Dagblaðið - 04.02.1980, Side 14

Dagblaðið - 04.02.1980, Side 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. FEBRUAR 1980. I Iþróttir Iþróttir 14 I Iþróttir Iþróttir KA SIGRAÐIAFTUR- ELDINGU LÉTTILEGA Einn leikur var háður í bikarkeppni HSÍ á Akureyri á föstudagskvöldið. KA sigraði þá Aftureldingu úr Mos- fellssveitinni með 34 mörkum gegn 29 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 15—11 KA i vil. Burðarásar í liði KA voru þeir Alfreð og Gunnar Gíslasynir og voru þeir heldur betur i stuði. Þeir skoruðu 8 fyrstu mörk KA og í heildina skoraði Alfreð 15 mörk. Markvarzlan var sæmileg hjá báðum liðum. Hjá KA stóð Ólafur Haraldsson i markinu en í liði Aftureldingar var það gamla KR-kempan Emil Karlsson.. Hann hefur þó áreiðanlega oftast varið betur en að þessu sinni. Mörk KA: Alfreð 15/4, Gunnar 8/3, Þorleifur 4/2, Jóhann 3, Jóhannes 2, Guðm. L. og Guðm. Guðm. 1 hvor. Afturelding reyndi að taka Alfreð úr umferð um miðjan fyrri hálfleikinn en það gekk lítið. Hann reif sig hvað eftir annað lausan og ekki var að sökum að spyrja. Knötturinn hafnaði í netinu. Gunnar, bróðir hans, var mjög ógn- andi í sókinni og sterkur í vörninni en það var aðeins Steinar Tómasson, sem stóð upp úr meðalmennskunni hjá Aftureldingu. Hann skoraði mörg glæsileg mörk. Um miðjan siðari hálfleikinn var munurinn orðinn 10 mörk, 25—15, en þá tók að gæta kæruleysis hjá KA og Afturelding saxaði á forskotið, en tókst þó ekki að nálgast KA að neinu marki. Mörk UMFA: Lárus 10, Steinar 7, Gústaf 4, Þórður 4, Björn 2 og Magnús og Ingvar I hvor. Dómarar voru þeir Stefán Arnaldss. og Gunnar Jóhannsson og dæmdu ágællega. - GS Heppnissigur KR á Akureyri - KR sigraði Þór 14-12 í Skemmunni KR-stúlkurnar sigruðu stöllur sínar úr Þór á Akureyri í gærdag með 14 mörkum gegn 12. Slaðan í hálfleik var 8—6 KR I vil. Sigur KR var engan veg-: inn sanngjarn og hefðu réttlátustu úr- slitin verið jafntefli. Jafnræði var með liðunum framan af og á 15. min. var staðan t.d. 4—4. Tvö Islands- met í Eyjum Vestmannaeyingurinn sterki, Kristján Kristjánsson, var í miklum ham í Eyjum á laugardag er þar fór fram lyftingamót. Kristján setti tvö íslandsmet, en hann keppir í 60 kíló- gramma flokki. Fyrst lyfti hann 165 kílóum í hné- beygju og þá 275 kg í réttstöðulyftu. Það gerir 440 kiló samanlagt og sá ár- angur er einnig íslandsmet. Að auki voru nokkur Vestmannaeyjamet sett en mikil gróska er nú í lyftingunum i Eyj- um allt frá því Óskar Sigurpálsson kom til eyjarskeggja. - FÓV. KR komst í 6—4 en Þór jafnaði með harðfylgi 6—6. Lokaorðið i fyrri hálf- leiknum áttu svo KR-dömurnar er þær bættu tveimur mörkum við. Þær héldu siðan uppteknum hætti í síðari hálfleiknum og þegar 12 mín. voru til leiksloka var staðan orðin 14— 8 þeim í hag. En þá var eins og skrúfað væri fyrir allt hjá þeim og Þór tók að minnka muninn. Hefði ekki komið til afar óhagstæð dómgæzla er ekki gott að segja til um hvernig leikurinn hefði þróazt. T.d. komst Magnea Friðriks- dóttir inn í sending og óð upp allan völl. Illa var brotið á henni, en aðeins dæmt aukakast í stað vítakasts. Þetta skipti sköpum í leiknum þvi Þór var að vinna upp muninn og staðan 14—10. Undir lokin, þegar KR leiddi 14—12, brauzt Valdís inn úr horninu og gróf- lega var brotið á henni. Ekkert var dæmt hjá þeim dómurum Jóni Hensley og Ólafi Haraldssyni og KR slapp því fyrir horn. Mörk Þórs: Harpa 5/5, Magnea 3, Valdís 2/1, Þórunn I og Dýrfinna 1. Mörk KR: Hansína 6/1, Hólmfríður 3/3, Hjördís 2, Anna Lind, Olga og Arna 1 hver. - GS Þór — KR 12-14 (6-8) ÍslandsmAtið i handknattloik, 1. doild kvonna. Þór - KR12-14 (6-8). Akureyri 3. fobrúar. . Baztu leikmonn. Hansina Melsteó, KR, 7, Hjördis Sigurjönsdóttir KR, 7, Hjóimfriður Jóhannesdóttir KR, 8, Magnoa Friðnksdóttir Þór, 8, Harpa Sigurðardóttir Þór 6, Þór. Edda Öriygsdóttir, Kristin Ólafsdóttir, Magnoa Friðriksdóttir, Harpa Sigurðardóttir, Guðný Bergvinsdóttir, Hanna Rúna Jóhannsdóttir, Freydís Halldórsdóttir, Þómnn Sigurðor dóttir, Vakfís Hollgrimsdóttir, Dýrfinna Torfadóttir, Sigriður Sigurðardóttir, Þórey Friðriks- dóttir. KR. Helga Bachmann, Ása Ásgrimsdóttir, Honsina Melsteð, Hjördis Sigurjónsdóttir, Arna Garðarsdóttir, Olga Garðarsdóttir, Hjálmfriður Jóhannesdóttir, Ellý Guðjohnson, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Korólína Jónsdóttir, Anna Lind Sigurðsson. Jón Einarsson, HK — knattspyrnukappinn kunni i Val — lék IR-inga oft grátt i leiknum á laugardag. Hér er hann kominn i færi þegar gripið er í handlegg hans. DB-mynd Ragnar Th. Með slíkum leik áfram getur HK forðazt fall — HK vann öruggan sigur á ÍR í 1. deild íslandsmótsins í handknattieik á laugardag ,,Eg þakka góðum þjálfara, Þor- steini Jóhannessyni, og gjörbreyttum liðsanda þá miklu breytingu, sem hefur orðið á leik HK i síðustu leikjum liðsins. Sigurinn gegn IR var alltaf öruggur,” sagði Þorvarður Áki Eiríks- son, formaður Handknattleiksfélags Kópavogs, eftir að lið hans hafði sigrað ÍR i 1. dcild karla i handknattleiknum á laugardag i Laugardalshöll. Lokatölur 19—15. Annar sigur HK i röð og liðið er nú komið af botni 1. deildar. Það fór ekki milli mála að betra liðið sigraði á laugardag. Kópavogsstrákarnir voru mun belri — gneistuðu af leikgleði og baráttuvilja. Léku oft á tíðum mjög hraðan handknattleik og voru sterkir í vörn. að baki frábær markvörður Einar Þorvarðarson. Það var meira en ÍR réð við — liðið átti aldrei möguleika að bjarga stigi i þessum leik. „Þetta var góð afmælisgjöf — HK Óvænt hjá Skaganum — ÍA vann öruggan sigur á Þór í bikamum, 24-19 átti tíu ára afmæli á dögunum — og nú ræður gamli, góði liðsandinn rikjum,” sagði Jón Ármann Héðinsson, fyrrum alþingismaður, eftir leikinn. Hann var í hópi dyggra stuðningsmanna HK, sem mjög studdu við bakið á sínum mönn- um með hvatningarhrópum meðan á leiknum stóð. Hins vegar heyrðist varla stuna þegar ÍR skoraði. Það hefur orðið gjörbylting hjá H K í siðustu leikjunr — hófst, þegar liðið stóð lengi vel í Víkingum í sjöttu um- ferðinni. Siðan sigur á Fram í þeirri sjöundu og nú á ÍR. Með slíkum leik áfranr getur HK hæglega varizt falli — nokkuð sem fáum datt vist í hug eftir fimnr fyrstu umferðirnar, þegar HK tapaði og tapaði með miklum mun. Auk Einars markvarðar áttu þeir Hilmar og Jón Einarsson stórleik í HK- liðinu — Jón skoraði grimmt úr horn- inu í fyrri hálfleiknum. Lék skemmti- lega á varnarmann ÍR, sem settur var honum til höfuðs, en í s.h. tókst ÍR að mestu að setja undir þann leka. Þá reyndu í R-ingar að taka Hilmar úr um- ferð. Það var vonlaust verk í þeim ham, sem Hilmar var í. ÍR-liðið hefur verið dauft í síðustu leikjum sínum. aðeins Þórir markvörður og Bjami Bessason, sem sýndu eitthvað. Erfiður vetur framundan og þó á liðið þann leikmann, sem flest mörkin skorar i deildinni, Bjarna Bessason. Talsverð taugaspænna var í mönnum, þegar leikurinn hófst, og bæði lið mis- notuðu vítakast á fyrstu min. Siðan mikið jafnræði lengi vel. Allar jafn- teflistölur upp i 6—6, þar sem HK skoraði yfirleitt á undan. ÍR þó einu sinni yfir, 5—4. En þegar tíu mín. voru eftir af f.h. þökkuðu HK-menn fyrir samfylgdina. Skoruðu fjögur mörk i röð, 10—6, ogeftir það má segjaað úr- slit hafi verið ráðin. Staðan i hálfleik 10—7 fyrirHK. Lengi vel í s.h. voru HK-menn fjórum til fimm mörkum yfir, 12—7, 13—8 og 14—9 en um miðjan hálfleik- inn fór ÍR aðeins að saxa á forskotið. Minnkaði muninn í 15—13 og þá voru níu mín. til leiksloka. En Hilmar tók þá til sinna ráða þrátt fyrir gæzluna, skoraði þrjú mörk i röð. 18—14 og sigur HK i höfn. Lokatölur 19—15 og það var sanngjarn og verðskuldaður sigur hjá Kópavogsliðinu. Mörk ÍR: Bjarni Bessason 5, Bjarni Hákonarson 5/5, Sigurður I, Ársæll I, Guðjón 1, Bjarni Bjarnason I og Pétur 1. Mörk HK: Hilmar 7/1, Jón 6, Kristján 4/2 og Kristinn 2. -hsím. Þriöju deildar lið Akurnesinga kom lieldur betur á óvart um helgina er Þór frá Akureyri, sem leikur í 2. deildinni, kom í heimsókn. Leikur liðanna var liöur í bikarkeppni HSÍ og leikar fóru þannig að heimamenn sigruðu næsta örugglega 24—19 eftir að gestirnir höfðu leitl 11—8 i leikhléi. Greinilegt að handknuttleikurinn er á hraðri upp- leið á Akranesi. Þórsarar voru allan fyrri hálfleikinn yfir og þar til fram í miðjan þann siðari. Þá tókst heimamönnum að jafna og komast yfir og eftir það var aldrei litið um öxl. Munurinn jókst jafnt og þétt og í lokin skildu fimm mörk. Sigur Skagamanna var fyrir tvennt merkilegur. Fyrst það að Þórsarar höfðu örugga forystu í hálfleik og síðan að Guðjón Engilbertsson, einn helzti burðarás liðsins, fékk slæmt högg i andlitið og kinnbeinsbrotnaði í fyrri hálfleiknum. Hann var því lítið með í þeim síðari en þá var það Jón Hjaltalín Magnússon, sem gladdi tæp- lega 300 áhorfendur með þrumuskot- um sínum. Hann skoraði alls sex mörk úr aðeins sjö tilraunum. Annars var það barátta og aftur barátta sem færðu Skagamönnum þennan sigur fyrst og fremst og liðsheildin er helzti styrkleiki liðsins. Lið Þórs virkaði þunglamalegt og varla líklegt til afreka ef ekki kemur til breyting á leik þess. Mörk ÍA: Jón Hjaltalin 6, Haukur Sigurðsson 6/3, Kristján Hannibalsson 3, Þórður Eliasson 3, Ólafur Páll Engilbertsson 2, Guðjón Engilbertsson 2, Hlynur Sigurbjörnsson 1 og Daði Halldórsson 1. Mörk Þórs: Sigtryggur Guðlaugsson 5/2, Pálmi Pálmason 4, Árni Stefáns- son 4, Benedikt Guðmundsson 3, Hrafnkell Óskarsson 2 og Valur Knúts- son 1. Dómarar voru þeir Grétar Vil- mundarson og Stefán R. Hjálmarsson og dæmdu þeir vel. - SSv. ÍR - HK 15-19 (7-10) Ulandsmótið i handknattleik, 1. deild karta, IR — HK 15—19 (7—10) i Laugardalshöll 2. febrú- ar. Beztu leikmenn Hilmar Sigurgislason, HK, 8, Einar Þorvaröarson, HK, 8, Jón Einarsson, HK, 8, Þórir Flosason, ÍR, 7, Bjami Bessason, ÍR, 7. ÍR: Þórir Flosason, Ásgrímur Friðriksson, Bjami Hákonarson, Sigurður Svavarsson, Bjami Bessason, Ársœll Hafsteinsson, Guðjón Marteinsson, Guðmundur Þórðarson, Bjami Bjama- son, Ólafur Tómasson, Pótur Valdimarsson. HK: Einar Þorvaröarson, Bergur Þorgeirsson, Hilmar Sigurgíslason, Bergsveinn Þórarins- son, Kristján Þ. Gunnarsson, Magnús Guðfinnsson, Gissur Kristinsson, Ragnar ólafsson, Kristínn Ólafss^n, Jón Einarsson, András Gunnlaugsson, Gunnar Ámason. Dómarar Gunnar Kjartansson og Óli Olsen. ÍR fékk 7 vitaköst — skoraði úr fimm. Einar varði frá Sigurði og Bjama Hák. HK fékk 6 vití. Þórir varöi frá Ragnari og Kristjáni. Þá hittí Ragnar ekki markið i fyrsta vítakastínu. HK nýttí þvi þrjú vitanna. Tveimur ÍR-ingum var vikið af velli. Pétri og Bjama Bjamasyni — einum úr HK, Ragnari. Áhorfendur 200.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.