Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 11
/V DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 1980. GOLLUÐMEKh YRÐALÖGGJÖF Eigum við að hugsa okkur, les- andi góður, að þú sért starfsmaður stofnunar og teljir þig vita um að samstarfsmaður þinn misfari með fé hennar eða misnoti aðstöðu sina á hennar kostnað í hagnaðarskyni? Samvizka þin segir þér að þér beri að segja frá vitneskju þinni. Ef hér er um opinbera stofnun að ræða, hefir þú skyldur við samfélagið, sem á þessa stofnun ásamt þér. Auk þess ert þú samsekur, ef grunur þinn reynist réttur, ef þú hefir ekkert aðhafzt. En hvað segir nú íslenzka meiðyrðalöggjöfin um þetta? í 235. grein hennar segir svo: „Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, skal það varða seklum eða varðhaldi allt að eitt ár.” í skýringu við greinina segir svo: „Þessi grein leggur refsingu við æru- meiðandi aðdróttum, hvernig svo sem hún er framborin.” Skv. löggjöfinni leysir sönnun þvi aðeins undan refsingu að sá sem móðgaður er hafi sjálfur hafið leik- inn eða goldið líku likt! Þú situr laglega í súpunni. Ef þú þegir ertu sekur. Ef þú segir frá vitneskju þinni ertu lika sekurH Veigamikil atriði felld brott fslenzk hegningarlög eru sniðin eftir dönskum hegningarlögum. Hegningarlög allra nágrannaþjóða okkar munu vera mjög svipuð, enda er réttarvitund fólks þess er á þessu svæði býr, hin sama. Af einhverjum ástæðum, sem ekki verður getið í hér, hefir þcim sem smíðuðu þessa löggjöf næstum orðrétta eftir þeirri dönsku þóknast að fella i brottu veigamikil atriði, svo sem hér feráeftir. 269. grein í dönsku meiðyrðalög- gjöfmni: „En sigtelse er straffri, nár denne sandhed bevises, sável som nár den, der i god tru fremsætter sigtelsen, har været forpligtet til at udtale sig eller har handlet til berettige varetagelse af ábenbar almeneinteresse, eller af eget eller anders tarv. Stk. 2 Straf kan bortfalde der oplyses omstændigheder, som gör föje til at anse sigtelsen for Sand.” Við skulum reyna að snara þessu á íslenzku: Ásökun er ósaknæm ef sannleiksgildi hennar sannast, svo og þegar þeim, sem ber ásökunina fram, hefir verið gert að skyldu að láta hana í ljós, eða hann hefir gert það til að gæta hagsmuna aiþjóðar eða sinna eða annarra. 2. gr. Refsing má niður falia ef i Ijós koma ástæður sem bentu í þá átt að skoða ásökunina sanna. Hér kemur í ljós að úr hefir verið sleppt leiðbeiningum til dómara hvernig vinna skuli að gerð dóma. Hinar svokölluðu ærumeiðingar geta verið af ýmsum toga spunnar. Það hlýtur að vera nokkurt atriði hvort maður viðhefur ummæli um annan mann í þeirri trú að hann sé að fara með rétt mál eða hann ber fram upplognar sakir til að sverta mannorð náungans í þvi eina skyni. Rógur og upplognar sakir eru mjög alvarleg afbrot, sem geta haft hroðalegar afleiðingar fyrir þann sem fyrir því verður. Venjulega er slíkt viðhaft að þeirri persónu fjarverandi sem rægja skal og er af þeim sökum miklu alvarlegri. Rógberar og slefberar eru viðbjóðs- legar manneskjur og stórhættulegar. Þær eiga lítið sameiginlegt með þeim mönnum sem birta ummæli sín á prenti. í þeim tilvikum á sá sem fyrir áreitni verður tækifæri til að af- Kjallarinn Páll Finnbogason sanna ummælin ef röng eru og stendur þá venjulega betur að vígi en hinn sem ummælin viðhafði. Þó slík meiðyrði séu dæmd dauð og ómerk eftir lagabókstaf, sem settur hefir verið löngu áður en umræður urðu jafnopinskáar og nú er, hefir sá dómur i rauninni ekkert að segja. Ummæli verða ekki dæmd dauð og ómerk séu þau sönn. Slikir dómar eru marklausir. Að dæma mönnum miskabætur í slíkum tilvikum er auðvitað fjar- stæða. En dómurum er nokkur vorkunn. Úr þeirri löggjöf sem dæmt er eftir í menningarlöndum og við miðum okkur við hér, hafa hér verið felld í burtu veigamikil atriði. Það er semsagt sjálfur „andi laganna” sem hefir verið numinn brottu. Dómarinn hefir ekkert við að styðjast nema bókstafinn en sem kunnugt er ber dómurum að taka tillit til „anda laganna” en það þarf ekki skýringa við. Sjálf lögin veita enga undankomu, en hinu er ekki „Ef þú þegir, ertu sekur. Ef þú segir frá vitneskju þinni, ertu líka sekur!” Andvaraleysi gagn vart eiturlyfjum „Kl. 12.30 sumardag einn varð ég narkoman (eiturlyfjaneytandi). Það var þriðjudagur. Ég var 14 ára. Ég tók mitt fyrsta LSD tripp. Ég komst í himininn þann dag.” Þetta eru orð 23 ára norskrar stúlku, sem aðeins ætlaði að prófa hvernig það væri. Hún hefur verið eiturlyfjaneytandi í 9 ár. Þessi dagur var síðasti eðlilegi dagurinn í lífi hennar fram að þessu. Þegar af henni bráði, hugsaði hún aðeins um það hvernig hún gæti komist í slíka stemmningu aftur. Tilvera hennar varð sem þræll í veröld sem stjórnað var af LSD, morfíni, kókaíni og heróíni. Hún hljóp að vísu yfir veikari tegundir eiturlyfja, en það breytir engu, hún hefði mjög liklega komist á þetta stig hvort sem var, bara aðeins seinna. Hún er haldin króniskri lifrar- bólgu, eftir gulsóttarsmit af völdum óhreinnar nálar á heróínsprautu fyrir fimm árum, taugaveiklun, hræðslu- köstum, mannafælni, henni finnst hún vera ofsótt og fær skyndileg of- skynjunarköst. Hún hefur engin áhugamál, lífs- verðmætamat hennar er ekkert. 8 sjálfsmorðstilraunir hefur hún gert. Hún hefur horft á suma félaga sína deyja af því að hafa tekið of stóran skammt, eða framið sjálfsmorð. Eiturlyfjaneysla kostar peninga. Viku heróínskammtur hennar kostar um það bil 400 þúsund isl. krónur. Þeirra aflar hún sem dreifingaraðili, — aðrir möguleikar eru þjófnaður og vændi. Þetta er ekki hryllingssaga, — þetta er sannleikur, og þó aðeins hluti hans, hann er jafnvel verri. Vettlingatök yfirvalda Páll V. Gíslason skrifar athyglis- verða grein í Morgunblaðið 5. janúar sl. um málefni sem kemur flestum fjölskyldum í landinu við á einhvern hátt, það er áfengis- og önnur fíkniefnaneysla. Á síðustu tveim árum hefur verið gert stórkostlegt átak í þeim málum sem varða á- fengisneyslu, — en það átak er einstaklingaframtak. Þau mál hafa yfirvöld tekið sömu vettlingatökum og þau virðast ætla að taka eitur- lyfjavandamálið, því vissulega er það orðið vandamál, þegar við fáum upplýst að 2% þjóðarinnar, mest- megnis ungt fólk, hafi komið við neyslu eða dreifingu eiturlyfja. Við vitnum gjarnan til Norður- landaþjóðanna þegar okkur finnst naumt skammtað hér, hvort sem um er að ræða laun, sjónvarpsefni eða bara bjór. Allt á að verða eins hér. Er það af því að við getum ekki, — eða nennum við ekki að standa i því að móta okkur stefnu sjálf? Éf við ætlum að elta í blindni allt það sem þær þjóðir tileinka sér, ,verðum við að gera okkur ljóst að við verðum óhjákvæmilega að taka það illa með því góða. Borgar það sig þá? Væri ekki skynsamlegra að loka eyrunum fyrir þeim röddum sem fullyrða að við séum ekki menn með mönnum af því að við höfum ekki bjór eða rýmri áfengislöggjöf? Ennþá heyrast ekki háværar raddir um að önnur fikniefni eigi að liggja á lausu, en hve langt verður þar til að þær fara að heyrast líka? Þessar grannþjóðir okkar eiga við ramman reip að draga fyrir það hvað samgöngur milli landa þeirra eru auðveldar. Einmitt vegna þeirrar einangrunar sem við búum við, ætti að vera auðveldara fyrir okkur að fyrirbyggja — en þess verður ekki vart að neinar alvarlegar tilraunir séu gerðar í þá átt. Þeir sem málum ráða virðast ekki taka það alvarlega að hér sé neitt vandamál á ferðinni. Þó hljóta þeir að gera sér það ljóst. Kostnaður virðist stundum vera að sliga yfirvöld (eins og fleiri) og vissulega yrði það, að leita nýrra úrræða, kostnaðarsamt, en það var nú t.d. Krafla líka, og hvort skyldi nú verða ábatasamara þegar frá liður? En það fer nú sjálfsagt eftir því með hverjum augum silfrið er metið. Vikublöð hafa viðtöl við eitur- lyfjasala undir nafnleynd og gera það að söluvöru. Er verið svo sofandi, að það sé látið afskiptalaust? Hvað ef viðtalið væri t.d. við ófundinn morðingja? Væri það ef til vill líka baraspennandi? Furðulegt andvaraleysi Við verðum að kalla þetta furðulegt andvaraleysi i jafnlitlu þjóðfélagi, sem einmitt í krafti þess hve fámennt það er, hefur betri möguleika en stærri þjóðfélög til þess að takast á við þessi mál nú áður en þau verða því ofviða. En til þess þarf vissulega vilja þeirra sem aðstöðu hafa til að gera eitthvað raunhæft. Um kostnað skulum við ekki tala, því það sýnir sig á öðrum sviðum að það er ekki þar sem hnífurinn stendur í kúnni. Eins og er verðum við að horfast i augu við það, að eiturlyfjaneysla hér er staðreynd. En hverja möguleika hafa þeir sem hugsanlega vilja verða lausir úr þeim viðjum sem hún er? Hafa þeir yfirleitt nokkra? Trúlega ekki. I þjóðfélagi þar sem í mesta lagi er yppt öxlum eða sagt, ,þetta er nú ekki svona slæmt” er eðlilega ekki talin ástæða til að veita slíka aðstoð. Það er gjarnan vísað til geðdeilda eða geðsjúkrahúsa — en eru þau svo mörg eða merkileg að þau geti full- nægt þeim þörfum er fyrir þau eru, þó ekki komi eiturlyfjaneytendur til? Alls ekki. Hvað er þá til ráða? EKKERTI! Norðurlandaþjóðirnar eiga vissulega við erfiðleikja að etja hvað sjúkrahús eða hælisvist varðar, en vandamálið er bara orðið enn stærra þar, — jafnvel hlutfallslega, — og verðum við endilega að bíða eftir því að sjá hvernig þær fara að áður en við lyftum höndunum? „Gerum viö okkur Ijóst, hvernig stefnu- leysið í þessum málum eyöileggur?” n að neita að íslenzkir dómarar hafa samt sem áður haft nokkra tilfinningu fyrir hvað vera skyldi „andi laganna”. Hvað veldur? Spurningunni um hvernig á því stendur að löggjöfin skuli ekki sam- ræmd löggjöf annarra landa og einnig spurningunni um það hve margir dómar hafa hér verið kveðnir upp, sem alis ekki fengju staðizt ef löggjöfin væri eins og hjá siðmenntuðum þjóðum verður ekki svarað. Tilefni þessa greinarkorns er sjónvarpsþátturinn sem sýndur var nú nýlega um meiðyrðalöggjöfina. Þar virtist engum vera kunnugt um þessa missmíði á íslenzku lög- gjöfinni. Það verður mjög að draga í efa, að dómar slikir, sem VL-dómarnir, hefðu fallið á sömu lund, t.d í Danmörku. Að gera eitthvað I „góðri trú” er að breyta samkvæmt samvizku sinni. VL-mennirnir gerðu vafalaust sína hluti í góðri trú. Andmælendur þeirra hafa sjálfsagt líka verið i góðri trú er þeir lýstu áliti sínu á verknaðin- um, sem hafði stórpólitískar afleið- ingar, cn stærsti flokkur þjóðarinnar gerði málið að sinu og vann stóran kosningasigur út á hræðsluáróður sinn. Hitt er svo annað mál að meiðyrðalöggjöfin íslenzka er óviðunandi eins og er. Hún er óviðunandi fyrir þá sök, sem hér var lýst i upphafi. Hún er óviðunandi fyrir dómara, sem raunverulega verða að taka lögin í sinar hendur, ef þeir eiga ekki að fremja hreina vald- níðslu og hún er öllum til hreinnar skammar. Það verður að teljast makalaus aumingjaskapur hjá lagasmiðum, lögfræðingum og þeim sem verða fyrir barðinu á þessari ógæfu að hafa látið þetta óátalið i áratugi. Páll Finnbogason. Kjallarinn Eria Magnúsdóttir Fóstureyðingarlögin, (sem eru blettur á íslenskri löggjöf) koma til framkvæmda, þegar um félagslegar forsendur er að ræða. En hverjar eru félagslegar forsendur? Er það ekki staðreynd, að i allflestum tilvikum séu þær það, sem við almennt köllum óreglu, og eigum þá við ofneyslu á- fengis og nú orðið aðra fíkniefna- neyslu? Svo kemur að því að þegar 'byrjað er að meta félagslegar aðstæður, má teygja það hugtak lengi og með því sljóvga raunverulegt siðferðismat. Er það ef til vill það sem skeður í mati okkar á því böli sem eiturlyfjaneysla er? Gerum við okkur ljóst hvernig stefnuleysi i þessum málum eyðileggur? Það er þingað um ómerkilegri málefni, þetta eru mannslíf. Þetta er þó málefni sem hægt er að reyna að taka fastari tökum núna á meðan ekki er verr farið, eða ætlum við að það verði kostnaöarminna að reyna að rétta við það, sem hefur verið eyðilagt? Það eru vafalaust til leiðir til varnar, en þær verða hvorki fundnar né unnar hálfsofandi ef vel á að vera. Hvernig væri nú að fara að rumska? Erla Magnúsdóttir, gæslukona.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.