Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. APRlL 1980. Vinstii beygja bönnuð við Kársnesbraut: Utnferðarslys- infíuttfrá Kópavogi tiI Reykjavíkur Kópavogsbúi hafói samband vid I)B: Umferðaryfirvöld hafa bannað vinstri beygju við Kársnesbraut undir brúna hjá Sæbóli. Þvi er ekki að neita að á þessari beygju hafa orðið nokkuð margir árekstrar. , En það sem skeður við þessa breyt- ingu er það að umferðinni er nú i staðinn beint út á hraðbrautina, þ.e. Reykjanesbraulina, og ekki er hættan á árekstrum minni þar. Það sniðuga sem gerist þvi þama er það að árekstrunum fækkar i Kópavogi en þeim fjölgar að sama skapi i Reykjavik. Með þvi að loka þessari beygju við Kársnesbraut flytja Kópavogsbúar árekstrana einfaldlega til Reykja- víkur. Þetta kemur þeim að sjálf- sögðu til góða i keppninni milli kaup- staðanna um minnstu slysatiðnina. Þrælahald ÁKALDA BORÐIÐ w I FORRÉTTINN interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri Reykjavik TRYGGVABMAUT 14 SKEIFAN 9 S.21715 23515 S. 31615 86915 Mesta úrvaliö, besta þjónustan. Viö útvegum yöur afslátt á bilaleigubilum erlendis. X á Islandi? 2194—7881 skrifar: Nýlega las alþjóð i blöðum landsins að maður i fiskvinnu hefði sko verið rekinn vegna þess að hann hafði neitað að vinna yfirvinnu. Mikið er þetta nú skemmtilegt afspurnar, eða hitt þó heldur. Hvaðan koma þau lög atvinnurek- endum til handa að þeir geti skyldað menn til að vinna yfirvinnu eða vcrða reknir ella? Skrifa menn kannski undir einhvern samning þess efnis að þeir skuldbindi sig til að þræla sér út þegar þeir ráða sig hjá þessiim mönnum? Hvað skyldu hinar No ðurlanda- þjóðirnar hugsa þegar þetta er lesið af þeim i islenzkum blöðum, sem þangað berast? Ég hef ekki heyrt að menn séu reknir úr vinnu þar þó þeir neiti yfir- vinnu, enda orðið nokkuð harl að fá ekki að ráða sínuni tekjum, svo frenti að maður vinni fullan dagvinnutíma. Nú kemur inn i dæmið að einstakl- ingar og hjón fara nú ört að hægja á sér vegna óhagstæðra skattþrepa þar Kvikmyndahúsin: Greiða40% Grétar Hjartarson, framkvæmda- stjóri Laugarásbíós, hringdi og kvaðst vilja gera athugasemd við ummæli talsmanna „video-klúbbs” í DB nýlega þar sem hann hélt þvi fram að kvikmyndahúsin þyrftu sem rikið kemur annars til að hirða allan gróðann af yfirvinnuþrældómi. Það er ekki eins og menn geti að þrælariinu loknu skroppið út fyrir landsteinana sér til upplyftingar fyrir þrælagróðann. Það er öruggt að atvinnurekendur sem svona haga sér koma til með að lenda i vandræðum innan tiðar því menn láta ekki bjóða sér svona lagað mikið lengur, og lenda áreiðanlega í mannahraki meðsama áframhaldi. Svo er það með hjónin sem bæði vinna úti. Samtalið hjá þeim snemma að morgni vinnudags gæti verið á þessa leið: Maðurinn: Jæja, elskan min, þú verður að segja upp i dag, við erum komin i skattþrepið okkar og förum bara að tapa á þessu ef við höldum svona áfram. Konan: En er ekki hagstæðara fyrir þig að hætta smátíma, elskan, ég er í þannig vinnu að ég hef meira út úr átta tímunum, þú gætir málað stofuna t.d. fyrir páska og hugsað um heimilið? (Ég þori nú ekki annað en bæta þvi við að með hjónin gæti þetta virkað alveg öfugt). ískatta aðeins að greiða söluskatt af miða- verði. „Hið rétta er," sagði Grétar, ,,að við greiðum tæp 40% í skatta. Við greiðum 22% í söluskatt, 15% skemmtanaskatt, 3% sætagjald og 1,5% menningarsjóðsgjald.” „Með þvf að loka þessari beygju við Kársnesbraut flytja Kópavogsbúar árekstr- ana einfaldlega til Reykjavfkur,” segir bréfritari. DB-mynd Bjarnleifur. Er kvenfólk- ið nafnlaust? Sigríður Harðardóttir hringdi og kvaðst vilja lýsa óánægju sinni með að á baksíðu DB sl. mánudag hefði verið birt mynd undir fyrirsögninni Beðið eftir oddamanni. Þar voru talin upp nöfn karlmannanna á myndinni en um kvenmanninn var látið nægja að segja að hún væri starfsstúlka hjá Fiskimálasjóði. Sigríður sagðist áður hafa rekið sig á þetta i blöðum að ekki væri hirt um að geta um nöfn kvenna og lýsti óánægju sinni með það. Enn einu sinni minna lesenda- dúlkar DB alla þú, er hyggjast senda þœttinum llnu, að láta fylgja fullt nafh, heimilisfang, slmanúmer (ef um það er að ræðai og nafn- númer. Þetta er lltil fyrirhöfn fyrir bréfritara okkar og til miidlla þœginda fyrir DB. Lesendur eru jafhframt minntir skýrbréf á að bréf eiga að vera stutt og skýr. Áskilinn er fullur réttur til að stytta bréf og umorða til að spara rúm og koma efni betur til skila. Bréf œttu helzt ekki að vera lengri en 200—300 arð. Slmatlmi lesendadálka DB er milli kl. 13 og 15 frá mánudögum tilföstudaga. Kvartmíluklúbbsins verður haldin uni páskana í Sýningar- höllinni við Bíldshöfða. Komið og sjáið kraftmestu kvart- mílubíla landsins, sprækustu rallybílana, virðulegustu gömlu bílana og stærstu mótorhjólin. Á sýningunni verða einnig skemmtiatriði, kvikmyndasýningar, barnaleiktæki, bílabraut og tískusýningar. Opnunartími miOvikud. 2. aprílki. 19.00—22.00 cúrtinnztrinnztr- fimmtud. 3. aprílkl. 14.00—18.00 synmgarmnar. 4 aprílkl 16Æ-22.oo laugard. 5. aprílkl. 14.00—22.00 sunnud. 6. aprílkl. 16.00—22.00 mánud. 7. aprílkl. 14.00—23.00

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.