Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 32
Noirska skipið varð tíu manns að bana í Kungálv: ÍSLENMNGARNIR VMNI EKKI í NBNNIHÆTTU — margir íslendingar nemendur lýðháskólans í Kungálv Talið er að 10 manns, allt Svíar, hafi farizt er norskt skip rakst á Almobrúna við Tjörneyju með þeim afleiðingum að hún fór í sundur og 7 bílar steyptust í sjóinn. Slysið varð á föstudagskvöldið i niðaþoku og var i fyrstu talið að einir 13 bilar hefðu steypzt í hafið, sem þafna er um 40 metra djúpt. NÝTT FISK- VERD í DAG EDA MORGUN Búizt er við nýju fiskverði i dag og i siðasta lagi á morgun. Búið mun vera að ræða þmi lagafrumvörp i þing- flokkum og sjávarútvegsnefndum al- þingis, sem eru grundvöllur nýs fisk- verðs. I.íklegt erað fiskverðshækkun verði um 15%, en þá er miðað við . að oliugjald, 9%, falli niður. OCí. LÍKAMSÁRÁS Á BAK VIÐ SVR-SKÝLI Til hressilegra slagsmála kom aðfaranótt sunnudags á bak við strætisvagnaskýli á mótum Sogavegar og Tunguvegar i Reykjavík. Attust þar við tveir ungir Reykvikingar. Taldi annar sig eiga óuppgerðar sakir við hinn, elli hann upp i strætisvagn, sem reyndist þetta kvöld vera „síðasti vagn i Sogamýri”. Réðst hann siðan að náunganum er hann yfirgaf bilinn. Árásin hefur verið kærð til rannsóknarlögreglunnar og er i rannsókn, en þegar liggur fyrir játning um árásina. Meiðsl urðu ekki alvarleg. -A.St. Reyk lagði um allt verzlunarhúsið Eldur varð laus i geymsluherbergi i viðbyggingu stóra verzlunarhússins að Miðvangi 41 i Hafnarfirði í gær. I húsinu, sem cr eitt stærsta verzlunar- hús i Hafnarfii ði.er falskt loft og Iofl- ræstingakerli hussms komið þar fyrir. Mikinn reyk lagði frá eldinum og komst hann í loftræstikerfið og eflir því m.a. i bakariið, apótekið og viðar um húsið. Reykkafarar slökk viliðs Hafnar- fjarðar slökktu eldinn fljótl og siðan þurfti að lofla út. Einhverjar reykskemmdir urðu en eldstjón litið. Talið er að um ikveikju sé að ræða. -A.Sl. Skíðafólk í vandræðum í Skálafelli Allmargt skiðafólk sem fór i Skála- fell á sunnudaginn lenti í crfiðleikum er að heimferð dró. Þarna tók að skafa siðdegis á sunnudag og þeir sem ekki áttuðu sig nógu fljótt urðu innilokaðir aðrir en þeir sem í stórum áætlunar- bílum voru. Minni rúta og einkabilar sátu fastir. Lögréglan og einhverjir hjálpar- sveitarmenn úr Mosfellssveit veittu aðstoð. Úr vandræðunum leystist ekki fyrr en Vegagerðin sendi hefla sína uppeftir. Síðustu bilar komu ekki i bæinn fyrr en um eittleytið í nótt. -A.St. Norska skipið sem sigldi á brúna var búið fullkomnustu radartækjum til siglingar og voru þau i bezta lagi þannig að furðu gegnir að skipsverjar skildu ekki verða varir við brúna. Þá var um borð sænskur hafnsögu- maður sem kunnugur er á staðnum. Veginum að brúnni, sem liggur frá bænum Kungálv til eyjarinnar Tjörn, var strax tíu minútum eftir að slysið varð lokað frá landi en um 40 mínútur tók að loka þeim endanum sem sneri frá eynni. Hefur þetta nokkuð verið gagnrýnt í Svíþjóð þar eð . sýnt þykir að með því að kalla tii slökkvilið til að loka brúnni í stað þess að kalla til lögreglu sem miklu lengri leið átti að, hefði mátt stytta þennan tíma, og þar með minnka slysahættuna verulega. í Kungálv er nokkuð af íslending- um, aðallega nemendur i Lýðháskólanum þar. Ekki er kunnugt um að neinn þeirra hafi verið í hinni minnstu hættu. -DS/JSB. Kristjin Arason, hin unga stórskytta FH-inga, er nú markahœsti leikmaöurinn t 1. deildinni eftir öruggan sigur FH ú Haukum á laugardag. FH haföi allan timann tögl og hagldir og sigraði 24—19. Kristján skoraði 9 mörk I leiknum og gekk Haukavöminni illa að ráða við hann. Á þessari mynd Bjamleifs stekkur hann upp fyrir framan Haukavömina og sendir knöttinn i netið með þrumufleyg. -Sjá nánar iþróttir á bls. 14—19 í blaðinu I dag. Suðureyri við Súgandaf jörð: Fiskverkunarstóðm eyðilagðist í eldi Saltifksverkunarstöðin Bára á Suðurcyri við Súgandafjörð eyði- lagðist er eldur kom þar upp siðdegis igær. Eldurinn kom upp er verið var að þíða leiðslu með gastæki og komst þá neisti á milli þilja með áðurgreindum afleiðingum. Eldurinn varð fljótlega mjög magnaður og slökkvistarf gekk mjög erfiðlega vegna hvassviðris. Er húsið ónýtt, eins og áður sagði, svo og tækjabúnaður þess. í fiskverkunarstöðinni Báru unnu að jafnaði 8—10 manns og tveir bátar lönduðu þar. -GAJ. frjúlst, áháð daghlað MÁNUDAGUR 21. JAN. 1980. Reykjavíkurskákmótið: „Offramboð af stór- meisturum” „Það má segja, að orðið sé offram- boð á stórmeisturum á Reykjavíkur- skákmótið,” sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands íslands í samtali við Dagblaðið. Stórmeistararnir R. Keene frá Bret- landi, R. Byrne frá Bandaríkjunum og E. Torre frá Filippseyjum hafa allir lýst yfir áhuga á að taka þátt í Reykja- víkurskákmótinu. Einar segist reikna með; að hægt yrði að uppfylla ósk ein- hvers eins þessara stórmeistara um þátttöku. Eins og DB hefur greint frá hefur Skáksambandið mikinn hug á að fá brezka undrabarnið Nigel Short til að tefla á mótinu. -GAJ. Nýr togarí til Neskaupstaðar: Á heimleið framhjá kerfinu ,,Við erum hjátrúarfullir i þessum landshluta og Barði hefur verið mikið happanafn hjá okkur þannig að nýja togaranum hefur verið gefið nafnið Barði NK-120 og er væntanlegur til landsins i þessari viku,” sagði Jóhann ■K. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað. Svo sem DB skýrði frá á sinum tíma, hafði fyrirtækið fyrirhugað að endur- nýja 13 ára gamlan togara sinn, er nýjar reglur tóku gildi i fyrra, sem komu i veg fyrir það með venjulegum hætti. Varð málið stórpólitískt um tima þar sem bæði Lúðvík Jósefsson og Kjartan Jóhannsson komu viðsögu. Sildarvinnslan sá ekki fram á að hag- kvæmt yrði lengur að gera gamla Barðann út og leitaði því lánsfjár erlendis til kaupanna þar sem hinar nýju reglur hindruðu innlenda fjár- mögnun. Þá kom upp sú hugmynd að nefna togarann Lúðvík Barði Kjartan. Og nú er nýi Barðinn sem sagt væntanlegur. Hann var smíðaður í Frakklandi fyrir 4 árum og er eins og Birtingur, Hegranes og Þorlákur, sem gengið hafa vel. Gamli Barðinn var settur upp i kaupin fyrir 380 milljónir og greiðir Sildar- vinnslan um 600 milljónir í milli. „Miðað við aflabrögð Aust- fjarðatogara á heimamiðum treystum við okkur ekki til að fjármagna nýsmiði, enda taka Færeyingar sín 17 þúsund tonn á ári nær eingöngu á okkar miðum, sem við erum mjög óhressir með,” sagði Jóhann. -GS. LUKKUDAGAR: 20. JANÚAR 4583 Kodak Pockett A1 myndavél. 21. JANÚAR 29546 Kodak EK100 myndavél. Vinningshafar hringi í síma 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.