Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.04.1979, Qupperneq 6

Dagblaðið - 17.04.1979, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. APRlL 1979. & GÐRÐO Vólsleðahjálmar — Vélhjólahjálmar öryggishjálma/r fyrir aiiar mótoríþróttir Super Motocross lokaður torfœruhjálmur fyrir torfœrusniHinginn og allur útbúnaður. Svo er til MAGURA bensíngjafir, kúplings- og bremsuhandföng á okkar lága verði. Nýtt — nýtt: Stýri í öll- um regnbogans litum. Munið okkar lága verð. — PÓSTSENDUM. MONTESAUMBOÐIÐ Véihjóiaverziun H. Ó/afssonar Þingholtsstræti 6 — Sími 16900 Útboð Fjarhitun Vestmannaeyja óskar eftir tilboðum í lagningu 4. og 5. áfanga hita- veitudreifikerfis, lagnalengd verkanna er 11 km, í tvöföldu dreifikerfi. Útboðsgögn eru afhent á Bæjarskrifstof- unni Vestmannaeyjum og verkfræði- skrifstofunni Fjarhitun hf. Reykjavík gegn 30 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð í Ráðhúsinu Vestmanna- eyjum þriðjudaginn 24. apríl kl. 16. Stjóm veitustofnana Vestmannaeyjabœjar. EINBÝLISHÚS TIL SÖLU Á DRANGSNESI Til sölu einbýlishúsið Grundartangi, Drangsnesi Strandasýslu. Húsið er á einni hæð, ca 104 ferm og er m.a. 3 svefnherbergi, stofa, góð geymsla, baðherbergi, eldhús og búr. Timburhús byggt 1975 úr „húseining- um” frá Siglufirði. Laust til afhendingar 15. júní nk. Skriflegum tilboðum sé skilað til Fasteignasölunnar Miðborg, Nýja Bíó-húsinu, Reykjavík. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. HAFNARBÍÓ Flagð undir fögru skinni Úrvalsgaman- mynd með úr- valsleikurum. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. "NASTY HAÐITS" 1 TVÖ SKIP FENGU Á SIG BROTSJÓ Sambandslítið varð við Ársæl KE og Rán HF, enallt fór beturenáhorfðist Tvö íslenzk skip lentu í vandræðum í hafi suðaustur af íslandi aðfaranótt föstudagsins langa, en þá geisaði fár- viðri á þessum slóðum. Skipin voru Ársæll frá Keflavík, 250 lesta skip, sem var á leið til Danmerkur til vélar- skiptingar og togarinn Rán úr Hafnar- firði, sem var á leið til Hull í söluferð. Fengu bæði skipin á sig brotsjói og brotnuðu rúður í brúm þeirra, og tæki biluðu, m.a. talstöðvartæki. Slysavarnafélagið reyndi eftir beztu getu að halda sambandi við skipin og sagði Hannes Hafstein DB að lengi hefði Skaftafell borið skilaboð á milli. Skaftafellið lónaði undan veðrinu og missti samband við Ársæl er vega- lengdin milli skipanna óx. Að kvöldi föstudagsins langa fór vél frá Landhelgisgæzlunni austur með landi og náði sambandi við skips- höfnina á Ársæli. Engan skipsmann hafði sakað, en tæki í brú skemmzt, m.a. stóra miðbylgjutalstöðin, og einnig hafði rafmagn að mestu farið af skipinu vegna þess að vatn komst að leiðslum. Bað SVFÍ strandgæzluna í Færeyjum að fylgjast með Ársæli. Síðar hafði Laxá samband við Ársæl og hafði áhöfn hans þá tekizt að gera svo vel við skaðann sem varð að ákveðið hafði verið að hætta við viðkomu í Færeyjúm og halda rakleiðis áfram til Danmerkur. Rán varð ekki eins illa úti og Ársæll og hélt ferðinni áfram en hafði sam- band við nærstödd skip á sömu leið, að sögn Hannesar Hafstein. -ASt. Lík hins týnda fannst við Örfirisey Lík Hilmis Bjarnasonar, tæplega Skipuleg leit slysavarnafélags- og skógar að undanförnu. Þykir jafn þrítugs stýrimanns í Kópavogi, fannst í hjálparsveita hófst þennan morgun og sennilegt aö hann hafi fallið í höfnina örfirisey að morgni föstudagsins hafði leit ekki staðið nema rétt um eins og hann hafi fallið í sjóinn við langa. Var þá tæp vika liðin síðan klukkustund er líkið fannst. Voru það örfirisey. Hilmir heitinn sást síðast á Lækjar- Ingólfsmenn sem leituðu í örfirisey. -ASt. torgi. Hilmir hafði ekki gengið heill til íslandsmet í maraþon-körf ubolta Átta ungir ofurhugar úr ungmenna- Hófu þeir leikinn kl. 9 árdegis á hafa betur gert enn á Islandi í þessum félaginu Einherja á Vopnafirði unnu föstudaginn langa og léku síðan stanz- efnum. það afrek að setja íslenzkt maraþonmet laust til kl. 12.30 á laugardag eða í 27 -ASt/HK Vopnafirði. i körfuknattleik fyrir helgina. klukkustundir og 30 mínútur. Engir Fermingin er stór stund í lífi hvers unglings og auðvitað vilja ættingjarnir festa þá stund á filmu, eins og hér i Bústaðakirkju i gær. DB-mynd Ragnar Th Á f jórða hundrað unglingar voru fermdir um helgina — kirkjusókn var góð, sérstaklega á páskadagsmorgun Hátt að fjórða hundrað ungmenni voru fermd í Reykjavík og nágranna- kaupstöðunum Kópavogi og Hafnar- firði yfir páskana. Haft er eftir dómprófastinum i Reykjavík, Ólafi Skúlasyni, að kirkjusókn um helgina hafi verið góð, sér í lagi í árdegismessu á páskadag. Eftir hádegið fór veður hins vegar að batna og er viðbúið að einhverjir hafi þá tekið ökuferð út í náttúruna fram yfir kirkjuferð. Auk allra ferminganna áttu prestar landsins annríkt við að skíra ungbörn um helgina. -ÁT

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.