Dagblaðið - 15.12.1978, Síða 10

Dagblaðið - 15.12.1978, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978. Samvinnutryggingar: Lækka brunatrygginga- iðgjöld húsa um 40% framkvæmdastjóri Samvinnutryggingí á fundi með blaðamönnum sem boðaf var til af ofangreindu tilefni. Á fundinum kom fram að það ei skoðun þeirra Samvinnutrygginga- manna, að núgildandi fyrirkomulag sé löngu úrelt. Samkvæmt íslenzkum lögum eru allir húseigendur skyldir til að tryggja þær gegn bruna. Þessum málum er nú þannig háttað, að sveitarfélag það, sem húsið er i, hefur forræði þess, hvar allar húseignir i sveitarfélaginu eru tryggðar. Þetta fyrirkomulag telja Sam- vinnutryggingamenn löngu úrelt og ekki í samræmi við nútimann. í yfirlýsingu Samvinnutrygginga segir m.a.: „Eðlilegt er að gera ráð fyrir þvi, að framtíðarform á brunatryggingum húsa i landinu verði með svipuðum hætti og það er þegar orðið í nágranna- löndunum, þar sem tryggingar þessar eru að verulegu leyti frjálsar.” Lagt er til að nokkrar breytingar verði gerðar á gildandi lögum og þessar helzt- ar: 1. Að jafnrétti verði komið á milli brunatryggingafélaga I landinu varð- andi brunatryggingar húsa með því að nema úr gildi einkaréttarákvæði laga um Brunabótafélag íslands. 2. Að nema úr gildi lög um brunatrygg- ingar húsa í landinu I þeim tilgangi að fella þessi vátryggingaviðskipti undir almenn ákvæði laga um vátrygg- ingar. 3. Að endurskipuleggja eignamat i land- inu á þann veg, að einu samræmdu húseignamati verði komið á, sem byggt er á raungildi húseigna á hverj- um tíma. 4. Að breyta lögum um brunavarnir og brunamál þannig að nýtt ákvæði komi i lög þessi um að eigendur húsa í landinu séu skyldir að brunatryggja húseignir sinar án undantekningar skv. opinberu húseignamati. Með breytingum þessum er lagt til, að áfram verði lögboðið að hús I landinu séu brunatryggð. Bent er á, að bruna- tryggingar húsa eru að engu leyti frá- brugðnar öðrum vátryggingagreinum og þvi séu engar ástæður til að halda bruna- tryggingum húsa „I fjötrum þeirrar ein- okunar sem gildandi lög og venjur gera nú.” Bent er á ýmsar ástæður sem geri þessa iðgjaldalækkun mögulega. Nú er t.d. svo komið að 80% af öllum húsum á íslandi eru hituð upp með jarðvarma. Það hefur sitt að segja til að draga úr brunaáhættunni. Þá er búnaður húsa til dreifingar á raforku betri en áður. Einnig eru nefndar miklar endurbætur og aukningar á opinberum eldvörnum og að hús eru í vaxandi mæli byggð úr traustum og eldþolnum efnum s.s. stein- steypu. Þessi þróun hafi kallað á öra endur- skoðun á verðlagningu þessara vátrygg- inga, og til að leysa þann hnút sem haldi þessu máli föstu lækki Samvinnutrygg- ingar brunatryggingariðgjöld húsa um 40% eins og áður segir. -GAJ — Bandanskir flugmenn fljúga vélinni vegna deilu flugmanna — skila þarf DC 8 vél vegna breiðþotukaupanna Hin nýja DC-10 þota Flugleiða mun koma hingað til lands hinn 2. janúar nk. og hefja þegar áætlunarflug á vegum fé- lagsins. Bandarískir flugmenn munu fljúga vélinni fyrst um sinn vegna deilu flugmanna. Samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, tekur 30 daga að þjálfa flug- menn á þotuna. Starfstimi bandarisku flugmannanna ræðst því af því hve fljótt samkomulag tekst í flugmannadeilunni. Gert hafði verið ráð fyrir því að þjálfa 18 flugmenn á þotuna, þar af 2 frá Flug- félagi íslands, en á það féllust Loftleiða- menn ekki. Kostnaður við þjálfun hverrar áhafn- ar, þ.e. flugstjóra, aðstoðarflugmanns og flugvélstjóra er tæplega 12 milljónir. 1 sumar er talið að um 8 áhafnir þurfi á þotuna, en nú um sinn munu fjórar bandarískaráhafnir fljúga þotunni. Þotan kemur til Parisar á morgun og þar veröur hún máluð í nýju Flugleiða- litunum og búin undir flugið. Nú yfir jólin hefur verið tekin á leigu DC-10 þota frá flugfélaginu World Airways. Sveinn sagði að algengt væri að leigja vél til þess að sinna jólaönnum. Það fylgir i kaupunum á DC-I0 vél- inni, að Flugleiðir verða að skila einni af DC-8 þotunum til Seabord félagsins, sem kaupin eru gerð við. Eftir eru því tvær DC-8 vélar á N-Atlantshafsleiðinni og ein á vegum Air Bahama. Það gæti þvi þurft eina vél enn til þess að anna ferðum í sumar. Íslenzkar flugfreyjur verða um borð i hinni nýju breiðþotu, en þær hafa und- anfarið verið við þjálfun. Þotan tekur 358 farþega i sæti og í henni er m.a. sjónvarpskerfi fyrir farþega. •JH mótið það sterkt að Jóni ætti að gefast tækifæri til að ná sér i alþjóðlegan meist- aratitil. Mótinu lýkur 7. janúar. Þá hefur Jóni einnig verið boðið að taka þátt i móti í Hamar i Noregi sem stendur frá 8. til 17. janúar. Þetta er opið mót og verður teflt eftir Monrad-kerfinu svo- nefnda. Jón sagði að hann mundi mjög líklega taka þátt i þessu móti einnig. -GAJ- Jón L. Árnason skákmeistari tekur þátt í sterku alþjóðlegu skákmóti nú um áramótin i Prag. Jón sagði í samtali við Dagblaðið að mótið hæfist 26. desember en sjálfur kæmist hann ekki utan fyrr en 27. desember. Jón sagði að þetta væri auðvitað mjög óþægilegt þar sem hann yrði að fá tveim fyrstu skákunum frest- að. Keppendur á þessu móti verða 14 talsins flestir frá Mið-Evrópu og er MONTw BLANC er toppurinn Vissulega eru Mont Blanc pennar eilítið dýrari en aðrir pennar, en þeir eru líka í sérflokki um gæði og feg- urð. Fást udcins í Pennaviögerðinni, Ingólfsstræti Skákhúsinu, Laugavegi 46 Bókabúð Helgafells, Laugavegi 100 Bókabúð Keflavíkur Bókabúð Jónasar, Akureyri Jón L. til Tékkóslóvakíu — á sterkt skákmót „Við höfum ákveðið að lækka bruna- tryggingagjöld húsa um 40% við endur- nýjun þann I. janúar 1979 og verð- tryggjum brunabótamatið í samræmi við breytingar á byggingavisitölu á hverjum tíma. Með þessu erum við ekki að hefja iögjaldastríð heldur er þetta liður I því að breyta formi húsatrygginga á Islandi,” sagði Hallgrímur Sigurðsson, Vandi útgerðarinnar íEyjum segir víða til sín: INNHEIMTA BÆJARSJÓÐS 200 MILUÓNUM KRÓNA LAKARIEN VENJULEGA tiilögur útgerðarmanna liggja fyrir um helgina „Það vantar nú 200 milljónir á að innheimta opinberra gjalda sé með eðlilegum hætti miðað við undanfarin ár og eru erfiðleikarnir greinilega mestir hjá útgerðinni og fisk- vinnslunni," sagði Páll Zóphóniasson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í við- tali við DB I gær er hann var spurður um sýnileg áhrif erfiðleika útgerðar- innar. Eins og blaðið skýrði frá sama dag og helmingur bátaflota Eyjamanna var auglýstur til sölu, hafa margir út- gerðarmenn að verulegu leyti gert út á þjónustufyrirtækin. Það þýðir að þau fyrirtæki hafa lánað þeim óhemju upphæðir til að geta haldið útgerð áfram. Varðandi þau fyrirtæki sagði Páll að mörg þeirra ynnu mikið fyrir bæinn svo innheimta af þeim færi gjarnan fram með millifærslum. Hann tók fram að útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækin hafi yfirleitt leitazt við að greiða gjöld sin vegna starfs- fólksins en gjöld, svo sem aðstöðu- gjöld, fasteignagjöld og útsvör hefðu setiðá hakanum. Vandi útgerðarinnar var sérstaklega til umræðu á siðasta bæjarráösfundi, en engar ályktanir eða ákvarðanir voru þá gerðar eða teknar, enda lágu tillögur vinnuhópa útgerðarmann- anna ekki fyrir og eru enn í vinnslu. Liggja þær væntanlega fyrir um helg- ina. Páll var í Reykjavík fyrr í vikunni og sagðist hann hafa orðið var við að margir litu á þessa ákvörðun útgerðar- mannanna sem enn eitt marklítið upp- hlaup þrýstihóps, en svo væri því miður ekki. Fjölda útgerðarmanna væri bláköld alvara að hætta miðað við núverandi rekstraraðstæður. - GS Breiðþotan í notkunum áramót

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.