Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.12.1978, Qupperneq 9

Dagblaðið - 16.12.1978, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978. Skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar komin: J Skattur á skatt ofan Ríkisstjórnin lagði í gær fram frum- vörp sín um skatta, sem talsverð grein hefur áður verið gerð fyrir i Dagblaö- inu. Verulegar breytingar verða á tekju- og eignarskatti. Þær miða að þvi að halda áfram hátekjuskattinum frá i september. Bætt hefur verið inn nýju 50% skattþrepi -í tekjuskatti einstakl- inga og tekjuskattur félaga hækkaður. Þessum síðasttöldu breytingum er ætlað að koma i stað 10% skyldu- sparnaðaríns sem lagður var á i ár. Þá fá hinir tekjulægstu nokkrar hagsbætur með hækkun á skattfrelsis- mörkum eignarskatts hjá elli- og örorkulífeyrisþegum og nýta má per- sónuafslátt til greiðslu á sjúkratrygg- ingagjaldi hjá þeim með allra minnstar tekjur. Sem dæmi um tekjuskattinn má nefna, að hjá hjónum sem telja fram saman á að greiða 20% af fyrstu 861.500 krónu skattgjaldstekjum, þaö eru tekjur eftir frádrætti. Af næstu 369.230 krónum í skattgjaldstekjur greiðast 30%, siðan 40% af þar næstu 351.500 krónum og af skattgjaldstekj- um yfir 1.582.230 krónunum greiðast 50%. Af fyrstu 11,4 milljónum i skatt- gjaldseign einstaklinga og fyrstu 17,1 milljóninni hjá hjónum greiðist enginn skattur. Af þvi sem umfram það er greiðist 1,2% eignarskattur. Hjá elli- og örorkulífeyrisþegum skal álagður eignarskattur lækkaður um 68.400 hjá einstaklingi og 102.600 krónur hjá hjónum. Hjá félögum skal eignarskattur vera 1,6%. Tekjuskattur félaga skal verða 65% af skattgjaldstekjum. Þá verður lagður 1,4% sérstakur skattur á skrifstofu- og verzlunarhús- næði og 2% nýbyggingagjald á bygg- ingarkostnað mannvirkja annarra en ibúðarhúsnæðis. HH DOKTORSVORN VID HÁSKÓLA ÍSLANDS 1 dag fer fram doktorsvörn við lækna- deild Háskóla tslands. Mun Jón G. Hall- grimsson læknir þá verja ritgerð sína „Spontaneous Pneumothorax in Ice- land” fyrir doktorsnafnbót í læknis- fræði. Andmælendur af hálfu læknadeildar verða Tryggvi Ásmundsson læknir og Hrafn Tulinius prófessor. Deildarforseti læknadeildar, prófessor Víkingur H. Arnórsson, stjórnar athöfn- inni. Doktorsvörnin fer fram í hátíðarsal Háskólans og hefst kl. 2 e.h. öllum er heimill aðgangur. - GAJ Kveikt á jóla- trénu á Aust- urvelli — ogjólasveinar komafram Á morgun verður kveikt á jólatrénu á Austurvelli. Tréð er að venju gjöf Oslóarbúa til Reykvíkinga. Að þessu sinni hefst athöfnin við Austurvöll um kl. 15.30 með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur. Sendiherra Noregs á lslandi, Annemarie Lorent- zen, mun afhenda tréð en Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar mun veita þvi viðtöku. Athöfninni lýkur með þvi að Dómkórinn syngur jóla- sálma. Eftir að kveikt hefur verið á trénu verður barnaskemmtun við Austur- völl. Munu þá jólasveinar birtast I full- um skrúöa á þaki kökuhússins við hornið á Landssímahúsinu. -GAJ KVEIKT Á JOLATRÉNU í KÓPAVOGI í DAG í dag kl. 16.00 verður kveikt á jóla- trénu við Félagsheimiliö í Kópavogi. Af þvi tilefni verður athöfn í bíósaln- um. Hornaflokkur Kópavogs leikur, Samkór Kópavogs syngur og jóla- sveinn kemur í heimsókn. Jólatréð er gjöf frá vinabæ Kópa- vogs, Norrköping í Sviþjóð. Sænski sendiherrann frú Ethel Wiklund mun afhenda Kópavogsbúum tréð og tendra Ijós þess. -GAJ IHAFNARFIRÐI Á morgun kl. 16.00 verður kveikt á jólatré því sem Fredriksberg, vinabær Hafnarfjarðar i Danmörku, hefur gefið Hafnarfjarðarbæ. Jólatréð er á Thorsplani við Suður- götu. Sendiráösfulltrúi frú Anna Madden afhendir tréð. Áður leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar og að lokum syngur Karlakórinn Þrestir. GAJ t. 1 1 .-'S þ1-,. > I c * mm M 1-^i ATTA TEGUNDIR UTTÆKJA Á fyrstu árum fyrirtækisins var aðaláherzlan lögð á viðgerðir sjón- varpstækja og fleira. Nú hefur um- fangsmikil söludeild bætzt við starfs- Átta mismunandi tegundir litsjón- múla 2. Þar hefur fyrirtækið, sem sviðið. Eigendur Sjónvarpsstöðvarínn- varpa getur að lita á einum og sama starfað hefur siðan 1971, fengið nýtt ar eru Hreinn Erlendsson og Arthúr stað hjá Sjónvarpsmiðstöðinni I Síðu- og glæsilegt húsnæði. Moon. Verö- lækkun 20" kr. 379.000.- m/Qarst. 22" kr. 415.000.- LHsjónvarpstsekin frá hinu heimsþekkta fyrirtæki RANK sem flestum er kunnugt fyrir kvikmyndir, en það framleiðir einnig alls konar vélar og tæki fyrir kvikmyndahús og sjón- varpsstöðvar um allan heim. m/fjarst. 26" kr. 489.000.- m/fjarst. Gerið samanburð á verði. Tryggið ykkur tæki strax. Takmarkaðar birgðir Sjónvarp ogradio Vitastfg 3 Reykjavík. Sfmi 12870.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.