Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 33

Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 33
Aðeins MichaelJack- son ógnarnú Buggles — Herb Albert í efsta sæti í USA Nýjasta halastjarnan í brezka poppinu, Buggles, heldur sér á toppi listans þessa vikuna — en að verulegu leyti ber listinn merki þeirrar stöðnunar, sem gert hefur vart við sig á undanförnum misserum. Bugglcs virðist ekki vera veitt hörð samkeppni ef frá er talinn Michael Jack- son með lagið „Don’t Stop 'til You Get Enough”, sem þessa vikuna hefur færzt úr þriðja sæti í annað. Eina nýja lagið á topp (íu i Bretlandi nú er skin- andi gott lag Dr. Hook, „When You’re In Love With a Beautiful Woman”, sem hefur færzt úr 13. sæti i 5. Eitt lag kemur á óvart á bandaríska listanum þessa vikuna — „Rise” með Hcrb Alpert. Einhverjir muna kannski eftir honum frá síðasta áratug þegar hann varð frægur fyrir trompetleik sinn með Tijuana Brass-hljómsveitinni. Alpert hefur á undanförnum árum aðallega hugsað um plötufyrirtæki sitt, A&M Records. -ÓV ENGLAND 1.(1) VIDEO KILLED THE RADIO STAR.....Buggles 2. ( 3 ) DONT STOP TIL YOU GET ENOUGH..Michael Jackson 3. ( 8 ) EVERY DAY HURTS.....................Sad Café 4. ( 2 ) MESSAGE IN A BOTTLE...................Police 5. (13) WHEN YOU’RE IN LOVE WITH A BEAUTIFUL WOMAN.......................Dr. Hook 6. ( 7 ) ONE DAY AT A TIME................Lena Martell 7. ( 6) WHATEVER YOU WANT..................Status Quo 8. ( 4 ) SINCE YOU BEEN GONE.................Rainbow 9. (10) CHOSEN FEW...........................Dooleys 10. ( 5) DREAMING.............................Blondie BANDARÍKIN 1. (2) RISE................................Herb Alpert 2. ( 3 ) DONT STOP TIL YOU GET ENOUGH..Michael Jackson 3. ( 5 ) DIM ALLTHE LIGHTS..............Donna Summer 4. ( 6 ) POP MUZIK................................M 5. ( 4 ) SAD EYES.........................Robert John 6. (1 ) SAIL ON...........................Commodores 7. (16) YOU DECORATED MY LIFE............Kenny Rogers 8. (12) HEARTACHE TONIGHT.....................Eagles 9. (1DTUSK..............................Fleetwood Mac 10. (14) GOOD GIRLS DONT........................Knack VESTUR-ÞÝZK ALAN D 1. (1 ) I WAS MADE FOR LOVING YOU 2. ( 3) BRIGHT EYES......... 3. ( 2) BORN TO BE ALIVE.... 4. ( 4 ) EL LUTE............ 5. ( 9) I DONT LIKE MONDAYS. 6. ( 5 ) HEAD OVER HEELS IN LOVE .. 7. ( 6 ) RING MY BELL....... 8. ( 8 ) DO TO ME........... 9. (13) 1-2-3-4 RED LIGHT... 10. ( 7 ) SOME GIRLS........ HOLLAND 1. (1 ) A BRAND NEW DAY..... 2. ( 2 ) DONT STOPTILL YOU GET ENC 3. ( 4 ) SURE KNÖW SOMETHING . . 4. ( 3) WE BELONG TO THE NIGHT ... 5. ( 5 ) WHATEVER YOU WANT.. 6. ( 9 ) ARUMBIA............ 7. (20) MESSAGE IN A BOTTLE. 8. ( 8 ) SAIL ON............ 9. (16) RADIO. ........... 10. (15ITUSK................ HONG KONG 1. (1) AFTER THE LOVE HAS GONE......Earth, Wind and Fire 2. ( 5 ) IF YOU REMEMBER ME...........Chris Thompson 3. ( 2 ) GOOD FRIEND..................Mary MacGregor 4. ( 3 ) DONT STOP TIL YOU GET ENOUGH.Michael Jackson 5. ( 4 ) DIFFERENT WORLDS...........Maureen McGovern 6. ( 6) POP MUZIK................................M 7. (-) HEARTACHE TONIGHT......................Eagles 8. (-) ONE WAY OR ANOTHER....................Blondie 9. (-) PLEASE DONT GO............K.C. and Sunshine Band 10. ( 7) WE DONT TALK ANYMORE.............Cliff Richard ............Kiss .... Art Garfunkel Patrick Hernandez ........Boney M .. Boomtown Rats .. .. Kevin Keegan ......Anita Ward ..........Smokie .......... Teens .......... Racey . . . . The Wix Stars . Michael Jackson ............Kiss ......Ellen Foley ......Status Quo .........Massada .....The Police The Commodores .....Dolly Dots .. Fleetwood Mac DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1979. Jagger I sveiflu á hljómleikum i London — nú fer hann til Kina fyrir áramót til að undirbúa hljómleikana þar. Rolling Stones heimsækja Kína Ákveðið hefur verið að Rolling Stones fari í hljómleikaferð til Kína næsta vor. Það er í fyrsta skipti sem vestræn rokkhljómsveit fær að stíga fæti inn fyrir landamæri Kína. Áformað er að hljómsveitin heim- sæki helztu stórborgir landsins á ferð sinni. Ákvörðun þessi var tilkynnt að loknum fundum Mick Jagger söngv- ara. Rolling Stones og sendiherra Kína i Bandaríkjunum. Jafnframt var þess látið getið að Mick færi að öllum líkindum til Kína fyrir áramót- in til að líta eftir öllum undirbúningi fararinnar. „Þetta er stærsta tækifærið sem við höfum fengið á ferli okkar,” sagði Mick Jagger um boð Kínverj- anna. „Okkur er boðið að leika fyrir áheyrendur, sem til þessa hafa lítið sem ekkert heyrt af rokktónlist.” Það er löngu kunn staðreynd að liðsmenn Rolling Stones voru fúsir til að heimsækja Sovétrikin og verða fyrsta vestræna rokkhljómsveitin sem léki þar. Hins vegar hefur alltaf staðið á heimamönnum að veita þeim viðtöku. Þó hefur vesturglugginn verið opnaður í hálfa gátt fyrir popp- söngvurum. Skemmst er að minnast ferðar Elton John til Sovétríkjanna og fyrr á árinu sótti söngsveitin Boney M landið heim. Newsweek fyrir nokkru, og sýndi þá i villtum diskódansi eftir vðeigandi vestrænni tónlist. Af fyrirhugaðri ferð Rolling Stones til Kina má draga þá ályktun að Kínverjar vilji með öllum ráðum leggja áherzlu á vilja sinn til að taka upp frjálslynd samskipti við vestur- blokkina. Leiðtoginn Hua Kuo feng er þessa dagana á ferð um Vesturlönd og hvetur mjög til aukinna samskipta við Kína á sviði iðnaðar, landbún- aðar og annarra atvinnugreina. Þá er eiginlega ekki annað eftir en að spyrja þeirrar spurningar hvort kinverskum áheyrendum eigi eftir að falla vel við villta tónlist Rolling Stones og kynæsandi sviðsframkomu Mick Jaggers. Hljómsveitin hefur staðið fyrir umdeildustu hljómleikum sem haldnir hafa verið, Altamont- hljómleikunum, þar sem negri var barinn til dauða og fleiri særðir. Hvað á kínverskri æsku eftir að finn- ast um vafasama texta hljómsveitar- innar? Ekki er gott að svara þessu, en kín- verskir ráðamenn virðast hvergi smeykir við að veita þessum vestrænu skrattakollum viðtöku. Þaðeru Roll- ing Stones sem fá tækifærið til að kynna rokktónlistina fyrir fjölmenn- ustu þjóð heimsins, — Kínverjum. Úr DAILY MAIL Liðsmenn Rolling Stones hafa fram að þessu verið nokkurs konar tákn þeirrar spillingar ungdómsins sem hefur grafið um sig á Vestur- löndum, — i augum ráðamanna kommúnistaríkjanna. — Þeir fara sínar eigin leiðir jafnt opinberlega sem í einkalífi sínu. Ósjaldan hafa sumir þeirra þurft að sitja í fangelsi fyrir eiturlyfjaneyzlu. Textar við lög þeirra þykja margir hverjir hinn versti dónaskapur, sem ekki sé haf- andi fyrir fólki. Það hlýtur því að teljast meirháttar stefnubreyting þegar hljómsveit sem þessari er boðið aðsækja Kinverja heim. Mao Tse tung fordæmdi á sínum tima vestræna tónlist. En síðan hann lézt hefur orðið stefnubreyting þar á. Skemmst er að minnast myndar af kínverskum leiðtogum, sem birtist í KJÓLAR Smekklegir Ódýrir Mikið úrval Nýjasta tízka • Brautarhok 22, III. hæð, inn- gangur frá Nóatúni. Sími 21196 ítísku littala býöur frábæra línu í glösum, bollum, diskum, skálum o.fl. Komiö í nýju GJAFAVÖRUDEILDINA og skoöiö nýju gerðirnar meö lausu handfangi ætlaðar fyrir heita og kalda drykki. I KRISTJfiíl SIGGEIRSSOfi HF. LAUGAVEG113. REYKJAVÍK, SÍMI 25870

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.