Dagblaðið - 02.04.1979, Qupperneq 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979.
I
Iþróttir
Iþróttir
19
íþróttir
Iþróttir
9
KR í 1. deild
- KR sigraði Þór 28-15. Sigraði í 2.
deildogleikur
,,KR tryggði sér sæti i 1. deild
íslandsmótsins með sigri gegn Þór,
28—15, í 2. deild á föstudagskvöldið.
Þar með lauk viðburðarikum kafla í
sögu KR á 80 ára afmaeli féiagsins — á
einni og sömu vikunni vann KR bæði
deild og bikar i körfunni og klykkti
siðan ót með sigrí i 2. deild. í hand-
knattieik. TU hamingju KR.
Og sigur KR gegn Þór var öruggur,
næsta átakalítill. Til þess voru yfir-
burðir KR allt of miklir, nánast um
einstefnu að ræða. KR-ingar börðust
vel frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu,
gáfu aldrei þumlung eftir gegn næsta
áhugalausum Þórsurum. Og uppskeran
var 13 marka sigur.
Allir leikmenn léku vel en i markinu
varði Pétur Hjálmarsson mjög vel, þar
í 1. deild íhaust
er gott efni á ferð. Bjöm Pétursson var
markhæstur leikmanna KR með 10
mörk. Haukur Ottesen og Sigurður
Páll skoruðu fjögur mörk hvor, Þor-
varður 3, Símon Unndórsson og Krist-
inn Ingason 2 mörk. Ólafur Lárusson
og Ingi Steinn 1 mark. Hjá Þór var
Sigurður Sigurðsson markhæstur með
fjögur mörk, ásamt Sigtryggi
Guðlaugssyni.
KR leikur því í 1. deild — eftir
aðeins árs fjarveru. KR féll niður
síðastliðið vor, nokkuð óvænt. í
upphafi mótsins þá voru KR-ingar
mjög frískir en dapraðist flugið er á
íslandsmótið leið. KR lætur slikt
áreiðanlega ekki henda aftur — nú
reynslunni ríkara.
-H. Halls.
„FRÁBÆR LEIKUR -
- FRÁBÆR URSLIT”
— sagði Halli í Turninum, formaður Þórs
ef tir að Þórarar höfðu sigrað Ármann
20-19 Í2. deild
liðsins mjög góðan dag og í því lá
1*
Þór Valtýsson hefur sloppið í gegn en
brotiö erá honum.
DB-mynd Ragnar Sigurjónsson.
aði Stjörnuna
24-19 — Í2. deild
Stjarnan hafnaði i næstneðsta sæti
2. deildar eftir ósigur gegn Þrótti í
Garðabæ á föstudagskvöldið. Þróttur
og Stjarnan börðust um að forðast
aukaleik við næstefsta lið 3. deildar —
og Þróttur hafði betur, 24—19.
Það var jafn leikur, mikil barátta
en Þróttur reyndist sterkari á loka-
sprettinum. Markhæstu leikmenn
Þróttar voru þeir Konráð Jónsson og
Páll Ólafsson með sex mörk en hjá
Stjörnunni skoraði Eggert ísdal mest
— 9 mörk.
Staðaní2. deild
Úrslit leikja i 2. deild um helgina
urðu:
KR-Þór, Ak. 28—15
Þór, Eyjum-Ármann 20—19
Stjarnan-Þróttur 19—24
Staöan i 2. deild er nú en aðeins einn
leikurer eftir:
KR 14
Þór, Eyjum 14
KA
Þór, Ak.
Þróttur
Ármann
Stjarnan
Leiknir
3 335—269 20
5 270—255 19
5 323—282 18
6 287—264 15
6 318—301 14
5 272—260 14
9 301—300 10
„Frábær leikur, frábær úrslit,”
sagði Haraldur Þór í Eyjum — en betur
þekktur i Eyjum sem Halli i Turninum,
formaður handknattleiksdeildar Þórs
eftir sigur Þórara á Ármanni i 2. deild
íslandsmótsins i Eyjum á föstudags-
kvöldið. Þór sigraði 20—19 og tryggði
sér annað sæti i 2. deild. Árangur sem
enginn reiknaði með i Eyjum fyrír-
fram.
,, Við erum ákveðnir að láta ekki þar
við sitja,” sagði Haraldur, „heldur
vinna sæti i 1. deild og komast í hóp
þeirra beztu.” Annað sætið i 2. deild
gefur rétt til að leika við annaðhvort
ÍR eða HK um sæti í 1. deild í haust.
Það var sannarlega líf í tuskunum í
viðureign Þórara og Ármenninga.
Þórarar komu mjög ákveðnir til leiks,
og tóku strax forustu í leiknum.
Komust í 6—3, 10—6 og síðan í leikhléi
var 12—7 fyrir Þór.
í byrjun síðari hálfleiks juku heima-
menn enn forskot sitt og þegar Sigmar
Þröstur varði tvö vítaköst í röð og Þór
komst í 15—7, allt útlit fyrir stórsigur
heimamanna. En þá fór að síga á
ógæfuhliðina hjá Þór. Þeir gerðu þá
reginskyssu að slappa af, voru allt of
bráðir í leik sínum. Ármenningar
neituðu að leggja árar í bát og gengu á
lagið. Með miklum dugnaði tókst
Ármenningum að saxa á forskot
Þórara. Staðan breyttist í 17—15, Þór
svaraði með tveimur mörkum án þess
að Ármann næði að svara, 19—15.
Aðeins um tvær mínútur til leiks-
loka og sigurinn virtist í höfn. En Geir
Hallsteinsson, þjálfari Ármanns var
ekki af baki dottinn. Hann skipaði sin-
um mönnum að leika maður á mann og
við því áttu heimamenn ekkert svar.
Ármenningar skoruðu fjögur mörk í
röð — náðu aðjafna, 19—19. Spennán
i húsinu var gífurleg — og hinir 400
áhorfendur fengu sannarlega að svitna
á lokamínútunum. Þegar aðeins 34
sekúndur voru til leiksloka brauz! Her-
bert Þorleifsson, línumaðurinn snialli í
gegnum vörn Ármenninga og á hon-
um var brotið. Góðir dómarar leiksins,
þeir Jón Hauksson og Ólafur
Jóhannesson, dæmdu umsvifalaust
vítakast, og allt ætlaði vitlaust að verða
í húsinu. Það var hinn harðskeytti
Ásmundur Friðriksson sem fékk það
örlagahlutverk að framkvæma víta-
kastið. Hann brást ekki félögum s'mum
og skoraði örugglega, við gífurlegan
fögnuð áhorfenda, fólkið þusti út á
gólfið og klukkan var stöðvuð. En þær
sekúndur sem eftir voru tókst Ármanni
ekki að skora — og fögnuður áhorf-
enda geysimikill.
Lið Þórs lék þennan leik eins og
meistarar i 45 mínútur. En reynsluleysi
háði liðinu mjög í lokin. Beztu menn
liðsins voru Hannes Leifsson og Sigmar
Þröstur. Annars áttu allir leikmenn
styrkur liðsins. Ármenningar virkuðu
óöruggir, sérstaklega í fyrri hálfleik.
Markvarzlan hjá Ragnari var slök en
hún gerbreyttist þegar Heimir
Gunnarsson kom inn á.Hann varði eins
og berserkur og var bezti maður liðsins,
ásamt Jóni Viðari, en barðist af
fullum krafti allan timann og lék
aðalhlutverkið í lokin, skoraði fjögur
af fimm síðustu mörkum Ármanns.
Flest mörk Þórs skoraði Hannes 9
— 2 víti. Ásmundur Friðriksson 3.
Flest mörk Ármanns Pétur Ingólfsson
sex, 3 víti, Jón Viðar 5 og Þráinn
Ásmundsson 3 mörk.
D-stigs nám-
skeið KSÍ
Tækninefnd KSÍ gengst fyrír Knatt-
spyrnuþjálfaranámskeiöi á D-stigi (III
stigi) dagana 6.-9. april nk. fyrrí hluta
og 24.-27. maí nk. síðari hluta.
Aðalkennarí á þessu námskeiði, sem
er hið fyrsta sinnar tegundar hér á
landi, verður Mr. Terry Casey nám-
stjóri hjá enska knattspyrnusam-
bandinu.
Umsækendur skulu hafa lokið II
stigi (C-stigi) og þjálfað i a.m.k. eitt
ár.
Umsóknum skal fylgja afrit af skír-
teini II. stigs ásamt upplýsingum um
þjálfarastörf.
Umsóknir berist hið fyrsta til skrif-
stofu KSÍ, sem gefur allar frekarí
upplýsingar.
Fall eða von. Þeir eru einbeittir strákarnir úr HK i varnarveggnum, þar sem Magnús Sigurðsson tekur aukakast eftir
venjulegan leiktima. Magnús reyndi að vippa — en yfir. Fylkir féll i 2. deild — HK eygir enn von.
DB-mynd Hörður Vilhjálmsson.
HK bjargaði sér f rá bráðu falli ef tir 16-16 jaf ntef li botnliða
Það var mikil spenna i Höllinni á
laugardag þegar Fylkir og HK mættust
í 1. deild Islandsmótsins i handknatt-
leik. Og mikið í húfi — Fylkir varð að
sigra til að forðast fall, HK að hljóta
stig. Kópavogsliðinu tókst það — það
er að hljóta stig, þvi liðin sldldu jöfn,
16—16 i hörkuleik, og spennandi en
ekki alltaf að sama skapi vel leiknum.
Fylkir féll þvi i 2. deild, en flest bendir
nú til að HK leiki við Þór, Vestmanna-
eyjum um sæti i 1. deild i haust.
Það hafa aldrei verið jafnmargir
áhorfendur að leikjum þessara botnliða
í vetur, eða um 700 manns. Þeir voru
vel með á nótunum, hvöttu menn sina
mjög. Áhangendur HK höfðu miklu að
fagna lengst af — eða í 40 minútur en
eftir það sótti Fylkir mjög á. HK fékk
óskabyrjun, komst í 5—0 eftir 10
mínútna leik og það virtist ætla að
stefna i öruggan sigur Kópavogsliðsins.
Tvívegis brunuðu leikmenn HK upp í
hraðaupphlaupi og skoruðu, mis-
notuðu meira að segja það þriðja.
Baráttan sat í fyrirrúmi hjá HK, bæði i
vörn og sókn, og í markinu varði Einar
Þorvarðarson mjög vel.
Það var ekki fyrr en á 11 mínútu að
Fylkir komst loks á blað, að Magnús
Sigurðsson skoraði. Risinn Einar
Einarsson bætti síðan við öðru marki
Fylkis, 2—5. Það sem eftir var fyrri
hálfleiks var jafnræði með liðunum —
og HK hafði yfir i leikhléi, 9—6. Rétt
eins og í upphafi leiksins, þá byrjaði
HK síðari hálfleik af miklum krafti.
Hilmar Sigurgíslason kom HK í 10—6,
Fylkir svaraði en þeir Hilmar og Stefán
bættu við tveimur mörkum fyrir HK og
fimm mörk skildu — 12—7. Fallið
blasti við Fylki — en leikmenn
neituðu að leggja árar í bát. Fylkir náði
mjög sterkum varnarleik og tók óðum
að saxa á forskot HK. Eftir 13 minútna
leik skildi aðeins eitt mark — 12—11
HK í vil. Fjögur mörk Fylkis í röð. Já,
það sannanðist enn einu sinni að liði
HK virðist alveg fyrirmunað að halda
góðu forskoti. En Stefán Halldórsson
kom HK í 13—11. Gunnar Baldursson
minnkaði muninn aftur í eitt mark og á
17. minútu jafnaði öm Hafsteinsson
14— 14. Hilmar kom HK aftur yfir,
15— 14, en Einar Ágústsson jafnaði
enn, 15—15. Aftur var Hilmar á
ferðinni, 16—15, en Einar Einarsson
jafnaði, 16—16. Og fjórar mínútur
eftir — spennan í hámarki og baráttan
á vellinum hörð, hvergi gefið eftir. En
þessar fjórar mínútur leiddu ekki af sér
mark, tvívegis missti HK knöttinn og
síðustu 40 sekúndurnar hélt Fylkir
knettinum.
Einar Einarsson, kom knettinum í
markið en áður hafði verið flautað,
fríkast á HK. Sekúndumar tifuðu hver
af annarri og leiktíminn rann út —
Fylkir átti þá frikast. Magnús
Sigurðsson tók það en fann ekki
leiðina í markið. Fylkir féll í 2. deild —
leikmenn HK fögnuðu mjög. Góður
endasprettur HK fyrst og fremst
foröaði frá falli í 2. deild. Fimm stig úr
þremur síðustu leikjum liðsins, en HK
vermdi lengst af neðsta sæti í 1. deild.
Fylkir fékk þrjú stig úr tveimur siðustu
leikjum sínum, en það dugði ekki til.
Aðeins þrir leikmanna HK skoruðu
mörkin gegn Fylki — landsliðs-
maðurinn Hilmar Sigurgíslason var í
miklum ham og skoraði átta mörk og
Stefán Halldórsson 7 mörk, 3 víti. Jón
Einarsson skoraði síðan 16. mark HK.
Hjá Fylki skoraði Einar Einarsson
mest, 5 mörk, Gunnar Baldursson 4,
Örn Hafsteinsson 3, Magnús
Sigurðsson, Sigurður Símonarson,
Halldór Sigurðsson og Einar Ágústsson
1 mark hver.
Þier Björn Kristjánsson og
Gunnlaugur Hjálmarsson dn’mrlu
viðureign Fylkis og HK. H.Halls.
Þróttur sigr-
JAFNTEFU DUGÐIEKKI0G
FYLKIR FÉLL í 2. DEILD