Dagblaðið - 01.12.1978, Side 15

Dagblaðið - 01.12.1978, Side 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978. Heiti: Convoy Leikstjóri: Sam Peckinpah Handrit: B.W.L. Northon Handrítið er byggt út frá samnefndu lagi eftir C.W. McCall Kvikmyndun: Harry Stradling Jnr. Klipping: John Wright og Garth Craven Tónlist: Chip Davis Bandarísk mynd gerð 1978 Sýningartimi llOmin. Sýningarstaðun Hafnarbió. Aðalleikendur: Krist Kristoffersson Ali MacGraw Ernest Borgnine Burt Young Undanfama mánuði hefur verið fátt um fina drætti i kvikmyndaúrvali því sem Hafnarbíó hefur boðið borgar- búum að sjá. Eitthvað virðist nú vera farið að rofa til þvi kvikmyndahúsið hefur tekið til sýningar svo til nýja mynd eftir Sam Peckinpah. Þessi mynd var t.d. frumsýnd I Bretlandi um Segja má að hann sé blanda af myndunum Reykur og bófi (Smokey and the Bandit og Sugerland Express sem Spielberg leikstýrði. Báðar þessar myndir hafa verið sýndar i Laugarásbíó. Reykur og bófi og svo Convoy fjalla um þessa risastóru flutningavagna sem þeysast fram og. aftur um gervöll Bandarikin. Þær byggja báðar upp á einstaklingsfram- taki og sjálfsbjargarviðleitni og reyna' að draga upp mynd al þessum sér- stæða hópi manna sem hefur svona akstur að atvinnu. Frá Sugerland Express virðist myndin aftur á móti taka þjóðfélagslega þáttinn enda er ekki þar um að ræða þetta trukkasamfélag. Þótt furðulegt megi virðast þá líkist myndin oft á tíðum kúrekamyndum. 1 stað hestanna voru komnir vélknúnir Kris og Ali láta vel hvort að ððru undir stýri. Tvö atriði myndarinnar. mánaðamótin ágúst/september svo hún var enn fersk þegar hún barst til landsins. Vonandi boðar þetta nýja og betri tíma fyrir Hafnarbíó enda var ekki vanþörf á. Risavaxnir vöruflutningabílar Þetta er nýjasta myndin sem Sam Peckinpah hefur gert. og fjallar hún um trukkasamfélag. í upphafi mynd- arinnar kynnumst við leiðtoga þess, Martin Penwald, sem gengur undir nafninu „gúmmíönd” (Rubber duck). Hann er einn af þessum fáu óháðu bíl- stjórum sem eftir eru, þ.e. hann á bilinn og getur því ekið hvert sem er, með hvað sem er ef honum list svo á. Aðrir bílstjórar bera því mikia virðingu fyrir honum enda hefur orðstir hans borist víða. fákar og því eru bilstjórarnir kúrekar vorra tíma. 1 einu af lokaatriðum myndarinnar þegar hópur af trukkum stillir sér upp hlið við hlið fyrir utan þorp nokkurt, var engu líkara en búið væri :ið skipta vfir i vestrann Sjö helj ur. Siðan var allt gefið i botnog þeyst i bæinn. Tónlistin ýtir undir þessi áhrif enda um dreifbýlistónlist að ræða, sem löngum hefur verið tengd kúrekanum. Persónulegur stíll Sam Peckinpah hefur á undanförn- um árum náð að byggja upp mjög per- sónulegan stil. Af handbragðinu einu saman má þekkja myndir hans. Þær hafa yfirleitt verið taldar blóðugar og hrottafengnar. Til að magna upp áhrifin tekur hann sum atriðin upp i „slow motion” svo áhorfandanum finnst tíminn hægja á sér og atburður- innvirðist taka óratíma. Þessi still hans kom fyrst greinilega i Ijós í myndinni Óþokkarnir (Wild Bunch frá 1969) sem hafði að gevma blóðugri atriði en menn áttu að venj- ast. Siðan hefur hver myndin komið á fætur annarri og má þar nefna Straw Dogs, Getaway, Bring me the Head of Alfredo Garcia og Jámkrossinn svo einhverjarséu nefndar. 1 Convoy notar hann eins og áður töluvert af „slov motion" þegar mikið er um að vera á tjaldinu. Við sjáum árekstra, slagsmál, bíla fljúga fram af hengiflugi eða aka gegnum hús, allt í „slow motion”. Hann virðist nota þessa tækni sem áhersluauka til að undirstrika ákveðinn tilgang. Aftur á móti er minna um hreint ofbeldi i Convoy en i mörgum öðrum myndum hans. Þess i stað slær hann á léttari strengi og reynir að ná upp góðum húmor i myndinni. Að þessu leyti minnir C'onvoy á aðra eldri mynd hans, The Ballad of Cable Hogue, sem var eina mynd hans til þessa sem byggði á sams konar kímni. Ali MacGraw 1 myndinni fá áhorfendur að kynn ast sérstöku máli sem bilstjórarnir nota þegar þeir tala saman gegnum talstöðvarnar. Þeir notast við sérstaka bylgju CB (Citizen Band) sem kalla mætti borgarabylgju. í gegnum þessa rás láta þcir vita af ferðum lögreglunnar, tala um sin vandamál og svo frv. Til þess að aðrir geti ekki skilið tal þeirra nota þeir orð og orðatiltæki sem hafa sérstaka merkingu fyrir þá eina. Þessi CB rás nýtur mikilla vin- sælda í Bandaríkjunum og hefur jiegar verið gerð kvikmynd um hana sem ber heiti eftir rásinni, þ.e. Citizen Band. Þessi mynd markar tímamót i ferli Ali MacGraw. Hún er fyrsta myndin sem Ali leikur í eftir að hafa slitið sam- vistum við Steve McQueen. Sagan segir að hann hafi ekki viljað láta hana leika í kvikmyndum og því hafi hún dregið sig i hlé. Sjálfur hef ég ekki séð hana á hvita tjaldinu siðan í myndinni Getaway, sem gerð var 1972. Hvort það er tilviljun eða ekki þá leikstýrði Sam Peckinpah einmitt jieirri mynd. Sex ár er langur timi á jjessum aldri og Ali er ekki lengur unga rómantiska stúlkan sem við kynntumst i Love Story. Þvi miður býður hlutverk hennar í myndinni ekki upp á möguleika til að sýna hvað i hcnni býr. svo það verður að sjá hvað sctur. Mynd fyrir fólk með bíladellu Ég er anski smeykur um að mynd þessi muni höfða misjafnlega niikið til áhorfenda. Þeir sem vilja mikið fjör og hasar fá sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð en þeir sem eru að leita eftir einhverju bitastæðu, einhverju til að velta vöngum yfir, ættu að sitja heima. Sam Peckinpah kann sitt fag. á þvi er enginn vafi, enda er myndin fagmannlega unnin. Samt sem áður átti ég erfitt með að setja mig inn i hlutverk söguhetjunnar og efnis- þráðurinn virkaði hálftómlegur. Ef til vill spilar þarna inn í að svona trukka- akstur eftir rennisléttum, malbikuðum brautum virkar mjög fjarlægur hérna á Islandi með okkar krókóttu malar- vegi. Einnig held ég að áhorfendur verði að hafa áhuga. eða a.m.k. gaman af bilunt til að njóta myndarinnar, enda gerist hún að mesu leyti i bílunum sem í raun fara með aðalhlut- verkið. Samt sem áður ættu einlægir aðdáendur Sam Peckinpah ekki að verða fyrir vonbrigðum því þeir vita að hverju þeir ganga. BaldurHjaltason Kvik myndir Fljótlega blandast inn I þetta sam- félag lögregluþjónn af gamla skólanum, Lyle Wallace, sem lengi hefur átt í útistöðum við „gúmmiöndina". Um framhaldið er óþarfi að ræða því meginhluti mynd- arinnar fjallar um uppgjör þessara aðila. Inn i atburðarrásina tengist pólitiskt brölt fylkisstjóra sem reynir að not- færa ser ástandið til framdráttar og ástarævintýri „gúmmíandarinnar” við ljósmyndara, sem hann hittir og bíður far. Síðarnefnda atriðið gæti hafa ver- ið sett í handritið eftir á, þvi erfitt er að tengja hlutverk stúlkunnar við at- burðarrásina svo vel fari. Keimlíkar myndir Þvi er ekki að neita að efnisþráður myndarinnar virkar kunnuglega. OPIÐ KL. 9-9 ALLA DAGA ALLT EFNI í AÐVENTUKRANSA SÉRKENNILEGAR GJAFAVÖRUR Full búö af nýjum sérkennilegum gjafavörum meöal annars LEE BORTEN amerísku keramik-styttun- um. Jólaskreytingar okkar eru allar unnar af fagmönnum. I5IOM \\I\HH HAFNARSTRÆTI Simi 12717 AÐVENTUKRANSAR

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.