Dagblaðið - 11.04.1979, Side 3

Dagblaðið - 11.04.1979, Side 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979. 3 Of fáar flugfreyjur f nýju Flugleiðaþotunni? Hin nýja breiðþota Flugleiða við komuna hingað til lands f janúar sl. DB-mynd Hörður. „Langförull” skrifar: Það er í sjálfu sér ákaflega ánægju- legt, að við íslendingar skulum sífeUt vera að auka við og baeta flugflota okkar og þjónustu við víðförla íslendinga. Sjálfur hugði ég gott til glóðar- innar núna fyrir skömmu,!er ég varð þess var úti í New York, að farar- skjóti minn þaðan til íslands yrði nýja „Tían” eins og hún mun vera köUuð. Ég hafði verið í héimsókn hjá vinafólki ekki langt frá Dallas í Texas og flogið með slíku flugskipi þaðan og átti vart orð til að lýsa hrifningu minni. Út til New York hafði ég hins vegar lent á venjulegu vélunum og flogið með vél ekki ólíkri þeirri, sem Flugfélagið á eða 727 til Dallas. Flugtak tókst auðvitað vel og síðan var farið að bera fram veitingar. Þá kom heldur betur annað hljóð í strokkinn. VéUn var að vísu troðfuU, en ég sá ekki betur, og fékk raunar staðfest, að flugfreyjumar væru of fáar um borð? Þjónustan hjá þeim var eftir beztu getu, en mig rak í rogastanz þegar ég komst að því að þær voru aðeins níu um borð, and- stætt því sem gerist erlendis, t.d. hjá flugfélagi því, sem ég flaug með frá Dallas. Þar voru fjórtán flugfreyjur um borð samkvæmt alþjóðlegri reglugerð. Matur og kaffi var borið fram seint og síðar meir, en maður gat ekki annað en vorkennt stúlkunum, sem þó reyndu að koma fram við reiða farþegaaf kurteisi. Bezt gæti ég trúað því að þeir Flugleiðamenn hafi enn einu sinni komið fram með eitt snjallræðið i rekstri flugfélags. Sem sagt að fækka flugfreyjunum! Ef svo er, þá hafa þeir Sigurður Helgason og örn Johnson sett heims- met í vitleysu. Ég fæ a.m.k. ekki séð hvaða tilgangi það þjónar að hafa rúmlega 350 manns svekkta og reiða í farþegarými þotunnar, til þess eins að hafa flugmennina ánægða því varla er verið að spara við sig flug- freyjur nema til þess að geta aurað saman í nýhækkað kaup flugmanna! Mér þætti vænt um, ef Dagblaðið aflaði frekari upplýsinga um þetta mál og birti hér í blaðinu. Og í öllum bænum, get ég fengið eitthvað annað en venjulegt kjaftæði úr Sveini Sæmundssyni um málið? Spumingin er, hvers vegna eru svona fáar flug- freyjur um borð í hinni nýju vél Flug- leiða?” DB hafði samband við Svein Sæmundsson hjá Flugleiðum. „Þetta mál er einmitt nú í athug- un,” sagði Sveinn. „Við komum til með að ráða fleiri flugfreyjur í vélina í sumar, en ég veit ekki enn hversu margar. Eins og flestir vita höfum við ekki haft svona vél áður og verður því reynslan að skera úr um málið. Vænta má að vélarnar verði fullar yfir páskana og þá ætti að liggja Ijóst fyrir hvort flugfreyjur em of fáar eða ekki. Samkvæmt alþjóðlegum reglum skal ein flugfreyja vera á hverja 50 farþega, en á stuttum leiðum eru þær yfirleitt hafðar fleiri.” ,,En sem sagt, málið er í athugun.” RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTI! \Hringið í síma 27022 milli kl.\13 og 15 á Hótel ÍDftleiðum Um páskahelgina er heilmikið um að vera í Víkinga- salnum á Hótel Loftleiðum. Þar efnum við til sérstakrar páskahátíðar. Vönduð skemmtiatriði verða flutt og Ijúffengir veisluréttir framreiddir. Dagskráin verður sem hér segir: LAUGARDAGUR FYRIR PÁSKA: Opið frá kl. 19 Kertaljósakvöld MATSEÐILL: Forréttir: Sveppasúpa eða Fyllt egg, a la Russe Aðalréttir: Fyllt smálúðuflök, Richepin eða Grísakótiletta, Hawaii eða Glóðarsteikt lambalæri, Pommes Berny eða Heilsteikt nautafillé, Bordelaise Ábætir: Diplómatabúðingur í súkkulaðibollum Garðar Cortes syngur einsöng. Undirleik annast Kristína Cortes. Sigurður Guðmundsson leikur til kl. 23.30 PÁSKADAGUR OG ANNAR f PÁSKUM. HÁDEGI Fjölskyldijfiátíð Kalt borð: Fjölbreytt úrval kaldra kjöt7 og fisk- rétta. Rómaðir veisluréttir. Auk þesssérstakurmatseðill fyrir börn. Afsláttarkjör við kalda borðið:Ókeypis fyrir börn yngri en 2ja ára. Hálft verð fyrir 2ja til 12 ára. „Söngur, leikur og létt gaman“ - skemmtiefni fyrir börn. Hermann Ragnar stjórnar. Sigurður Guðmundsson leikur undir. Öll börn fá verðlaun. Hér er kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur, vini og aðra til að gera sér dagamun, og njóta líðandi stundar. Borðpantanir hjá veitingastjóra í síma 22321 og 22322. Verið velkomin. HÓTEL LOFTLEIÐIR Hver heldur þú að verði íslandsmeistari í handknattleik? Sveinn Þormóösson IJósmyndari: Þvi miður held ég að það verði Vikingur. Ég segi því miður vegna þess að ég er Valsmaður. Óli Gréfar Metúsalemsson verkfræði- nemi: Ég vona að Vikingur verði ts- landsmeistari en í íþróttum hefur maður ekki ástæðu fyrir neinu. Maður baraheldur meðeinhverju liði. Gústaf Skúlason, 10 úra: Vikingar auð- vitað af því að þeir eru beztir og þeir eru líka meö alla landsliðsmennina. Elfas Eliasson, 11 úra: Ég held að það verði Víkingar. Þeir eru langbeztir og vinnaallt. Ágúst Loftsson, 13 úra: Það veit ég ekki. Ég fylgist ekkert með handbolta.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.