Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 4
4 Á DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978. DB á neytendamarkaði Hafnfirzk hjón fá 90 þúsund króna vöruúttekt „Verzla yfiiieitt á föstudögum” < Heppnu hjónin úr Hafnarfirði, Páil Sigurðsson og Helen Gunnarsdóttir ásamt börnum sínum. DB-mynd Ragnar Th. Mánaðaruppgjör búreikninganna: Sex manna fjölskyldan með lægst- an kostnað f október Þá höfum við lokið við útreikninga á meðaltalskostnaði þeirra sem sendu okkur upplýsingaseðla fyrir október- mánuð. Sem fyrr bárust okkur nokkur hundruð seðlar frá þrjátíu og fjórum stöðum á landinu. Fjölskyldustasrð- irnar voru allt frá einum upp í átta, að vísu var aðeins einn seðill frá fyrst- og siðasttöldu fjölskyldustærðunum, þannig að ekki reyndist unnt að reikna út neitt meðaltal hjá þeim. Að þessu sinni reyndist þaö vera sex manna fjölskyldan sem var með lægstan meðaltalskostnað, eða 19.527 kr. á mann á mánuði. Næstlægst var kostnaðurinn hjá sjö manna fjölskyldu með 20.489 kr. á mann á mánuði. Hins vegar var sá seðillinn sem lang- hæstur var frá sex manna fjölskyldu <úr Kópavogi) upp á 37.648 kr. á mann yfir októbermánuð. Slíkar tölur hækka að sjálfsögðu meðaltalsútreikninginn talsvert. Mjög athyglisvert er að eins manns fjölskyldan var með 11.087 kr. I matarkostnað yfir októbermánuð og má það teljast nánast furðulegt hvernig hægt er að komast af með svo litla upphæð. — Sá seðill er frá Reykjavík. Þá korrt i ljós að innan þriggja fjöl- skyldustærða, þriggja manna, sex manna og sjö manna, voru lægstu seðlarnir frá Akureyri. Hæstu seðl- arnir voru frá Reykjavík, ísafirði, Selfossi, Höfn i Hornafirði, Kópavogi og Akranesi. Þeir lægstu voru frá Hveragerði, Egilsstöðum, Vestmanna- eyjum og þrír frá Akureyri, eins og áður sagði. Litum nú nánar á hverja fjölskyldu- stærð fyrir sig. Eins manns fjölskyldan Einn seðill barst frá einbúa, í Reykjavík, og sýndi hann 11.087 kr. kostnað við mat og hreinlætisvöru- kaup í októbermánuði. Þessi maður sendi okkur einnig upplýsingaseðil fyrir septembermánuð og þá var hann með 18.045 kr. í matarkostnað. Að þessu sinni hringdum við í mann þennan og fengum nánari skýringu á þessum lága kostnaði hans. Sjá viðtal. Tveggja manna fjölskyldan Meðaltalskostnaður tveggja manna fjölskyldunnar reyndist vera 21.090 kr. á mann. Innan þeirrar fjölskyldu- stærðar var gríðarlega mikill munur á þeim hæsta og lægsta eða 26.304 kr. Það er hærri upphæð heldur en meðal- talsneyzla nokkurrar fjölskyldu. Hæsti kostnaðurinn var hjá fjölskyldu I Reykjavík, 33.821 kr., en sá lægsti hjá fjölskyldu I Hveragerði, 7.517 kr. Við höfum árangurslaust reynt að ná símasambandi við fjölskylduna i Hveragerði til þess að fá útskýringar á þessum lága kostnaði. Við munum reyna að halda því áfram. Þriggja manna fjölskyldan Meðaltalskostnaður þriggja manna fjölskyldunnar reyndist vera 22.023 kr. á mann, sem er aðeins fáeinum krónum hærri upphæð en hjá tveggja manna fjölskyldunni. Innan þessarar fjölskyldustærðar reyndist hæsti seðillinn frá ísafirði með 28.547 kr. í meðaltal á mann en sá lægsti var frá Akureyri með 11.813 kr. Mismunurinn á milli hæsta og lægsta er því 15.734 kr., sem er nokkuð há upphæð. Fjögurra manna fjölskyldan Langflestir seðlar komu frá fjögurra manna fjölskyldum. Meðaltal inn- frá henni greint i blaðinu á þriðjudag. Helen hefur haldið búreikninga frá upphafi þeirra i DB og Vikunni nema hvað sumarfrísmánuðurinn fór úr öllum skorðum hvað reikningshald varðaðj. Ekki sagðist Helen tefia að þau hjónin eyddu minna I mat eftir að reikningshakl- ið hófst. 1 september voru útgjöld Helenar og Páls um 10 þúsund krónum hærri á mann en i meðalfjölskyldunni okkar. Er hægt að útskýra það með slátrinu og frystikistumatnum. Meðalút- gjöldin urðu eins og segir frá á öðrum stað á síðunni 21.926 krónur. Útgjöld á mann hjá Helen og Páli urðu hins vegar 31.400 eða alls 125.600 krónur I mat og hreinlætis- vörur. „Ég verzla yfirleitt ekki nema einu sinni I viku, á föstudögum. Þá kaupi ég allt til vikunnar. Það kemur þó einstaka sinnum fyrir að mjólkin endist ekki alla vikuna, þá fer ég út á þriðjudögum eða miðvikudögum og kaupi hana. Ef til vill er meiri sparnaður að því að kaupa inn í stórum einmgum en litlum,” sagði Helen. -DS. Kr. 19.950.- „Þessi mánuður er heldur dýrari en hinir, því bæði keyptum við slátur og annað til að fylla frystikistuna,” sagði Helen Gunnarsdóttir I Hafnarfirði. Helen og maður hennar, Páll Sigurðs- son, ásamt börnum þeirra tveimur á unga aldri urðu fjölskylda mánaðar- ins, er dregið var um matarúttekt. Fá þau að launum úttekt upp á 87.704 krónur i hvaða verzlun sem þau helzt kjósa. „Ég verzla alltaf I Fjaröarkaupi hérna í Hafnarfirði svo bezt kæmi að taka þetta út þar,” sagði Helen. Fyrsta verzlunarferðin verður farin I dag og Opiö í kvöld til kl. 7 Laugardag til kl. 6. Póstsendum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.