Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 8
8 ÐAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978. Norðlenzkir rauðsokkar vilja líka hátíð Jafnrétti rætt á laugardag Rauðsokkar á Akureyri hyggjast um helgina fylgja fordæmi félaga sinna í Reykjavík og efna til hátíðar: Stendur hún á milli klukkan 2 og 6 í Sjallanum gamla og góða. Til skemmt- unar verður margt af þvi sem var á hátiðinni frá morgni til kvölds fyrir skömmu í Reykjavík. Flutt verður samfelld dagskrá um samskipti kynjanna. Meðal annarra syngja Stella Hauksdóttir frá Vest- mannaeyjum, Jakob S. Jónsson og Hjördís Bergsdóttir frá Reykjavík og Kristín Á. Ólafsdóttir frá Akureyri. Þá verður bókmenntakynning Lesið verður úr óbirtum bókum m.a eftir Auði Haralds, Normu Samúels dóttur og Rögnu Steinunni Eyjólfs dóttur verkakonu frá Vestmanna eyjum. Efnt verður til umræðna meðal viðstaddra um jafnréttismál og Rauð- sokkahreyfingin verður kynnt. Aðgangseyrir er þúsund krónur fyrir fullorðna en enginn fyrir börn í fylgdmeðþeim. -DS. Nýleg lög um erfðaf járskatt: „Mistök sem þarf aðleiðrétta” - segir Húseigendaf élag Reykjavíkur „Hækkun erfðafjárskattsins af fast- eignum sl. sumar voru greinileg mistök af hálfu löggjafans,” segir efnislega i bréfi sem Húseigendafélag Reykjavíkur hefur ritað Félagsmála- ráðuneytinu. 1 bréfinu segir að i aðdraganda frumvarps, sem Alþingi samþykkti hafi alls ekki komið fram, að ætlunin væri að leggja auknar byrðar á þá, sem hljóta fasteignir i arf umfram þá, er erfa annars konar verðmæti. Eins og erfðafjárskattur er eftir að áðurgreind lög komu til framkvæmda hefur hann hækkað „óheyrilega". Dæmi er tekið í bréfi Húseigenda- félagsins. Miöað er við fjögurra her- bergja íbúð, sem maki og/eða börn erfa. Samkvæmt matinu frá 1971 er íbúðin talin 2 milljón króna eign. Eftir hækkunina 1976—1977, 5.5 falt og hækkunina 1977, 34%, er sama íbúð rnetih á tæplega 15 milljónir króna. Fyrir breytinguna hefði erfðafjár- skattur numið kr. 170 þús., en eftir breytinguna nemur hann kr. 1.294:000.00. Skorar Húseigendafélagið á félags- málaráðuneytið að láta nú þegar bera fram á Alþingi breytingartillögu við lögin um erfðafjárskatt. Þróun siðustu ára í löggjöfinni sé mistök. Þau eigi og þurfi nauðsynlega að leiðrétta. -BS. Ekkert rætt um sölu Bifrastar „Það er nákvæmlega ekkert að gerast I viðræðum við aðra aðila í sam- bandi við okkar skip,” sagði Þórir Jónsson, stjórnarformaður í Bifröst I viðtali við DB. Hann bætti við: „Við eigendurnir þurfum fyrst að hittast og ræðast við, ef eitthvað slíkt er fram undan.” Lausafregnir slá úr og í um hugsan- leg kaup Eimskipafélags tslands hf. á m/s Bifröst. Samkvæmt framansögðu er ekki einu sinni verið að ræða við Eimskip um viðskipti þessa dagana. DB er kunnugt um að Bjarni Magnússon (íslenzka umboðssalan) hefur verið erlendis í rúma viku, og eftir því sem bezt er vitað í Nígeríu. Hann er einn hluthafa í Bifröst hf. Fleiri ákvarðanir þarf að taka en að selja skip í útgerð og er m.a. beðið heimkomu Bjarna, sem er í stjórn Bifrastar, til viðræðna um málefni félagsins. -B.S. Eins og mvndin sýnir hefur eldurinn orðið svo magnaður að framhlið brúarinnar bráðnaði hreinlega. DB-mynd: Sv. borm. Dagfari líklegast endurbyggður —eldsupptök enn ókunn Loðnuskipið Dagfari, sem brann mjög aftan til fyrir mánuði og var dreginn log- andi til Patreksfjarðar, er nú kominn til Hafnarfjarðar og bíður þess að ákvarðanir verði teknar um framtíð þess. Skv. upplýsingum Tryggingar hf. er félaginu ekki enn ljóst hvað olli ikveikj- unni, en væntir bráðlega skýrslna um málið frá rannsóknaraðilum. Þótt ekki hafi enn verið tekin endan- leg ákvörðun um hvað gert verður við þetta 500 tonna skip er talið liklegt að það verði endurbyggt. Það sem gefur þeirri skoðun m.a. byr undir vængi er að aðalvél skipsins mun vera heil. Að visu komst i hana sjór svo nauðsynlegt verður að taka hana í sundur og lagfæra skemmdir af þeim völdum. Hún mun ekki hafa skemmzt af eldi, þótt eldurinn hafi fyrst komið upp i vélarrúminu. -G.S. RAGNARÖK og f/eira í auglýsingu okkar í sjónvarpinu í kvö/d. VERIÐ VIÐBÚIN 1 ■ | sýningartími aðeins 30 sekúndur PRENTHÚSIÐ - Barónsstíg 11B — Sími26380

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.