Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1979. vandaóaðar vörur Rafsuðuvelar Ódýrar, handhægargeröir. Oliufélagiö ^\T7\ Skeliunqur hf \__r Shell Heildsölubirqðir: Smavorudeild Sími: 81722 Hmtesbf 400 PLASTPOKAH O 82655 fflfnHTi vandaðaðar vörur Sambyggt hleðslu- og rafsuðutæki Ódýrar, handhægargerðir. Shell Olíufélagið Skeljungur hf Heildsölubirgðir: Smávörudeila Sími: 81722 I KASSA- BÍLA- RALLY SKÁTA 26. og 27. maí FRÁ HVERAGERÐI TIL KÓPAVOGSHÆLIS Tilstyrktar mtmönnum Kópavogshœlis Markmiöiö er að kaupa fólks- flutningabílfyrir vistmenn Kópavogshœlis TEKIÐ Á MÓTI FRAMLÖGUM Á GÍRÓREIKNING 63336-4 Tónlist i sumarfríinu Listahátíðir sumarsins í Evrópu Nú er genginn i garð sá tími sem menn nota ti! ferðalaga eða afslöpp- unar erlcndis. Ferðaskrifstofur kepp- ast við að auglýsa sól og hóglífi suður við Miðjarðarhaf og sennilega gera margir ekki meiri kröfur til frídaga sinna. En til er fólk sem vill ekki að- eins flatmaga og baka sig, heldur reynir að njóta þeirra menningarvið- burða sem finna má úti í löndum og hér hafa heyrst raddir sem kvarta yfir því að ferðaskrifstofurnar sinni þeirri hlið ekki sem skyldi. DB hefur nú komist yfir upplýsingar um tónlistar- hátiðir í Evrópu á komandi sumri og hér á eftir verður stiklað á stóru, en þó reynt að kynna þær tónlistarhátið- ir sem kynnu að verða á vegi íslenskra ferðalanga. Austurríki Þar er um einar fjórar meginhá- tíðir að ræða — Vínarhátíðina (19. maí—24. júni) Carinthiu sumarhátið- ina (27. Júní—28. ágúst), Bregenz listahátíðina (I9. júlí—22. ágúst), Haustlistahátíðina i Graz (6. okt,— 11. nóv.) og loks þá hátíð sem þekkt- ust er, þ.e.Salzburgarhátiðin (26. júlí—30. ágúst). Þar verður eitthvað fyrir næstum alla. Karajan stjórnar flutningi á Aida eftir Verdi, Karl Böhm stjórnar Adriane auf Naxos eftir Strauss, James Levine stjórnar Töfraflautu Mozarts og hljómsveitir á borð við Vinarfílharmóníuna, Boston-sinfóníuna og ísraelsku sinf- óniuna halda tónleika. Meðal hljóm- sveitarstjóra eru Claudio Abbado, Leonard Bernstein, Riccardo Muti og Seiji Ozawa. Söngvarar eru þar ekki af verri endanum: Kiri Te-Kanawa, Martti Talvela, Dieter Fischer Diskau og hljóðfæraleikarar ekki heldur: Henryk Szgerny, Sviatoslav Richter og Maurizio Pollini. Miðar munu kosta frá fimm þúsund krónum upp i 35 þúsund. Bretland í Bretlandi er að finna fjölda lista- hátíða á hverju sumri, þ.á m. Mal- vern hátíðina (21. maí—10. júní), Glyndebourne óperuhátíöina (27. mai—7. ágúst). Llandaff listahátíö- ina í Wales(8.—19. júní), Aldeburgh hátíðina (8.—24. júní), Greenwich hátiðina (9.-24. júní), Chichester hátíðina (7.—21. júlí), Welska söngvahátíðin — Eisteddfod (30. júli—13. ágúst), Swansea hátíðina (1.—20. okt.) en meöal þeirra vin- sælustu er Cheltenham hátíðin (6.— 15. júlí). Þar verður lögð áhersla á að kynna breska samtímatónlist, m.a. eftir Gordon Crosse og Malcolm Arnold. En stærst þessara hátíða er að sjálfsögðu Edinborgarhátíðin (19. ágúst—8. sept.) Þar verður haldið sérstaklega upp á dánarafmæli ball- ettfrömuðarins Sergei Diaghilev með flutningi óp>erunnar Gullfuglinn eftir Rimsky Korsakov og mörgum ball- ettsýningum konunglega ballettsins og kúbanska ballettsins. Seji Ozawa stjórnar Boston sinfóníunni og pólska kammersveitin leikur. Meðal ópera verða La Traviata eftir Verdi, Iphgenia in Tauris eftir Cluck og The Turn of the Screw eftir Britten. Meðal tónlistarmanna verður öll Rostropovisch fjölskyldan, Peter Pears, James Galway, Janet Baker o.fl. Leikhópar koma þangað frá Traverse leikhúsinu, Old Vic í Bristol, Glasgow Citizens Theatre, leikhúsi í Tiblisi og Cori á Italíu. Danmörk í Tívolí í Kaupmannahöfn verður í sumar haldið upp á 100 ára dánar- afmæli danska ballettmeistarans August Bournonville með sýningum Konunglega danska ballettsins frá 24.—29. ágúst. Þar mun m.a. Peter Martinus, sem er með New York ballettinum, dansa aðalhlutverk. Miðar munu kosta frá 3500— 7000 krónur og ættu menn að bóka sæti með góðum fyrirvara. Kaupmanna- hafnarsumarhátíðin verður haldin frá 1. júli— 17. ágúst, þá verða alls kyns hljómleikar haldnir um borgina alla, þ.á m. jass, rokk o.fl. Þessir hljómleikar eru ókeypis að mestu. í Árhúsum verður svo mikið um að vera frá 1. til 9. sept. — jass, rokk, leikrit og ljóðalestur. Finnland 1 Finnlandi er um einar 9 hátíðir að ræða í sumar. Kuopio hátíðin stendur frá 4.—14. júní og er öll áhersla þar lögð á ýmiss konar dans. 1 Jyvaskyla verður haldin hátíð frá 26. júní—5. júlí. Þar verða sovéskir hljóðfæraleikarar auk þess sem haldin verður ráðstefna um verk Alvars Aalto fyrir áhugamenn um arkitektúr. í Savolinna verður tals- vert mikið að gerast dagana 8.-26. júli. Flutt verður ópera Verdis Don Carlos með Martti Talvela o.fl. — bæði á finnsku og ítölsku. Aðrar óperur þar verða Töfraflauta Mozarts og Síðustu freistingarnar eftir finnska tónskáldið Kokkonen. Þar mun hetjubassinn Talvela syngja við undirleik Ashkenazy, Drengja- kórinn frá Hanover syngur, Helsinki kammermúsíksveitin flytur verk, svo og Finnski útvarpskvintettinn. 22. júlí mun svo óperusöngsveitin og hljómsveitin flytja Requiem eftir Verdi í Olavinlinna kastala. Miðar eru frá 1000 kr. upp í 8000 krónur. Fyrir jassunnendur fer svo Posi jass- hátiðin fram frá 12. til 15. júlí . Þar eru 24 hljómsveitir á dagskrá, 11 frá Finnlandi, 12 frá Bandaríkjunum og restin er frá öðrum löndum. f Kaust- inen fer fram Alþýðulistahátíð 16.— 22. júlí, með tónlist, dansi o.fl. í Kuhmo fer fram tónlistarhátið 27. júlí—5. ágúst og er hún að mestu helguð Beethoven en í Turku er megináhersla lögð á forna tónlist (4.—9. ágúst). Orgeláhugamenn geta drifið sig til Lahti (6.—12. ágúst) þar sem spilað verður í kirkju eftir Alvar Aalto, auk fyrirlestra, sýninga o.fl. En Helsinki listahátiðin er sú stærsta þar í landi. Allar helstu hljómsveitir borgarinnar munu leika, Zubin Mehta mun stjórna fsraelsku fíl- harmóníunni með Isaac Stern. Þarna verður útvarpshljómsveitin austur- ríska, Franz Lizt kórinn, I Solisti Veneti, Beaux Arts Tríóið, La Salle Kvartettinn og Alvin Ailey danshóp- urinn. Auk þess verða margar listsýn- ingar o.fl. Frakkland í Frakklandi ber kannski mést á Parísarhátíðinni, sem stendur til 7. október. Þá verða tónlistarviðburðir i nær öllum kirkjum og sölum borg- arinnar út sumarið. í Chartres verður einnig stíft prógramm i allt sumar, m.a. i hinni frægu dómkirkju staðar- ins, cn þar verður Te Deum eftir Charpentier flutt. Franskir tónlistar- menn sjá að mestu um tónlistina. Lyons listahátíðin stendur frá 7. júní—7. júli. Þar verða ballett og ópera á dagskrá og meðal gesta má nefna Maurice Béjart og Xeqakis. í Strassburg (8.-24. júní) stjórnar Karl Richter kór og hljómsveit í dóm- kirkju staðarins. Seji Ozawa er þar einnig á ferð og stjórnar útvarps- hljómsveitinn frönsku og meðal ein- leikara má nefna Lazar Berman. í Aix-en Provence er talsvert mikið að gerast frá 15. júli til 6. ágúst. þar flytja menn Brúðkaup Fígarós og Werther eftir Massenet. í St. Sauveur dómkirkjunni flytur St. Martin-in- the-Fields hljómsveitin og kór Sköp- unina eftir Haydn og fjöldi einleikara treður upp á hátíðinni. í Paris fer fram dálítið sérstæður festival 16. júlí—23. september. Þar sýnir Bolshoi ballettinn, verk Jerome Robbins verða flutt og Teresa Berg- anza og Pinchas Zukermann troða upp. Síðan munu Harlem Globetrotters taka þátt í ballett (alveg satt . . .) og í óperunni verða fluttar Nabucco eftir Verdi og Brúðkaup Fígarós eftir Mozart. í Orange nálægt Aix-en-Provence fer fram tónlistarhátíð 3.—11. ágúst og í Besancon dittó (31. ágúst—16. sept.). Þar eru á dagskrá m.a. Seji Ozawa, Rostropovitsch fjölskyldan, Jorg Demus og svo Miriam Makeba. V-Þýskaland Þar má nefna t.d. Wúrzburg Moz- . art vikurnar svokölluðu frá 6.—23. júní. Þar verður Mozart að sjálf- sögðu á dagskrá og aðalóperan er Don Giovanni, en fjöldi frábærra þýskra tónlistarmanna sér um flutn- ing allan. Mozart-aðdáendur geta líka farið til Augsburg (8.—13. júní) en þar eru flestir tónleikar helgaðir meistaranum. Þar er Don Giovanni aftur á dagskrá. Miðar kosta frá 800—3500 krónur. í Passau fer fram hátið með svipuðu sniði frá 15. júni til 4. ágúst. Þar er Mozart á dagskrá ásamt austurevrópskum tónlistar- mönnum. 1 Hanover (17. júní—19. ágúst) er margt að gerast. Ópera Brittens Turn of the Screw verður flutt svo og Júlíus Sesar eftir Hándel. Mikið verður um ballett þar svo og kórsöng. .í’ívlúnchen láta þeir ekki sitt eftir liggja (9. júlí—3. ágúst). Þar er Wagner fyrirferðarmikill með Meist- arasöngvurunum sem m.a. eru sungnir af Dietrich Fischer Diskau. Fluttur verður Paradísarmissir eftir Penderecki og margar aðrar óperur með frábæru listafólki, þ.á nt. Monserrat Caballé, Placido Domingo, o.fl. i Hamborg beina þeir sviðsljósinu að ballett (10.—21. júlí). Þar verða ballettar eftir Balanchine, Cranko og Jerome Robbins fluttir og loks verður sérstök Nijinsky hátíð til heiðurs ballettfrömuðinum Diagh- ilev. í Bayreuth er Wagner að sjálf- sögðu allsráðandi (25. júlí—-28. ágúst). Þar er allur Hringurinn á dag- skrá, auk Lohegrins, Hollendingsins fljúgandi og Parsifals. Miðar munu kosta frá 2500 krónum upp í 28.000 krónur. í Ansbach verður meistari Bach hins vegar heiðraður (27. júli— 5. ágúst). Þar verður flutt m.a. Matt- heusarpassían, Goldberg variasjón- irnar, svo og kórsöngur frá Ítalíu og Englandi. Miðar munu kosta frá 800 krónum upp í 8000 krónur. Berlinar- litahátíðin er af mörgum talin mesti listaviðburður ársins í landinu. Hún fer fram 2. sept,—5. okt. Þar verða frumfluttar tvær óperur og þrír ball- ettflokkar troða upp: Stuttgart ball- ;ttinn,Konunglegidanskiballettinn og spænski balleuinn. Aðrir listamenn viðstaddir verða Lorin Maazel, Cleveland sinfóniuhljómsveitin.Diet- rich Fischer Diskau, Zubin Metha, Herbert von Karajan og Leonard Bernstein. Á pianóið leika Arturo Benedetti Michaelangeli, Maruzio Pollini, o.fl. Donaueschingen hátiðin (19. okt.—21. okf.) er dálítið sérstaks eðlis. Þar verður eingöngu frumfiutt ný tónlist eftir allra þjóða höfunda. Kvikmyndir verða sýndar og unnið verður með elektróníska tónlist og jass. Seinna i.vikunni mun DB síðan birta siðari hluta þessa yfirlits, um tónlistarhátíðir í Grikklandi, Irlandi, Ítalíu, Luxemburg, Hollandi, Noregi, Spáni og Svíþjóð. Tónlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.