Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978. 27 r s| w Höfundur: Jökull Jakobsson. Flytjendun Leikfélag Þorlákshafnar. Stjórnandi: Kristbjörg Kjeld. Leikmyndasmiður: Gylfi Gíslason. Ljósastýrir: Jón Pétur Guójónsson. í leikskránni er góð grein eftir Þorstein ö. Stephensen um höfundinn og Pókók, sem er fyrsta leikhúsverk Jökuls, frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavikur snemma árs 1961 og fór Þorsteinn Ö. Stephensen þá meö aðalhlutverkð: Jón Bramlan, þrefald- an forstjóra með meiru. Ég leyfi mér að vitna lítið eitt i þessa grein: „ — — Ég man við unnum vel að þessu verki, kannski ekki sist vegna Myndlist Af æfingu á Pókók f Þorlákshöfn. N POKOKIÞORLAKSHOFN þess að við fundum hve mjög það þurfti á áhuga okkar að halda. Þetta var frumsmið höfundarins í leikrita- gerð og bar þess þó nokkur merki." Síðar vitnar Þorsteinn i leikdóm Ásgeirs Hjartarsonar í Þjóðviljanum á þessa leið: „----Allt eru þetta að sjálfsögðu æskubrek (missmíði sem hann hafði tínt til áður í greininni. G.D.) efnilegs manns, fjörsprettirnir og gáfurnar leyna sér ekki.--” Síð- an spáir Ásgeir afreksverkum í leikritun frá hendi Jökuls Jakobssonar og þykir það allt hafa sannast, og þvi betur sem árin liðu, aldrei betur en með síðasta verkinu: Syni skóarans og dótturbakarans. Sjávarafli og menning- aráhugi Ennfremur segir Þorsteinn Ö. i grein sinni núna: „Það gladdi mig þegar Kristbjörg Kjeld sagði mér að Leikfélag Þorláks- hafnar ætlaði að setja upp Pókók. Þeg- ar ég heyri þann stað nefndan, finnst mér alltaf að þar muni vera mikið af þvi tvennu sem okkur er nauðsynleg- ast, sjávarafla og menningaráhuga." Það er auðvelt að renna stoðum undir þessa hugmynd leikarans góða, Þorsteins ö. Stephensens: Leikfélag Þorlákshafnar, sem stofnað var 1970, hefur á sinni stuttu ævi fært upp eftir- talin leikverk: Ár 1971: Kvöldið fyrir sumarleyfið og Hættuleg tilraun. — Leikstj. Guðjón IngiSigurðsson. 1972: Pétur kemur heim eftir Leslie Sands og Góðir eiginmenn sofa heima eftir Walter Ellis. Leikstjóri Eyvindur Erlendsson. 1973: Skammvinn sæla eftir Sam Bate, leikstj. Sigurður Karls- son. 1975: Skírn eftir Guðmund Steinsson (frumflutningur verksins — hafði ekki áður verið sett á svið), leikstj. Sigurður Karlsson. 1976: Þrír þættir: Knall eftir Jökul Jakobsson Friðs'æl veröld eftir Svövu Jakobs- dóttur og Ómar kemur heim eftir Agnar Þórðarson, leikstj. Vernharður Linnet, ennfremur: Venjuleg fjölskylda eftir Þorstein Marelsson, leikstj. Haukur J. Gunnarsson. Þetta var frumflutningur verksins. 1977: Legunautar eftir Þorstein Marelsson — hópvinna undir verkstjórn Vernharðs Linnets. 1978: Pókók eftir. Jökul Jakobsson, leikstj. Kristbjörg Kjeld. Frumsýning þessa leikrits í Þorláks- höfn var sunnudaginn 26. nóvember sl. og stendur til að fara hingað og þangað með sýningamar áður en lýkur. Pókók er fyrsta leikritið sem Kristbjörg Kjeld leikstýrir utan Reykjavíkur. Drifkraftur Mér er sagt að sterkasti drif- krafturinn í Leikfélagi Þorlákshafnar sé Vernharður Linnet, enda er hann formaður félagsins. Hann er kennari við grunnskólann í Þorlákshöfn. Krist- björg sagði mér að kjarninn I leikhópi hennar þarna séu kennarar og hún var mjög hrifin af áhuga fólksins og dugnaði. Kristbjörgu sjálfa þarf ég ekki að kynna: Sérhver íslendingur þekkir hana sem eina allra mikilhæfustu leikkonu þjóðarinnar nú á timum. Mér hefur lengi fundist hún frábær. Hún hefur starfað sem fast- ráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu síðan 1958. Áður en ég vík nánar að Pókók á fjölum Félagsheimilisins i Þorlákshöfn ætla ég enn að vitna í grein Þorsteins Ö. Stephensens. Hann segir: „— — Annars er ánægjulegt til þess að hugsa hve iðkur, leiklistar er orðin almenn um allar landsins byggðir. Áreiðanlega hefur útvarpið með sínum leikritaflutningi stuðlað mjög að þeirri þróun Og svo það. að á síðustu árum hafa komið fram margir ungir og efnilegir höfundar.---Þvi má þó ekki gleyma. að löngu áður en útvarp og höfundar urðu til, bjuggu menn til leiksýningar i sveitum og kaupstöðum landsins. Fyrir öllu var að fá að leika. Þetta finnst mér, með meiru, renna stoðum undir þá skoðun mína að Islendingar séu gæddir miklum dramatískum hæfileikum.” Farsastíll Hér er ekkert ofsagt. Um 1895 var til dæmis kappsamlega iðkuð leiklist austur í Hvolhreppi í Rangárvalla- sýslu. Fyrir henni stóðu læknishjónin, Ólafur Guðmundsson og Margrét Ólsen. Þá var móðir min 10 ára gömul Systir hennar, Valgerður Guðmunds- dóttir, 10 árum eldri, var ein aðalleik- konan. Móðir mín fékk að standa bak við tjöldin meðan leikritin voru æfð, i stofu læknishjónanna, og hún lærði Guðmundur Daníelsson. öll hlutverkin utan að og mundi þau alla ævi. Oftsinnis í bernsku minni flutti hún mér þessi leikrit i heilu lagi og stældi um leið rödd og látbragð hvurrar leikpersónu. Þetta voru danskir gamanleikir með söngvum, þýddir og staðfærðir af Ólafi lækni, en Margrét kona hansæfði leikfólkið. Svo sem fyrr er drepið á var Pókók fært upp af Leikfélagi Reykjavikur 1961. Síðan hefur það hvurgi verið leikið fyrr en núna — að Leikfél. Þorlákshafnar velur sér það að verkefni undir stjórn Kristbjargar. Fákæn og óspillt Pókók er skopleikur i „farsastil" — reyfari i leikformi, hraður, með mörgum góðum „bröndurum". Þetta er háð og spott um fjáraflamenn, allt frá Litla-Hrauns-smáþjófum, upp í hæst- virta stórsvindlara i verslun og verk- smiðjurekstri. Góðhjörtuð, fákæn og óspillt bóndadóttir úr sveit kemur við sögu, rík fegurðardroltning, sem er orðin hundleið og þreytt á öllum lífs- gæðum broddborgaranna og heimtar að komast i slagtog með stórglæpa- mönnum, þ.e. manndrápurum og bankaræningjum, líkt og ungfrú Patricia Hearst, sællar minningar. Aðalvandinn við uppfærslu slíkra leikverka sem Pókók er að meta hvað langt eigi að ganga i að skrumskæla sjálfan veruleikan — hvursu miklar ýkjur verkið þoli án þess að missa þann ádeilubrodd, sem vissulega er i þvi falinn. Auðvitað er áhugamanna- leikflokki, þar sem súmir eru algjörir byrjendur í listinni, hægara um vik að „ofleika” en fara vandrataðan meðalveg. Ég álít að Jón Bramlan, sem teljast verður aðalpersónan í Pókók. leikinn af Ingis Ingasyni, sé til dæmis keyrður í heldur of háum gir. Óli sprengur, fyrrv. Litlá-Hraunsfangi, leikinn af Kjartani Guðmundssyni, var ágætur þangað til undir lokjx) að hann dalaði, einkum vegna þcss að hann kunni textann sinn ekki nógu vel. Gauja gæs — Bergþóra Árna- dóttir — var að minurn dómi jafnbesta persóna sýningarinnar, annað hvort vegna hlutverksins cða hæfilcika sinna, kannski hvors tvcggja. Kraftur og leikgleði Smáglæpamennirnir, Kiddi gufa (Torfi Áskelsson) og Stjáni moj (Hjörleifur Brynjólfsson) voru ágætir i sinum frekar auðveldu hlutverkum. Annars treysti ég mér ekki til að fara út i mannjöfnuð meðal leikaranna, ég þekki þá ekki, veit ekki hvurjir cru vanir og hvurjir byrjendur, hef ekki samanburð á frammistöðu þeirra í þessu verki og einhvurju öðru sem þeir kunna að hafa leikið í, ekki heldur samanburð við leikfélagsfólkið sem sýndi Pókók árið 1961. Þorlákshafnarhópurinn i heild var fullur af krafti og leikgleði, og hann er til margs vís, ef framhald verður á þjálfun hans og menntun. Ég er viss um að Kristbjörg Kjeld hcfur verið mjög góður leiklistarkennari í Þorláks- höfn og að nemendur hennar þar eru næmir. Leikmyndasmiðurinn, Gylfi Gisla- son, er greinilega frumlegur og list- fengur i sinni grein. Vernharður Linnet, sem i Pókók leikur eins konar hálfbjána í lögreglubúningi, cr öflugur leiðtogi þessa unga leikfélags — maður ómissandi á hvurju heimili. Guðniundur Daníelsson. Beethoven á toppnum Svo virðist sem Beethoven sé í efsta sæti vinsældalista klassískar tón- listar um allan hinn vestræna heim, ef marka má könnun sem nýlega var gerð á vegum breska blaðsins Sunday Times. Fór hún fram þannig að frétta- ritarar blaðsins i London, New York, Paris, Berlin, Róm og Moskvu tóku saman lista yfir hljómleika í helstu hljómleikahöllum þessara borga, þ.á m. Royal Festival Hall og Fil- harmóníunni í Berlín. Siðan voru tölur lagðar saman og þá kom í Ijós að Beet- hoven var vinsælastur í ölium þessum borgum, nema New York, merkilegt nokk — en þar skreið Schubert fram úr honum. Fast á hæla Beethovens fylgdu svo Mozart, Brahms og Tschaikovsky og Mahler var mjög á uppleið. Þjóðleg sérkenni Eins og vænta mátti, eru þjóðleg sérkenni á nokkrum þessum vinsældalistum. Elgar er við þá 10 hæstu i London, Vivaldi og Respighi (gosbrunnatónlist hans sjálfsagt. . .) eru i fimmta og sjötta sæti i Róm, Debussy er i fimmta sæti í Paris og Hans Werner Henze er i sjötta sæti í Berlín. Svo er býsn af rússum á Moskvulistanum, en þar er Beethoven einnig vinsælastur. Þeir sem skipu- leggja hljómleika segja að áhugi á Mahler fari vaxandi, einkum vegna kvikmyndar Viscontis „Dauði i Feneyjum”. Hér fylgir svo listinn yfir efstu sæti á þessum lista i hinum ýmsu borgum. London: 1) Beethoven 2) Mozart 3) Mahler 4) Brahms 5) Dvorak, New York: 1) Schubert 2) Beethoven 3) Brahms 4) Tschaikovsky 5) Mahler, París: 1) Beethoven 2) Mozart 3) Stravinsky 4) Schubert 5) Brahms, Berlin: 1) Beethoven 2) Mozart 3) Stravinsky 4) Dvorak 5) Brahms, Róm: 1) Beethoven 2) Schu- mann 3) Brahms 4) R. Strauss 5) Vivaldi, Moskva: 1) Beethoven 2) Tschaikovsky 3) Shostakovitsch 4) Mozart 5) Brahms. íslendingar með svipaðan smekk Þess verður að gæta í þessu sam- bandi að nútima tónlist er yfirleitt ekki leikin i Rússlandi og þá helst eftir yngri menn frá Austur-Evrópuríkjun- um. Tónlistargagnrýnendur telja að það saé i New York, Paris og London sem helstu nýjungar i tónlist séu viðraðar. Nú gerði DB það að gamni sínu að taka saman þá klassísku tónlist sem flutt hefði verið af Sinfóníuhljómsveit íslands síðastliðin 3 ár, að þessu starfsári meðtöldu og þá kom i Ijós að við fylgjum dyggilega tónlistarsmekk annarra Vestur-Evrópuríkja — erum kannski trúaðri en þcir trúuðustu í þessum málum. Nú verður þess einnig að gæta að hljómsveitin er ekki Ludwig van Beethoven nægilega stór til að geta fengist við mörg verk tónskálda eins og Mahlers, Bruckners og Berlioz og því hlýtur þeirra er að gæta minna en annarra tónskálda. En í samantekt DB virðast vinsældir klassiskra tónskálda á íslandi vera eitthvað á þessa leið: I) Beethoven 2) Mozart 3) Brahms 4) Tschaikovsky 5) Schumann. Þarna hefur Beethoven mikla yfirburði, enda er dagskrá þessa vetrar að miklu leyti helguð honum. Litlu munar svo á Mozart og Brahms. •A.l.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.