Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 20
24 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1979. Iceland Review er keypt í öllum heimsálfiinum — Utliti blaðsins breytt og efini aukið f'R’iio » FOLK Timaritið Iceland Review á áreið- anelga skilið að kallast glæsilegasta tímarit sem gefið er út hér á landi. Nýlega fékk blaðið rækilega andlits- lyftingu jafnframt því sem Sonja Diego sjónvarpsfréttamaður var ráð- inn aðstoðarritstjóri. Dagblaðinu lék hugur á að vita hvort stefnubreyting væri í uppsiglingu í útgáfu Iceland Review. „Það má segja það,” sagði Har- aldur J. Hamar, útgefandi og aðalrit- stjóri Iceland Review. „Við erum að endurskipuleggja og stækka blaðið og breytingarnar sem verða með þriðja tölublaði þessa árgangs eru fyrsta skrefið á því verki. Samhliða þessu ætlum við að gera blaðið fjöl- breyttara að efni.” Tilgangur Iceland Review er að kynna ísland erlendis. Allt efni blaðs- ins er á ensku. Að sögn útgefandans hefur það komið út síðan árið 1963 og alltaf verið að smá þróast. Upplag HmnJdurJ. Httmmr, útgmfandi og rítstjóri. Icaland Review hefur komiö út mMargötur Mem irið 1963og er mtiað að kynna Íslsnd erlendis. DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson. þess er nú á bilinu fimmtán og sextán þúsund eintök. En hverjir eru kaup- endur blaðsins? „Iceland Review er selt í ákrift í öllum heimsálfunum,” sagði Har- aldur J. Hamar. „Einniger mikið um að íslendingar kaupi blaðið í gjafa- áskrift og sendi það utan. Það er satt, að Iceland Review er litið áberandi hér heima. Við höfum lagt aðal- áherzluna á að kynna það erlendis. Iceland Review er nú 56 blaðsíður að stærð. Að sögn Haralds er áformað að næsta tölublað verði enn stærra og efnismeira. Aðalaukningin verður í fréttaskrifum og frásögnum af menningarmálum. Haraldur J. Hamar gefur út auk Iceland Review fréttablaðið News. From Iceland, sem kemur út mán- aðarlega og blaðið Atlantica. Því er dreift í þotum Flugleiðá. Þá hefur hann einnig gefið út fjölda af bókum um ísland. Vignir Sveinsson. Auk þess að gæta laga og reglu hefur hann sáð um poppþætti hjé útvarpinu í fjögur ér. w/. • ri • DB-mynd Ragnar Th. Vigmr Sveinsson: 1FJÖGUR ÁR SAMFLEYTT MEÐ POPPÞÆTTI Tónlistarþáttur Vignis Sveinssonar lögreglumanns, Vinsælustu popplög- in, hefur verið felldur út úr dag- skránni likt og aðrir dægurtónlistar- þættir laugardagsins. Vignir hefur haft umsjón með dægurlagaþáttum hjá útvarpinu síðastliðin fjögur ár stanzlaust. ,,Ég neita því ekki að mér er efiir- sjá að þessum þætti,” sagði Vignir. „Honum var útvarpað á bezta hlust- unartima vikunnar, laugardagseftir- miðdögum. Ég var búinn að óska eftir því að fá að standa fyrir vin- sældalista útvarpsins og var von- góður um að fá það þegar ákveðið var að fella þáttinn niður.” Vignir sagði að sér hefði verið boðið að sjá um poppþátt á föstu- dagseftirmiðdögum. Hann sagðist ekki vera viss um hvort hann myndi þiggja það en væri nú að hugsa málið. MAÐUR 7EIT aldreihvenær ljóðið KEMUR tilmanns,” SEGIR NÍNA "U GEGNIR OÐRUMA" íslenzk leikrit er það sem fólkið vill sjá: Ofvitinn, Blómarósir og Stundarfriður ganga fyrir fullum húsum og í gærkvöldi var það fjórða frumsýnt: „Hvað sögðu engl- arnir?” eftir Nínu Björk. Það er um strák, sem lendir á Litla-Hrauni meðan svindl-’ ararnir blakta. Passar prýði- lega fyrir Vilmund! Enn- fremur eru dregnar upp áhrifamiklar myndir af konum, sem verða illa úti í karlbraskaraþjóðfélaginu: ýmist er þeim þrælað út fyrir lúsarkaup eða þeim er bannað að gera nokurn skapaðan hlut. Sviðsetningin er mjög spennandi: í senn ljóðræn og ruddaleg. Við hringdum til Ninu í gær og spurðum, hvernig henni væri innanbrjósts rétt fyrir frumsýningu. „Það er bæði tilhlökkun og kvíði. Að ljúka bók er eins og að fæða barn, en leiksýning er eins og að fæða hálffull- orðið barn, já, á fermingar- aldri, þvi það eru svo margir fleiri en ég, sem hafa hjálpað við aðmóta það.” „Ætlarðu að skrifa fleiri leikrit?” ,,Þegar ég fæ tíma langar mig að vinna úr tveim, þrem grindum, sem lengi hafa legið hjá mér,” segir Nína. Hún á þrjá litla stráka og eigin- mann. Hingað til hefur hún verið þekktust fyrir kvæði sín. Er von á meiru af því tagi? ,,Það get ég aldrei sagt fyrirfram. Maður veit aldrei, hvenær Ijóðið kemur til manns,” svaraði skáldkonan. - IHH Islenzk tónlist kynnt í fœreyska útvarpinu Færeyingar, frændur okkar og ná- grannar, eru sagðir hlusta talsvert á is- lenzka tónlist. íslenzkar hljómplötur njóta vinsælda og einnig geta Færey- ingar hlustað á Útvarp Reykjavík, aðallegaásumrin. Fyrir nokkru útvarpaði færeyska útvarpið tveimur hálftíma löngum þáttum um íslenzka dægurtónlist. Umsjón með þáttunum hafði Janus Petersen og honum til ráðgjafar var íslendingurinn Valgarður Sigurðs- son. Þorgeir Ástvaldsson popphorns- stjóri hefur undir höndum afritarnir af þáttunum tveimur. Hann var að því spurður hvernig honum hefði lit- izt á þá. „Þættirnir tveir fjölluðu vítt og breitt um íslenzka dægurmúsik í dag,” sagði Þorgeir. „Þeir voru nokkuð fróðlegir, þó að ekki væri kafað sérlega djúpt í efnið. Ég heyrði aðeins eina missögn i þáttunum tveimur. Hún var sú að Ólafur Jó- hannesson hafi komið fram á tónleik- um með Ríó og sungið lagið Óli Jó! Þorgeir bætti því við að hann hefði rætt dálítið við Valgarð og hann sagt sér að sala á íslenzkum plötum hefði tekið dálítið við sér eftir þættina. Þess má geta að tveir íslenzkir popparar rekja ættir sinar til Fær- eyja. Þeir eru Pétur W. Kristjánsson og Jóhann Helgason. BRAGI SIGURÐSSON Verö ekki með í þessari líkskoðun Sagt er að Jónas Guðmundsson stýrimaður hafi haft hug á þingsæti og orðið talsvert ágengt i loforða- söfnun um atkvæði. Þegar ljóst var, að Ólafur Jóhannesson kynni að gefa kost á sér í Reykjavik fór Jónasi eins og fleiri ofurhugum. Honum leizt ekki á blikuna. I hópi stuðningsmanna er haft fyrir satt að Jónas hafi gefið þessa yfirlýsingu: Þar sem þessi fjörlega skoðanakönnun í flokknum hefur snúizt upp i líkskoðun, séég mér ekki fært að taka lengur þátt í þessum leik. Herbúðir Braga í herbergi 612 Dr. Bragi Jósepsson er galvaskur í baráttunni við Benedikt í prófkjöri krata um helgina. Á milli þess sem hann stjórnar slagnum af herbergi 612 á Hótel Sögu, röltir hann milli manna og tekur þá tali. Meðal annars leit hann við hjá löggunni í vikunni, stakk að mönnum nafnspjaldi með mynd af sér og herópi til „allra jafnaðarmanna í Reykjavik” um að taka þátt í prófkjörinu. Löggurnar tóku doktornum með umburðar- lyndi og gáfu honum kaffitár. Bragi þóttist hafa haft að minnsta kosti eitt pottþétt atkvæði upp úr krafsinu. Hjá dr. Braga eru engar tilviljanir. Meðal annars fékk hann herbergi nr. 612 vegna þes-s að það ber sama númer og bifreið borgarstjórans í Reykjavik. Ekkert af- mœlishóf hjá kröíum Fyrsta tölublað Alþýðublaðsins bar fyrir augu bæjarbúa i Reykjavík hinn 29. október 1919 undir ritstjórn Ólafs Friðrikssonar. Verður þvi blaðið 60 ára næstkomandi mánu- -dag. Af þessu tilefni kom til tals að halda afmælishóf á sunnudags- kvöldið kemur. Frá þessu var þó horfið. Er talið að ástæðan hafi verið sú að ýmsir stórkratar hafi kviðið því að þurfa við gleðiskál að hrópa mikið húrra til að hylla dr. Braga Jóseps- son i efsta sæti flokkslistans í Reykja- vík þegar úrslit prófkjörsins spyrðust. Málamiðl- un um for- setaembœttið Ennþá eru aðeins tveir menn nefndir með vissu í sambandi við for- setaembættið. Það eru dr. Kristján Eldjárn og Albert Guðmundsson. Heyrzt hefur að til málamiðlunar væri rétt að athuga, hvort Kristján Albertsson væri ekki til viðræðu um embættið...

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.