Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 26.10.1979, Blaðsíða 16
/V DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1979. Alþýðuflokksstjómin gefur út lög um skattahækkanir Um miðjan september gaf fyrrver- andi ríkisstjórn út bráðabirgðalög um hækkun á söluskatti og vöru- gjaldi. Þessi lög auka tekjur ríkissjóðs á næsta ári um 13.5 milljarða króna. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður taki skammtímalán á þessu ári að fjárhæð 4.5 milljarðar kr., sem greiðist síðan upp af þessum tekjustofnum á fyrstu mánuðum næsta árs. Hins vegar aukast ríkistekjurnar um 9 milljarða vegna næsta árs. Þingrof ið felldi lögin úr gildi Með þingrofinu féllu bráðabirgða- lögin úr gildi, þar sem þau höfðu þegar verið lögð fyrir Alþingi og dag- aði þar uppi. Stjórnarskráin mælir svo fyrir, að bráðabirgðalög skuli ætíð lögð fyrir næsta Alþingi á eftir að þau eru gefin út. Nú samþykkir Alþingi ekki lögin og falla þau þá úr gildi. Þessu stutta Alþingi entist eðli- lega ekki aldur til að samþykkja bráðabirgðalögin. Tækifæri til skattalækkunar! Hér höfðu báðir stjórnarflokk- arnir, Alþýðuflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn, gullið tækifæri til nokkurrar skattalækkunar. Lögin voru fallin niður og þar með skatt- arnir. Alþýðuflokkurinn og skattarnir Þegar fjárlagafrumvarpið var í undirbúningi og meginstefnan ákveðin setti Alþýðuflokkurinn það að skilyrði, að skattheimta til ríkisins á árinu 1980 færi ekki yfir 29% af þjóðartekjum. Þetta var skriflegt. í samræmi við þetta gerir frum- varpið ráð fyrir nákvæmlega 29% af þjóðartekjum á ríkistekjum eða 330 milljörðum króna. Þegar Alþýðu- flokkurinn var kominn á kosninga- buxurnar og ákveðinn i að slíta stjórninni tilkynnti hann að nú vildi hann lækka ríkistekjurnar á næsta ári um 7 milljarða króna. En þegar lögin um hækkun skatt- anna féllu úr gildi kom að því er ætla mætti tækifærið til að framkvæma skattalækkun. Hvers vegna var það ekki notað a.m.k. að því marki sem Alþýðuflokkurinn setti á seinustu dögum ríkisstjórnarinnar? Sjálfstæðisflokkurinn og bráðabirgðalögin En hvað um Sjálfstæðisflokkinn? Kjallarinn Tómas Árnason „Hér höföu báöir stjórnarflokkarnir .. gullið tækifæri til... skattalækkunar.” UM LAUNSKOLA- TANNLÆKNA í Dagblaðinu 17. okt. er birt ljósrit G 50% 8.895.685 af útreikningum, sem Jón Aðalsteinn H 50% 7.679.490 hefir gert á launum tannlækna, sem I 50% 6.685.170 starfa hjá Reykjavíkurborg. J 50% 6.819.200 Samkvæmt þessum útreikningum K 50% 7.392.850 fara árslaun skólatannlækna upp í 30 L 50% 7.052.425 millj. M 50% 4.188.780 Þar sem hér eru tölur, sem ég N 50% 7.977.905 kannast ekki við langar mig að birta O 50% 2.053.735 lista yfir greidd laun til skólatann- P 50% 8.335.105 lækna frá 1. sept. ’78 til 1. sept. '79. Q 50% 6.068.620 Greidd laun til skólatannlækna frá 1. R S 70% 70% 7.147.815 7.256.695 sept. ’78 — 1. sept. '19. T 80% 12.718.855 Vinnu- U 100% 14.291.120 hlutfall: Árslaun; V 100% 13.126.250 A 50% 6.460.390 X 100% 13.363.610 B 50% 8.493.840 C 50% 6.049.890 D 50% 7.252.030 Eins og fram kemur á þessum lis(a, eru hæstu árslaun hálfsdags tann- E 50% 9.177.605 læknis 9.177.605, sem með sömu af- F 50% 6.023.140 köstum gæti þá komist upp í 18.355.210 með heildags vinnu. Einnig sést að tannlæknar í hálfu starfi ná hlutfallslega meiri afköstum en tannlæknar í fullu starfi. Mörgum finnst sjálfsagt þessi laun vera nógu há, en enginn nálgast þó 30 milljónir. Þó eru þetta sömu tölurnar og Jón Aðalsteinn byggir útreikninga sína á. í hverju liggur þá skekkjan? Jón tekur þann hluta ársins þegar verðhækkanir og taxtahækkanir Kjallarinn Stefán Finnbogason voru mestar og reiknar þar út meðal- daglaun, margfaldar með 22 og fær út mánaðarlaun og enn með 12 og A „... en til þess þarf að sleppa sumarleyfi, vinna jólaleyf! og páskaleyfi, en auk þess þarf líka aö halda sömu vinnuafköstum og þau gerast bezt í hálfsdags vinnu.” fær út árslaun. Hann reiknar, sem sé, ekki með neinum sumarleyfum né lögbundnum frídögum. Skrýtnir útreikningar Það er sjálfsagt rétt hjá Jóni Aðal- steini að skólatannlæknar gætu komist upp í 30 millj. í árslaun með því að vinna fullan vinnudag 264 daga á ári, en til þess þarf að sleppa sumarleyfi, vinna jólaleyfi og páska- leyfi, en auk þess þarf líka að halda sömu vinnuafköstum og þau gerast best í hálfs dags vinnu. En ég get ekki komið auga á neinn jákvæðan tilgang með svona útreikningum. Eins og ég tók fram í grein í Tímanum þ. 16. þ.m. er þaðengin ný frétt, að tannlæknar hafi há laun og ef breyta á til launajöfnunar í þjóð- félaginu, þá verða tannlæknar að sætta sig við það eins og aðrir sem hafa laun yfir meðallag. En þegar launatölurnar eru tvö- faldaðar og birtar þannig í einu víð- lesnasta blaði landsins, læðist að manni sá grunur að tilgangurinn sé ekki einungis sá að_reyna að breyta launakerfinu til jöfnunar. í áðurnefndri grein Dagblaðsins er sagt að ég hafi vefengt fréttir Dag- blaðsins um gulltryggingu skólatann- lækna gegn öllu eftirliti. Undanfarið hafa birzt í fjölmiðlum áskoranir frá félaga- samtökum kvenna, þar sem konur eru hvattar til aukinnar þátttöku í þjóðfélagsbaráttunni. Þar er jafn- framt minnt á, að konur eru 50% þjóðarinnar, en konur voru einungis 5% alþingismanna á siðasta þingi. Það er vert að hugleiða, að þegar framboðslisti Sjálfstæðisflokksins til prófkjörs flokksins í Reykjavík var birtur, voru samtals 22 fram- bjóðendur, þar af 5 konur. Þá kom strax fram athugasemd á þann veg, að það væru alltof margar konur á listanum; þær tækju bara atkvæðin hver frá annarri. Þótt karlmenn hefðu verið fleiri en þeir 17, sem á listanum voru, hefðu vafalaust slíkar raddir í þeirra garð aldrei heyrzt. Hér er gamla fordómagrýlan á ferðinni rétt einu sinni. Hvers vegna teljum við konur eitthvað síðri til starfa á sviði þjóðmála en karlmenn? Við vitum mæta vel að hæfar konur eru á engan hátt síðri en hæfir karlar og eigum ekki að sætta okkur við, að ein og ein kona fái að fljóta með á lista, bara af því að hún er kona. Við eigum að krefjast þess og ganga hart eftir því, að konur fái jafnan rétt og karlar í þessum efnum, enda sé farið eftir hæfni einstaklinganna, cn ekki kynferði. Konum hefur lengst af verið ætlað að skipa vissa málaflokka í þjóð- félaginu, sem þótt hafa við hæfi kvenna. Má þar ncfna málefni barna á ölium sviðum, líknarmál og málefni aldraðra,' svo eitthvað sé nefnt. Þar hafa konur með geysileg' um dugnaði, ósérhlífni og útsjónar- semi náð ótrúlegum árangri. En eru ekki konur nákvæmlega af sömu á- stæðum fullt eins vel fallnar til starfa í framkvæmdamálum þjóðfélagsins? Sú húsmóðir, sem rekið hefur heimili sitt af hagsýni, kann á sínu sviði ekki síður til starfa en sprenglærður hag- fræðingur, sem hefur alla sína þekkingu úr bókum. — En hvorum þessara aðila treystir þjóðfélagið betur? Það treystir betur þeim aðilanum, sem flettir upp i doðrantinum og gel'ur formúlu fyrir heimilisrekstrinum en hinum, sem hefur með útsjónarsemi stýrt heimilinu með því fé, sem hann hafði til ráðstöfunar og varð að láta duga. Hriktir í for- réttindastoðum Hér þarf vissulega breytinga við og ekki sízt frá okkur konum. Við viljum ekki lengur hlusta á gamla sönginn um, að ,,á bak við sérhvern gæfumann sé góð kona, sem styðji hann með ráðum og dáð”. Eigum við ekki einfaldlega að styðja hvert annað í baráttunni? Ekki svo að skilja, að gott samband milli hjóna eða einstaklinga i sambúð sé ekki mikil gæfa i lífinu, heldur hitt, að konur og málefni þeirra hafa verið afgreidd á þennan hátt í aldaraðir. Það er reynt að brýna fyrir konum á hinum ótrúlegustu vígstöðvum, að þeim beri að vera heima;hlúa að heimili og börnum og þær geti vel geymt að fara út af heimilinu til náms eða starfs, þar til börnin vaxi úr grasi. Kjallarinn Amdís Bjömsdóttir Þetta er allt gott og blessað, en hver verður reynslan, þegar konan hefur náð miðjum aldri, búin að „gegna sínu hlutverki” og vill t.d. hefja störf á vinnumarkaði? Þá bregður öðru við: ,,Þú ert orðin of gömul; þú ert ekki lengur gjaldgeng á vinnumarkaði, því að þú hefur enga reynslu. Þú átt ekki eftir svo mörg starfsár, að það sé hagkvæmt að fá þig í vinnu”. Ég veit, að margar konur hafa þessa reynslu, þegar þær hafa ætlað sér út á vinnumarkaðinn. En á meðan hefur karlmaðurinn starfað i áraraðir og er fastur í sessi sem viðurkenndur þegn í þjóðfélag- inu. í framhaldi af þessu verður að minnast þess, að nútíma þjóðfélag er A „Viö eigum að krefjast þess og ganga hart eftir því, aö konur fái jafnan rétt og karlar í þessum efnum, enda sé farið eftir hæfni einstaklinganna, en ekki kynferði.’

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.