Dagblaðið - 02.04.1979, Page 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979.
17
A ' :
......
I.ífið gengur sinn vanagang og munnskepnan virðisl gela aðiagað sig flcstum
aðstæðum. Maðurinn á myndinni er með kornabarn sitl i fanginu en i hinni hend-
inni heldur hann á vélbyssu enda rétt nýbúinn að gera byltingu gegn keisa<-a og þá
þykja vélbyssur mesta þarfaþing. Við hlið hans stendur kona hans og þau hjóna-
kom, sem búa í Teheran í íran voru á leið í verzlun og þá gaf hinn ötuli uppreisnar-
maður sér tíma til að gæta barnsins á mcðan. Hætt er nú við að eiginkonan liafi
þurft að bera allar vörurnar heim því varla verður meira krafizt al' eiginmanninum
með báðar hendur fullar.
Stjáni blái er orðinn fimmtugur þó ekki verði það séð á kappanum. í fyrstu var
Stjáni eingöngu á hvíta tjaldinu en seinna meir fór hann að birtast í fjölmörgum
blöðum og tímaritum, sem aðalpersónana í teiknimyndasögum. Maðurinn, sem er
með honum á myndinni mun heita Jack Mercer og hefur haft það að aðalatvinnu í
hvorki meira né minna en 45 ár að teikna Stjána bláa og allt hans lið.
Erlend myndsjá
Fyrsta danska rafknúna skellinaðran hefur séð dagsins Ijós. Voru það nemendur
og kennarar tækniskólans í Slagelse sem verkið unnu. — Ellerten — eins og Danir
kalla skellinöðruna getur komizt í allt að 32 kílómetra hraða á klukkustund og
farið 40 kílómetra á einni rafhleðslu. Algengustu skellinöðrurnar í Danmörku ná
40 kílómetra hraða. Sjö klukkustundir tekur að hlaða rafgeymi nýju skellinöðr-
unnar eftir hvern 40 kilómetra akstur. Góðar horfur eru taldar á að farið verði af
fjöldaframleiða rafskeilinöðruna.
Kynvillingar eru mörgum þyrnir í augum en þó mun það ekki algengt að gnptð se
til jafnróttækra aðgerða gegn þeim og fylgismcnn trúarleiðtogans Kohmeini i Iran.
Þar munu margir þeirra cinfaldlega hafa verið leiddir fram i einfaldri röð og síðan
skotnir.
a a
AQUITAINE MARITIME AGENCIES LIMITED
Nýr umboðsmaöur fyrir
Hafskip hefur tekið til starfa í
Englandi.
Þettaerfyrirtækið:
Aquitaine Maritime Agencies Ltd.
2/4 York Road,
Felixstowe, Suffolk.
Það er þekkt fyrir góða og
kröftuga þjónustu og er von
okkar að það marki tímamót í
flutningamálum allra þeirra
sem flytja vörur til eða frá
Englandi.
í Bretlandi eru nú
söfnunarstöðvar fyrir vörur
okkar í eftirtöldum borgum,
Aquitaine Maritime Agencies Ltd.
Aöalskrifstofa:
2/4 York Road, Felixstowe, Suffolk, England
Telex 987210 Tel. (03942) 78888
UMSJÓN: David Bloomfield
Skrifstofa í London:
Peek House, 20 Eastcheap, London EC3M 1EE
UMSJÓN: Ray Smith, John Wickham.
HAFSKIP HF
Hafnarhúsinu, v/Tryggvagötu,
Sími 21160 - Telex 2034
Okkar
menn i
Englandi
London, Birmingham,
Manchester, Leeds,
Newcastle. Siglingarokkartil
og frá Ipswich eru reglulegar
á 12-14 daga fresti.
Næstu skip er lesta í Ipswich eru:
Rangá 04.04
Skaftá 18.04
Rangá 02.05
Skaftá 16.05
Rangá 30.05
Hafið samband við skrifstofu
okkar nú þegar eða við okkar
menn í Englandi og við
munum leitast við að leysa
flutningamál ykkar.