Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 1980. Allar viðgerðir bíla og stillum bílinn með fullkomnustu tækjum. Pantið tíma í tíma. Einnig bjóðum við Ladaþjónustu LYKILLP Ðifreiðaverkstæði Simi 76650. Smiðjuvagi 20 — Kóp. Matvöruverzlun til sölu í austurbænum Gott tækifæri fyrir hjón. Tilboð sendist augld. DB fyrir 25.1. ’80 merkt „Matvöruverzlun”. OPIP KL. 9 Allar skreytingar unnar af fag- , mönnum.____ Nag bllastcSi a.m.k. á kvöldln lilOMfAMXIIIt IIAKNARSTRÆTI Simi 12717 Jörð til leigu Jörðin Suður-Hvammur í Mýrdal, Vestur-Skaftafellssýslu, er laus til ábúðar frá næstu fardögum. Umsóknir sendist Einari Oddssyni Sýsluskrifstofunni, Vík Mýrdal, fyrir 31. janúar 1980. Væntanlegur leigutaki þarf að semja við fráfarandi ábú- anda, Viðar Björgvinsson, um eignir hans á jörðinni. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Stjórn Minningarsjóðs Halldórs Jónssonar o.fí. Einar Oddsson Vigfús Magnússon Leður- og rúskinnsstígvél margar gerðir PðST- SENDUM SKÚSEL LAUGAVEGI60. SfMI 21270 l\lr.3. L'rtur: Brúnn VerOkr.49.SOO,- Nr.2 Utur. Ljós VerO kr. 43.100,- Nr. 1. Litur: svart ogbrúnt VerO kr. 45.700.- AFTAKAVEÐURÁ VESTFJÖRÐUM — árekstrar og miklir erfiðleikar hjá bátum og togurum Skip og'bátar lentu i miklum erfið- leikum úi af Vestfjörðum á föslu- dagskvöld er snarvitlaust veður gerði skyndilega. Á Loftskeytastöðinni á Ísafirði fékk Dagblaðið f<cr fréttir, að hér hefði verið um „mannskaða- veður” að ræða j>ar sem mjög vont hefði verið í sjóinn auk þess sem vindur mældist um tíu vindstig. Annars staðar i blaðinu segir frá hrakningum Vestmannaeyjaiogarans Sindra sem fékk á sig brotsjó. Skut- togarinn Bjartur NK I2l frá Nes- kaupstað fékk einnig á sig brotsjó aðfaranótt laugardagsins og urðu talsverðar skemmdir á honum en engin slys á mönnum. Aðalvél togar- ans stöðvaðist og rak hann stjórn-, laust i átt að landi i um það bil tvær klukkustundir. Vélst jóra togarans tókst þá að komast fyrir bilunina og átti togarinn þá ekki eftir nema 3 milur í Hælavikurbjarg. Þá lentu togararnir Páll Pálsson frá Ísafirði og Erlingur frá Garði i árekstri um kl. 15 uti fyrir Vestfjörð- um. Skemmdir urðu ekki' miklar á togurunum. Fleiri togarar og rækjubátar lentu í erfiðleikum i óveðrinu sem geisaði á þessum slóðum. Einnig lenti fólk i hrakningum á Breiðadalsheiði eftir að hafa fest bila sína jtar. Fóru snjó- bilar til aðstoðar fólkinu. - GAJ Akureyri: - ENGINN VILL HYSA □NN SLÖKKVIBÍUNN — hann liggur því undir skemmdum Einn slökkvibilanna á Akureyri hefur verið á hrakhólum utandyra síðan í hausl, með þeim afleiðingum að dælubúnaður hans virkar ekki lengur. Í fréttablaðinu Degi á Akureyri rektir slökk viliðsstjórinn, Búi Böðvarsson, raunasögu bilsins. Kemtir þar fram að ekki er pláss fyrir hann á slökkvi- slöðinni, en hann hefur staðið inni i bæjarskemmu þrjá sl. vetur. Henni var breytt i sumar og var þá ekki lengur pláss fyrir bílinn. Var þá margítrekað auglýst eftir leiguhúsnæði undir hann, en þrátl fyrir það og mikla eftirgrennslan stóð billinn enn úti i gær. Fyrir nokkru álti að nota hann á vakt við brunarústir, og kom þá i ljós að dælubúnaðurinn var ekki virkttr, sennilega vegna frosta og þiðu á víxl. Þetta er elzti bíll slökkviliðsiiis, smíðaður I942 og notaður sent vara- bill. Hinir bilarnir eru heldur engin unglömb, nema einn scrn ekki hefur enn náð fermingaraldri. - (;s Útigangur sliikkviliósins á Akureyri liggur nú undir skemmdum. Mynd: Dagur, Akureyri. Húsavík: r AFKOMA FRYSTIHUSSINS GÓDEN LÉLEG AFLABRÖGD Fiskiðjusamlag Húsavikur hefur samið við bv. Dalborgu frá Dalvik að hún leggi afla sinn hér upp næstu ntán- uði, en skipið er nú á togveiðum. Sex bátar róa nú á línu frá Húsavik og eru nokkrir að búa sig (il þorskveiða með netunr. Afli á línu var góður á Húsavík sl. haust sérstaklega þegar hægl var a,ð róa austur fyrir Melrakka- sléttu. Línuafli hefur hins vegar tregðazl upp á síðkastið, enda gítftir slærnar. Engin rækja senr heitið getur hefur borizt til Húsavíkur frá því veiðar voru leyfðar i haust. Starfsfólk Rækju- vinnslunnar hefur því verið atvinnulítið undanfarið. Reynt hefur verði að leysa það vandamál með öðrum verkefnum á vegum Fiskiðjusamlagsins. Á síðasta ári bárust til vinnslu 8.300 tonn af fiski til Fiskiðjusamlagsins. Er það mesta hráefni sem hingað hefur borizt á einu ári. F.nnþá er verið að vinna að stækkun fiskiflotans hér á Húsavik. Fyrirtækið Höfði hf. hefur samið uni smíði (og- skips hjá Slippstöðinni á Akureyri. Mun það skip væmaniega koma hingað eftir eilt ár. Afkoma frystihussins á Húsavik er góð en aflabrögð minni báia hafa verið bágborin á síðasta ári. - ÁB, Húsavik / EI.A Grunntónninn í fiskverðsfrumvörpunum: AUKIN VERDJOFNUN Á MILU TEGUNDA — útflutningsgjöld hækkuð aftur Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú dreift drögum að frumvörpum unr Aflatryggingasjóð, útflutningsgjöld og oltusjóð til þingflokka og sjávar-. útvegsnefnda. Það er svo loks þegar almenn við- brögð við þeim eru Ijós að yfirnefnd verðlagsráðs sjávarúlvegsins getur fyrir alvöru snúið sér að þvi að mynda nýlt fiskverð, þar sem hvert frumvarp hefur áhrif á hin. Þá er einnig sú staða að núverandi rikisstjórn hefur ekki þingmeirihluta og get.ur ekki lofað yfirnefnd að frumvörpin fari óbreytt i gegnttm þingið. Eftir þvi sem DB kemst næst felur frunrvarpið um aflatryggingasjóð m.a. i sér aukna verðjöfnun á milli fisktegunda, er ætti að hvetja menn til veiða á minna nýttum stofnum en þorskstofninum. í fyrra voru útflutningsgjöld lækkuð lir 6% i 5%, en nýja frunt- varpið gerir ráð fyrir hækkun aflur. Olíugjaldstalan ræðst svo nokkuð af þvi hver verður niðurstaða áður- nefndra frumvarpa. - GS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.