Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 10
10 frjálst, nháð dagblað Útgefandi: DagblaÖið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóKsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Roykdal. íþróttir: Halkir Simonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aðstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaflamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Árni Póll Jóhannsson, Bjarnloifur Bjarnloifsson, Hörflur Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Svoinn Þormóflsson. Safn: Jón Sœvar BakJvinsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þróinn Porleifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing- arstjóri: Mór E.M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiflsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aöalsimi blaflsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skerfunni 10. Áskríftarverfl ó mónufli kr. 4500. Verfl í lausasölu kr. 230 eintakifl. Svart er höfuðið Mjög erfitt er að hugsa sér, að menn, /S sem taka þátt í hvassri umræðu fjöl- miðla um menn og málefni, geti um leið gefið greinum sínum bein eða óbein sið- ferðisvottorð frá siðareglunefnd Blaða- mannafélags íslands. Gagnrýni er umtalsverður þáttur í ~ þjóðmálaumræðu. Hún hlýtur meira eða minna að beinast að fólki, sem er í sviðsljósinu. Óhjákvæmilegt er, að þessu fólki finnist stundum með réttu eða röngu of nærri sér höggvið. Markmiðið með stofnun siðareglunefndar Blaða- mannafélagsins var m.a að gefa fólki tækifæri til að koma á framfæri kvörtunum sínum í garð fjölmiðla — og hugsanlega fá nefndina til að veita áminningu, ef efni stæðu til. Það var aldrei ætlunin, að ritstjórar eða gagnrýnir dálkahöfundar sætu í þessari nefnd, eigandi yfir höfði sér að þurfa að úrskurða í eigin máli. Slikt þótti óvið- eigandi siðleysi í þá daga, hvað sem nú viðgengst. Indriði G. Þorsteinsson skrifar greinar um þjóðmál, bæði undir eigin nafni og dulnefni, sem hann hefur oft en óformlega viðurkennt sem sitt. í þessum greinum er, sumpart í skjóli dulnefnis, vegið að mönnum á opin- berum vettvangi. Nú er ekkert við það að athuga, að höfundur skjóti sér undan formlegri ábyrgð og komi henni yfir á við- komandi ritstjóra. Ekkert er heldur við það að athuga, að menn noti til málamynda dulnefni, sem eiga raunar ekki að dylja neitt. Ekki er hins vegar hægt að skilja, hvernig Indriði G. Þorsteinsson telur sér siðferðilega fært að sitja í siða- reglunefnd. Þar á hann sífellt á hættu að verða að fjalla um eigin sök, bæði vegna nafnlausra greina og undir nafni. Það leysir engan vanda að bjóðast til að víkja úr sæti í slíkum málum. í siðareglunefnd eiga alls ekki að sitja neinir menn, sem eru á kafi í dægurþrasi fjölmiðlanna, hvort sem er fyrir opnum tjöldum eða úr felum. Það hlýtur að vera óþægilegt fyrir hina mennina í siðareglunefnd að úrskurða í máli nefndarfélaga síns, þótt hann sé úti á gangi á meðan. Slíkan skrípaleik þarf að hindra, áður en slysið gerist. Svo kastar tólfunum, þegar formleg nafnleynd nefndarmanns er þáttur í aðferð til að vísa máli frá af tæknilegum ástæðum, svo sem nú hefur verið gert. Slíkt hlýtur að stríða gegn tilfínningu manna fyrir rétt- læti. Fólk mun telja þetta atvik dæmi um, að siðferði blaðamannastéttarinnar sé ekki í nógu góðu lagi. Það mun telja siðareglunefndina vera lið í samtryggingar- kerfi og að þangað sé tilgangslaust að vísa málum. Indriða G. Þorsteinssyni kann að þykja sniðugt að sleppa fyrir tæknilegt horn í skjóli dulnefnis. Og hann kann að bresta skilning á fáránleika aðstöðu hans í siðareglunefnd blaðamannafélagsins. En þá ber félaginu að hafa vit fyrir honum og skipa í nefndina eingöngu menn, sem ekki eiga í neinum úti- stöðum um menn og málefni, til dæmis menn með reynslu í blaðamennsku, en starfandi á öðrum sviðum þjóðlífsins. Seta Indriða G. Þorsteinssonar, með eða án dul- nefnis, í siðareglunefnd er til skammar fyrir íslenzka blaðamenn. Þeir eiga nóg undir högg að sækja, þótt þeir smiði ekki sjálfir vopnin gegn sér. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 1980. Kampútsea: Enn vandinn ríðuryfirþá annar hverfur Þúsundir manna flýja frá Kampút- seu á hverjum degi og sú spurning vaknar óhjákvæmilega hvort ástandið í landinu sé betra eða verra en það var á valdatima Pol Pots, for- ingja Rauðu kmeranna. Straumur flóttamanna til Thailands hefur undanfarna mánuði verið mun meiri en áður en Víetnamar gerðu innrás sína i Kampútseu snemma á síðasta ári. Táknar það að ástandið sé nú til muna verra en á hinum þriggja ára valdatíma Pol Pots? Svör flótta- manna sem spurðir eru um þetta benda til að við þessu sé ekkert ein- falt svar. Eftirfarandi gæti þó komizt nokkuð nærri sannleikanum: Kampútsea og íbúar hennar þjást af sífelldu stríðsástandi, næringar- skorti og hungri. Auk þess mega þeir nú búa við þá vansæmd sem það þykir vera er þjóð er undir harðstjórn erlendra manna. Áður.fyrr var friðsamlegt í landinu og alrnehn hungursneyð óþekkt fyrir- brigði. Ríkisstjórninni tókst yfirleitt að sjá til þess að hrísgrjónafram- leiðslan nægði íbúunum til fæðu. Skipulegar fjöldaaftökur Rauðu kmeranna, auk malaríufaraldurs og flutninga fólks frá heimkynnum sínum í aðra hluta landsins, tóku þann toll að talið er að um það bil tvær milljónir manna hafi látizt á valdatíma Pol Pot stjórnarinnar. Ein ástæðan fyrir auknum fjölda flóttamanna nú mun vera sú að mun meira eftirlit var með Kampútseu- mönnum er Rauðu kmerarnir riktu en eftir að Víetnamar og leppar þeirra hafa tekið völdin. Hreyfing komst aftur á fólkið og margir tóku fram reiðhjól sín eða uxakerrur og lögðu af stað til þorpsins síns sem þeir höfðu verið neyddir til að yfir- gefa. Vegna stríðsástandsins tókst' svo til að vegna skipulagsleysis og ringulreiðar hafa mun fleiri getað komizt til landamæra Thailands en fyrr. Á valdatíma Rauðu kmeranna var menntað fólk sem bjó í bæjum drepið á skipulegan hátt. Einnig átti þeirra hafa hlotið tæknimenntun eða unnu áður á skrifstofum. — Ekki er óvenjulegt að heyra frásagnir þeirra af því að þeim hafi tekizt að dyljast fyrir Rauðu kmerunum undir fölsku nafni. Er rauðu kmerarnir ríktu var mjög strangur agr og fólk var miskunnar- laust flutt frá borgunum út í sveit- irnar í þeim tilgangi að vinna að auk- inni hrísgrjónarækt og auk þess til að koma i veg fyrir það sem kallað var spillingaráhrif borganna. Margir eldri og veikari létust í þess- um flutningum eða voru skotnir ef þeir drógust aftur úr hópunum. Sumir þeirra sem lentu á ófrjósömum landsvæðum eða kunnu lítt til verka við hrísgrjónarækt dóu drottni sín- um vegna hungurs. Vegna þessa harðræðis reið malaríufaraldur yfir Kampútseu og tók mikinn toll af íbúum landsins. Ekki er fullljóst hvort fleiri dóu af skipulegum aftökum eða fæðu- skorti og harðræði á tímum Rauðu kmeranna. Hitt er ljóst að flótta- menn á þeim tima óttuðust morðin mun meir en fæðuskort. í dag bendir flest til að ástandið sé breytt. Nú segja flestir flóttamenn að hungur og skortur á fæðu sé helzta ástæðan fyrir flótta þeirra. Önnur ástæða sem oft er nefnd er herseta víetnamska hersins. „Land mitt á enga framtíð,” sagði einn flóttamannanna. „Það hefur verið gleypt af Víetnömum.” Margir sjá enga framtíð í öðru en að reyna að fá leyfi til að flytjast til ríkja eins og Frakklands eða Bandaríkjanna. Enn er þó óljóst hvernig málin fara að lokum. Tala þeirra sem látast af fæðuskorti og malaríu ræðst auð- vitað að mestu af því hve hernaðar- ástand rikir lengi í Kampútseu. Vel getur verið að algjör sigur Vietnama verði til þess að betra skipulag komist á þjóðlífið og þar með einnig hrís- grjónaræktina. Það væri þó lítil huggun fyrir flóttamennina. „Slíkt væri hreinlega friður dauðans,” sagði einn þeirra. (The Christian Science Monitor) fólk af kínverskúm uppruna illa ævi. Þessu er nú hætt að sögn flótta- manna. Á fyrstu mánuðum hinnar víetnömsku hersetu báru flóttamenn þeim allvel söguna. Síðustu mánuði og vikur kveður aftur á móti við ann- an tón og fregnir af mikilli spillingu og slæmri hegðan setuliðsins hafa borizt. Meira að segja hafa yfirmenn víetnamska hersins viðurkennt ýmis slík atvik. Segjast þeir margir hverjir óttast enn verra ástand ef her þeirra þurfi að dveljast mikið lengur í Kampútseu. Einnig sé viss hætta á því að hatur Kampútseumanna á Víetnömum aukist með alvarlegum afleiðingum. Flóttamenn sem komið hafa til Thailands á síðustu vikum hafa sagt frá því að Ieppstjórn Heng Samrins sé nú farin að ofsækja fólk af kínversk- um stofni og leggi áherzlu á að ná af því gulli og öðrum verðmætum. Einnig berast fregnir af miklu mannfalli í bardögum á milli víet- namska hersins og sveita Rauðu kmeranna í skógum landsins. Enn- hafa hins vegar ekki borizt neinar fregnir frá Kampútseu um að skipu- leg útrýming fólks sé aftur hafin eins og fyrr tíðkaðist. Við aukinn flóttamannastraum hefur komið í ljós að mun fleiri menntaðir borgarbúar af millistétt lifðu af valdatíma Rauðu kmeranna en áður var talið. í búðum svo- nefndra Frjálsra kmera sem eru við landamæri Kampútseu og Thailands er talin vera um það bil hálf milljón manna. Margir þeirra hafa hlotið ein- hverja menntun og tala þeir annað- hvort ensku eða frönsku. Sumir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.