Dagblaðið - 01.12.1978, Qupperneq 12
12
DAGBLAÐID. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978.
MSBIAÐW
Irjálst, áháð dagblað
, Útgefandc Dagbiaðið hf.{
Framkvatmdasljóri: Sveinn R.EyjóHsson. Rl&IJóA: Jónas Kristjánsson.
Fréttastjón: Jón Birgir Pétursson. RitstJómarfuKtrúi: Haukur Haigason. SkHfstofustJóri rttstjóman Jó-
hannes RaykdaL íþróttir HaMur SWnonarson. AöstoðarfréttáMJórar. AtU Stainarsson og Ómar VakJF
marsson. Manningarmék Aðalstainn IngóHsson. Handrft: Ásgrfmur Páisson.
Blaðamanm Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi ðigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, EMn Afcarts-
dóttir, Gissur Stgurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, HaUur HaMsson, Halgi Pétursson, Jónas Haraldsson,
Óiafur Gairsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pélsson.
Ljósmyncfir Arf KristJnsson, Ami PéU Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Höröur VUhjélmsson,
Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson.
Skrffstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. GjakJkeri: Préinn PorieHsson. Sölustjóri: Ingvar Svainsson. DreWing
arstjórf: Mér E.M. HaUdórsson.
Ritstjóm Stðumúla 12. Afgralðsla, éskrfftadaHd, auglýsingar og skrffstofur ÞvarhoM 11.
flalsimi Maflsins srTTftTT (10 Knur). Askrfft 2400 kr. é ménuði innanlands. I lausasölu 120 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaöið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötúgerð: Hlmir hf. Siöumúla 12. Prantun:
Arvakur hf. SkaHunni 10. j
„Tilenda veraldar”
„Ég missti yngri bróður minn, sem var
mér sem sonur, fimm mínútum eftir að
októberstríðið hófst. Ég hef séð fórnar-
lömb þess stríðs — ungt fólk, sem verður
að verja því, sem eftir er ævinnar, í hjóla-
stólum. Ég hef séð svipaða sjón í ísrael og
fundið til sömu sorgar. Menn komast ekki hjá að hrærast
við að sjá fórnarlömb styrjalda, hverjir svo sem eiga í
hlut og hvar sem vera skal, og sú afstaða studdi mig til
að ná takmarki mínu með förinni til Jerúsalem.” Svo
segir forseti Egyptalands, Anwar el-Sadat, í sjálfsævi-
sögu sinni.
Atburðirnir í samningatilraunum Egypta og ísraels-
manna gefa hvað eftir annað til kynna, að Sadat sé full
alvara með slíkum lýsingum á afstöðu sinni. Hann valdi
leið, sem enginn hafði áður gengið. Deilur Araba og
ísraelsmanna virtust óleysanlegar, og viðbúið var, að
hver styrjöldin ræki þar aðra eins og verið hafði frá
stofnun ísraels. Við lát Nassers og valdatöku Sadats taldi
umheimurinn, að Egyptar settu ofan. Þeir fengju nú
lítinn karl fyrir stóran. Sadat hefur áþreifanlega
afsannað slíkar kenningar. Hann hefur reynzt mikil-
menni á sviði stjórnmála. Hann undi ekki við ríkjandi
aðstæður, heldur ákvað að skera á hnútinn í deilunni
með róttækum og óvæntum aðferðum.
„Ég mun ávallt stefna að réttlátum friði, og ég er
reiðubúinn að reyna hvaðeina og færa allar
nauðsynlegar fórnir í því skyni, hversu langan tima sem
til þarf,” segir Sadat í ævisögu sinni. „Reyni annar
aðilinn hins vegar að þvinga hinn, legg ég áherzlu á, að
eins og ég hef staðhæft, að ég er reiðubúinn að fara til
enda veraldar til að koma á friði, þannig er ég einnig
tilbúinn að berjast, unz yfir lýkur, fyrir sama markmiði.”
Sagan hefur einnig sannreynt þessi ummæli forsetans.
Nasser hafði tapað styrjöldinni við ísrael árið 1967.
Egyptar voru í niðurlægingu, og Nasser bar þessa aldrei
bætur. Svo virtist sem ísraelsmenn gætu sett Egyptum
afarkosti. Þeir höfðu hernumið Sinai-skaga og tóku að
flytja Gyðinga til búsetu á hernumdu svæðunum.
ísraelsmenn voru ekki í samningahug við þær aðstæður.
Sadat hóf því októberstyrjöldina árið 1973 til að
endurreisa „móral” landa sinna. Honum varð verulega
ágengt. ísraelsmenn reyndust ekki standast Egyptum
snúning, fyrr en til komu miklar vopnasendingar frá
Bandaríkjunum. Sadat segir í ævisögu sinni, að hann
hafi þá hætt stríðinu og gengið til samninga, því að hann
hafi aldrei ætlað að takast á við mesta stórveldi heims.
Síðan hefur Sadat tekið vel milligöngu Bandaríkja-
forseta um friðarsamninga. Egyptar hafa rétt úr
kútnum. Undir forystu Sadats hefur þeim jafnvel tekizt
að losa sig úr viðjum Sovétríkjanna, sem voru farin að
telja Egyptaland leppríki sitt, meðan Nasser var við völd.
Menahem Begin, forsætisráðherra ísraels, hefur í
mörgu einnig reynzt geta valdið hinu heimssögulega
hlutverki, en þó hættir ísraelsmönnum til að tvístíga á
úrslitastundum.
„Við höfum endurheimt stolt okkar eftir október-
stríðið 1973, eins og hermenn okkar hafa endurheimt
stolt sitt,” segir Sadat. „Við látum ekki lengur stjórnast
af minnimáttarkennd þeirra, sem hafa beðið ósigur eða
tilfinningum haturs og grunsemda.”
Heimurinn bindur vonir við, að þessum kjarkmikla
manni takist að standa við orð sín.
Árbarnsinsl979:
40% af vinnuaf li
heimsins verða
böm árið 2000
—segir í skýrslu Alþjóðavinnumálastof nunarinnar
vegna árs bamsins árið 1979
Talið er að fimmtiu og tvær
milljónir barna séu meðal þess hluta
mannfjölda heimsins sem hefur
einhver störf með höndum. Er þá átt
við börn undir fimmtán ára aldri.
Meirihluti þeirra mun starfa við óvið-
unandi skilyrði og oft án nokkurra
launa. Þetta kom fram á ráðstefnu
Alþjóðavinnumálastofnunarinnar,
sem nýlega var haldin í Manila á
Filippseyjum.
Ekki munu neinar horfur á þvi að
þetta ástand breytist til batnaðar, að
því er segir i skýrslu um þessi mál.
Talið er að árið 2000 verði fjórðungur
mannfjölda heimsins börn innan
fimmtán ára aldurs en jafnframt er
áætlað að fjórir af hverjum tiu
vinnandi manna verði börn. Tilefni
þess að upplýingar um þetta efni koma
fram nú er að Alþjóðavinnumála-
stofnunin hyggst ræða um málefni
barna vegna árs barnsins — en Sam-
einuðu þjóðirnar hafa ákveðið að
næsta ár verði helgað því málefni.
Samkvæmt skýrslunni er talið að 42
milljónir barna, af 52 milljónunum,
vinni án launa í ýmsum fjölskyldu-
fyrirtækjum og landbúnaöi. Um það
"
Þennan dag gekk ekki vel að komast
í bæinn. Strax á Digranesveginum var
orðið óeðlilega mikið af bílum á leið
niður eftir. Þegar kom undir brýrnar
var allt orðið meira og minna stopp.
Það var ekki verið að malbika og
ekkert slys haföi orðið. Það var eitt-
hvað óvenjulegt að gerast þennan dag.
Þrátt fyrir það að lagt væri af stað
klukkutima fyrr en nauðsynlegt var,
saxaðist á þann tíma jafnt og þétt.
Niðri á Miklubraut mátti segja að allt
væri orðið fast.
Fólk var þó furðulega rólegt. Það
var eins og bílstjórar hefðu gleymt þvi,
að bílflautuna á einmitt að nota við
svona tækifæri til að fá útrás vegna
tafa sem enginn getur ráðið við. Nú
brostu menn aðeins yfir i næsta bil, og
áfram mjakaðist lestin.
Það var löngu orðið ljóst, að hin
þófamjúku rándýr nútímans voru ekki
þeir farkostir, sem skiluðu fólkinu
fram á mestum hraða. Það var þess
vegna, að niður við Miklatorg kom
einhver auga á lófastóran blett, og
þangað var bjöllunni mjakað og haldið
áfram fótgangandi.
Nú fór allt að ganga betur, og tveir
jafnfljótir skiluðu okkur á góðum
gönguhraða fram með bílalestinni. Og
enn brostu allir, og þeir gangandi veif-
uðu til þeirra, sem sátu undir stýri.
Skaplyndi Islendinga þennan dag virt-
ist i furðulegu ósamræmi við það
Kjallarinn
Hrafn Sæmundsson
hversdagsæði, sem rikir yfirleitt í um-
ferðinni.
Þegar kom á móts við Hallgríms-
kirkju, skeði dálítið skemmtilega
manneskjulegt atvik. Við vorum að
fara fram úr einum bílnum. Kona var
við stýrið, en maðurinn sat í farþega-
sætinu. Allt i einu skrúfar maðurinn
niður rúðuna og gefur hið fræga sigur-
merki. Um leið beygir hann sig niður
og tekur upp flösku með mjög þekktu
íslensku vörumerki og býður gáng-
andi. Það átti svo sem ekki af manni
að ganga þennan daginn.
Vonbrigði
með konurnar
Ferðinni var heitið niður á Lækjar-
torg, en það gekk auðvitað ekki. Efst í
Bankastrætinu var allt endanlega
stopp. Miðbærinn var yfirfullur af
fólki. Þó var ekki 17. júní og ekki I.
mai. 1 miðbænum voru saman komnar
þúsundir kvenna. Þetta var alveg
einstakur dagur.
Fundurinn var hálfnaður, og rödd
Guðrúnar Á. Simonar hljómaði á
þeim styrkleika, að líklega hefði mátt
nema mál hennar í úthverfunum, ef
einhverjir hefðu orðið eftir þar heima.
Og það voru allir i góðu skapi.
Menn, sem höfðu veríð rauðir sokkar í
áratug, áður en þessi sokkaplögg flutt-
ust til landsins, vissu, að nú væri sigur-
inn i höfn. Þúsunda hestafla orka var
samankomin í miðbænum, og það gat
ekki verið nema formsatriði að ljúka
baráttunni.
Síðan lauk fundinum, og enn varð
umferðaröngþveiti i Reykjavík.
Væntanlega hafa allar konurnar náð
heim að lokum. En hvað sem þær hafa
verið að hugsa þá byrjuðu kvenrétt-
indamenn af sterkara kyninu að bíða.
1 sömu barnalegu bjartsýninni héldu
þeir, að hin kúgaða stétt fengi nú loks
uppreisn æru og þetta langþráða
mannréttindamál yrði nú til lykta leitt
á næstu árum.