Dagblaðið - 15.10.1979, Qupperneq 39
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 1979.
Varaði við nasistum
Jón Haraldsson arkitekt ræðir um daginn og veginn i útvarpi i kvöld.
DB-mynd Bj.Bj.
—enfékk engan hljómgrunn fyrr en of seint Richard Burton í
hlutverki Churchill í myndiimi í kvðld
Sjónvarpið sýnir í kvöld brezkt
sjónvarpsleikrit um Winston
Churchiil. „Myndin gerist að mestu
6—7 árin fyrir siðari heims-
styrjöldina,” sagði þýðandi mynd-
arinnar, Jón Thor Haraldsson.
,,Hún er aðallega bein lýsing á ferli
Churchill. Hann var eini maðurinn sem
varaði við uppgangi fasismans á
þessum árum. Hann var mjög
utangarðs í pólitíkinni um þetta leyti
þrátt fyrir að íhaldsflokkurinn færi
með völd í landinu,” sagði Jón.
Margir koma við sögu d myndinni,
Hitler og utanríkisráðherra hans,
Ribbentropp.NevilleChamberlain, sem
þá var forséetisráðherra Breta og
þótti linur í framgangi mála er heims-
styrjöldin var að brjótast út.
Stanley Baldwin en honum muna
eflaust margir eftir úr þáttunum um
Simpson hjónin, en hann var forsætis-
ráðherra Breta á þeim árum, er Ját-
varður stóð í ástarsambandi sínu. Ját-
varður sjálfur kemur einnig við sögu í
myndinni og að þessu sinni er það
Dýrlingurinn sjálfur sem bregður sér í
hlutverk hans.
Myndin gerist öll á árunum 1936—
40 en þá var Churchill flotamála-
ráðherra; hún endar á að Churchill
tekur við forsætisráðherrastólnum af
V___________________________________
Richard Burton, leikannn alkunm, fer með hlutverk Winston Churchiil i mynd sem
sjónvarpið sýnir i kvöld.
Chamberlain en þeirri stöðu gegndi , leikur Richard Burton og þykir hann
hann til 1945. Churchill i myndinni skila hlutverki sínu mjög vel. -ELA.
Bamadegjnum frestað
Barnadegi útvarpsins, sem DB
skýrði frá á dögunum, hefur verið
frestað til 22. nóvember. Tónlistardeild
útvarpsins krafðist þess að fá lengri
tíma til að undirbúa sinn þátt í
deginum og var því tekið til þess bragðs
að fresta honum. Barnadagurinn átti
að vera nk. fimmtudag. Var þá ætlunin
að dagurinn yrði helgaður börnum að
meira eða minna leyti og að börn tækju
þátt í þvi sem þar væri að gerast.
-ELA.
»
Börnin þurfa vist ennþá að biða eftir
barnadeginum i útvarpi þvi honum hefur
verið frestað f mánuð.
DB-mynd Bj.Bj.
V_____________________
„ÆTLIÉG VERÐIEKKI
ELLIDAUÐ í ÞESSU”
— segir Ásta Ragnheiður um kyimingar sínar á þættínum
„Þessi þáttur er alltaf eins, fólk er
alltaf að biðja um að þátturinn verði
lengdur en hann er nú sjötíu mínútur
og ég held að það sé algjört hámark,”
sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
kynnir Laga unga fólksins, t samtali við
DB.
„Vinsælasta lag þáttarins er Gotta
Go Home með Boney M. Mjög mikið
er beðið um sömu lögin í þættinum,”
sagði Ásta, ,,en ég reyni að spila þau
lög sem minnst er beðið um og sem
sjaldnast heyrast.
Núna fæ ég alveg heilmikið af
bréfum frá skólum utan af landi. Fyrir
þennan þátt í kvöld fékk ég beiðnir um
fimmtíu lög en ég get aðeins leikið
þrettán. Þrettán lög er standardinn i
þættinum, en ef mjög mikið er af
kveðjum fara þau niðurí tólf.”
Ásta Ragnheiður hefur kynnt Lög
unga fólksins síðan 1976. Áður
voru yfirleitt tveir stjórnendur þátt-
arins, kven- og karlkyns. Nú hefur
Ásta ein tekið við stjórninni eins og
flestir vita.
„í fyrstu átti ég bara að vera ein til
bráðabirgða en svo hefur þetta þróazt
svona áfram. Ætli ég verði ekki
ellidauð í þessu starfi," sagði Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir að lokum.
-ELA.
«c
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, kynnir
Laga unga fólksins. Ásta sér einnig um
þema-vikur barnaársnefndar og er
einmitt á þönum þessa dagana að útbúa
sjónvarps- og útvarpsefni.
_____________________________/
UM DAGINN 0G VEGINN - útvarp M. 19.40
BYGGINGARLIST
Á ÍSLANDI
,Ætli ég tali ekki um vegleysur í mér finnst nauðsynlegt að vekja athygli
íslenzkri byggingarlist. Um ástand og á því,” sagði Jón.
horfur og hvað sé framundan í þeim Fyrir utan það ætlar Jón að ræða
efnum,” sagði Jón Haraldsson arkitekt stefnuna í byggingariðnaðinum og
í samtali við DB. Jón talar í útvarpi í hvaða veg við eigum að ganga í þeim
kvöld um daginn og veginn. efnum. Jón hefur nokkrum sinnum
áður rætt um daginn og veginn í út-
„Einnig mun ég ræða um hvernig varpi og þá ævinlega vikið að þessu
staðið er að byggingarlist og viðhorf efni. Þátturinn Um daginn og veginn er
ráðamanna til hennar. Það er ekki tuttugu mínútna langur.
mikiðrætt um þetta mál hér á landi og -F.LA
l *
HAFSKIP H.F.
HOLLAND
Enn ný þjónusta Hafskips h/f við innflytj-.
endur og útflytjendur.
Höfum nú hafið regfulegar siglingar með
„bretta — gáma — ro/ro” skipi til
ROTTERDAM
Lestum annan hvern fimmtudag, næstu lestunardagar
eru: \
„Borre" 18. október
„Borre" 1. nóvember
„Borre" 15. nóvember
„Borre" 29. nóvember
Umboðsmaður er:
Pakship BV,
van Weerdenpoolmanweg 25—31
Telephone; 302911 / Telex: 28564
Nánari upplýsingar á skrifstofu
Hafskips h/f
Sími: 21160
Telex: 2034