Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 6
6 ✓ DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978. Landinn reddar málunum Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum Þar sem bændumir brugga í friði Örn og Örlygur, 1978,204 s. Þær eru orðnar nokkuð margar afþreyingarbækurnar, aðallega ástar- og hasarbækur, sem komið hafa út hér á landi á undanförnum árum. Það sem einkennir þessar bækur framar öðru er að höfundur beinir athygli sinni að einum afmörkuðum þætti mannlífsins og þar með einfaldar hlutina talsvert mikið. Slik frásögn gæti haft yfir sér raunsæislegan blæ ef höfundarnir héldu sig niðri á jörðinni en þvi er ekki að heilsa. Þeir stækka þennan ákveðna þátt og magna svo mjög að hann, svifur I skýjum, ofar öllum mann- legum veruleika, auk þess sem önnur mannleg vandamál eru gleymd og grafin. Með þessu móti hafa höf- undarnir í raun og veru skapað ákveð- inn veruleika sem er cinungis til i bók- unum sjálfum en hefur að geyma sára- litla skírskotun til þess Iraunveruleika sem við hversdagsfólkiö upplifum. Allt lífifl er landi Sú bók sem hér er fjallað um er hvorki ástar- né hasarsaga en hún sver sig til sömu ættar. Hún er um bruggun á landa meðal fátækra bænda fyrir norðan á seinni hluta 4ða áratugar þessarar aldar. í sögunni er lögð slík ofuráherzla á þessa iðju, bruggunina, og það sem er hennar eðlilegur fylgi- fiskur, drykkjuna, að aörir þættir mannlífsins verða útundan. Það er bruggað og svallað um daga og nætur og yfirleitt virðist ekkert vera hægt að gera nema pelinn- sé á næstu grösum. Eftirfarandi tilvitnun er eins konar mottósögunnar: „Ætli mennirnir séu fullir? sagði Stefán með skilningsríku brosi. — Auðvitað eru þeir drukknir, ■ svaraði Fjólmundur, hvernigættu þeir að vera öðruvísi.” (s. 170). „Búsorgir" Hvernig skyldi svo búskapurinn ganga hjá þessum þyrstu bændum? Nú, hann lýtur að sjálfsögðu i lægra haldi fyrir brugg- og drykkjuáráttunni. Búin eru vanrækt, „tök bænda á búskapnum hafa slaknað”. (s. 104) En þótt búin séu að niðurníðslu komin þá er það ekkert til að hafa áhyggjur út af:....þótt umhirða og viðskilnaður bónda við hey sín gætu ekki talist góð á haustdegi, stóð það honum ekki fyrir rósemi. Móbrún augu full af kátínu gáfu andliti hans hugnæman svip. óháðan fjármunarökum”. (s.8) Einu rökin sem þessir fátæku smábændur láta sig skipta eru landarök og þeir óttast það eitt að þynnast upp. Krepputfmar Þessi ofuráherzla á bruggunina verður því fáránlegri þegar haft er í huga að sagan er látin gerast á kreppu- tímum. Að vísu er látið að því liggja að þrír bændur græði á brugginu, en ekki getur sá gróði verið mikill þvi sagt er í sögunni að annar hver maðuri bruggi, hinir hafa væntanlega ekki áhuga á landa, og fátæktin er svo mikil að „fólk getur ekki eingang keypt sér koppa undir rúmin sin. . .” (s.9) Við fáum enga mynd af harðri lífsbaráttu sveitafólksins á þessum eymdartímum, allt víkur fyrir brugg- standinu. Heimsstyrjöldin síðari er fyrir skömmu hafin en hverjar skyldu vera þyngstu áhyggjur bænda út af henni: „Verstur djöfull ef flutningar tepptust, sykur og aðrar nauðsynjar flyttust ekki lengur til landsins. . .” (s.22) Sykurinn til bruggunar er auð- vitað mikilvægari en allt annað. Bók menntir (s.112) Slíkur er mátturinn og dýrðin landans. Aðrar persónur bókarinnar eru óljósar, sumar reyndar hálfgert huldu- fólk, eins og Gunnlaugur gamli sem birtist nokkrum sinnum í sögunni, þá í kindaleit, vel mjúkur eins og vera ber. Inn i allt þetta hágöfuga bruggstand treður höfundur „ástar”-sambandi barna þeirra Páls og Fjólmundar. Sú frásögn er óttalega daufleg og í engum tengslum við aðra þætti bókarinnar. Hún bætir engu við söguna heldur verkar sem óþarfa útúrdúr. Skrif uð af bónda Það vekur furðu mina að bóndi skuli hafa ritað sögu jafnraunveru- leikafirrta og þessa. Manni væri nær að halda að hún væri skrifuð af ein- hverjum sem litt hefði komist i snertingu víð sveitalífið. Sú einföldun og upphafning á lífi fólks upp til sveita, sem er að finna I þessari bók, ýtir undir þá skoðun. Tryggvi Gunnarsson Tryggvi Gunnarsson Persónur Aðalpersónur sögunnar eru nábýlisbændurnir Páll á Þverá og Fjólmundur I Vesturhlið. Fáleikar eru með þeim bændum og er orsökin sú að þeir eru tveir aðalbruggarar sveitar- innar og eiga af þeim sökum í harðri samkeppni um viðskiptavini. Fjól- mundi er lýst sem manni jarð- bundnum er bruggar í gróðaskyni til að geta siðar meir byggt sér nýjan bæ. Páll á Þverá er andstæða Fjólmundar. Hann svífur mjög í lausu lofti og „bruggar ekki til að græða peninga, heldur til að kæta mannlífið.” (s.33) Fyrir hann er bruggunin hugsjóna- starf, hvernig var ekki mannlífið áður en landinn, hið mikla töfralyf, var á hvers manns vörum: „.. . tómlegt og gleðisnautt. . ., jarðarfararsvipur á hverju sem gekk: Þetta rann mér til rifja og ég fór að brugga. Sérðu svo ekki breytinguna, látlausar manna- ferðir og kveðið á öllum vegum.” Spekingar á rammaverkstæðinu Um sýningu Rudolf Weissauer f Galierí Guflmundar, Bergstaflastrœtí 15 Sumir góðir fuglar koma með sumri, aðrir koma og fara allan ársins hring. Einn þeirra síðarnefndu er Rudolf Weissauer myndlistarmaður, heim- spekingur og óforbetranlegur íslands- vinur. Hann er ekki fyrr kominn i höfn en hann hreiðrar um sig hjá forn- vini sínum og listmiðli, Guðmundi Árnasyni að Bergstaðastræti 15. Þar festir hann nýjustu myndir sínar upp á vegg ásamt nokkrum eldri og hreiðrar svo um sig í sófanum hjá Guðmundi og þar líður svo timinn við hrókasamræður, pípureykingar og kannski örlitla brjóstbirtu. Þangað koma helstu hugsuðir bæjarins til að skiptast á skoðunum við Guðmund og Rudolf og eru þar klifin flest andans fjöll. Eðlileg endurnýjun Sýningar eru svo uppi svo lengi sem nokkur vill berja þær augum — það sem selst er þegar tekið niður og annað sett upp í staðinn. Þannig endurnýja hlutirnir sig eðlilega. Nú gæti Rudolf sýnt hvar sem er, vel þekktur sem hann er viða um Evrópu — á myndir t.d. I Museum of Modern Art i New York og á fleiri stofnunum sem i hávegum eru hafðar. En rammaverk- stæði Guðmundar er miðpunktur hins plastiska og byggilega heims hvað Rudolf snertir og þar, i þeim andlega ljóma sem stafar af gestum, vill hann hafa myndir sínar hangandi. I þetta sinn sýnir hann samsafn af grafík og pastelmyndum frá hringferðum umhverfis landið á skipi síðastliðið ár. Við sjáum höfn eftir höfn, umkringda háum fjöllum, hver þeirra með eigin hrynjandi. Þetta eru viðfangsefni sem henta Rudolf hreint ágætlega. Þar getur hann teflt saman himni og jörð og brotið þau upp með lóðréttum áherslum, möstrum, reykháfum, turnum og krönum — en slíkar and- stæður hafa löngum verið listamann- inum aðskapi. Hlaðnar myndir l pastelmyndum hans er að finna aðra hreyfingu en áður. Fyrr byggði hann myndir sínar upp með löngum og næstum letilegum linum, með snöggu rissi og litblettum í bland. Nú eru myndir hans hlaðnar upp með snöggt dregnum einingum. En hið myrka og dularfulla andrúmsloft er enn að finna í þessum verkum — við- brögð Rudolfs við íslensku landslagi. Á sýningunni eru nokkur eldri verk — Madonnur listamannsins sem ég kalla svo — höfðinglegar og nær klassískar meyjar teiknaðar með breiðum linum og svo stöku landslagsmynd frá fyrri tið. Rudolf er i list sinni eins og gamalt og gott vín — verður Ijúfari þvi eldri sem hann verður. Ég veit að hann kann að meta þessa samlíkingu. r' " ... ......... < S^DEMPARAR STÝRISDEM PAR AR Fjölbreytt úrval af STEERLINE stýrisdemp- urum fyrirliggjandi, fyrir framdrifsbíla, m.a. JeepBlazer, Trailduster, ICH-Scout II, GMC — Jimmy, Wagoneers, Cherokee og Land Rover J. Sveinsson £r Co Hverfisgötu 116 Rvík. Bílabrautir ísex mismunandi stœröum. Einnig alls konar aukahlutir svo sem bílar, teinar, hraða- stillar o.fl. Póstsendum samdœgurs. LEIKFANGAVER KLAPPARSTÍG 40. SÍM112631 Rudolf Weissauer

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.