Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980. Færðu Landakotsspítala augnlækn- ingatæki fyrir 15 milljónir að gjöf —Oddf ellowkonur f stúkunni Bergþóru minnast 50 ára af mælis stúku sirmar Landakotsspítala var á föstudaginn formlega afhent að gjöf leysigeisla- latkningatæki ásamt með augnbotna- myndavél með tilheyrandi útbúnaði. Gjafir þessar kostuðu hingað komnar um 15 milljónir króna. Gefendur eru félagar í Rebekkustúkunni nr. 1, Bergþóru, sem er elzt kvennadeilda innan Oddfellow- reglunnar og sagði Elín Hannam, sem hafði orð fyrir Oddfellowsystrunum, að gjöfin væri gefin í tilefni af 50 ára afmæli stúkunnar sem var hinn 21. mai 1979. Sagði Elín við afhendinguna að nokkru fyrir 50 ára afmælið hefði verið tekin ákvörðun um að minnast af- mælisins með verðugri gjöf til líknar- mála. Eftir ábendingu landlæknis og í samráði við yfirlækni augndeildar St, Jósepsspítala hefðu þessi tæki verið valin og Rebekkusystrunum fundizt þetta verðugt verkefni þar sem þær hafa í 43 ár haft hjálp við blinda á stefnuskrá sinni. Las frú Elín gjafabréf sem gjöfinni fylgdi og tilkynnti að tækin væru eign sjúkrahússins. Óttarr Möller, formaður sjúkrahúss- ráðs, veitti gjafabréfinu viðtöku. Minntist hann margra góðra gjafa, sem Oddfellowar hefðu gefið á liðnum tíma til góðs fyrir sjúklingana og Landa- kotsspítala. Rómuð væri og líknar- starfserhi þeirra á öðrum sviðum eins og t.d. þá er þeir gáfu holdsveikra- spítalanum i Laugarnesi og áttu mikinn þátt i uppbyggingu Vífilsstaðahælis. Þakkaði hann Rebekkusystrunum góðar gjafir og sagði að þeir sem ?. ., t wip-tiy 1 1 Einn af sérfræðingum augndeildar Landakotsspftala beinir leysigeislatækinu að augum blaðamanns er viðstaddur var af- hendinguna. DB-myndir R.Th. Sig. Elfn Hannam afhendir Óttari Möller formanni sjúkrahússráðs gjafabréftð. hjálpuðu öðrum til að sjá gengju á guðs vegum. Dr. Guðmundur Björnsson prófessor og yfirlæknir lýsti tækjunum, sem systurnar gáfu. Leysigeislatækin eru af nýjustu og full- komnustu gerð frá Finnlandi og kom tæknimaður frá Lasertek og setti tækin upp í febrúar. Augnbotnamyndavélin með tilheyrandi útbúnaði til mynda- töku af blóðflæði i augum er frá v- þýzka fyrirtækinu Zeiss. Eru þau hvort tveggja fyrstu tæki sinnar tegundar á íslandi. Prófessorinn kvað leysigeislatækin einkum notuð til að koma í veg fyrir og stöðva sjúklegar breytingar í augum sykursjúkra, sem orsaka alvarlega sjónskerðingu og geta leitt til blindu. Fleiri augnsjúkdómar eru einnig læknaðir með leysigeislum. Augnbotnamyndavélin auðveldar greiningu ýmissa augnsjúkdóma og er forsenda þess að hægt sé að beita leysigeislameðferð. Sú nýja starfsemi sem þessi tæki eru upphaf að markar þáttaskil í augn- læknisþjónustu hér á landi. Áður þurfti að senda alla þá, sem þurftu á leysigeislameðferð að halda til útlanda, en tilkoma tækjanna gerir slikt nú ó- þarft. Á Landakoti eru ungir sér- fræðingar, sem hlotið hafa þjálfun i meðferð Iækningatækjanna. Blinda af völdum sykursýki er orðin ein algengasa blinduorsök meðal ná- grannaþjóðanna hjá fólki innan við 65 ára aldur og þróun hér virðist stefna í sömu átt. Læknar á Landakoti rómuðu mjög tækin, sem gefin hafa verið. Kváðu þeir þau lengi hafa verið á óskalista þeirra en litil von til að sú ósk hefði rætzt nema með slíkum hætti sem hér varð. Prófessor Guðmundur sagði að gjöfin væri stórt framlag til sjón- verndunarmála á Islandi. -A.St. Óskum að ráða stárfskraft í Prentsmiðju Dagblaðsins við pappírsumbrot. Æskilegt að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefur yfirverkstjóri, Ólafur iBUDIB Brynjólfsson. HREIN MINKAOLÍA i DÝRMÆT GJOF FRÁ NÁTTÚRUNNI Auk þess sem Minkaolía er notuö sem grunnefni í margskonar snyrtivörur s.s. varalit, dag- og nætur- krem o.fl. er hrein Minkaolía eitt þaö besta sem hægt er aö nota í eftirfarandi atriöum: ★ sem húö- og sólolía ★ sem nuddolía ★ sem barnaolía ★ sem nagla- og naglabandaolía ★ sem hármeöal gegn flösu, klofnum hárendum, þurru og líflausu hári og til aö auka gljáa og lit hársins. ★ sem hand- og fótaáburður ★ sem næring á augnabrúnir og augnahár ★ sem baöolía ★ viö hrukkum kringum augu og á hálsi ★ viö rakstur í staö rakkrems eöa sápu SÖLUSTAÐIR i REYKJAVÍK: Borgar Apótek — Óculus — Laugavegs Apótek — SnyrtivörubúAin Laugavegi 76 — Veeturbæjar Apótek — Bylgjan Kóp. — Halnarborg Hafnar- firði Sölustaöi vantar um allt land. .HAGALL sf Sími 17840 (einnig á kvöldin). Þennan Kovacic þurf um við að fá aftur Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar Islands ( Há- skólabiói 27. marz. Stjórnandi: Póll Pampichler Pálsson. Einleikari: Ernst Kovacic fíókileikari. Efnisskrá: Jean Sibelius — Svanurínn frá Tuonela; Alban Barg — Fiflkukonsart; Franz Liszt - Heyrt á fjöllum, sinfóniskt Ijófl. Tuonela er ósköp saklaust orð og boðar ekkert verra eyrum þess sem vart. kann að telja i tuginn á finnsku en nafnið á vinalegu smáþorpi, eins og Lethimákhi, eða snyrtilegum bæ, eins og Seinajokki. En þegar maður kemst að því, að Tuonela þýði Hel verður manni ekki hugsað til vina- legra finnskra sveita heldur alls annars. Tónlist Sibeliusar gerir myndina af hinni finnsku Hel samt hreint ekki óaðlaðandi.Ljóðið er seiðandi og áhrifin mögnuð með leik enska hornsins, sem Duncan Campell annaðist með ágætum. Hljómsveitin öll stóð sig með prýði svo að hinn fjarræni, rómantiski svipur hinnar finnsku Heljar ómaði um Háskóla- bíó. Eins og Sibelius lýsir henni, er hún ekki einu sinni daufleg. Makalaus Berg Þá var komið að Ernst Kovacic fiðluleikara sem lék fiðlukonsert Albans Berg. Ekki er konsert þessi á allra meðfæri. Tónlist Albans Berg hefur fengið á sig það orð að vera erfið áheyrnar. Satt er það að ekki hrífur hún hinn almenna hlustanda á augabragði en það hefur nú heldur ekki verið beinlínis gerð gangskör í að kynna Berg og skýra fyrir íslenskum hlustendum. Ernst’ Kovacic lék fiðlukonsertinn af fá- dæma öryggi en jafnframt ótrúlegri Alban Berg — „Litt þekkturá Islandi”. mýkt og hlýju. Nákvæm tónmyndun hans og tækniöryggi er með af- brigðum gott. En harla væri slíkt lítils virði ef ekki fylgdi eindæma tónfegurð og markviss leikur. Ernst Kovacic dró með leik sínum skýrt fram þá fegurð sem konsert Albans Berg býr yfir. Hann hreif lika með sér hljómsveitina sem lagði sig alla fram og lék erfitt hlutverk með sóma. Ber að þakka öllum, einleikara, hljóm- sveit og hljómsveitarstjóra góðan fiutning. Um leið fer ég fram á að undinn verði að því bráður bugur að fá þennan Kovacic til að heimsækja okkur aftur við tækifæri. Það er hart að eiga góða menn og... Eftir Berg-konsertinn kom Bergsinfónia Liszt, eins og hún heitir í daglegu tali. Annars er Berg- sinfónían sinfóniskt ljóð og kölluð upp á islensku Heyrt á fjöllum. Hljómsveitin var komin í gott form eftir Fiðlukonsertinn og lék verkið á- gætlega. Undir lokin var þó farið að gæta þreytu hjá fyrstu mönnum á sumum blásturshljóðfæranna. Meðan ekki er hægt að fjölga í strengjum væri það endemis frekja að heimta fleiri blásara, en óneitanlega hefði ég kosið að tök hefðu verið á að tvöfalda fyrsta trompet, eins og fyrsta horn. Þótt Lárus Sveinsson léki einleiksatriðin undir lokin óaðfinnanlega mátti greina á honum þreytumerki. Já, það er hart að eiga góða menn og geta ekkiveitt þeim þess kost aðgera sitt besta. En eins og stjórnmála- maðurinn sagði — sumt hefur algjöran forgang. Á meðan við ekki fáum liðsauka i strengi verðum viðað þræla blásurunum út líka. Páll Pampichler Pálsson stýrði liðinu af öryggi. Með sínu frábæra slagi og meiri festu en venjulega náði hann því út úr hljómsveitinni sem hægt var að ná, þetta kvöldið. -EM.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.