Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.01.1980, Qupperneq 2

Dagblaðið - 21.01.1980, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR21. JANÚAR 1980. 2 r Anægjan eyðilögð: Eru kvikmyndahúsin adeins fyrir skríl? Freygerður Kristjánsdóllir skrifar: Ég fer oft i kvikmyndahús og hef oft ánægju af, en allt of oft eru myndirnar eyðilagðar fyrir þorra gestanna af óþroskuðum unglingum eða óþroskuðu fullorðnu fólki, oftast drukknu. Ekkert eftirlit virðist vera með sölum húsanna og fólk veigrar sér við að sækja dyraverði, því að það uppistand getur eyðilagt myndina engu siður en skrílslætin. Í Regnboganum á miðju síðasta ári sótti ég loks dyravörðinn eftir að hafa reynt að einbeita mér að mynd- inni þrátt fyrir að í sætunum fyrir aftan mig væru 4 menn að blanda með tilheyrandi flöskuglamri og Raddir lesenda yfirlýsingum um gæði drykksins. Þar að auki fannst þeim myndin greini- lega ekki við sitt hæfi og létu athuga- semdir sinar dynja á fólkinu i kringum sig. Dyravörðurinn stóð sig illa í sínu starfi og reyndi að semja við þessa menn. Þegar þeir höfðu lofað að hafa kyrrt um sig hvarf dyravörðurinn út úr salnum. Mennirnir fjórir tilkynntu mér þá að mér yrði einfaldlega komið fyrir kattarnef ef ég hætli ekki að skipta mér af þessu. Ég fór aftur frani að sækja dyravörð, en það fór á fyrri veg og héldu menn þessir áfram drykkjulátum sínum það sem eftir var myndarinnar. Stuttu siðar fór ég i Austurbæjar- bió og þar var sama ástandið, læti og hamagangur i örfáum gestanna var að eyðileggja ánægjuna fyrir öllum hinum. í þetta skipti leitaði ég dyrum og dyngjum að dyraverðinum í langan tima án þess að finna hann. Loks fékk ég þær upplýsingar i miðasölunni að dyravörðurinn va:ri farinn og kæmi ekki aftur í bráð. Ég reyndi að fylgjast með myndinni þrátt fyrir lætin, en gafst fljótlega upp og fór, og það gerðu fleiri í þetta skipti. Enn fór ég i Austurbæjarbíó að sjá jólamyndina en ekki var langt liðið á sýninguna þegar unglingahópur byrjaði framiköll og athugasemdir um ástaratriði I myndinni. Nokkrir biógestir reyndu að fá unglingana til að hætta, en gekk litið, fengu aðeins svívirðingar að laununr og vakti það mikinn hlátur hjá skrilnum. Ég lét mig hafa það að sitja undir þessu og var þess minnug hvernig siðast hafði farið þegar ég leitaði að dyraverðin- um. Þegar 10 minútur voru eftir af myndinni kom starfsstúlka í bíóinu inn i salinn og stóð hún í tröppunum það sem eftir var myndarinnar en lét háreysti unglinganna alveg afskipta- lausa. Loksins lauk þessari þolraun og mér leið orðið eins og ég hefði setið á púðurtunnu alla myndina. Ég spurði stúlkuna hvers vegna hún hefði ekkert gert í málinu. Hún sagði „Þau æsast bara upp.” Ég spurði um dyravörðinn og hún sagði að hann hefði verið niðri alla sýninguna. Hvers ciga venjulegir kvikmynda- húsgestir að gjalda? Er ekki kominn Bréfritari gagnrýnir framkomu unglinga 1 kvikmyndahúsunum. DB-mynd RagnarTh. tími til að kvikmyndahúsin fari að hugsa sig um og reyni að láta dyra- verði eða annað starfsfólk sitt vinna fyrir laununum? Einhver hlýtur að eiga að gæta reglu í sölum þessara húsa. Það eru flest kvikmyndahúsin undir þessa sök seld. Ég vil biðja kvikmyndahúsastjóra Reykjavikur að sjá að sér. Ef til vill hætti ég og fleiri að sækja sýningar þeirra áður en langt liður. Ég held ekki að það borgi sig að reka húsin aðeins fyrir skrilinn sem eyðileggur hverja kvik- myndasýninguna af annarri. Ef harkalega væri tekið á þeini sem ekki kunna að haga sér innan um aðra og þeim meinaður aðgangur að kvik- myndahúsunum, eða þeim hent út þegar þeir brjóta af sér, held ég að sú góða regla myndi smátt og smátt komast á að i kvikmyndahúsunum væru stjörnurnar á tjaldinu en ekki frammi í sal. SÁÁ gerir kraftaverk Úr sjónvarpsmyndinni Feigðarflug. Sjónvarpsmyndin Feigðarflug: Fróðleg mynd og spennandi Imba skrifar: Viljið þið gera svo vel að koma þakklæti á framfæri til sjónvarpsins fyrir ágæta mynd sem birtist á skjánum fýrir nokkru. Það var Feigðarflug, sem sýnt var mánu- daginn 7. janúar. Þetla var afar fróðleg mynd og spennandi og virtisl vandvirknislega gerð. Það verður ekki af Bretum skafið að þeir frani- leiða marga prýðilega þætti af þessu tagi. Myndin Feigðarflug hafði margvís- legan lærdóm að flytja, m.a. hversu árvekni í starfi er mikilvæg, ekki aðeins meðal þeirra sem fljúga um loftin blá eftir leiðsögn flugum- ferðarstjóra, heldur okkar allra sem lifum í tæknivæddum heimi. Hafi sjónvarpið þökk fyrir sýninguna! (Góðir þættir eru stundum endur- sýndir. Mér finnst Feigðarflug þess virði). Annars sýnist mér dagskrá sjón- varpsins bera þess vott að ráðamenn þar i bæ reyni eflir föngum að gera sem flestum til hæfis í efnisvali handa imbakassanum. Eina ósk hef ég fram að færa varð- andi birtingu dagskrár sjónvarpsins í blöðunum. Hún er sú að ásamt islenzku heiti hvers dagskrárliðar verði einnig nefnt erlenda heitið ef um útlent efni er að ræða. Þetta hefur verið gert við biómyndirnar, en mætti gjarnan vera við allt efni frá útlöndum. Maður gluggar oft i sjónvarpsdagskrár í erlendum blöðum, les umsagnir o.fl., og þá er gott að geta séð í dagskrá islenzka sjónvarpsins í blöðunum hér þegar eitthvað af slíku „kunnugu” efni sem vakið hefur athygli okkar rekur á fjörur islenzka sjónvarpsins. Móðir skrifar: Ég fylltist velliðan og gleði þegar ég las í blaðinu i dag að SÁÁ ætlar að færa starfsemi sina til fanga á Litla Hrauni. Ég er ekkja og missti manninn minn langt fyrir aldur vegna ofdrykkju hans. Tveir synir mínir hafa verið í fleiri ár á Litla-Hrauni til samans heldur en þeir dvöldu hjá mér. En ég er ekki bitur lengur. Ég hef fengið að sjá dóttur mína og þriðja son minn bjargast úr víti áfengisins fyrir tilstilli SÁÁ. Einnig hef ég fengið að sjá bróður minn og náfrænda verða albata á ný. Ég held að enginn geti gert sér grein fyrir hvað þetta hefur breytt lífi okkar allra. Ég veit að Hilmar postuli Helgason, en ég kalla hann það alltaf i huganum, mun gera jafnmörg kraftaverk á Litla-Hrauni eins og hann hefur gert alls staðar annars staðar. Guð blessi hann og allt starfs- fólk SÁÁ. Hilmar Heigason. ÚrSALA ^—•— I Gerið reyfarakaup aö Laugavegi 44 40 — 80% verólækkun ■

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.