Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978. HEIMILISLÆKNIR SVARAR Hvað er insidon? Lyf notað gegn þung- lyndi og „geðlægðum” sendra seðla reyndist vera 21.925 kr. á mann. Hæsti seðillinn var frá Selfossi með 31.725 kr. og sá lægsti frá Egilsstöðum með 13.431 kr. Þarna er mismunurinn á milli hæsta og lægsta 18.294, sem er næsta ótrúleg tala, en staðreynd engu að siður. Fimm manna fjölskyldan 1 siðasta mánuði (þ.e. uppgjörinu fyrir september) reyndist fimm manna fjölskyldan koma bezt út með 21.496 kr„ en var fyrir október 21.240 kr„ eða fáeinum kr. lægri. Þetta getur stafað af þvi að um miðjan september var söluskattur tekinn af matvöru og má vera að lægra vöru verð hafi haldizt eitthvað fram i októ- bermánuð. — Annars virðist erfitt að gera sér grein fyrir sérstöku mynztri eftir útreikningum okkar að dæma, enda mjög misjafnt hvernig fólk kaupir inn mánuð fyrir mánuð. — Ef gerð eru stór innkaup. t.d. seinustu daga eins mánaðar, kemur kostnaður- inn á þann mánuðinn en verið er að borða sig í gegnum innkaupin langt fram i næsta mánuð, sem þá kemur betur út fjárhagslega. Hæsta fimm manna fjölskyldan reyndist vera á Eskifirði með 32.274 kr. í meðalkostnað á mann. Lægst var Vestmannaeyjafjölskylda með 12.303 kr. Sex manna fjölskyldan Að þessu sinni reyndist sex manna fjölskyldan koma bezt út i meðaltal- inu. Þar var kostnaðurinn 19.527 kr. á mann. Hæsti seðillinn kom frá Kópa- vogi með 37.648 kr. kostnað á mann en sá lægsti var 24.140 kr. lægri, eða upp á 13.508 kr. og var frá Akureyri. — Þetta er ótrúlega mikill munur og munum við leitast við að leita skýringa á honum. Sjö og átta manna fjölskylda Að þessu sinni voru fjölmennu fjöl- skyldurnar, sjö og átta manna, tæplega nógu margar til þess að mark- tækt úrtak yrði gert á meðaltals- kostnaði. Af sjö manna fjölskyldunum sendu aðeins þrír inn seðla, en meðal- tal þeirra var 20.489. Hæstur seðill var frá Akranesi með 24.615 kr. og lægstur frá Akureyri með 14.302 kr. Einn seðill barst frá átta manna fjöl- skyldu og var meðaltalskostnaðurinn á honum 19.163 kr. Sú fjölskylda er búsett i Reykjavik. Eykur verðskynið Þetta er í fjórða skiptið sem' við reiknum út meðaltalskostnað við heimilisreksturinn. Við erum mjög ánægð með þær undirtektir sem „heimilisbókhaldið” okkar hefur hlotið meðal lesenda. Margir hafa látið i Ijósi ánægju með þessa viðleitni okkar til þess að hjálpa fólki til þess að öðlast verðskyn. Það er erfitt að fylgjast með hvað hlutirnir kosta í þjóðfélagi sem á að striða við 50% verðbólgu. — Þarerenn nauðsynlegra fyrir fólk að vera á verði — það er al- menningur sem verður að borga brús- ann — og því veitir ekki af að halda vel á hlutunum. Eins viljum við hvetja fólk til þess að athuga vel sinn gang jjegar innkaup eru gerð til heimilanna. Mikið vöru úrval er i stórverzlunum — það borgar sig að gera „verðsamanburð" innan sömu vörutegundarinnar, eins og við sýndum fram á sl. mánudag á Neytendasíðunni. Viljum við minna fólk á að skrifa samvizkusamlega niður þegar það gerir innkaup á mat- og hreinlætis- vörum. Ef um stórinnkaup er að ræða hækkar það að sjálfsögðu meðaltals- kostnaðinn þann mánuðinn, en hann lækkar þá að sama skapi þann næsta. Ekki er úr vegi að tekið sé fram ef um stórinnkaup hefur verið að ræða, eins og margir hafa gert á seðlunum. Okkur er samt ekki grunlaust um að einhverjir gleymi stundum að skrifa niður. Ef mikið hefur t.d. verið til i frystikistunni þegar byrjað var á bók- haldinu fæst lægri kostnaður yfir mánuðinn. Ekki er heldur úr vegi að taka slíkt fram á innsendum seðli. — Nú geta menn stytt sér stundir við að bera saman sinn eigin kostnað við kostnað annarra fjölskyldna af sömu stærð. Ef einhverjum tekst með ráð- deild og sparsemi að komast af með miklu rninna en okkur sjálfum hlýtur að vera hægt að draga saman seglin á einhverjum sviðum. Og eina leiðin til þess að finna það út er að skrifa niður í hvað peningarnir hafa farið. •A.Bj. G.K.J. skrifar: Mig langar að fá upplýsingar um lyfið INSIDON. Hvers konar lyf er þetta? Er þetta ávanalyf sé það tekið lengi? Hverjar eru helztu auka- verkanir lyfsins? Hvað þarf maður að taka lyfið lengi, svo marktæk reynsla liggi fyrir um hvort lyfið henti viðkomandi eða ekki? Svar: INSIDON er lyfjaverksmiðjunafn efnisins opipramol. Það er í flokki lyfja, sem notuð eru við þunglyndi („geðlægð”, „depression”). Önnur lyf i þessum flokki eru t.d. tryptizol og tofranil (sem einnig er stundum gefið börnum, sem væta rúm lengur en góðu hófi gegnir). Tvær til þrjár vikur a.m.k. þurfa að líða áður en marktæk reynsla fæst áf notkun þeirra. Flest hafa þau talsverða róandi, jafnvel svæfandi, verkun og hentar þvi mörgum bezt að taka þau eingöngu að kvöldi. Aðrar algengar aukaverkanir eru munnþurrkur, svimi og hraður hjart sláttur. Stundum tregðast þvaglát og verður þvi að nota joessi lyf ntjög gætilega sé um að ræða mann með stækkun blöðruhálskirtils. Einnig þola hjartasjúklingar jjessi lyf illa. Eitranir af völdum þessara lyfja eru mjög hættulegar og verður þvi að geyma þau (sem og öll önnur lyf) i tryggilcga barnheldum hirzlum. Ávanahætta er vart fyrir hendi. Að lokum skal minnt á að geðlyf eru aldrei lækning ein sér, en oft gagnleg hjálpartæki með viðtölum og félagslegum aðgerðum. Eru lyf gef in án tilgangs? Læknar ósammála um verkan ýmissa lyfja í þættinum Heimilislæknir svarar í Dagblaðinu í endaðan október var fyrirspurn frá Guðlaugu Pétursdóttur um hvað lyfið trancopal væri og við hverju það væri gefið. Læknirinn svaraði að lyfið væri notað til vöðvaslökunar, gegn tognunum og ýmsum gigtarkvillum þar sem vöðvakrampar valdi óþægindum. Náskyld lyf væru t.d. somadril og norgesic, sem einnig innihalda verkjalyf. Hann endaði svarið með þvi að segja að sykur og saltpillur hefðu dugað jafnvel hefðu þær verið kallaðar til dæmis gigtaril eða burtverkan. Þá helur maóur það! Nú langar mig að spyrja þennan sér- fræðing: Innihalda sykur og salttöflur verkjalyf? Er læknirinn að upplýsa okkur um að læknar sem fólk leitar til i góðri trú og þegar rannsóknir hafa leitt i Ijós ýmiss konar gigtarkvilla, þá gcfi þeir bara lyf sem samsvari sali og sykurpillum? Eru ekki til lyf er lækna þennan sjúkdóm, og ef svo er, því ekki að segja .fólki það heldur en dæma það til að kaupa rándýr og ónýt lyf, árum saman I sumum tilfellum. Hver er tilgangur með þessum lyfja- gjöfum? Er hann sá að auðga lyfsala og lækna sem skrifa lyfseðlana, ef sjúklingnum koma þau ekki aðgagni? Er ekki kominn tími fyrir íslenzka lækna að hætta svona leikaraskap með sjúklinga sem treysta jjeim og gera samvizkusamlega það sem læknirinn segir? Mér hefur skilizt undanfarið af ræðum og ritum sérfróðra manna að gigt sé fullalvarlegur sjúkdómur og það skyldi maður halda eftir að sjá örkuml sumra slikra sjúklinga. Annars eru þetta mjög athyglis- verðar upplysingar um vinnubrögð lækna hér á landi og ég vona og vil trúa þvi að aðeins fáir þeirra geri sig seka um slíka óhæfu. Hólmfriður llafliðadóttir Dvergabakka 2, Reykjavik. Svar: Og þar höfum við það! Þessi regin misskilningur bréfritara er sennilega til orðinn af þvi að hún hefur ekki lesið inngangsorð min i fyrsta þætti á siðu þessari. Þar koni skýrt fram að þær skoðanir er hér birtast eru á eigin reikning en endurspegla að sjálfsögðu ekki álit lækna almennt, enda greinir þá á um ýmislegt eins og aðra menn. Eitt af því er notkun umræddra lyfja: Ég er ekki trúaður á gildi þeirra og ávísa þeim þvi helzt ekki, blekki þar með vonandi engan. Ýmsir starfs- bræður minir eru ósammála i þessu efni og ávisa þeim i þeirri góðu trú, aö þau séu gagnleg við gigtarkvillum. Þar er þvi hvorki um leikaraskap né blekkingu að ræða. Hvort sjónarmiðið er „rétt” skal ósagt látið, e.t.v. hef ég með öllu á röngu að standa, en þar til haldbetri sannanir fyrir gildi þessara lyfja fást mun ég verða mjög íhalds- samur við ávísanir þeirra. Ýmislegt misjafnt má sjálfsagt segja um lækna- stéttina, en visvitandi gabb og óhæfuverk er ekki þar á meðal og held ég að bréfritari viti þaðeins vel ogég. Skrifið: Heimiiislæknir svarar Dagblaðið Síðumúla 12 Reykjavik eða hringið: Raddir lesenda Simi 27022 Kl. 13-15 virka daga. Creda Enskur antik arinn FLÖKTANDI RAFLOGINN EYKUR HLÝJU HEIMIL- ISINS Creda Tau- þurrkarar 3GERÐIR 2 STÆRÐIR 20ÁRA FARSÆL REYNSLA NAUÐSYNLEGT TÆKI Á NÚTÍMA HEIMILI SKOÐIÐ ÞESSI FRÁBÆRU TÆKI HJÁ OKKUR - SÍMI SÖLUMANNS18785 RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS H/F ÆGISGÖTU 7 - SIMAR 17975 OG 17976.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.