Dagblaðið - 15.12.1978, Side 12

Dagblaðið - 15.12.1978, Side 12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978. J2 Danmörk: Fóstureyðingum og fæðingum fækkar —giftar konur gangast f rekar undir siíka aðgerð en ógiftar Tveir þriðju hlutar kvenna i Dan- mörku gangast undir fóstureyðingar- aðgerð einhvern tíma .á lífsleiöinni, segir í skýrslu sem birtist í timariti danskra lækna. Samkvæmt henni kemur i ljós að fóstureyðing er ekki svo neinu nemi notuð i stað almennra getnaðarvarna. Aðeins brot úr hundr- aðshluta allra kvenna kemur til slíkrar aðgerðar tvisvar sama árið. 1 heild fækkar fóstureyðingum í Danmörku og nam fækkunin 4% á milli áranna 1977 og 1976. Sama þróun var árið áður. 95% fóstur- eyðingaraögerðanna voru fram- kvæmdar án nokkurra aukaverkana. Samkvæmt skýrslum hefur ekki orðið neitt dauðsfall i Danmörku í fyrra sem afleiðing af fóstureyðingu. Giftar konur ganga oftar undir slíka aðgerð en ógiftar. Aðgerðin er algengust meðal kvenna á aldrinum 18 til 24 ára. 1 fyrra létu átta þúsund og fimm hundruð karlar og fimm þúsund og sjö hundruð konur gera sig ófrjó. Fæðing- um í Danmörku hefur fækkað úr rúm- lega sjötíu og tveim þúsundum árið 1974 i rúmlega sextíu og tvö þúsund árið 1974. Að meðaltali eignast hver dönskkona 1,6 börn. Stríð er ekkijóla- leikur Þaö er ekki bara á islandi sem mælt er gegn vopnaburði á jólunum. Þrátt fyrir öll tilmæli verður helgi jólanna skotin sundur og saman með nákvæm- um eftirlíkingum af hvers kyns skot- vopnum. Hillur leikfangabúðanna svigna und- aniskriðdrekum,orustuskipum,sprengju-. flugvélum og alls konar vígvélum. Þær eru ennþá staðreynd og því miður ekki eingöngu í þykjustunni. Á myndinni er skotglaður jólasveinn að sýna rafknúna vélbyssu með hljóð- deyfi, ljósglömpum og sísnúnum radar. Framleiðandinn mælir sérstaklega með þessu leikfangi handa öllum börnum eldri en þriggja ára. Myndin er tekin i stórverzlun einnar frændþjóðarinnar og gæti raunar allt eins verið tekin hér. INGVAR HELGASON HEILDVERZLUN VONARLANDIVIÐ SOGAVEG - SÍMAR 84510 OG 84511 VORUM AÐ TAKA UPP NÝJA SENDINGU AF HANDGERÐUM OG MUNNBLÁSNUM GLERMUNUM. Ekki er um að rœða ódýra verksmiðjuframleiðslu jrá Austurlöndum, eins og meðfylgjandi bréfsýnir íran: Andmælendur berttir hörðu Herstjórnin í Iran hefur skipað lög- reglunni að beita mótmælahópa hörðu ef þeir vogi sér að láta andúð sina í Ijósi með útifundum eða hópgöngum. Kreppan i oliuiðnaði landsins er orðin svo alvarleg að grípa hefur þurft til að flytja inn olíu til notkunar. íran er eitt olíuáuðugasta ríki heims. Bandaríkin: Vance kominn til Washington. Cyrus Vance kom í dag til Washing- ton eftir einnar viku dvöl í ísarel og Egyptalandi. Tilgangur farar hans var að koma á formlegum friðarsamningum á milli rikjanna. Hanri hafði ekki erindi sem erfiði. Bandaríkin: Ekki bein af- skipti af írans- mákim Carter Bandaríkjaforseti sagði i sjón- varpsviðtali i gær að hann hefði sent Brésnef forseta Sovétrikjanna orðsend- ingu þess efnis að stjórn hans hygðist ekki hafa bein afskipti af atburðum j íran. Einnig sagði Carter að Bandarikin hygöust ekki fá önnur ríki til slikra af- skipta. 3% hagvexti spáð í Banda- rðqunum næsta ár Sérfræðingar Bandaríkjaforseta telja likur á að hagvöxtur þar vestra verði minni en 3% á næsta ári. Telja þeir efnahagslifið í þokkalegu standi þó svo ýmislegt bjáti á. Gæzlulið áfram á Kýpur öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að framlengja enn dvöl gæzluliðs samtakanna á Kýpur um sex mánuði. 10-15% hækk- un á olíu Svo virðist sem olíumálaráðherrar OPEC ríkjanna eða ríkja sem flytja út oliu séu að verða ákveðnari í samstöðu sinni um mikla hækkun olíuverðs. Er jafnvel talið að hækkunin á næsta ári geti numiðá milli lOog 15%. New York: Óvæntur málverkafundur Kýrralifsmynd eftir flæmska málar- ann Jan Bruegel hefur verið uppgötvuð að nýju eftir að hafa verið talin eftir annan málara. Myndin fannst í New York. Eru þetta talin mikil tíðindi í lista- heiminum. Bretland: Callaghanvilltraust James Callaghan, forsætisráðherra Bretlands, krafðist traustsyfirlýsingar þingsins eftir að þar hafði verið fellt frumvarp hans um aðgerðir gegn verð- bólgu. Talið er mjög liklegt að stjórnin fái traustið.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.