Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1979. 3 Um „Holocaust”: GYÐINGAUTRYMINGAR SEM TEKJULIND? Björn S. Lárusson laganemi skrifar: Nú hefur íslenzka sjónvarpið ákveðið að leita eftir samningum um kaup á ameríska framhaldsþættinum „HOLOCAUST” Undirritaður sá þennan þátt í tvígang í Danmörku. Fyrst var þátturinn sýndur í sænska sjónvarpinu, sem sést í Kaupmanna- höfn, en danska sjónvarpið hafði hinsvegar engar ráðagerðir uppi um að taka þáttinn til sýningar en lét að lokum undan miklum þrýstingi og keypti þáttinn sem var óhemju dýr. Ástæður fyrir tregðu danska sjón- varpsins í þessu máli voru einkum þær að þessi þáttur hefði afskap- lega takmarkað heimilda- eða fræðslugildi fyrir almenning enda er hann skilgetið afkvæmi auglýsinga- stríðs tveggja stærstu sjónvarps- stöðva Bandaríkjanna þar sem önnur þeirra hafði framleitt þáttinn RÆTUR sem gaf gífurlegar auglýs- ingatekjur í aðra hönd. Þeir sem sáu þáttinn í Bandaríkjunum sögðu óskemmtilegar sögur af því þegar i einum þættinum var verið að „gera klárt” til þess að murka lífið úr nokkrum gyðingum var dagskráin rofin og smeðjuleg rödd lýsti ágæti dömubindategundar og enn önnur rödd sem lofaði í hástert þekkta ham- borgarategund eftir atriði þar sem fórnarlömbin hrundu niður úr sulti. Þátturinn lýsir annars vegar lífi (og dauða) gyðingafjölskyldu og hins- vegar ferli manns af „normal” kyn- stofni í gegn um valdkerfið í nasista- flokknum til æðstu metorða í Auswits útrýmingabúðunum. Hann lendir í þeirri aðstöðu að þurfa að murka lífið úr fáeinum eftirlifendum í fjöldagröf. Eftir á hleypur hann heim til konu sinnar með velgju og grætur krókódílatárum í faðmi hennar og spyr sjálfan sig, hvort þetta sem hann sé að gera sé rétt og hún sem kona af „normal” kyn- stofni stappar í hann stálinu. Ég fékk velgju honum til samlætis en af allt öðrum ástæðum. í þessum þáttum er reynt að vekja upp sem mestan við- bjóð hjá fólki án þess að styggja að ráði hugsanlega fylgjendur stefnu nasismans í dag. Að visu er klórað i bakkann og reynt að vekja samúð með gyðingafjölskyldunni sem ekki er svo auðvelt því aumingja „natzy smartzy” er tilneyddur fyrir tilstuðl- an afla sem ekki eru útskýrð nema sem múgæsing að framkvæma „skyldu sina”. Drifkraftur þáttanna er óútskýrð mögnun á hatri „normalanna” á gyðingunum í takt við takmarkalausa aukningu á sjálfs- virðingu þeirra. Þættirnir sem slíkir bera öll merki þeirra aðstæðna sem þeir eru búnir til við, fljótfærnislegar senur og ein- faldar auka ekki áhrifamátt þeirra. í einni senunni eru fangarnir í vega- vinnu sem maður gæti haldið að gerðist í nútímanum ef ekki kæmu til fangafötin og einkennisklæddir verðir sem þó virðast haldnir ein- hverri óttablandinni virðingu fyrir fcngunum og vera skíthræddir um að þeir grípi til verkfalls þá og þegar til Raddir lesenda að framfylgja kröfu um bættan aðbúnaðá vinnustöðum. Nú er ekki tilgangur minn með þessum skrifum að reyna að koma í veg fyrir að fólk horfi á þáttinn heldur aðeins sá að stuðla að þvi að fólk fylgist með honum meðhugar- fari gagnrýnandans í ljósi þeirrar þróunar sem var í Þýzkalandi fyrir 1933 þegar þættirnir hefjast og þeirra atburða sem á eftir fylgdu. Eitt gott létu þessir þættir af sér leiða en það var að fólk var vakið til umhugsunar og umræðu um þetta mál og jafnframt minnt á að glæpir gegn mannkyninu mega aldrei gleymast og um það voru langflest blöð í Danmörku sammála og einnig það að svona atburður kemur öllum við. Atriði úr sjónvarpsþættinum „Holo- caust” sem íslenzka sjónvarpið hefur nú fest kaup á. |s' Við teljum að notaðir VOL VO bílar séu betri en nýir bílar af ódýrari gerðum. VOLVO 244 DL, 1979, sjálfskiptur, m/vökvastýri, ekinn 12 þús. skiptum fyrir ódýrari bíl 7.2 millj. VOLVO 244 DL, 1978, sjálfskiptur, ekinn 30 þús. I skiptum fyrir bein- skiptan VOLVO árg. 73—75 6.6 millj. VOLVO 244 DL, 1978, ekinn 18 þús., beinskiptur, skipti á VOLVO árg. 72—74 6.0 millj. VÖLVO 245 DL, 1977, sjálfskiptur, ekinn 36 þús. Skipti á eldri VOLVO 6.0 millj. VOLVO 244 DL, 1977, beinskiptur, ekinn 36 þús. Skipti á VOLVO árg. 73—75 5.3 millj. VOLVO 244 DL, 1976, , ekinn 60 þús., beinskiptur, skipti á nýrri VOLVO 5.0 millj. VOLVO 244 GL, 1976, beinskiptur, skipti á VOLVO árg. 72—74 5.5 millj. VOLVO 244 DL, 1975, beinskiptur, ekinn 59 þús. 4.5 millj. VOLVO fié VELTIRHF Suðurlandsbraut 16, R. Sími 35200. * Spurning dagsins Á að leyfa hjólreið- ar á gangstéttum? Sæmundur Oddsson, sölumaður Dag- blaðsins: Nei, það finnst mér ekki. Lára Bergþóra Long, selur Vísi: Nei, það er svo mikil hætta á því að hjólað verði á fólk. Linda Pétursdóltir, selur Vísi: Nei, en samt hjóla ég stuudum á gangstéttum heima á Húsavik. Sighvatur Adam Sighvatsson, selur Dagblaðið og Vísi: Já. Ég er ekkert hræddur við að hjóla á gangandi fólk. Maður hjólar bara á kantinum. Linda Friðriksdóttir: Já. Ég hjóla stundum sjálf á gangstéttum. FAI MÉR frON&USTRUtáR *-j FJ'ARANS vAHDSTRYMPt! TÁÉR TEKST EKKI A£> SoFNÁ 1 ÞAD ER VÍST E.EST, AT> ÉQ- 1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.