Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 4
4, DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 1980. DB á ne ytendamarkaði Á skíðum skemmti ég mér. Gönguútbúnaðurinn langtum ódýrari en svigbúnaöur Skiðasnjórinn hcfur látið standa óvenjumikið á sér jiennan veturinn fyrir norðan og hér fyrir sunnan hefur að vanda verið fremur lítið um snjó. Samt hefur verið fullt upp að gera í öllum skíðavöruverzlunum og: einn DB manna lenti i því að er hann vantaði skíðaskó voru þeir uppseldir í bænum. Vegur skíðaiþróttarinnar fer vaxandi hér fyrir sunnan og i góðviðrisdögum i snjó er örtröð á skíðasvæði Reykvíkinga í Bláfjöll- um. En skíðaíþróttin er dýrt sport, sérlega fyrir þá er alltaf fara á eigin bíl til fjalla. Venjulegur skíðaút- búnaður kostar á milli 130—140 þúsunda á fullorðna og 70—100 þúsund fyrir börn. En gönguskíði og það sem þeim fylgir er mun ódýrara. Lítum nánar á verð sem við fengum uppgefið í Útilífi í Glæsibæ. Venjuleg skíði sem oft eru líka nefnd svigskiði kosta á milli 56 og 110 þúsunda. Við þau kosta bindingar 32.200 og skór á milli 20og 60 þúsunda. Gönguskíðin kosta hins vegar 34—54 þúsund, bindingar við þau 4.800 og skór 20—25 þúsund. Þarna munar sem sagt verulega á verði. Skíðastafir kosta svo 6.500 til 9.800 krónur. Fyrir þá sem mcnntaðir eru orðnir í skiðaíþróttinni eru svo auk alls þessa keypt sérstök skiðaföt og gömlu lopapeysunni hent upp á háaloft. Verð á skíðafatnaði er mjög mismun- andi eftir þvi hvað í hann er borið, hann kostar frá 70 og upp í 150 þúsund. Auðvitað er hann alls ekki nauðsynlegur en hitt er aftur algjör nauðsyn að vera vel klæddur. Jafn- framt mega menn ekki vera í fötum sem íþyngja þeim um of svo ef ekki er lagt út í skíðafatnað er lopapeysan og létt nælonúlpa við eitt það bezta. Gott föðurland, góðar buxur og ullarsokkar er svo það sem blifur fyrir neðri partinn. Ekki má gleyma góðum og þykkum vettling- um, húfu og jafnvel trefli. Rúta eða einkabfll Þá er eftir einn aðalkostnaðurinn þegar til Iengdar lætur, og það er að komast í góðan skíðasnjó. Sérlega þó á venjulegum vetri fyrir þá sem búa á suðvesturhorni landsins. Sumir leggja það á sig og budduna að skreppa út fyrir landsteinana á skíði en flestir láta sér nægja að skreppa i Bláfjöll. Frá Reykjavík og upp i Blá- fjöll eru 33 kilómetrar. Þangað myndi því kosta um 12 hundruð krónur að aka á bíl sem eyðir 10 litrum á 100 kílómetrum aðra leiðina. En í Bláfjöll gengur einnig rúta á vegum Guðmundar Jónassonar. Hún fer úr bænum alla daga nenta föstu- daga, á laugardögum kl. 10, á mánu- dögunt kl. 14, en þriðjudaga, mið- vikudaga og fimmtuaga kl. 14, !6og 18 og er þá ferðin kl. 16 æfingaferð fyrir Ármann. Rútan leggur upp frá Umferðarmiðstöðinni. Með henni kostar farið 2000 fyrir fullorðna báðar leiðir og 1500 fyrir börn. Svipað kostar að komast í Skálafell en þangað fer rúta um helgar kl. 10. Þegar inn á skíðasvæðið er svo komið eru ekki allir rcikningar á enda. Visst kostar að ferðast með lyftunni til þess að geta rennt sér niður. I Bláfjöllum eru til dæmis i gangi þrenns konar verð. í fyrsta lagi er hægt að kaupa sér ferðamiða í blokkum á 500 krónur fyrir börn og 1000 fyrir fullorðna. Slíkir miðar duga 8 sinnum í dráttarlyftuna en tvo miða þarf að borga í hverri ferð með stólalyftunni og dugar þvi kortið aðeins í fjórar ferðir. I öðru lagi er hægt að kaupa dagkort eða kvöld- kort. Dagkortin kosta 2800 fyrir full- orðna og 1400 fyrir börn. Þau gilda allan daginn, virka daga, til kl. 18. Kvöldkortin taka þá gildi. Þau kosta 2000 fyrir fullorðna og 1000 fyrir börn. Um helgar eru slík kort ekki scld. Þriðji möguleikinn er svo að kaupa árskort á 40 þúsund fyrir fullorðna og 20 þúsund fyrir börn. Þau gilda allan ársins hring þegar opið er í Blá- fjöllum. í Skálafelli er hægt að kaupa dag- kort, eða kort fyrir 10 ferðir. Kosta slík kort 2200 fyrir fullorðna og 1100 fyrir börn. í Skálafelli eru börn talin 16 ára og yngri en 15 ára og yngri í Bláfjöllum. Og eftir alla þessa upptalningu á kostnaðarliðum er ekkert eftir nema ánægjan. . . og heimferðin. Fyrir þá sem fjárfesta í gönguskíð- um er kostnaðurinn hins vegar mun minni, þvi ekki þarf þá neinar lyftur og nægir að aka svo langt út fyrir bæinn að göngufæri sé á snjó. Þá geta menn líka fengið allan þann frið og kyrrð sem þeir vilja, þurfa ekki að bíða i biðröðum eftir skíðalyftum. En missa auðvitað um leið af mun á færi nema fárra að renna.sér skemmtilegum félagsskap. Um þetta aðgagni í brekkum á gönguskíðum. verða menn bara að velja því vart -DS. Skiðaiþróttin er sannarlega fjölskylduskemmtun. En ef fjölskyldan á að vera eins vel útbúin og þessi er þarf peninga til. DB-mynd Bj. Bj. Bakaramir enn að baka eftir uppskriftunum I.K. á lilönduósi skrifar: Tölurnar cru svimandi háar, eins og vanalega (254.971 fyrir 6 manns i mat og hreinlætisvörur eða 42.495 á mann) og ég ætla ekki að reyna að skýra þær. Mig er farið að lengja eftir upplýsingum unt uppskriftakeppn- ina, ég sendi inn eina uppskrift en mér dettur ekki i hug að hún fái ncin verðlaun, til þess er hún allt of dýr. Svar: Kostnaðurinn hjá þér er ekki hærri en hjá mörgum þeim sem senda okkur seðla. Desember er ákaflega dýr mánuður og margt sem fólki finnst það ekki geta verið án um jólin. í sambandi við uppskriftakeppnina sem við stóðum fyrir ásamt Bakara- meistarafélaginu er það að ségja að við fengum miklu meira inn af upp- skriftum en við bjuggumst við. Bakararnir hófust þegar handa viðað baka hinar ýmsu gerðir sem upp- skriftir bárust að og smakka hver bezt væri. Jólin trufluðu þá eins og, aðra en nú eru-þeir langt komnir með baksturinn og það ætti ekki að dragast lengi fram í febrúar að úrslitin liggi fyrir. -DS. Uppskrift dagsins HRISGRJONARETT- UR MED RÆKJUM Dýr jólamánuður: Aukakfló eins og vera ber Uppskrift dagsins er af hrísgrjóna- rétti með rækjum og er fengin úr Matrciðslubók Sigrúnar Davíðsdótt- ur. Uppskriftin miðar við að rækjur séu notaðar i réttinn en í rauninni er hægt að nota hvaða fiskmeti sem er. olía 2 1/2 dl. hrisgrjón 6 dl soö (fisk, kjöt, kjúklinga o.s.frv.) hlandaö hvílvíni 1 stór laukur 2 hvítlauksrif örlítiö af saffrani 2 paprikur, hclzl grænar 300 gr. rækjur 2 msk. lómatmauk nýmalaöur pipar. Olían er hituð á pönnu. Laukurinn skorinn í þunnar sneiðar ásamt hvít- lauknum og steiktur i oliunni. Hrærið i þar til laukurinn er gul- brúnn. Bætiö hrísgrjónunum á pönn- una og látið þau stikna smástund á meðan hrært er vel í. Þá er settur á pönnuna helmingur vökvans og tómatmaukið. Saffranið, gróft salt á hnífsodd er sett í. Mallað við hægan hita án þess að hræra í (alh. að vel getur verið að þið þurfið að bæla á vökva svo hrísgrjonin þorni ekki). Þvoið og þerrið paprikurnar. hreinsið þær og skerið niður. Setjið þær saman við á pönnuna. Þá er allt soðið þar til hrísgrjónin eru soðin i gegn (getur tekið klukkutima). Rækjunum er bætt í rétt áður en rétturinn er borinn á borð og þær látnar hitna aðeins. Rækjurnar í réttinn kosta um 16 hundruð krónur en annað hráefni um 500 krónur. Þetta verða þá alls 2100 krónur. Rétturinn er ætlaður fjórunt þannig að hann kostar 525 krónur á mann. -DS. A. A. í Veslmannaeyjum skrifar: Jæja, þá er víst ekki lengur hjá þvi komizt að horfast í augu við desem- bereyðsluna. Matarliðurinn er 191.181 eða 47.795 á mann og líklega hafa komið nokkur aukakíló á fjöl- skylduna fyrir þessar krónur, eins og vera ber um jólin. Liðurinn „annað” er geysihár að vanda, eða 1.238.744, þar ber hæst lán 500.000 og vextir af því 95.425, timbur í bygginguna 75.891, húsa- leiga 35.000, jólaklipping fyrir fjöl- skylduna 13.900, jólaföt á börnin 54.031. í jólagjafir fóru 135.439, myndir i jólakort 24.307, efni í jóla- gardinur og jóladúk 12,465, sprengi- efni fyrir gamlárskvöld 20.000 og síðast en ekki sizt sigarettur 54.300 og er það sú tala sem mér ofbýður mest, en við hjónin reykjum bæði. P.S. Er hætt að draga út nafn þeirra sem senda inn upplýsingaseðla og ..splæsa” vöruúttekt? Svar: Vöruúttektin er búin að vera að bögglast fyrir brjóstum Neytenda- síðunnar í talsverðan tima. Þegar búið var að hafa sama form á hlutun- um í heilt ár þótti okkur kominn tími til að breyta til og gera eitthvað annað eða þá að haga framkvæmd- inni á einhvern annan hátt. En satt bezt að segja tók það okkur lengri tíma að leita að þessu ,,öðru” en við héldum i fyrstu. Þvi hafa mánaðar- úttektirnar legið niðri í nokkurn tima en verða teknar aftur upp með hækk- andi sól og þá í nýju formi sem of snemmt er að segja frá ennþá. -DS. ísskápurínn bilaði — og því varð að spara alR annað Húsmóöir í Keflavík skrifar: Sjálfsagt verður einhver hissa á upphæðinni á seðlinum (122.025 ' fyrir 4 í mat og hreinlætisvörur eða 30.306 á mann) og það í desember. ’ En hafa ber í huga að nóvember var 213 þúsund hjá mér og þá var allt kjöt keypt svo ég þurfti hvorki að kaupa kjöt né fisk í desember. ísskápurinn tók upp á því að bila Raddir neytenda rétt fyrir jól og kostaði milli 60 og 70 þúsund að gera við hann og því varð að spara allt annað eins og hægt var. Liðurinn „annað” er enn í molum hjá mér, þó tók ég lauslega saman jólagjafaútgjöld fjölskyldunnar sem voru 150-160 þúsund. Það virðist svipað og hjá öðrum ef marka má spurningar og viðtöl í dagblöðum og útvarpi. Svo var það hitaveitu- reikningurinn upp á 33.400 krónur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.