Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 1980. 7 Sverrir Runólfsson. DB-mynd Bjarnleifur. Sverrir Runólfsson í forsetaframboð? „Margir hafa orð- aðþað við mig” „Það hafa mjög margir orðað það við mig, að ég gæfi kosi á mér i emb- ætti forseta,” sagði Sverrir Runólfsson vegagerðarmaður í samtali við Dag- blaðið. ,,Ég hef svarað þvi á þá leið, að ég hafi engan áhuga á embættinu eins og það er. Ef því verður hins vegar breytt i framkvæmdastjóraembætti þá skulum við tala saman aftur. Ég álít, að það eigi að leggja emb- ættið niður í þeirri mynd sem það en núna.Við höfum ekki ráðá konungs- arl'i. Með þessu er ég þó ekki að kasta rýrð á þá sem gegnt hafa þessu emb- ætti. Það var ekki á þeirra valdi að breyta þessu. Það má líka segja, að það hafi myndazt sú hefð, að forsetinn noti ekki það vald sem hann hefur,” sagði Sverrir Runólfsson. -GAJ Alþjóðaskákmótið í Skien: Haukur hreppti f jórða sætið Haukur Angantýsson varð fjórði á alþjóðlega skákmótinu i Skien sem er nýlokið. Hlaut Haukur 5,5 vinninga af 9 mögulegum. Sigurvegari á mótinu varð Daninn Iskov og hlaut hann 6,5 vinninga.'í 2.-3. sæti urðu Gulbrandsen, Noregi, og Bertel, Sviþjóð, með 6 vinninga. Báðir náðu þeir áfanga alþjóðlegs meistaratitils. Mót þetta var vel skipað og fjöl- margir alþjóðlegir meistarar meðal keppenda. Verður þvi frammistaða Hauks að teljast góð. - GAJ Flugleiðir: Nýtt flug- númerakerfi og nýir ein- kennisstafir Með sumaráætlun Flugleiða verður tekið í notkun nýtt flugnúmerakerfi sem á að fyrirbyggja allan hugsanlegan miskilning sem núverandi kerfí gæti valdið. Reynt verður i hinu nýja kerfi að forðast alla tölustafi sem valdið gætu misskilningi, flugleiðir í vesturátt merktar tölustöfum sem cnda á odda- tölum en flugleiðirausturleið á jafnri tölu, ásamt þvi sem hver staður fær ákveðna einkennistölu. Þannig fær flug til Danmerkur númer sem hefst á 200, svo dæmi sé tekið. Um áramótin voru teknir i notkun nýir einkennisstafir sem nolaðir verða með hinu nýja flugnúmerakerfi. Öll flug Flugleiða verða eftirleiðis merkt einkennisstöfunum Fl, Flugleiðir lce- landair. Þessir stafir eru einnig hinir einu réttu í skeytum til Flugleiða. - DS FUNDU MANNABÐN VIDNESSTOFU — þar sem nú verður safn fyrir sögu læknisfræðinnar á íslandi F.r nokkrir starfsmenn Seltjarnar- neskaupstaðar voru að grafa fyrir hitaveitu við Nesstofu á Seltjarnar- nesi lyrir skömmu komu þeir niður á mannabein og varð það til að stað- setningu hitaveitulagnarinnar var breytt litilsháttar. Fundur þessara beina þarf ekki að koma mjög á óvart, því að kirkja stóð i Nesi allt til 1799 er hún fauk i Básendaveðrinu svonefnda. Meðal þeirra sem hvíla i Nesi er sjálfúr Bjarni Pálsson, fyrsti land- læknir íslendinga. Sem kunnugt er hefur Nesstofa nú verið afhent þjóð- minjaverði til varðveizlu og endur- byggingar. Var lagning hitaveitunnar einmitt liður i þvi starfi. Eru hugmyndir uppi um, að i Nesi verði komið upp safni og rannsókna- stofnun fyrir sögu læknisfræðinnar hérá landi. - (íAJ n Nesstofa, aðsetur fyrsta landlæknis íslentlinga. l)B-mynd Hörður. Fjölbreytt blað um hesta og hestamennsku Eiðfaxi er einstætt blað fyrir áhugafólk um íslenska hestinn. Vandað að frágangi og efni. Viðtöl, greinar, frásagnir og mikill fjöldi mynda. Gerist áskrifendur strax í dag. — Með því að póstsenda hjálagða áskriftarbeiðni, - eða taka símann og hringja í síma 91-85111 Blaðið kemur um hæl. I Pósthólf 887 121 Reykjavik Sími 8 5111 Ég undirritaður/undirrituð óska að gerast áskrifandi að Eiðfaxa: □ Það sem til er i—i i—i i—i frá og með af blöðum frá upphafi. I____I frá áramótum 78/79. I____I frá áramótum 79/80. I____I næsta tölublaði. NAFN NAFNNÚMER I HEIMILI Eiðfaxi hóf göngu sína i júli 1977 og hefur komið út I mánaðarlega siðan.^Hvert eintak af eldri blöðum kostar nú kr. 800,—*ýrri hluti 1980, þ. e. janúar-júni, I PÓSTNÚMER PÓSTSTÖÐ 6 tbl. kostar 5500 krónur. _ _____ — _ _ _ _ — — — _ _ _ _ _ _ — — — — —

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.