigríóur Friöjónsdóttir nemi: Jú,
þarf að vekja fólk til umhugsunar o|
standa vörð um sjálfstæðið.
Hrund Ólafsdóttir nemi: Jú, það þarf að
halda baráttufundi og vekja fólk til
umhugsunar.
Gestur Traustason nemi: Þar sem það er
60 ára afmæli sjálfstæðisins finnst mér
það alveg sjálfsagt.