Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 28
32 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978.. Jónina Hólmfriður Sigurðardóttir, sem lézt 24. nóvember sl„ var fædd 30. júlí 1896 á Norðfirði. Ung fluttist hún með ú’reldrum sínum þaðan til Vestmanna- eyja. í Eyjum kynntist hún manni sínum, Ottóníusi Árnasyni og bjuggu þau í Eyjum fram að gosi. Eftir það fluttu þau til Reykjavíkur. Þeim Jónínu og Ottóniusi varð ekki barna auðið en ólu upp frænku Ottóniusar. Ottóníus missti Jónína fyrir þrem árum. Anna Sigurveig Friðriksdóttir, sem lézt 23. nóv. sl., var fædd 28. des. 1898 að Grund i Kelduhverfi. Foreldrar hennar voru hjónin Kristjana Pétursdóttir og Friðrik Jónsson. Um tvítugt fór Anna til Reykjavíkur og vann fyrst fyrir sér með barnagæzlu en lagði siðar stund á saumaskap. 1934 giftist hún Snæbirni G. Jónssyni húsasmíðameistara og eignuðust þau tvo syni og ólu upp einn til viðbótar. Snæbjörn lézt 1962. Síðustu- æviár sín dvaldi Anna á Vífilsstaða- spítala. Útför hennar verður gerð í dag kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Jón Árnason, Kirkjuvegi 40 Keflavík, lézt 29. nóvember. Þórey Guðlaugsdóttir, Langholtsvegi 13, sem lézt 26. nóv. sl. verður jarðsung- in i dag kl. 3. frá Fossvogskirkju. Anna Halldórsdöttir, Garðabraut 29 Akranesi, verður jarðsungin á morgun, laugardag, kl. 13.30 frá Akraneskirkju. Jónatan Agnarsson, Faxabraut 33 D, Keflavík, verður jarðsunginn á morgun kl. 2 frá Keflavikurkirkju. Júlíana Eiríksdóttir, fyrrum skólastjóri, Kjarlaksvöllum Dalasýslu, andaðist á Landspitalanum 30. nóvember. Safnaðarfélag Ásprestakalls Jólafundur verður að Norðurbrún I sunnudaginn 3. dcs. og hefst hann að lokinni messu. Anna Guð mundsdóttir leikkona les upp. Kirkjukórinn syngur jólalög. Kaffisala. Samtök astma- og of næmissjúklinga halda fund að Norðurbrún 1 kl. 3 á laugardag. Dag- ' skrá: Staríið á barnaárinu og félagsmál. Kaffi- veitingar. DC félagar Fundur verður hjá samvinnunefnd Dale Carnegie klúbbanna laugardaginn 2. des. kl. 13. i Rauða Kross heimilinu við Nóatún. DC-fólk sem óskar eftir að komast í DC-klúbb.er velkomiðá fundinn. Kvenfélag. Lágafellssöknar Jólafundur verður haldinn mánudaginn 4. des. í Hlé- garði kl. 20.30. Spilað verður bingó og fleira verður til skemmtunar. Hafnarfjörður Vorboöinn heldur jólafund mánudaginn 4. des. kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Stjórnmálafundir ÞóR FUS Akranesi heldur aðalfund sinn laugardaginn 2. desember nk. i Sjálfstæðishúsinu Heiðar braut 20. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Inga Jóna Þórðardóttir varaformaður SUS ræðir starfsemi sam- bands ungra sjálfstæðismanna. 3. önnur mál. Baráttufundur Baráttufundur sósialista verður i Tryggvaskála föstudaginn 1. desember kl. 17. Kjörorð fundarins: Sjálfstæði og sósíalismi. ísland úr Nató — herinn burt. Ávörp: Þór Vigfússon og Rúnar Ármann Arthúrsson Upplestur: Sigriður Karlsdóttir, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson og Eyvindur Erlendsson. Söngur: Bergþóra Ámadóttir, Hjördís Bergsdóttir og Jakob S. Jónsson. Dansleikur um kvöldið i Tryggvaskála. Hefst kl. 22. Sjálfstæðisfélögin f Keflavík Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna i Kefla- vík verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Keflavik sunnudaginn 3. desember nk. kl. 3 e.h. Venjuleg aðalfundarstörf. Fundarefni: Geir Hallgrimsson formaður Sjálfstæðis- flokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið. Einnig mæta þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi á fundinn. Aðalfundir Frá Vélstjórafélagi íslands Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 2. desember nk. kl. 14 i Ártúni, Vagnhöfða 11, Ártúns- höfða. Dagskrá: I. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnurmál. Muniðfélagsskírteinin. Aðalfundur Byggingasamvinnufélags Kópavogs verður haldinn mánudaginn 4. des nk. kl. 20.30 að Þinghól, Hamraborg II. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Iþróttir íþróttir helgarinnar HANDKNATTLEIKUR IAUGARDAGUR AKUREYRI: Kl. 15.30. III. deild karla, Dalvík- Grótta. AKHANKS: Kl. 15.00, íll. deild karla, ÍA-UMFN. VARMA:Kl. 13.30,1.0. karla,HK UMFA. kl. 14.15,2. fl. karlaHK-KR. Kl. 15.00, 3. fl. karla HK Ármann. SUNNUDAGUR HAFNARFJÖRÐUR: Kl. 13.00, 3. 0. kvenna, Haukar-KR. Kl. 13.25,3. fl. kvenna, FH-Ármann. Kl. 13.50,2. fl. kvenn.j, Haukar-Fram. Kl. 14.25,2. fl. kvenria, FH-KR Kl. 15.00,5. fl. karla, Haukar-Ármann Kl. 15.25,4. fl. karla, FH-Fylkir Kl. 15.50,4. fl. karla, Haukar-Víkingur. Kl. 16.15,4. fl. karla, FH Fram Kl. 16.30,3. fl. karla, Haukar-Þróttur Kl. 17.15,3.n. karla, FH-Valur Kl. 17.50,2. fl. karla, Haukar-Þróttur. Kl. 18.35,2. fl. karla, FH-Víkingur. LAUGARDALSHÖLL: Kl. 19.00,11. deild karla, KR-Þróttur Kl. 20.15,1 deild kvenna, KR-FH Kl. 21.15, II deild kvenna, Þróttur-UMFN Kl. 15.00,3. fl. kvenna, Stjarnan-Vikingur Kl. 15.25,2.fl. kvenna, UBK-Valur Kl. 16.00,4. fl. karla,Stjarnan-ÍA Kl. 16.25,2. fl. kvenna, Stjarnan-Vikingur Kl. 17.00,5. fl. karla, Stjarnan-Valur Kl. 17.25,5. fl. karla, UBK-Þróttur Kl. 17.50,4. fl. karla, UBK-Fylkir Kl. 18.15,3.fl. karla.Stjarnan-KR Kl. 18.50,3. fl. karla, UBK-Fram Kl. 19.25,2. fl. karla, UBK-Stjarnan. Körfuknattleikur LAUGARDAGUR HAGASKÓLI Kl. 14,00, Ú.d.,lR:Valur Kl, 15.00, II d„ Léttir:ÍA Kl. 17.00, l.d.kv. KR:IS NJARÐVlK Kl. 13.00, Ú. d„ UMFN.KR Kl. 15.30,1.d.,UMFG:IV SUNNUDAGUR HAGASKÓLI Kl. 13,30, III. fl.,Fram:Ármann Kl. 15.00,1. d., Fram:Tipdastóll Kl. 17.30,1.d.,Ármann:Snæfell NJARDVÍK Kl. 13.00,1.d„lBK:lV Kl. 14.30, l.d„UMFG:KFi Kl. 16.00, II. n.,UMFN:Haukar BLAK LAUGARDAGUR Kl. 15.00 Laugum, Völsungur:UBK Kl. 16.00 Vestmannaeyjum, ÍBV:Vikingur Kl. 15.00 UMSE:UMFL Akureyri Kl. 16.00, KA-UBK Akureyri SUNNUDAGUR Kl. 12.00, ÍMA-UBK Akureyri, l.d.kvenna Kl. 13.00, ÍMA-UBK Akureyri, 2. d. karla. Kl. 14.00 UMSE:UMFL Akureyri Kl. 19.15, ÍS:Þróttur Hagaskóla Kl. 20.30, ÍS:Þróttur Hagaskóla Bikarkeppni SSÍII. deild veður háldin í Sundhöll Reykjavikur dagana 1.12 kl. 20.00 2.12 kl. 17.00 og 3.12 kl. 15.00. Allar sömu sundgreinar eru og í I. deild og visast til þeirra. ‘Skráningarfrestur er til kl. 18.00 mánudaginn 27.11. * Skráningargjald er kr. 200.00 pr. skráningu, sjá einnig Sundmál 5. tölublað 2. árg. júlí 1978. Skíðadeild Ármanns Skíðaæfingar verða i Bláfjöllum næstu tvær helgar sem hér segir 1.—3. desember kl. II. og 9.—10. desember kl. II. Ferðir með Guðmundi Jónassyni, simi 35215. Rútumar smala á venjulegan hátt. Frá Garðabæ kl. 9.40 BSÍ kl. 10. Vogaveri kl. 10.20, Mýrarhúsaskóla kl. 9.45 og Fellaskóla kl. 10. Lyftu- kort og félagsskírteini afhent hjá Þórunni Jóns dóttur, sími 36263 og Sigurði Hauki Sigurðssyni, simi 82471. Stjórnin. Arshátfdlr Arshátíð sjátfstæðis- félaganna í Dalasýslu verður haldin í Tjarnarlundi, Saurbæ, næstkomandi laugardag, 2. desember, kl. 21. Dagskrá: Ávarp. Óðinn Sigþórsson bóndi Einarsnesi. Kvartettsöngur. Grín. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Ath.: Ferð frá Umferðarmiðstöðinni laugardag. Árshátíð sjálf- stæðisfélaganna í Dalasýslu Árshátíð félaganna verður haldin i Tjamarlundi, Saurbæ, næstkomandi laugardag 2. desember kl. 21. Dagskrá: Ávarp. Óðinn Sigþórsson, bóndi Einarsnesi. Kvartettsöngur. Grín. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Ttlkynningar Frá Foreldrasamtökum bama með sérþarfir Foreldrasamtök bama úieð sérþarfir, sem berjast fyrir kennslu og sjálfsögðum mannréttindum bama sinna, eru að fara af stað með fjársöfnun til styrktar málefni sinu. Félagið hefur látið útbúa sparibauka fyrir smámynt. sem ætlunin er að biðja velviljaða kaupmenn og aðra atvinnurekendur að hafa í fyrirtækjum slhum, einnig væru baukarnir aufúsugestir i heimahúsum. Baukar þessir eru litlir og látlausir og gera fólki kleift aö styrkja málefni þetta ef þvi sýnist s*vo. Minnug þess að margt smátt gerir eitt stórt erum viö full bjartsýni á aö söfnun þessi muni hjálpa og gleðja þessa litlu þjóðfélagsþegna okkar sem sárt eiga um að binda, en geta ckki talað máli sinu sjálfir. JOLA- VIKAN, 48. TBL. Eitt það fyrsta, sem flestir gera til undirbúnings jólunum, er að baka smákökur i hundraða- og þúsundatali, og blessaöur bökunarilmurinn gerir sitt til að koma okkur i jólaskap. Vikan birtir nú sem endranær á þessum árstima uppskritir til notkunar við jólabaksturinn, sumar e.t.v. gamalkunnar, aðrar nýstárlegri. Ráðherraspilið getur svo stytt þeim stundir, sem ekki eru á kafi i jólabakstrinu, og þar geta menn hefnt harma sinna, ef þeir eru ekki of hressir með siðustu efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Börnin og við nefnist þáttur, sem hefur göngu sína i þessu blaði, en hann fjallar um uppeldismál, eins og nafnið bendir til, og er í höndum Guðfinnu Eydal, sálfræðings. Hu’mig kýstu helst að deyja? er spurning sem menn eru kannski ekki áfjáðir i að velta fyrir sér, en se\ kunnir íslendingar. sem Vikan leitaði svara hjá. voru ekki í vandræðum meö svörin. og þau má lesa i 4«S. tbl. Jóne Kristjánsson skrifar um La Faicatule i Paris, Ævar R. Kvaran skrifar um Eileen Garrett miðil, Vikan kannar hrærivélamarkaðinn, birt er uppskrift að barnapeysu, smásaga er eftir Alberto Morvia, og loks má nefna myndasyrpu af Kerlingarfjallaballi. Diskótek verður haldið i félagsheimili Kópavogs föstudaginn 1. desember 78, frá kl. 9—1. Skálhyltingar Munið mannfagnaðinn i Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 2. desember. Fullveldisfagnaður Enginn niður á plan í kvöld, allir i Tónabæ því þar verður haldinn þrumu fullveldisfagnaður fyrir 15 ára ogeldri frá kl. 21—01. Cicggjaðdiskótek. Húsinu lokaðkl. 23.00. Aðgangseyrir kr. 1000. Munið nafnskírteinin. Félagið Anglia mun halda diskótek og Italian Supper laugardaginn 9. des. kl. 20.30 stundvislega að Siðumúla 11. Aðgöngu- miðar verða seldir laugardaginn 2. des. kl. 10—12 i Veiðimanninum Hafnarstræti 5, gengið inn frá Tryggvagötu. Frá mánudeginum 4. des. til föstudags- kvölds 8. des. eru aðgöngumiðar afgreiddir i Kjör- garði, Laugavegi 59, 4. hæð, hjá Colin Porter, frá kl. 14-17. Félag Snæfellinga og Hnappdæla heldur spila- og skemmtikvöld í Domus Medica laugardaginn 2. des kl. 20.30. Færeyingar á íslandi Færeyingafélagið minnir á að jólakveðjur verða sendar frá útvarpinu Skúlagötu 4 sunnudaginn 3. des. kl.4. Aðventuhátíð Bústaðakirkju Hundur og köttur Mannelskur og góður hundur er í óskiíum hjá Dýra- spitalanum. Hann fannst fyrir tveim vikum í Selja hverfi i Breiðholti. Hann er gæfur, þrifinn og mann- elskur, sagði stúlkan i Dýraspitalanum. Hins vegar kvaðst hún verða að gefa hundinn næstu daga ef réttir eigendur koma ekki að sækja hann. Þá er alhvit kisa hjá þeim í spitalanum og fannst hún i Blesugrófinni fyrir hálfum mánuði. Frá skrifstofu borgarlæknis: Farsóttir i Reykjavik vikuna 5.-11. nóvember 1978, samkvæmt skýrslum 9 (9 lækna). Iðrakvef...................................28(18) Skarlatssótt.............................. 2(10) Hlaupabóla...................................4(1) Ristill..................................... 3(0) Rauðirhundar...............................22(10) Hettusótt...................................2( 0) Hálsbólga..................................31(42) Kvefsótt..................................103(99) Lungnakvef ................................18(18) Inflúensa................................. 45(33) Kveflungnabólga..............................8(4) Virus.................................... 33(29) Dílaroði................................. 2(1) Háskóli íslands Allt frá fyrsta sunnudegi i aðventu 1964 hefur Bústaðasöfnuður gert þennan nýársdag kirkjunnar aö sérstökum hátiðisdegi. Á sunnudaginn hefst kirkju- dagurinn með barnasamkomu kl. 11:00, siðan er almenn hátíðarmessa kl. 2:00 og þá prédikar fyrrver- andi kirkjuvörður Bústaöakirkju, núverandi sóknar- prestur i Melstaðarprestakalli, séra Pálmi Matthias- son. Eftir messu er á boðstólum veizlukaffi kven- félagsins. Þá verður einnig opinn jólamarkaður með ýmsum munum til jólahakis heimilanna og lukkupok- ar verða einnig á boðstólum. Um kvöldið kl. 8:30 er hin hefðbundna aðventusamkoma. Þar flytur Stein- grimur Hermannsson kirkjumálaráðherra ræðu. Kirkjukórinn, einsöngvarar og hljóðfæraleikarar flytja fjölbreytta tónlist undir stjórn ocganista kirkj- unnar, Guðna Þ. Guðmundssdonar. Formaður Bræðrafélags Bústaðakirkju, Sigurður B. Magnússon, flytur ávarp en Bræðrafélagið hefur frá fyrstu tíð annazt undirbúning samkomunnar. Kirkjugestir fá lítið kerti og siðan eru Ijósin tendruð frá altarískertun- um í helgistund i umsjón sóknarprestsins. 1. des. fagnaður Fagnaður verður haldinn þann 1. des. kl. 16—18 i Glæsibæ á vegum áhugamanna um þjóðlegan full- veldisdag. Erna Ragnarsdóttir og Davíð Oddsson flytja ávörp. Fullveldiskórinn syngur, íslenzki dans- flokkurinn dansar, Rúrik Haraldsson les Ijóð og Halli og Laddi koma fram. Hljómsveitin Andrómeta leikur. Kynnir er Róbert T. Árnason. 1. des. samkoma verður haldin þann 1. desember kl. 14. Verðandi, félag róttækra og vinstri manna, sér um dagskrána sem er samkvæmt venju í Háskólabiói. Út- varpað verður frá hepni. Ræðumenn eru Gunnar Karlsson lektor, Sigríður Óskarsdóttir verkakona frá Vestmannaeyjum og össur Skarphéðinsson nemi í HÍ. Fluttur verður samlestur um hlutverk og stjómun Háskólans og fagrýni. Sönghópur Rauðsokka kemur fram. Þá verður fluttur leikþátturinn Vizkan er ekki hér, eftir Véstókles. Dagskráin ber yfirskriftina Háskóli í auðvalds- þjóðfélagi. Stúdentafélag Reykjavíkur helour árlegan fullveldisfagnað sinn 2. des. nk. og verður hann haldinn að Hótel Loftleiðum. Aðalræðu kvöldsins flytur Sigurður Lindal, prófessor. Meðal skemmtiatriða verður spumingakeppni milli stúdenta frá MR og MA, létt tónlist flutt af þeim Guðnýju Guðmundsdóttur, fiöluleikara og Halldóri Haralds- syni, pianóleikara, og fjöldasöngur undir stjórn Valdi- mars örnólfssonar. Veizlustjóri verður Guðlaugur Þorvaldsson, háskólarektor. Dans verður stiginn fram eftir nóttu. Miðasala og borðapantanir verða i gesta- móttöku Hótels Loftleiða nk. mánudag, þriðjudag og miðvikudagkl. 17.—19. Afgreiðslutími verzlana í desember Afgreiðslutími verzlana í desembermánuði, sam- kvæmt reglugerð um afgreiðslutíma verzlana i Reykjavik frá 1971 og kjarasamningi við verzlunarmenn frá 22. júni 1977, má vera sem hér segir: Á föstudögum er heimilt að hafa verzlanir opnar til kl. 22.00. Á laugardögum er heimilt að hafa verzlanir opnar scn hér segir: 2. desember til kl. 16.00 9. desember til kl. 18.00 16. desember til kl. 22.00 23. desember til kl. 23.00. Á aðfangadag jóla, sem nú er sunnudagur, mega söluturnar vera opnir til kl. 13.00. Á gamlársdag, sem nú er einnig sunnudagur, mega sölutumar vera opnir til kl. 13.00. Fyrsta vinnudag eftir jól skal afgreiðslutími hefjast kl. 10.00. Kvc’^vaka hjá Ferðafélaginu Ferðafélag íslands heldur kvöldvöku þann 6. desem ber að Hótel Borg. Þar mun Jón Jónsson jarðfræð ingurskýra jarðfræði Reykjaness í máli og myndum. Taflfélag Kópavogs Hraðskákmót Taflfélags Kópavogs hefst kl. 2 sunnu- daginn 3. desember að Hamraborg I. Bikar i verölaun. öllum frjálst að taka þátt. 80 ára er í dag Steinunn Hjálmarsdóttir, Reykhólum, A-Barðastrandarsýslu. Hún er i dag stödd á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Kastalagerði 6, Kópavogi. áfmmlS Gengið GENGISSKRÁNING Ferðamanna NR. 220 — 30. nóvember 1978 gjaldeyrit Einirig KL 12.000 Kaup Saia Kaup Sala 1 Bandarikjadollar 316,80 317,60* 348,48 349,36* 1 Steriingspund 617,60 819,10* 679,36 681,01* 1 Kanadadollar 270,20 270,90* 297,22 297,99* 100 Danskar 5944,85 5959,85* 6539,34 6555^4* 100 Normkar krónur 6195,40 6211,00* 6814,94 6832,10* 100 Sœnskar krónur 7158,50 7176,60* 7874,35 7894,25* 100 Finnskmörk 7808,75 7828,45* 8589,63 8611,30* 100 Franskir frankar 7178,80 7196,90* 7896,88 7916,59* 100 Baig. frankar 1044,20 1046,80* 1148,62 1151,48’ 100 Svissn. frankar 18373,20 18419,60* 20210,52 20261,56* 100 Gyllini 15197,50 15235,90* 16717,25 16759,49* 100 V.-Þýzkmörk 16472,55 16514,16* 18119,81 18185^7* 100 Lírur 37,32 37,42* 41,05 41,18* 100 Austurr. Sch. 2250,80 2256,50* 2475,88 2482,16* 100 Escudos 675,85 677,55* 743,44 745,31* 100 Pesetar 441,10 444,20* 485,21 488,62* 100 Yen 160,10 160,51* 176,11 176,56* * Breyting frá sföustu skréningu ' Simsvari vegria gengisskráqinga 22190. —; — 1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.