Dagblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 2
VEIKIR í TRÚNNI? Skúli Helgason prentari hringdi: Var hann alveg hissa á þeim látum sem „guðsmennirnir” hefðu haft i frammi vegna bókarinnar Félagi Jesús sem út kom á dögunum. Líkti hann þessum látum við þau sem urðu þegar Galileó kom fram með kenningu sina um að heimurinn vaeri hnöttóttur. Guðsmennirnir héldu því þá fram að hún væri flöt og stjömurnar snerust i kring. Annað væri guðlast. Skúla fannst sem eitthvað væru blessaðir mennirnir veikir í trúnni sjálfir fyrst þeir héldu að hún mætti ekki við meiru en sakleysislegri barna- bók. Mynd úr bókinni félagi Jesús. Jesús með Mariu Magdalenu. Skúla fannst það þó furðulegast að biskupinn yfir íslandi skyldi setja nafn sitt á plagg hjá Fíladelfiusöfnuðinum, eftir að biskupinn hefur margfordæmt söfnuðinn fyrir andakukl og hjátrú. SPARISKÓR DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978. Hermaður við „skyldustörfin”. Afturhaldssöm nýlendu- stefna Dagblaðsins Fundur um málefni Afríku, haldinn á vegum Félags fslenzkra stúdenta i Osló og nágrenni 01.11.1978 ályktan Okkur hefur borizt til eyrna að Dag- blaðið í Reykjavík hafi slegið upp sem forsíðufrétt bréfi frá einum af málalið- um hinnar ólöglegu Smithstjórnar í Zimbabve (Ródesíu). Málaliði þessi, sem er af íslenzkum uppruna, lýsir fjálglega hvernig koma beri fram við þá innfæddu. Blýið og jörðin geymi þá bezt — og þar að auki séu þeir svo fjár- ans hræddir. Dagblaðið nefnir ekki að Zimbabve er hernumið af hinni ólöglegu stjórn Smiths og að barátta zimbabvönsku þjóðarinnar fyrir sjálfstæði og sjálf- ræði er fullkomlega réttmæt og nýtur víðtæks stuðnings viða um heim á meðan ekkert land hefur einu sinni viðurkennt Smithstjórnina þau 13 ár sem hún hefur verið við lýði. Með þessum fréttaflutningi skipar Dagblað- ið sér í lið allra afturhaldssömustu ný- Ienduafla í heiminum. Vilji Dagblaðið hreinsa æru sína i augum andheimsvaldasinna og alls ærlegs fólks á Íslandi er það siðferðileg skylda þess að skipuleggja og á annan hátt leggja lið söfnun peninga og/eða annarra hjálpargagna til „Patriotic Front” sem eru þau samtök sem skipu- leggja og leiða baráttu Zimbabve- manna gegn hinni ólöglegu stjórn Smiths. ' Ályktun þessi er samþykkt á fundi FÍSNAR, félags íslenzkra náms- manna í Osló. Fyrir hönd FÍSNAR, Guðbjartur Guðbjartsson. HeimiHs- iæknir Haddir iesenda taka vTÓ skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heím- ilislœknir svarar" f síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. frá Palmroth Finnlandi Póstsendum Blessuð dúfan! SS simaði: „Ég sé í Dagblaðinu i dag, mánu- daginn 11. des., að nú ætlar Björgvin Guðmundsson að skrúfa fyrir prívat- skoðanir flokksmanna sinna í borgar- stjórn. Blessuð dúfan hún Sjöfn Sigur- björnsdóttir verður ekki aftur látin1 splundra meirihlutanum í borgar- stjórn. Annars hélt ég að kjósendur hefðu verið að kjósa sjálfstæða ein- staklinga með eigin skoðanir til að sinna málum okkar. Svo virðist ekki eins og einhvers konar kosninga- maskínur. Hann vill greinilega hafa vera og Björgvin taíar um sína menn „sitt fólk” undir „contróli”.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.