Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1979 MMBIAÐW Útgefandi: Dagblaðfð hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. RitstjórnarfuHtrúi: Haukúr Helgason. Frétt^tjóri: Ómar Vakiimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdai. íþrót Hallur Símonarson. Menning: Aóalsteinn IngóHsson. Aöstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handri' sarimur Pólsson. Blaöamen Anna Bjarnason, Ásgeir Tómosson, Atli Rúnar Halldórsson, Atii Steinarsson, Bragi Sigurösson, ^ óra Stefónsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnlerfur Bjarnlerfsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorleHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreH- ingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjóm Síöumúla 12. Afgreiösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsími blaösins er 27022 (10) Ifnur). Setning og umbrot: Dagblaöið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hijmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Fylgislausar hugmyndir Skoðanakönnun Dagblaðsins um, hver sé „óskaríkisstjórn” landsmanna, leiðir í ljós fylgisleysi ýmissa stjórnar- bræðslna, sem jafnan eru mikið á dag- skrá hjá stjórnmálamönnum, þegar til stendur að mynda nýja ríkisstjórn. Utanþingsstjórn var til dæmis ofar- lega á blaði hjá stjórnmálamönnum fyrir nokkrum dögum. Bæði í Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki átti sú hugmynd formælendur. Hún naut slíks fylgis, að vafalaust munaði mjóu, að hún yrði mynduð. Stjórn- málamennirnir sáu að sér á elleftu stundu og hurfu frá þeirri hugmynd. Skoðanakönnunin sýnir, að dóm- greind almennings er í góðu lagi um þetta efni. Lands- menn fallast ekki á, að stjórnmálamenn hlaupist þannig frá vandanum. í könnuninni mæltu aðeins fimm með utanþingsstjórn, sem voru 2,6 prósent af þeim, sem tóku afstöðu. Almenningur telur þjóðstjórn allra flokka heldur ekki raunhæfa leið. Við þekkjum frá fyrri árum, að stjórnmálaforingjar hafa sett á svið tilraunir til að koma á þjóðstjórn. Landsmenn vita, að ástandið í efnahagsmálum er slæmt. En sennilega telja þeir, að því fleiri flokkar, sem bræða sig saman um lands- stjórn, því meira yrði ráðaleysið. Þetta munu menn telja sig vita af reynslu þriggja flokka stjórna. Þjóð- stjórnarhugmyndin fékk í könnun Dagblaðsins jafnvel minna fylgi en utanþingsstjórn eða fjögur atkvæði, 2,1 prósent. Jafnmargir létu sig hafa það að segja, að ,,einræðisstjórn” væri einalausnin. Hin fræga „Stefaníuhugmynd” á enn síður upp á pallborðið meðal almennings. „Stefanía” er hugmynd um stjórn þriggja flokka, Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks, og er kennd við slíka ríkisstjórn Stefáns Jó- hanns Stefánssonar fyrir rúmum 30 árum. Aðeins einn maður varð til að nefna þennan möguleika í könnun Dagblaðsins. Flestir landsmenn aðrir en hörðustu vinstri menn munu þeirrar skoðunar, að vinstri stjórn Ólafs Jó- hannessonar, sem fór frá fyrr í mánuðinum, hafí verið slæm ríkisstjórn. Vinstri stjórnar hugmyndin kemst þó í annað sæti í þessari könnun en með fylgi aðeins 16,5 af hundraði þeirra, sem taka afstöðu. Þótt vinstri stjórnin hafi verið slæm, sýnir könnunin, að fólk man enn, hversu slæm sú stjórn var, sem sat á undan henni, ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Þegar haft er í huga, að könnun DB sýndi, að fylgi þessara tveggja flokka til samans nemur nærri tveimur þriðj- ungum allra kjósenda, er fylgið við samstjórn þeirra býsna lítið. Aðeins ellefu manns eða 5,7 af hundraði kjósenda vilja endurvekja ríkisstjórn þessara tveggja flokka. Enn eitt er athyglisvert við úrslitin. Eftir síðustu þingkosningar var mjög á dagskrá, hvort mynda mætti samstjórn Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins. Annað veifið stíga menn úr þessum flokkum fram á sviðið og mæla fyrir sameiningu þeirra í einn svonefnd- an ,,verkalýösflokk”. Almenningur hefur vafalaust metið stöðuna réttilega, þegar aðeins tveir menn nefna ríkisstjórn þessara tveggja flokka sem „óskastjórn” sína. Flestum mun finnast, að þessir „verkalýðsflokk- ar” eigi lítið sameiginlegt í þjóðmálum, þótt þeir geti stundum haldið sæmilegan frið í einstökum verkalýðs- félögum. Skoðanakönnun Dagblaðsins sýnir í stórum dráttum vaxandi fylgi við stjórn til hægri. Sjálfstæðismenn telja nú miklu líklegra en áður, að þeir eigi möguleika á að stjórna einir. Könnun DB bendir þó ekki til hreins meirihluta sjálfstæðismanna, og þurfa stjórnmála- menn þáað minnast þeirrar afstöðu almennings til ann- arra leiða, sem könnunin leiðir í ljós. Sovétríkin: Áaðhafasex daga skólaviku eða fimm? Sovézka vikuritið Literaturnaja Gazeta stofnaði nýlega til umræðna um að taka upp fimm daga skóla- viku. Eftir langar umræður var ákveðið að hafna hugmyndinni um „fimm daga viku” í skólanum. Kjarni vandamálsins er þessi. Ólíkt því sem er hjá verksmiðjum og skrif- stofum, þar sem fimm daga vinnu- vika (frá 30 og upp í 41 klukkustund) hefur verið lögbundin, starfa flestir skólar eftir sex daga stundaskrá. Þetta er fyrst og fremst útskýrt með lengd námsins i sovézkum miðskól- um, sem er nokkru skemmra en í löndum Vestur-Evrópu, en í flestum lýðveldum Sovétríkjanna tekur það 10 ár. Á tiltölulega stuttum tíma — frá sjö til sautján ára aldurs — eiga nemendur að safna nægilegri þekk- ingu til þess að geta beitt flóknum nútíma tækjabúnaði, ef þeir velja að starfa við iðnfyrirtæki, eða til þess að halda áfram námi við æðri mennta- stofnun í einhverju sérnámi. Viðfangsefnið er engan veginn auðvelt og enn síður vegna sérkenna Sovétríkjanna sem fjölþjóðlegs ríkis. Fleslir skólar í hverju hinna 15 sam- bandslýðvelda nota þjóðtungu hvers lýðveldis sem skólamál, þ.e. kennslan fer fram á því máli. Rússnesk tunga, sem öll samskipti þjóða Sovétríkj- anna byggist á, er kennd sem aðal „erlent” tungumál. Á stundaskrám fara margir tímar til náms í rúss- neskri tungu og bókmenntum. í ekki- rússnesku lýðveldunum eru rússnesk- ir skólar, þar sem Rússar eru hlut- fallslega allstór hluti íbúa hvers lýð- veldis fyrir sig. Þjóðtunga og bók- menntir viðkomandi lýðveldis eru kennd i rússnesku skólunum. Til eru og annars konar skólar: Skólar fyrir ekki-rússnesk þjóðarbrot i ekki-rúss- neskum lýðveldum, t.d. pólskir skólar i Úkraínu og Litháen, armenskir skólar í Azerbadsjan og Georgíu, l^óreskir og uigurskir skólar í Kazakjstan o.s.frv. Nemendur þess- ara skóla verða að læra tungu og bókmenntir þriggja þjóða Sovétríkj- anna, þvi auk móðurmálsins er nauð- synlegt að læra bæði tungu lýðveldis- ins og rússneska tungu til þess að geta átt samskipti við fólk af öðru þjóð- erni. Auk tungumála Sovétríkjanna er erlent tungumál, að jafnaði vestrænt tungumál, einnig kennt í sovézkum skólum. Hið fjölþjóðlega eðli landsins endurspeglast einnig í námsefni eins og sögu og landafræði: Skólabörn nema sem aðskildar námsgreinar sögu og landafræði eigin lýðveldis, Sovétrikjanna í heild og svo annarra landa. AUt krefst þetta fleiri kennslu- stunda. Hvað varðar raunvísindi, þá krefst visinda- og tæknibyltingin almennrar menntunar á háu stigi. Nú á tímum þarfnast verkamaður miðskóla- menntunar til þess að geta stundað einhverja iðn. Það var því ekki að ástæðulausu sem Sovétríkin komu á skyldubundinni allsherjar miðskóla- menntun. Jafn mikilvægt er, að inn- tak miðskólamenntunarinnar full- nægi kröfum tímans nú í dag. Þetta þýðir, að jafnvel sex daga vika er að verða of stutt fyrir mið- skólann. Sá timi sem skólarnir verjá til fagurfræðimenntunar torveldar vandamálið. Eins og er, er það gert með kennslustundum í tónlist eða söng, listum eða teiknun. Sérfræð- ingar telja, að þetta sé ekki nægilegt. Og það sem meira er, annar mikil- vægur þáttur uppeldismenntunar er verkþjálfun og starfsfræðsla. Landið þarfnast verkamanna í byggingar- iðnað, iðnað, landbúnað o.s.frv. Skortur er á vinnuafli í sumum grein- um efnahagslífsins. Samt getur enginn svipt unga pilta eða stúlkur stjórnarskrárbundnum rétti þeirra til þess að velja sér starfsgrein, réttinum til þess að finna sér sinn eigin stað í lífinu. Hvað getur og verður skólinn að gera? 1. Til þess að rækta hjá barninu ást á vinnu — það er gert með handíðatímum i yngstu og mið- bekkjunum og með starfsfræðslutím- um (öku-, vefnaðar- eða smíða- kennslu) í eldri bekkjunum. 2. Til þess að leiðbeina ungmennunum i heimi starfsins, hjálpa þeim til að skilja, hvað þau vilja og gera sér grein fyrir mikilvægi þeirra starfs- greina, sem landið þarf að láta inna af höndum. Sérfræðingar telja að til þess að vinna þetta verk, séu ekki nægilega margar kennslustundir. Skólinn má ekki vanmeta viðfangs- efni eins og kynfræðslu. Hún er ekki kennd sem sérstök námsgrein í öllum skólum og henni er oft „þjappað” inn í líffærafræðikennsluna. Þá má ekki gleyma heimanáminu. Starf utan skólatímans er afar mikil- vægt í því skyni að rækta fjölhæfan persónuleika. Starf utan skólatímans tekur meðal annars til ýmiss konar fræðslu- og skemmtiferða, menn- ingarstarfsemi, þátttöku í starfsemi Komsomol og ungherjasamtakanna, íþrótta, tómstundastarfa o.s.frv. Dr. M. Antropova, bréffélagi í uppeldisfræðivísindaakademíu Sov- étrikjanna, setti fram eftirfarandi röksemdir vegna fimm daga skóla- viku í Literaturnaja Gazeta. Eistneskir vísindamenn gerðu saman- burð á heilbrigðisástandi barna, sem sóttu skóla sex daga vikunnar og barna, sem stunduðu nám við „fimm daga viku” tilraunaskóla. Með jafn- mörgum kennslustundum (26 stundum á viku) leit stundaskrá barn- anna þannig út: „6 daga hópurinn” var i skólanum 4 1/2 stund á dag í fjóra daga og 5 tíma og 15 mínútur í tvo daga. „5 daga hópurinn” var hins vegar 6 stundir á dag í 2 daga, 5 stundir og 15 mínútur í tvo daga og 4 1/2 stund einn dag. Skólabörnin i síðartalda hópnum sváfu minna, vinnuafköst þeirra voru minni. Dr. Antropova.telur, að þetta standi í sambandi við meira álag og minni frí- tíma vinnudaga vikunnar. Auk þess er það erfiðara fyrir börn að snúa aftur að starfi eftir tveggja daga frí. í umræðunum komu einnig fram aðrar skoðanir. Lokavalkostirnir voru þessir: 1. Fimm daga kennsluvika samfara lengingu námstímans úr 10 árum upp í 12ár. 2. Fimm daga kennsluvika og 10 ára námstími þar sem heilsu barn- anna væri hugsanlega stefnt í hættu. 3. Sex daga kennsluvika og 10 ára námstimi. Eftir vandlega könnun þessara þriggja valkosta, valdi fræðslumála-’ ráðuneyti Sovétríkjanna síðasta kost- inn. Röksemdirnar til stuðnings sex daga kennsluviku voru þyngri á metunum en kostir hinna valkost- anna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.