Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 1980. 9 Erlendar fréttir Veðrið jók frjósemi fótboltaliðsins Avon Dynamos, áhugamannalið í Bristol á Englandi, var óheppið með veður á keppnistímabilinu í fyrra. Féllu óvenju margir leikir liðsins niður vegna jressa og voru leikmenn liðsins þvi meira heima við en ella hefði orðið. Árangurinn lét ekki á sér standa. Ekki þó á knattspyrnuvellinum. Eigin- konur tiu leikmanna af ellefu hafa nýtega eignazt barn. Sá ellefti er þó hinn ánægðasti með að hafa sloppið, enda piparsveinn. Kólombía: 78 létust og 800 særdust er áhorf- endapallur féll Að minnsla kosti sjötíu og átta manns létusl og átta hundruð slösuðust í borginni Sincelejo I Kólombíu i gærkvöldi er áhorfenda- pallar hrundu. Að sögn lögregluyfir- valda i þessu Suður-Ameríkuriki hafði pöllunum verið komið upp til bráðabirgða vegna fyrirhugaðs nautaats. Óttazt er að tala látinna eigi eftir að hækka mikið vegna þess hve margir hinna slösuðu eru illa haldnir. Margir létust er þeir tróðust undir eftir að pallarnir hrundu. — Það var hræðilegt að sjá bæði konur og börn troðast undir án þess að ncinn reyndi að hjálpa þeim — sagði einn sjónar- votta. í fregnum frá höfuðborginni Bogota sagði að tala látinna gæti vel verið rúmlega eitt hundrað. Slysið varð á uppskeruhátið þar sem ávallt er efnt til nautaats þar sem bæði atvinnu og áhugamenn i íþrótt- inni berjast við ung naut. Sjónar- vottar sögðu að greinilegt hefði verið að áhorfendapallarnir hefðu ekki þolað þunga þess mannfjölda sem kominn hefði verið upp á þá. Yfir- völd segja að verið geti að undirstöð- urnar hafi verið veikari en ella vegna þess að mikil rigning hafi komið rétt áður en nautaatið átti að hefjast. Hafi jarðvegur þá hugsanlega skolazt frá undirstöðunum. Heilbrigðisráðherra Kólombiu lýsti yfir neyðarástandi á þvi svæði landsins sem snýr að Karabiska hafinu en borgin Sincelejo, þar scm slysið varð, er á þeint slóðum. Var öllum sjúkrahúsum á svæðinu skipað að vera viðbúin að taka við slösuðum. Búið er að senda fjölda lækna og hjúkrunarlið til aðstoðar og cinnig hal'a verið send tjöld og annar búnaður á slysstaðinn. Skákmótið í Hollandi: Heimsmeist- arinn efstur Bandariski skákmaourinn Yassir Seirawan er t fyrsta sæti á skák- mótinu i Hoogovens i Hollandi. Hann sigraði Hollendinginn Hans Böhm í fimmtu umferðinni og# er þá með 4,5 vinninga. Seirawan, sem er ekki nema 19 ára gamall, er handhafi titilsins heimsmeistari unglinga (World junior Champion). í fjórðu umferðinni sigraði hann hollenzka stórmeistarann Jan Timman. Fyrr á mótinu sigraði hann Viktor Kortsnoj svo vel sést að hinn ungi skákmaður siglir ótrauður til sigurs á mótinu. Landi hans Lev Alburt er i öðru sæti með 3,5 vinninga en hann sigraði Ligternik frá Hollandi i l'immtu umferð og Guðmund Sigur- jónsson i fjórðu umferð. Á morgun er fridagur hjá keppendum á skákmólinu. Önnur úrslit úr fimmlu umferð urðu þessi: Timman og Kortsnoj gerðu jafntefii, Ree frá Hollandi gerði jafntefli við Sunie frá Brasilíu, Bandarikjamennirnir Byrne og Browne gerðu jafntefli, biðskák er hjá Kovacevic og Guðmundi Sigur- jónssyni. Staðan eftir fimm umferðir er þá þessi: 1. Seirawan með 4,'5, 2. Alburt með 3,5, 3.-5. Ree, Byrne og Brown með 3 vinninga, 6. Kovacevic 2,5 og biðskák, 7.-8. Kortsnoj og Böhm 2,5 9. Sunie 2, 10. Biyiasis 1,5 vinning og biðskák, 11. Timrnan og Ligterink 1,5 og 13. Guðmundur Sigurjónsson og Van der Wiet með I vinning og biðskák. Bitillinn McCartney er enn i haldi í Japan að þvi er við bezt vitum. Ekki er Ijóst h'vernig ksera á hendur honum fyrir að hafa 220 gr. af hassi í fórum sinum verður meðhöndluð. Hins vegar er búið að aflýsa ellefu hljómleikum, sem hann ætlaði að halda i Japan ásamt hljómsveit sinni, Wings.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.