Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1979. 5 Pálfna Sigurbergsdóttir og Helga Jóakimsdóttir hirgreiðslumeistarar unnu greiðslurnar sérstaklega fyrir DB á stofu Pálinu, Valhöll. Helga er með stofu á Grenimelnum. DB-myndir Bjarnleifur Þessi Ifna er kölluð „baby doll” og er með þó nokkru „strfðs”yfirbragði. Konur á miðjum aldri muna sennilega vel eftir þessari greiðslu á striðsárunum. Hárið er klippt f styttur en er haft sfðara aftan i hnakkanum og styttra að | framan. Þetta er hentug greiðsla á Íslandi þar sem alltaf er rok. Dagbók um hálku og salt HVERNIG STENDUR GATNA- MÁLASTJÓRN VID LOFORDIN? „Við vagnstjórar ætlum að halda ná- kvæma dagbók í vetur um hálku og hvernig er saltað og hvernig rutt í snjó,” sagði Magnús Skarphéðinsson vagnstjóri hjá SVR í samtali við frétta- mann DB. Hann — ásamt fleirum — er á þeirri skoðun að undanfarna vetur hafi gatnamálastjórn ekki verið nógu snögg að senda út mannskap til að halda götunum auðum og þannig skapað mikla hættu, ekki sízt fyrir vagnana sem eru á ferð alla daga i hvernig veðri sem er. „Fulltrúi gatnamálastjóra sagði um daginn í Dagblaðinu að í fyrsta frostinu hefði verið saltað strax og fregnir bár- ust klukkan sjö um morguninn,” sagði Magnús. „Ég veit hins vegar að leigu- bílstjórar urðu varir við hálku strax klukkan fjögur um nóttina og jafnvel fyrr. Viðbrögðin eru því anzi hæg. í sama skipti sagði fulltrúinn að vetrar- vaktin í saltinu kæmi ekki til starfa fyrr en eftir 20. október. Mér er spurn: Við hvaða miðjarðarhafsvetur er miðað hér? Oftar en ekki hefur sett niður snjó og hálku fyrir þann tíma. En við skulum bara sjá til eftir 20. hvernig vetrarvaktinni gengur að standa við að salta í tíma og áður en umferðin hefst að ráði á morgnana,” sagði Magnús. Svartolía í skólana Ákveðið hefur verið að breyta andi oliuverðs. Kostnaður við breyt- kyndiútbúnaði þeirra skóla sem nota inguna verður greiddur úr ríkissjóði olíukyndingu þannig að þeir geti eins og annar stofnkostnaður við framvegis notað svartolíu. Er þetta skóla. gert til sparnaðar á tímum sihækk- - DS KJÓSIÐ X-F FYRIR FJÖLVA Fjölvaútgáfan efnir til prófkjörs, þvf hún er svo einstaklega alþýðleg og frjálslynd. Rödd fólksins á að ráða en ekki neinar sérhagsmunaklíkur. En vegna þess hve stuttur tími er til stefnu, er framboðsfrestur þegar útrunninn. Frambjóðendur eru aðeins tveir og hafa báðir fádæma sterka aðstöðu, þvi að þeir eru báðir forfeður okkar allra. Okkur rennur blóðið til skyldunnar. 1. frambjóöandi: Neanderdalsmaðurinn Ég vcrð að viðurkenna að mér brá harkalega I brún, þegar ég frétti að Krómagnon-maðurinn ætlaði að keppa við mig. Ég er í mikilli hættu. Hvílikt reginhneyksli, ef ég félli fvrir honum, ég sem hef gegnt þingmennsku í 40 þús. ár og er orðinn rót- gróinn I starfinu. Hvilikt ofboð, ef ég þyrfti nú aftur að fara að vinna venjulega vinnu, eins og að rota mammúta. Ég bið alla afkomendur mina að standa fast með mér og kaupa ævisögu mína, sem er nýkomin út hjá Fjölva og kostar aðeins kr. 9150. 2. frambjóðandi: Krómagnon-maðurinn ' Timi er kominn til að skipta um forustu. Andstæðingur minn hefur setið að völdum i 40 þús. ár og orðinn harla kalkaður. Ég bendi líka á að hann hefur látið Alþingi greiða sér bila- og simastyrk i 40 þúí ár, en aðeins eru 100 ár siðan bilar og simar voru fundnir upp. Eitthvað er nú gruggugt við það!! Réttið æskunni örvandi hönd, ég er aðeins 10 þús. ára gamall, mér fylgir ferskur blær æskunnar. Ég hef svo ákveðið að hefja um leið baráttu i forsetakosningum. Það er gott að róa á fieiri mið I einu og mætti breyta stjórnarskránni svo að ég geti verið bæði i einu þingmaður og forseti. Kaupið ævisögu mina, sem er nýkomin út hjá Fjölva og kostar aðeins kr. 9150. .3. frambjóðandi: LukkuLáki Þar fór nú verr. Óboðinn gcstur býður sig fram. Hann kemur ríðandi i kjörsalinn á truntu sem heitir Léttfeti og fylgir honum ódámurinn Rattati. Hann ætlar vist að parkera bikkj- unni úti á miðjum Austurvelli. Hvað ef hann veltir nú sjálfum frummönnunum, sem hafa setið svo sælir og áhyggjulausir i þingsætum sinum. Nú er vá fyrir dyrum, ef skitbíankur belju- bófi færí að greiða atkvæði á Alþingi með skammbyssunni. Bamm. Plaff. Við nánari athugun er lang lýðræðislegast að sleppa prófkjöri og láta gömlu mennina sitja örugga i rótföst- um sætum. Við skulum heldur kaupa allar fjórar nýjustu Lukku-Láka bækurnar og skemmta okkur konunglega. Þær heita Gaddavir á gresjunni. Heiðursvörður Billa barnunga, Rangláti dómarinn og Söngvirinn og kostar hver aðeins 3415 ómerkilegar verðbólgukrónur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.