Dagblaðið - 16.12.1978, Síða 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978.
Allar fóstrur í Kópavogi
hafa sagt upp störfum
— f rá og með
1. marz,
náist ekki
samningar
um laun
Fóstrur 1 Kópavogi hafa sagt upp
störfum og munu leggja niður störf 1.
marz nk. hafi samningar ekki tekizt
um launamál þeirra fyrir þann tima.
Fóstrur fá greidd laun eftir 10. launa-
flokki opinberra starfsmanna. Byrjun-
arlaun eru um 205 þúsund og hækka
eftir starfsaldri upp í 220 þúsund kr. á
mánuði. Kröfur fóstranna eru að
fóstrur á fyrsta starfsári taki laun eftir
12. launaflokki. Eftir fyrsta starfsár fái
fóstrurnar laun eftir 13. launaflokki og
siðan eftir 15. launaflokki eftir fjög-
urra ára starf.
Fóstrurnar i Kópavogi sögðu upp
störfum hinn 1. desember sl. og hafa
siðan verið kallaðar einu sinni fyrir hjá
bæjarstjóm, sem siðan hefur ekki haft
samband við þær. Fóstrur annars
staðar á landinu hafa ekki sagt upp
störfum en Kópavogsfóstrurnar telja
sig hafa stuðning Fóstrufélagsins og
fóstra í Reykjavík. Telja þær að
þungur hugur sé í Reykjavikurfóstrum
að feta i fótspor þeirra og krefjast
sömu kjara.
Þá eru fóstrurnar mjög andvígar
fyrirhuguðum breytingum á fóstur-
námi. Stefnt er að því að færa fóstur-
nám á fjölbrautaskólastig, þannig að
fóstrur útskrifist úr fjölbrautaskólum,
en ekki Fósturskólanum eins og nú er.
DB ræddi við bæjarritarann i Kópa-
vogi og sagði hann að fram að þessu
hefðu aöeins átt sér stað óformlegar
viðræður við fóstrurnar, en fundir
væru fyrirhugaðir.í janúar. Samningar
fóstranna eru gerðir við Starfsmanna-
félag Kópavogskaupstaðar og kjara-
nefnd dæmdi í kaupmálum þessa
starfshóps. „Ég á ekki von á öðru en
úr rætist,” sagði bæjarritari, „en við
höfum tima fram til 1. marz til að
ljúka samningum.”
•JH.
STORHÆTTULEGUR
PERUÞJÓFNAÐUR
Ýmsir gera sér far um að setja upp
Ijósaskreytingar i jólamánuðinum og
stuöla með því að skemmtilegri borg-
arbrag. Einn af þeim var Ingvar
Helgason sem lét setja upp skrautlýs-
ingu meðfram heimkeyrslunni að húsi
sínu við Sogaveg. En Ingvar hefur
ekki haft erindi sem erfiði því það er
árátta einhverra að læðast að skraut-
lýsingunni og stela úr henni perum.
Hafa verið að þessu mikil brögð.
Astæða er til að benda þeim ráns-
glöðu á að þjófnaði peranna getur
fylgt mikil hætta. Ef börn eru þarna
að verki, sem trúlegt er talið, og blautt
er geta þau fengið straum og jafnvel
orðið föst við tóm perustæðin. Það
hefur ekki verið horft i kostnað við að
endurnýja Ijós skrautseriunnar en nú
er vakin athygli á hættunni sem þjófn-
aðinum fylgir.
-ASt.
Firmakeppni í
billiard um helgina
Firmakeppni íslands í knattborðsleik
— billiard — verður haldin um helgina á
Júnó i Skipholti i Reykjavík. Keppnin
hefstídagkl. 14.
Búizt er við að þátttakendur verð
tuttugu og fjórir en keppt veröur
þremur riðlum, átta keppendur I hverj
um.
Helmingur þeirra kemst áfram í úrslit.
sem leikin verður til á kl. 14 á sunnudag.
Þá keppa allir við alla. Allir beztu bill-
iardleikarar landsins taka þátt í keppn-
inni, þeirra á meðal fjórir Akureyringar
sem skarað hafa fram úr í sínum heima-
bæ. Reykvísku keppendurnir hafa allir
getið sér gott orð fyrir leikni við knatt-
borðið.
•GAJ/ÓV.
Valdimar Helgason en ekki Haraldur Björnsson
Valdimar Helgason leikari hafði sam-
band við blaðiö vegna myndar af honum
sem birtist á fimmtudaginn. Var myndin
sögð af Haraldi Bjömssyni. Mistökin
komi til af þvi að þeir leikararnir voru
saman á mynd en aðeins annar helming-
Þessa sérkennilegu mynd tók Ragnar Th. Sigurðsson inn eftir Laugavegi frá horni Frakkastígs. 1 dag verður Laugavegurinn
göngugata. Fáir munu liklega sjá götuna i þessu sama Ijósi og Ragnar — þvi hann notaði stjörnufilter við myndatökuna.
Laugavegur göngugata í dag
ur hennar kom fram í blaðinu. Passaði
ekki saman sá helmingur af myndinni
sem sýndur var og nafnið. Valdimar og
ættingjar Haralds eru beðnir velvirðing-
ar á þessum mistökum.
DS
ef til vill á Þorláksmessu líka ef vel tekst til
„Þetta er aðeins tilraun en ef hún
mælist vel fyrir þá verður svipaður hátt-
ur hafður á á Þorláksmessu,” sagði Þór
Vigfússon, formaður umferðarnefndar
Reykjavikur um lokun hluta Laugavegs
Jólaplatan sem beöið er eftir
| /Jfalleg jólalög sem allir þekkja
KEMURI
VERZLANIR
I
NÆSTU
VIKU
UTGEFANDI:
HVERRI PLÖTU
FYLGIR
SÉRPRENTUÐ
TEXTABÓK
UALOG t
DREIFING:
FALKIN N
fyrir almennri bílaumferð eftir hádegi í
dag.
Lögreglustjóri hefur ákveðið, að til-
lögu umferðarnefndarinnar, að loka
Laugaveginum á milli Snorrabrautar og
Skólavörðustigs frá eitt í dag til sjö í
kvöld.
Kveikjan að þessari hugmynd er upp-
haflega komin frá Strætisvögnum
Reykjavikur, þar sem ferðir vagna um
Laugaveg riðluðust verulega síðasta
laugardag vegna umferðaröngþveitis.
Til aö koma á móts við þá sem endi-
lega vilja eða þurfa að aka Laugaveginn
verða tíðar ferðir strætisvagna frá
JÁRNKROSSINN
eftir Jon Michalat
Hörkuspennandi og umdeild skáld-
saga um nasisma og nýnasisma i
Noregi. Bókin var ritskoðuð, og
var dæmd i Noregi á þessu ári fyrir
meiðyrði, en kemur út óstytt á is-
lenzku.
Veró kr. 4.760,
Hlemmi, er aka hringferðina niður
Laugaveginn og upp Hverfisgötuna
afturá Hlemm.
Þá bendir Þór að lokum fólki á að all-
stór bílastæði án gjaldmæla eru við borg-
arskrifstofurnar við Skúlatún, á svæðinu
þar sem Bifreiðaeftirlit rikisins var og
við Skátabúðina við Snorrabraut.
•G.S.
Jólasöngvar
íKópavogi
Jólasöngvar munu óma frá Hamra-
borg 1 i Kópavogi á morgun. Samkór'
Kópavogs heldur þar jólavöku sína og
■hefst skemmtunin klukkan 15. Allir eru
velkomnir, börn jafnt sem fullorðnir, en
selt er inn. Jólalög verða flutt, kaffiveit-
ingar fram bornar og jólasveinninn
hefurlofað aðlíta inn.
Jólatónleikar
Árnesinga-
kórsins
Árnesingakórinn heldur jólatónleika í
dag kl. 15 í Hveragerðiskirkju og kl.
20.30 í Eyrarbakkakirkju, á morgun kl.
17 I Frikirkjunni i Reykjavík og í Kópa-
vogskirkju kl. 20.30. Stjórnandi kórsins
er Jón Kristinn Cortes og undirleikari er
Guðni Þ. Guðmundsson.
-JH
w
ersma-
auglýsingablaðið