Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 14
14 iéfi irnn j\ ncnnH- Fatapressa oa henqi Laust starf Röskan starfsmann, helzt vanan spjaldskrárvinnu, vantar til lögreglustjóraembættisins í Reykjavík. Laun samkv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum ásamt upplýsingum um fyrri störf sé skilað til skrifstofu embættisins fyrir 8. desember n.k. Lögreglustjórínn i Reykjavik, 29. nóvember 1978. Amerísku stytturnar frá Lee Borfen nýkomnar Noog biiastceBI a.m.k. i kvöldla lilOMLAMXIIIÍ HAFNARSTRÆTl Simi 12717 TIMEX HEIMSFRÆGU ÚRIN - 60 GERÐIR 1 ÁRS ÁBYRGÐ. PANTIÐ í SÍMA 50590 EÐA BRÉFLEGA m PÓSTSENDUM ID 1 f A I MAGNÚS GUÐLAUGSSON U n-lf HL STRANDGÖTU 19 - HAFNARFIRÐI DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR l. DESEMBER I978. ...... '\ Nýr Skírnir Um „Skírni", 152 árgang Nýlega kom út 152. árgangur af Skírni, tímariti Hins íslenska bók- menntafélags sem nú er eina reglulega bókmenntatimarit okkar. Samkvæmt meðfylgjandi félagatali eru félags- menn nú um 2000 talsins og virðist það ekki ýkja há tala ef tekið er mið af öðru, t.a.m. bóksölu almennt, félaga- Ólafur Jónsson, tölu I öðrum bókaklúbbum o.fl. En kannski er sú viðmiðun ekki sanngjörn þvi efni Skírnis getur á köflum verið æði sérhæft. En ég held að það séu ekki margir sem gera sér grein fyrir þvi hvaða gagn má hafa af þessu riti, bæði á menntaskóla og háskólastigi. Af og til er t.d. hringt I mig af bókmennta- nemendum og ég beðinn að gefa þeim upp hvar þessa og þessa bókaumsögn megi finna — og hafa þeir ekki hugmynd um að í Bókmenntaskrá Skirnis eru allar þær upplýsingar. Einnig kemur það fyrir að i ritinu birtast yfirlitsgreinar um ákveðið efni sem gætu staðið fyrir sínu í sérútgáfu. Ólafur ötull Til dæmis veit ég ekki um aðgengi- legri samantekt um frásagnarlist fornra sagna en ritgerð Vésteins Ólasonar í þessum Skírni og er hún skrifuð svo skýrt og skilmerkilega að allir ættu að geta haft af henni nokkurt gagn. En annars er blandað efni í ritinu eins og venjulega, ásamt bréfi til þess og ítarlegum ritdómum. Ritstjóri Skírnis er Ólafur Jónsson og á hann reyndar talsvert efni í ritinu sjálfur, m.a. upphafsgrein um bók- menntir og samfélag eftir 1918. Upphaflega var þessi grein flutt sem erindi og hefur til að bera bæði kosti og galla slikra — err greinagott yfirlit. en bætir kannski ekki miklu við það sem þegar er vitað. Það kemur m.a. fram i greininni hve litið hefur i raun verið gert til að komast til botns i þróun islenskra bókmennta á þessari öld. Hvetji þessi grein menn til dáða þá hefur hún náð takmarki sinu. Endurskoðun Síðan koma forvitnilegar greinar um bóklestur Islendinga, en niður- stöður þeirra hafa þegar verið raktar hér í blaðinu. Önnur þeirra er könnun eftir Hrafnhildi Hreinsdóttur, en á henni eru ýmsar brotalamir vegna þess hve lítið úrtak hennar er og einnig vinnur hún aðeins út frá þremur bókum frá einu forlagi. Samkvæmt þeirri könnun virðast konur lesa meira en karlar — en þær fá aftur fleiri bækur gefnar en karlarnir. í næstu grein ritar Ólafur aftur um bækur á markaði og er það í alla staði rækilegri úttekt, en verður ekki tiunduð hér. Dagný Kristjánsdóttir tekur til endur- skoðunar skáldverk Gunnars Gunnarssonar, „Svartfugl” og nefnir Silja Aðalsteinsdóttir, — atkvæðamikil I „Skirni”. grein sina „Synd er ekki nema fyrir þræla”. Gengur hún aðallega út á að sanna að samúð Gunnars hafi verið með Bjarna og Steinunni í ríkara mæli en áður hefur verið talið og sé ég ekki betur en rökstuðningur hennar sé býsna sannfærandi. Höfðaðtil sérþekkingar Síðan koma þrjár gicinar sem höfða fremur til sérþekking;jr en almenns bókmenntaáhuga. W.M. Senner skrifar um þýðingu Ódáinsakurs Schillers eftir Bjarna Thorarensen og er ég á engan hátt fær um að dæma um réttmæti skoðana þeirra sem þar eru reifaðar. Helgi Þorláksson ritar grein um „Sjö örnefni og Landnámu” og er hún tyrfin yfirferðar fyrir leik- mann, en er þó sjór af fróðleik sem melta má i góðu tómi. Grein Lýðs Björnssonar er stutt og laggóð, en ekki að sama skapi sannfærandi. Ég hef einfaldlega enga trú á því að á bana- stund sinni leitist nokkur maður, hvort sem hann er höfðingi eða þræll. við að taka sér i munn siðustu orð einhvers annars af ásettu ráði. Getur ekki verið að Sturla Þórðarson hafi lagt Snorra á tungu þessi orð sem um er rætt? Síðan kemur grein sú um frá- sagnarlist eftir Véstein Ólason sem áður er getið og er a.m.k. vesalingur minn mun fróðari fyrir vikið,. enda hefur Vésteinn lengi unnið að rann sóknum á eldri bókmenntum. islensk- umsem erlendum. Ritdómar um ritdóma Á eftir þeirri grein kemur bréf til Skímis frá Magnúsi Péturssyni og er svar við ritdómi um hljóðfræðirann- sóknir hans frá þvi í fyrra. Um þetta efni get ég ekkert sagt. Um ritdómana aftast er svo varla hægt að skrifa rit- dóma, og nægir að segja að skrifað er um „Kongesagastudier” eftir Jonna Louis-Jensen af Jakobi Benediktssyni, „Lexicon des Mittelalters” af sama. Dagný Kristjánssóttir, „Bibliography of Modern lcelandic Literature in translation” ritstýrt af P.M. Mitchell og K. H. Ober, af Haraldi Sigurðssyni og Bergsteinn Jónsson skrifar um „Frelsisbaráttu Suður-Þingeyinga og Jón á Gautlönd- um” eftir Gunnar Karlsson. Siðan skrifar Silja Aðalsteinsdóttir um bók Simonar Jóh. Ágútssonar „Börn og bækur II”, Ólafur Jónsson skrifar um bók Silju „Þjóðfélagsmynd íslenskra barnabóka” og að lokum er Ólafur enn á ferðinni og ritdæmir tvær bækur eftir Njörð P. Njarðvik, „Saga, leikrit, Ijóð” og „Eðlisþættir skáldsögunnar”. Bók menntir AÐALSTEINN INGÓLFSSON Kirkjufélag Digranesprestakalls: BASAR verður í Sajhaðarheimilinu við Bjarnhólastíg NEFNDIN. LAUGARDAGINN 2. DES. KL. 2 E.H. Margt eigulegra muna — kökur og m.fl. Komið og gerið góð kaup — og styrkið gott málefiii um leið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.