Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 32
36 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978. ÁB Ig«Ss« ^ rnMirt nl/ 1/nrt I ' 1 / r tt þessa dagana í þrettán löng ár léit.einna helzt út fyrir að hljómsveitin Exil^ hlyti sömu örlög og þúsundir annarra smáhljóm- sveita; að hún dæi drottni sínum ó- þekkt flestum nema ættingjum, vinum og nokkrum til viðbótar. Lagið Kiss You All Over breytti dæminu heldur betur. Það var í efsta sæti bandaríska Billboard vinsældalistans í fjórar vikur samfleytt og er enn ofarlega. Ný breiðskífa Exile hefur sömuleiðis hlotið góðar viðtökur. Sú heitir Mixed Emotions og fór nýlega yfir milljón eintaka markið i sölu. Exile tók til starfa árið 1965, sama ár og Beatles léku í seinna skiptið í Hollywood Bowl. Hljómborða- leikarinn Buzz Cornelison, J.P. Pennington gitarleikari og Jimmy Stokley söngvari stofnuðu hljóm- sveitina, þá allir gagnfræðaskóla- nemendur í Richmond i Kentucky. Aðrir liðsmenn Exile gengu til liðs við hina á þessum áratug. Þeir eru Steve Goetzman, sem leikur á trommur, Sonny Lemarie bassaleikari og hljómborðaleikarinn Marlon Hargis. Fyrstu árin lék Exile tónlist annarra hljómsveita. Hún fékk tækifæri til að koma fram með ýmsum þekktum hljómsveitum og söngvurum, svo sem Yardbirds, Herman Hermits, Tommy Roe og fleirum. Árið 1969 lá leiðin til New York, þar sem Exile hljóðrituðu Linda Gísladóttir—Linda LUMMUSONGKON- AN LANGT FRÁ SÍNU BEZTA Ekkibæta undirleikur og textarúrskák sem þeim, er hér um ræðir. Aðferð þessi ku vera mun ódýrari en að taka upp hér heima, svo að Steinar sló til. Því miður var útkoman slík, að það væri hrós að kalla hana þriðja flokks. Hinn tilfinningalausi danski undir- leikur gerir mest til að skemma plötuna. 1 öðru lagi eru textarnir ótta- Iega klúðurslegir. Þorsteinn Eggerts- son, löngu ærulaus leirhnoðari, semur þá alla, tíu talsins. Og i þriðja lagi er Linda fulllangt frá sinu bezta á plötunni. Rödd hennar er þó jafn , viðfelldin og áður, en Jóhanni Eiríks- LINDAGÍSLADÓTTIR — Linda . . útgcfandi; steinar hf. tsteinar 027) sym upptokustjóra tekst ekki að ná Stjórn upptöku: Jóhann Eiríksson nándar i\<ETT\ eins miklu út úr henni Lpptðkumaður:Carðar Hansen og Gunnari Þórðarsyni á Lummuplöt- Hljódritun fór fram i Hafnarfirði o}> Danmörku. unum. Eftir allar þær vinsældir og umtal sem Linda Gísladóttir hlaut með söng sínum á Lummuplötunum tveimur, lá beint við, að hún syngi inn á sólóplötu. Nokkuð langt er síðan það fór að kvisast að platan sú væri i vinnslu, en ekki bar öllum saman um, hvernig að henni væri staðið. Sumir töldu plötuna tekna upp erlendis, aðrir að hljóðfæraleikurinn kæmi tilbúinn utanlands frá, en síðan syngi Linda inn á upptökurnar hér heima. Slíkt tíðkaðist lítillega hér fyrr á árum. Til dæmis var fyrsta litla platan sem Björgviii Halldórsson söng inn á unnin þannig. Sannleikurinn kom i Ijós er platan var send á markað í siðasta mánuði. Útgefandanum, Steinari Berg hafði boðizt tækifæri til að fá allan hljóðfæraleikinn tekinn upp í Dan- mörku. Þar' er starfrækt stúdíó, sem gerir lítið annað en að sinna undirleik öll eru lögin á plötu Lindu Gísla- dóttur erlend. Um val þeirra hef ég ekkert nema gott að segja. öll hafa þau náð vinsældum útí i hinum stóra heimi, og sum eru þekkt fyrir hér heima. Ég ætla ekki að gera upp á milli þessara laga, en fullyrða þess í stað, að hægt er að gera mun betri sólóplötu með Lindu Gísladóttur en þá sem hér um ræðir. -ÁT- laga plötu. Hún seldist ekkert. Tvær tilraunir til viðbótar fylgdu í kjölfarið. Þær báru engan árangur. Að sögn Jimmy Stokley söngvara skipti árið 1973 sköpum fyrir Exile. „Þá ákváðum við að leika eingöngu okkar eigin tónlist og það ár lágu leið- ir okkar og upptökustjórans okkar saman,” segir Stokley. Upptöku- stjórinn sá er enginn annar en Mike Chapman, — annar helmingurinn af Chinn/Chapman, sem hafa samið flest þekktustu lög Smokie. Chapman heyrði prufuupptöku með lögunum okkar og gerði sér sérstaklega- ferð til að heyra okkur leika opinberlega,” sagði Stokley. Hann virðist hafa hrifizt af hljóm- sveitinni, því að samningar tókust milli þeirra. EXILE — Breiðskifa hljómsveitarinnar, Mixed Emotions náði nýlega milljón ein- taka sölumarkinu. Flest lögin á plötunni eru eftir gitarleikara Exile, en i fram- tiðinni ætla aðrir liðsmenn hljómsveitarinnar að semja meira. Tónlistin, sem Exile flytur á plötunni Mixed Emotions, er popp/rokk með nokkrum diskóblæ. Míkið ber þar á röddunum og hljómborðaleik. Gítarleikari hljóm- sveitarinnar, J.P. Pennington samdi bróðurpartinn af tónlistinni. Chinn og Chapman sendu Kiss You All Over og You Thrill Me, sem verður aðallagið á næstu tveggja laga plötu hljómsveitarinnar. 1 framtíðinni ætla aðrir liðsmenn Exile að semja meira af tónlist hljómsveitarinnar sjálfir. „Næsta stóra platan okkar á að vera mun betri en Mixed Emotions,” segir Jimmy Stokley. „Við erum búnir að bíða svo lengi eftir frægðinni að við ætlum að treina okkur hana eins og viðfrekast getum.” Or ROLLING STONE Ellý Vilhjálms og EinarJúlíusson syngja lögJenna Jóns Fullorðinsplata Ellý Vilhjálms og Einar Júliusson syngja lög Jenna Jóns. Útgefandi: SG-hljómplötur (SG— 11S) Stjórn og útsetningar: Þórir Baldursson. Hljóóritun: Hamburger Studio, Múnchen Tóntækni, Reykjavlk. Þórir Baldursson nýtur áreiðan- lega mestrar fræðgar islenzkra tónlistarmanna um þessar mundir. Fyrst og fremst er það að sjálf- sögðu fyrir störf hans með söng- konunni Donnu Sumrner, söng- sveitinni Boney M og stúdíóhljóm- sveitinni Munic Machine. Það var því vel við hæfi að fá hann til að útsctja svo sem eitt stykki hljómplötu fyrir heimamarkaðinn. Fyrir valinu urðu lög Jenna Jóns. Sjálfsagt kannast flestir við Jenna og lög hans. Þar nutu flest vinsælda fyrir um það bil aldar- fjórðungi, er dægurlög voru ennþá rómantísk. Að minnsta kosti tvö eru yngri, — frá árinu 1966, er ríkisútvarpið gekkst fyrir danslaga- keppni. Fyrsta lag plötunnar er einmitt sigurlagið úr þeirri keppni, lagið Lipurtá, sem Ragnar Bjarna- son söng á sínum tíma. Þá var það með jenkatakti, en hefur nú verið nokkuð moderniserað. Hitt lagiðá plötunni, sem var i þessari dans- lagakeppni er Ólafur sjómaður. Það hafnaði í þriðja sæti. Nokkur fleiri af lögum Jenna á plötunni, sem hér um ræðir, hafa unnið til verðlauna. Til að mynda hlaut lagið Brúnaljósin brúnu fyrstu verðlaun í danslagakeppni SKT árið 1954. Viltu koma varð í öðru sæti tveimur árum síðar og Vökudraumur hafnaði í þriðja sæti hjá SKT árið 1953. Þó að lög Jenna séu nú nokkuð komin til ára sinna sóma þau sér prýðilega á hljómplötu anno 1978. Aö vísu höfða þau tæplega til táninga, en platan á tvímælalaust ÞÓRIR BALDURSSON — Það var vel við hæfi að fá hann til að útsetja svo sem eina plötu fyrir heimamarkaðinn. Ljósm. Jóhannes Long. heima i safni þeirra, sem eru öðru huga, er hann vann verk sitt. hvorum megin við þrílugt. Enda heyrist mér að útsetjarinn, Þórir Baldursson, einna helzt hafa haft þann hóp og þaðan af eldra fólk í í stuttu máli: Plata Ellýar og Einars með lögum Jenna Jóns er fullorðinsplata og ágæt sem slík. -ÁT- Umslag revíuplötu brýtur lög Umslug revíuplötunnar Þegar mamma var ung er brot á ákvæðum laganna um óbeinar auglýsingar reykinga. Ólafur Ragnarsson for- maður Samstarfsnefndarinnar um reykingavarnir staðfesti það í samtali við Dagblaðið i gær. „Við í samstarfsnefndinni höfum fjaflað um þetta umslag og teljum það ótvírætt brot á lögunum um ráðstafanir til að draga úr tóbaks- reykingum,” sagði Ólafur Ragnarsson. „Við höfum vísað málinu til Heilbrigðisráðuneytisins, en það er þess að sjá um að lögum sem þessum sé framfylgt.” í annarri grein laganna um ráðstafanir til að draga úr tóbaks- reykingum segir; „Bannað er að nota neyzlu eða hvers konar meðferð tóbaks og tóbaksvarnings i .auglýs- ingum eða upplýsingum um annars konar vörur eða þjónust u Að sögn Ólafs Ragnarssonar hafði Samstarfsnefnd um reykingavarnir þegar samband við útgefanda plötunnar. Þegar mamma var ung, Steinar Berg. Hann bauðst strax til að breyta auglýsingum plötunnar og sömuleiðis öðru upplagi hennar ef til kæmi að það yrði framleitt. Hins veg- ar taldi Steinar öll tormerki á að hægt væri að gera nokkuð vjj það upplag plötunnar sem væri búið að drcifa. „Það kom okkur mjög á óvart að mál sem þetta skyldi koma upp,” sagði Ólafur, „því að auglýsingastofum og teiknurum höfðu verið kynnt lögin sérstaklega. Allt frá því að lögin um ráðstafanir til að draga úr tóbaks- reykingum voru sett 11. mai 1977 og fram til þessa hafði enginn brotið lögin en nú hefur sem sagt orðið einhver misbrestur á að fylgja beim eftir.” -ÁT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.