Dagblaðið - 02.04.1979, Side 6

Dagblaðið - 02.04.1979, Side 6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979. 6 V Norska bif reiðaeftirlitið: „Rall-stýrin eru lífshættuleg” „Ekkert eftirlit með slíkum aukahlutum hérlendis,” segir Guðni Karlsson hjá Bifreiðaeftirlitinu „Töff” bíl.,i eiga helzt að vera með breiðum felgum, fjölmÖrgum aukaljósum, rallstrípur eða borða og rallstýri. Samkvæmt könnunum sem norska bifreiðaeftirlitið hefur fram- kvæmt hefur hins vegar komið í ljós að margar gerðir rallstýranna eru beinlínis hættulegar lífi og limum ökumanna. Engin slík könnun hefur farið fram hérlendis „til þess höfum við enga möguleika,” sagði Guðni Karlsson, forstöðumaður Bifreiðaeftirlits ríkis- ins, er við bárum málið undir hann. „Við höfum ekki gefið fulla skoðun út á sum stýrin en hérlendis er enginn sem hefur eftirlit með innflutningi varahluta og aukahluta í bíla,” sagði Guðniennfremur. í grein í norska blaðinu Motor er fjallað um þetta mál: og grípum við hér niður í grein þessa: „Skyndilega „hlýddi” stýrið ekki hreyfmgum mínum og áreksturinn var óumflýjanlegur,” sagði maður nokkur sem lent hafði í árekstri, er kannað var sérstaklega hvers vegna þetta hefði gerzt. Rallstýrið, eða GT- stýri eins og þau nefnast einnig, hafði einfaldlega losnað frá stýrisstöng- inni, tennurnar í gripinu höfðu brotnað og þar með var stýrið laust. Gerist oft „Við þekkjum vandamálið og getum nefnt fjölda tilfella þar sem þetta hefur komið fyrir,” segir Otter ^ verkfræðingur hjá bifreiðaeftirlitinu norska í viðtali við Motor. „Oftast eru það tennumar i gripinu sem brotna, þegar stýrinu er þröngvað á. Þær passa kannski ekki alveg við gripið á stýrisstönginni og þá er ekki að spyrja að afleiðingunum. Eins skemmast þessi stýri oft við það að þau eru lamin á með hamri. Þeir sem selja bíla sína taka oft með sér rall- stýrið og þær tilfæringar slíta auð- vitað stýrisstönginni og festingunum. Eins getur það valdið því að stýris- hringurinn sjálfur hefur skaðazt og brotnar, þótt menn taki ekki eftir því. Og ég get nefnt dæmi um að menn hafi gert sér lítið fyrir og sett bátastýri úr plasti á bíla sína til þess eins að sýnast „töff”. Slíkt er auðvitað stórhættulegt. ” Bifreiðaeftirlitið aðvarar „Við vörum fólk auðvitað við því að setja slík stýrishjól á bíla sína,” segir Otter í viðtalinu. „Þau hafa enga kosti fram yfir hin og oftast eru þau úr lélegra efni en upprunalegu stýrin. Þeir sem á annað borð hafa ákveðið að fá sér slíkt stýri ættuað kaupa það sem uppfyllir eftirfarandi kröfur: 1. Stýrishringurinn úr heilsteyptum léttmálmi og helzt ekki boltaður eða negldur við rimarnar. Um stýris- hringinn á einnig að vera höggvarnar- efni. Flestar verzlanir sem verzlameð þessa hluti eiga að geta veitt upplýs- ingar um hversu stór hringurinn á að vera. 2. Rimarnar séu tiltölulega breiðar ogekki með götum. 3. Að miðhluti stýrisins sé þrýsti- steyptur í málm, þannig að tennurnar séu eins sterkar og mögulegt er. Þú skalt aðgæta vandlega að þú sért með rétta árgerð og bílategund. Það er mjög sjaldgæft að rallstýri úr einni bílategund hæfi annarri. Það er ákaflega mikilvægt fyrir þá sem einnig eru með breið dekk undir bílum sinum að þeir kaupi vönduð rallstýri, ef þeir kaupa þau á annað borð. Breiðu dekkin auka nefnilega mikiðálagiðá stýrið. Það er á þína ábyrgð Eins og áður segir hefur ekki farið nein heildarkönnun fram á þessum stýrum á vegum Bifreiðaeftirlitsins og enginn hefur eftirlit með gæðum þessara vara. Það er því þitt að fylgjast vandlega með því að stýrið sé vandað, ef þú ætlar að fá þér slíkan grip. Allar vörur til skíðaiðkana Atomic skíði Salomon bindingar Byrjendaskíði ákr. 7.620.- Skíðastaf ir — hanskar Gleraugu Opið frá kl. 10-12 og 1-6 Opiðá laugardögum til kl. 4. Sportmarkaðurinn Grensásvegi 50 — Sími 31290 Vinsœl fermingargjöf Skart gripaskrín í miklu úrvali e Mjög hagstœtt verð PÓSTSENDUM Magnús E. Baldvinsson s/f Laugavegi 8. Sími 22804 HEIMSFRÆGU ÚRIN - 60 GERÐIR 1 ÁRS ÁBYRGÐ. PANTIÐ í SÍMA 50590 EÐA BRÉFLEGA Kr.um- Ki.1175.. Kr.10.7K.. Kr. 1lt2n, Kr.llSM, Kr. 12300, Kr. 1Z400, Kr. 11ZS0, Kr. 10.S00, Nr.l. Nr.2. Nr.l N>. 4. Nr. 5. Nr.O. Nr.7. Nr.O. Nr.l. Kr. 11.750, Kr. 0.700, Nr.10. Nr.11. ÚR-VAL Nr. 14. Nr. 15, PÓSTSENDUM MAGNÚS GUÐLAUGSSON STRANDGÖTU 19 - HAFNARFIRÐI Fjöldi rallstýra er á markaðinum hérlendis og er rétt að vera á varðbergi um gæði þeirra. Allavega skulu menn kynna sér reglur varðandi þau áður en þeir kaupa. DB-mynd Hörður. —

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.