Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 1980. (i Utvarp 31 Sjónvarp D ÚTVARPSSAGAN - útvarp kl. 21,45: Sólon íslandus í tilefni afmælis Davíös Stefánssonar í kvöld hefst lestur nýrrar útvarps- sögu, Sólon islandus eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Sagan er flutt í tilefni þess að 85 ár eru frá fæðingu Davíðs. Sólon íslandus er um ævi Sölva Helgasonar en hann var og er frægasti umrenningur sem Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. uppi hefur verið á íslandi. Sölvi Helgason fæddist á Fjalli i Skagafirði árið 1820. Hann varð' snemma landshornamaður og varð hekktur fyrir ýmsa óknytti. Sölvi var í betrunarhúsi i Kaupmannahöfn í þrjú ár. Hann var orðlagður fyrir sjálfhælni og þóttist hafa betra vit en aðrir á ýmsu. Hann var gæddur listrænum gáfum eins og sjá má af myndum hans og skreytingum sem varðveittar eru eftir hann. Sölvi orti einnig mikið og skrifaði. Það hafa fleiri skáld en Davíð Stefánsson skrifað um Sölva og má þar nefna Elinborgu Lárus- dóttur. Ennfremur orti Bólu- Hjálmar frægt kvæði um hann. Bókina Sólon íslandus skrifaði Davíð á árunum 1930—40. Bókin kom út 1940og var sagan fyrst lesin í útvarpi fyrir 22 árunt af Þorsteini Ö. Stephensen. Það er sami lestur sem nú verður fluttur í tilefni afmælis skáldsins eins og áður er sagt. Þorsteinn Ö. Stephensen les söguna Sólon íslandus. BÆRINN OKKAR — sjónvarp kl. 21,15: KOSTULEG ÁST „Leikritið segir frá tveimur eldri ógiftum systrum. Þær leigja manni nokkrum sem kemur í bæinn og verða báðar skotnar i honum og hann i þeim,” sagði Kristrún Þórðardóttir um fyrstu myndina af sex brezkum sjónvarpsleikritum sem sjón- varpið sýnir i kvöld. Myndirnar eru allar sjálfstæðar, byggðar á smásög- um eftir Charles Lee. „Manninum er alveg sama hvor konan er og þau ákveða að kasta upp teningi um hvora konuna hann á að velja,” sagði Kristrún Þórðardóttir ennfremur. „Teningurinn lendir á rönd og þá ákveða þær að maðurinn fari burt i smátima og sjá hvaða stefnu hjarlað tekur. Á meðan maðurinn er að heiman rífast þær systur um alla hluti og ákveða að þegar maðurinn komi til baka skuli sú sem hann hefur ákveðið að eiga hafna honum,” sagði Kristrún. „Myndin er skemmtileg og vel leikin. Ég mundi ekki segja að þetta væri grín heldur miklu fremur kostu- okkar og er a dagskrá sjónvarpsins leg mynd”. Leikritið nefnist Bærinn kl. 21,15 eða á eftir iþróttum. Maðurinn sem elskar systurnar tvær i leikriti kvöldsins i sjónvarpi. UM HELGINA I guðanna bænum, hættið að stæla „Johnny Carson” Þegar ég sá að á dagskrá sjónvarpsins á föstudagskvöld var „silfurbrúðkaups" þáttur frásænska sjónvarpinu fannst mér það ekki beinlínis tilhlökkunarefni. En þegar ég sá að Svend Bertil Taube var meðal þeirra sem fram áttu að koma, var ég tilbúin að biða i gegnum langt og leiðinlegt prógramm. Aldrei þessu vant kom sænska sjónvarpið, og reyndar einnig það islenzka, mér skemmtilega á óvart. Hátiðaþættirnir voru alveg sér- staklega góðir og skemmtilegir og sennilega með betra skemmtiefni sem komið hefur fram á hinum islenzka skjá. Á laugardagskvöld hóf göngu sina nýr þáttur í sjónvarpinu. Stjórn- andinn Hildur Einarsdóttir, var starfi sínu fyllilega vaxin, en hins vegar finnst mér þetta „Johnny Carson” fyrirkomulag alveg út í hött. Það er ekki nóg að stjórnandinn geti talað og komið skemmtilega fyrir. Viðmælendurnir verða einnig að vera frambærilegir. Aðeins tveir af fimm gátu talizt í þeim hópi, þ.e. lög- fræðingurinn Jón Oddsson og söng- konan Helga Möller. Hvar skyldi hún nú hafa verið niðurkomin þegar fegurðarsamkeppnin fór fram? —Ég sá ekki hvaða erindi „myndlistar- maðurinn átti í þennan sjónvarpsþátt — nema ef vera skyldi að fæla fólk frá tækjunum með þessu hræðilega væli sem heyrðist þegar hann skóp „listaverkið sitt”. Mér finnst líka alveg út i hött að leika plötur og láta þá er syngja þar syngja bara í þykjustunni í sjónvarpinu! Það er nauðsynlegt að hafa lifandi hljómsveit í skemmti- þáttum og nógir hljómlistarmenn eru til starfans. Bíómyndin á laugardaginn var sannarlega í anda hinna gömlu og góðu. Að hugsa sér að Deborah Kerr skyldi geta fengið bæði klippingu, permanent og lagningu inni i miðri Afriku þegar hún var orðin leið á siða, slétta hárinusínu! Laugardagsþátturinn um líf læknanna i Kóreustriðinu er alveg stórkostlega skemmtilegur. Ef ég mætti ráða væri einhver slíkur þáttur á hverju einasta kvöldi. Þættirnir sem koma á eftir Húsinu á sléttunni eru alveg sérlega fróðlegir og skemmtilegir. Það er nú meira hve þulurinn er mælskur. Dálitið þótti mér hann illa að sér í „íslandssögunni” i gær þegar hann sagði að Grænland hefði hætt að vera grænt í kringum 1250! Ég hef alltaf haldið að Grænlandi hafi verið valið þetta nafn af allt annarri á- stæðu en að það væri beinlinis grænt! Bryndísi tókst vel upp i barna- timanum eins og jafnan áður. Litla sænska myndin fannst mér hálf bjánaleg frá uppeldislegu sjónarmiði. Það hefði átt að sýna að Nína litla fengi skantmir fyrir að hella úr skólp- fötunni á nýþvegið eldhúsgólfið. Satt að segja hálf sofnaði ég yfir brezka skáldinu og fannst sá þáttur varla til þess að halda athyglinni við efnið. -A.Bj. Milton Friedman. Hann þykir hæði orðheppinn og fyndinn en ekki eru allir á eitt sátt- ir um kenningu hans. MILT0N FRIEDMAN — sjónvarp kl. 21,40: Nóbelsverðlauna- hafinn umdeildi „í þessum þætti er viðtal við Milton Friedman sem sænskur blaðantaður átti við hann, er hann tók við nóbels- verðlaununum í hagfræði 1976. Þeir ræða að mestu um efnahags- og stjórn- ntál en Friedman hefur mjög ákveðnar og sérstæðar skoðanir,” sagði Bolli Bollason, annar þýðandi myndarinnar, Milton Friedman situr fyrir svörum, sem sjónvarpið sýnir í kvöld kl. 21,40. Þýðandi á móti Bolla er Bogi Arnar Finnbogason. Bogi Arnar kemur i stað sænsks þuls og les hann því textann fyrir framan myndavélina. Milton Friedman fékk nóbelsverð- laun í hagfræði 1976. Hann þykir bæði afturhaldssamur og íhaldssamur. Hefur hann nt.a. verið bendlaður við herforingja í Chile. Efnt var til mót- ntælagöngu í Svíþjóð þegar Friedntan voru afhent verðlaunin. Eru margir, og þá sérstaklega vinstrisinnaðir, mjög á móti honum og hans kenningunt. í myndinni er m.a. sýnt frá þessunt mótmælagöngum. Þar ber einnig á gónta afskipti hans af Chile, Iramtið Evrópu og vaxandi þrótt Asíuþjóða. -F.l.A. MORGUNSTUND BARNANNA — útvarp kl. 9.05 í fyrramálið: Kalli og Lotta i sveitasælunni Morgunstund barnanna er ætluð yngstu börnunum og er þvi tilvalið að birta þessa mynd af litlu hnátunni til að minna krakkana á morgunstundina i fyrramálið. DB-mynd Hörður. „Þessi saga fjallar um systkinin Kalla og Lottu sent eru sex og þriggja ára. Þau búa i sveit og sagan lýsir viðskiptum þeirra við dýr og ntenn,” sagði Kristján Guðlaugsson í samtali við DB. Kristján byrjaði i morgun að lesa þýðingu sína á sögunni Veröldin er full af vinum eftir Ingrid Sjöstrand i morgunstund barnanna. „Sagan lýsir síðan lifi þessara barna i sveitinni. Foreldrar þeirra eru ekki bændafólk heldur menntafólk sem flutzt hefur burt úr borginni,” sagði Kristján ennfremur. „Höfundurinn, Ingrid Sjöstrand, er virtur barnabókahöfundur í Svíþjóð og hefur skrifað margar bækur um þessi sömu börn. Hún skrifaði bókina Kalli sem lesin var hér í útvarpi fyrir nokkrum árum. Er þaðsami strákurinn og er i bókinni Veröldin er full af vinum.” Annar lestur sögunnar verður I fyrra- málið kl. 9,05 og verða lestrarnir alls fimmtán. -FI.A. Kristján Guðlaugsson byrjaði i morgun lestur þýðingar sinnar á sögunni Veröldin er full af vinum eftir Ingrid Sjöstrand.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.