Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21, JANÚAR 1980._____________________________21 Upptaktur Myrkra músíkdaga Mvrkir músB<dagar. Tónloikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Sal Menntaskólans við Hamrahlíð 17. janúar. Stjórnandi: Paul Zukofsky. Einsöngvari: Ruth Little Magnússon. Verkefni: Snorri Sigfús Birgisson, Þáttur fyrir blásara og slagverk; Atii Heimir Sveinsson, Hreinn SÚM 74; Jón Þórarinsson, Um ástina og dauðann; Herbort Hribercek Ágústsson, Sinfónietta; Jón Ásgeirsson, Sjöstrengjaljóð; Jón Leifs, Þrjár myndir. Hinir fyrstu síðastir Gagnstætt því, sem tíðkast, að raða verkum á efnisskrá þannig að verk hinna elstu tónskálda séu fyrst og hinna yngstu síðust, hófust þessir Myrku músíkdagar á verki hins yngsta og enduðu á verkum hins elsta. Segja má kannski að slíkt sé næsta táknrænt fyrir þessa litlu tón- listarhátíð. Okkar tónlistarsaga gerist mest öll i nútíðinni. Þættir íslendingasagna eru enn í dag taldir með því allra besta, sem fram hefur komið í smásagnagerð um dagana. Það þætti því kannski nokkuð djarft af ungu tónskáldi að nefna verk sitt Þátt, sésamanburður við miðaldabókmenntirnar hafður i huga. En dirfskan felst helst í nafn- giftinni. Þáttur verkar full lang- dreginn. Má vera að það hafi farið í taugarnar á mér, að heyra upptuggn- ar píanistiskar hugmyndir um það, hvernig skrifa eigi fyrir blásara. í Þætti fannst mér einnig birtast fullt af góðum hugmyndum sem gjarnan hefði mátt vinna meira úr. Þessir ágallar skyggja þó ekki svo heitið geti á þá staðreynd að margt var gott að finna í Þætti. Disco? Hreinn SÚM 74 — „Myndlistar- sýning Im Memoriam” gæti það allt eins vel heitið, verk Atla Heimis. Sýning Hreins Friðfinnssonar í SÚM var kveikjan að verkinu. Sýndist sitt hverjum um ágæti sýningar Hreins. Minnir mig að einhver hafi kallað myndir hans barnakrot. Einfald- leikinn réð einnig í verki Atla Heimis. Slaghörpur í „Stereo” og beiting tré- blásturshljóðfæra gáfu verkinu hæfi- lega fjarrænan svip. Mér datt í hug hvort ekki hefðí verið rétt að fara hér að eins og í diskótekunum og sýna myndir Hreins, frá umræddri sýningu í „Video”, á risaskermi undir fiutningi verksins. Minni Páll, meiri Jón Of Love and Death — verk Jóns Þórarinssonar fékk á sínum tíma ómaklega meðhöndlun í aliri umfjöll- un. Jón var látinn gjalda þess að hafa verið nemandi Hindemiths. Ég get ekki annað sagt en að því oftar sem ég heyri þessi ágætu ljóð sungin, þeim mun minna finnst mér af Hindemith, en meira af Jóni í þeim. Ruth Little Magnússon söng þau mergjað” prýðilega, en hljómsveitin tók ekki nægjanlegt tillit til hennar og yfir- gnæfði á köflum. Lesið af blaðinu Sinfonietta Herberts Hriberceks Ágústssonar er skrifuð af mikilli þekkingu á blásturshljóðfærunum. Hún er geysivel og snyrtilega unnin, eins Herberts er von og vísa. Blásararnir okkar eru henni ekki með öllu ókunnugir og því hefði mátt ætlast til að þeir næðu betri árangri í flutningi hennar. En það var eins og að margir þeirra væru að lesa hana af blaðinu. Þeir komust ágætlega í gegnum hana, en það vantaði tölu- vert upp á samleikinn. Það er Gftartónlaikar Tom Methling f Norrœna húsinu 9. janúar. Efnbskrá: J.S. Bach, Svfta nr. 1 f e-moll f. lútu; Tom Methllng, Intermezzo, Feernes dans og Prœludium; F. Sor, 3 menúettar, f E-dúr, G-dúr og e-moll; Fr. Tarrega, Recuerdos de la Alhambra; J. Malats, Serenata Espanola; Fr. Tarrega, Sueno; E. Pujol, Etude f e-moll; H. ViUa Lobos, 3 Etyður og 3 Prœkidium; T. MethHng, Svfta í D-dúr; J. S. Bach, Ciacona f D- dúr. Með Bach í báða enda Engin smáræðis verkefnaskrá eins og sjá má af upptalningunni, með Bach í báða enda. Það eitt að komast í gegnum efnisskrá sem þessa út- heimtir drjúgmikla tækni og þekk- ingu. Til þess að áheyrendur hafi af skemmtan þarf ekki einungis tækni og þekkingu heldur einnig töluverðan listamannsneista. Ekki einhvern í- ánægjuefni að sjá þá félaga í horna- liðinu, Herbert og Viðar Álfreðsson, á ný eftir veikindi sín og vonandi fer nú sá riðill að verða aftur eins og hannáaðsér að vera. Loðnir strengir Sjöstrengjaljóð Jóns Ásgeirssonar var kröftugasta verkið á þessum tón- leikum, heilsteypt og mergjað. I Sjö- strengjaljóði fer tiltölulega lítið fyrir þjóðlegheitum hjá Jóni, sem er rammislenskasta tónskáld starfandi á landinu i dag. Þar sem öll framsetning Jóns er ákaflega skýr og lifandi, fannst mér það skemma illilega hversu loðið dýpri hluti strengjanna lék, sérstak- lega í miðþættinum. myndaðan meðfæddan neista.heldur, og ekki síður, þann neista sem sprettur þegar listamaður leikur sig frá sínum skóla, vex frá hinu aka- demiska og fer að túlka frá eigin brjósti. í stuttu máli sagt varð ég ekki var við að Tom Methling slægi slíkan neista á tónleikum sínum í Norræna húsinu þetta kvöld. Tíu eða sex — viður eða plast 1 Tom Methling leikur á tíu strengja gítar, gerðan af meistara suður á Spáni. — Fyrr á öldum þekktust hinar furðulegustu strengjatölur á gíturum, rétt eins og á frænku hans lútunni. En þegar gítarleikur þróaðist til síns nútímaforms varð sex strengja gerðin ofan á. Ekki varð það val fyrir neina tilviljun, heldur rökrétt, tækni- lega og leikrænt, skynsamleg niður- staða. Viðbótarstrengirnir nýtast illa Itil laglinuleiks, vegna breiddar hálsins og hljóma því tíðast lausir ;með (bourdonstrengir). Þótt ýmsir telji nauðsynlegt að hafa fleiri strengi til að ná að leika gömlu lútumúsík- ina, hefur það sýnt sig að góðum gítarleikurum gefst vel að nota sér Framtíðarverkefni Með Þremur myndum Jóns Leifs lauk svo þessum upphafstónleikum Myrkra músíkdaga. Þessar myndir eru með því ljúfasta og skemmtileg- asta, sem ég hef heyrt frá hendi Jóns. Það er til vansa hversu illa þjóðin þekkir verk Jóns Leifs og spurning hvort að einmitt þeir aðilar, sem að Myrkúm músíkdögum standa, ættu ekki að gera sérstakt átak i því að kynna hann betur en gert hefur verið. Af upptaktinum ræðst jafnan hvernig til tekst um leik. Verði fram- haldið sem upptakturinn, vænti ég að Myrkir músíkdagar verði að stórvið- burði i íslensku tónlistarlífi. aðrar legur og aðra griptækni. Dugi það ekki, eru flestir svo skynsamir að eftirláta lútunni verkin, eins og til var ætlast í upphafi. Mér finnst því fara best á að gítarinn haldi tölunni sex eins og nú er orðin hefð. Annars er það ekki strengjatalan, heldur leikurinn, sem máli skiptir. Sé tónlistin áheyrilega flutt, er sama hvort strengir eru fleiri, eða færri, og hijóðfærið úr viði eða plasti. Púðurskot Leikur Tom Methlings var ákaf- lega Ííflítill, vægast sagt. Hraðinn nær alltaf sá sami, nema akkúrat í iSerenötu Espanolu, Malats, þar sem rubatóið hélst ekki í viðjum taktsins. Tremololeikur í efri röddum hvarf í skuggann af undirröddum. Og fleira mætti til tína. Verk Methlings sjálfs koma fyrir eins og þokkalegar fingra- æfingar. Það var helst Feernes dans sem einhverja athygli vakti — nett smálag, sem lét þægilega í eyrum. Þessi viðamikla efnisskrá var því skot yfir mark. Að tónleikunum loknum fannst mér ég tæpast hafa verið á tónleikum, heldur orðið vitni að þokkalegri frammistöðu í kennslustund. -EM. -EM. KENNSLUSTUND Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 Verzfíð við þá sem eru reynslunni ríkari 12 volta, 72 amper, kr. 32.300.- Fæst í fíestum kaupfélögum /andsins og varah/utaverzlunum Rafgeymaverksmiðjan PÓLAR H.F. Elnholti 6, slmi 18401. STÓRMARKAÐSVERÐ kjarabót í dýrtíðmni okkar leyft verð verð Co-op Grænar baunir 1/1 ds 398,- 508,- Co-op Grænar baunir 1/2 ds 275,- 344,- Co-op Gulrætur&grænar baunir 1/1 ds 519.- 680,- Co-op Gulrætur&grænar baunir 1/2 ds 352,- 443,- Co-op Bl. grænmeti 1/1 ds 519.- 683,- Co-op Bl. grænmeti 1/2 ds 369,- 446,- Molasykur 1 kg 524,- 645,- Kakó, Rekord 1/2 kg 1595,- 2144,- Egils appelsinusafi 2/1 ltr 1269,- 1401,- Egils appelsinusafi 1/1 ltr 739,- 816,- C-ll þvottaefni 3 kg 2286,- 2736,- C-ll þvottaefni 10 kg 6495,- 7930,- Opið til kl. 22.00 á föstudögum og 12.00 á laugardögum STÓRMARKAÐURINN SKEMMUVEGI 4A KÓPAVOGI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.