Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 5
5 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. APRlL 1980. Margir létu ginn- ast af apríl- Þetta varö leið margra áhugasamra bilkaupenda i gær. Fyrst inn i portið hjá Bifröst ob Hafskini. Þaöan var mönnum visað á bilasvnineu hiá l.vsi oe mjöli... ein af þeim allra bestu! Það er engin tilviljun að Rímíni er talin ein af allra bestu baðströndum i Evrópu. Spegiltær sjór og sandur, íbúðir og hótel í sérflokki, íþrótta- og útivistaraðstaða hin fullkomnasta og tækifæri fyrirbörnin óvenju fjölbreytt. Rímíni iðar af lífi og fjöri allan sólarhring- inn. Maturinn ódýr og afbragðsgóður. skemmtistaðir og diskótek á hverju strái og alls staðar krökkt afkátu fólki, jafnt að degi sem nóttu. Skoðunarferðir til Rómar, Feneyja, Flórens, Júgóslavíu, San Marínó, Frassini dropasteinshellanna og víðar. Gisting I íbúðum á Giardino Riccione og I Porto Verde. Hótelherbergi á Milton hóteli. Spyrjið um Rlmíni bæklinginn - þar eru allar upplýsingar og / verðtöflunni má finna tilboð sem eiga sér fáar hliðstæður. Kynnið ykkur hinn verulega barnaafslátt. ih gabbi blaðanna — einn kom allt ofan úr Borgarfirði og annar dreif í að fá vaxtaaukalán Sameiginlegt aprilgabb allra dag- blaðanna í Reykjavík gerði mörgum gramt í geði og þvi miður voru nokkrir gabbaðir meira en góðu hófi gegnir. Þannig er vitað um einn mann sem kom brunandi ofan úr Borgarfirði og ætlaði að ná sér í gallaðan japanskan bíl af Mihitzu gerð. Einn embættis- maður brá sér í banka um leið og opnað var og gerði ráðstafanir til að fá 2 millj. kr. vaxtaaukalán. Spumir eru af nokkrum einstaklingum sem komu af Akranesi til bílakaupa í Hafnarfirði. Og vist munu fleiri hafa látið gabbast úr hófi fram án þess að bera tortryggni til fréttar blaðanna, sem þó bar ýmis merki þess að ekki skyldi agnið gleypt tortryggnislaust t.d. að viðhafa könnun isíma. Eðli hins gamla siðar að láta fólk hlaupa I. april er að plata fólk ein- hverja vegalengd að óþörfu eða til að grípa i tómt. Of hafa blöðin Ient í vand- ræðum með að búa til slíkt aprílgabb. Má t.d. benda á aukagabb Þjóðviljans í gær um forsetaframboð Ólafs Jóhann- essonar. Þar er enginn plataður til að fara neina vegalengd — aðeins til að trúa. Þegar fram kom tillaga um sameigin- legt aprilgabb tóku öll blöðin tillögunni vel og hún var síðan framkvæmd af þröngum hópi blaðamanna með dyggi- legri aðstoð hins þjóðkunna Péturs Sveinbjarnarsonar, sem varla stökk bros á vör í öllum undirbúningnum. Straumur var af eftirvæntingarfullu fólki á bílasvæði Bifrastar allan daginn í gær. Margir óku þar um og skoðuðu upp á eigin spýtur og hurfu. Aðrir komu inn til Hafskips, sem nú hefur þarna bækistöð, og töluðu við af- greiðslufólk þar. Vitað er um hjón sem tóku að skoða Cortinabifreiðar sem eru á svæði Bifrastar i tuga- eða hundraða- tali. Konan sagði við mann sinn. „Þú fékkst mig með þér hingað til að kaupa bíl. Og ég vil fá þennan bil,” og benti á ákveðna Cortinabifreið á svæð- inu. Maðurinn stóð við sitt, ók með kellu til Sveins Egilssonar og keypti Cortinu. Ýmsir héldu að frétt DB um vítamin- bætta brennivínið væri aprílgabb. Svo er ekki. Hún er heilagur sannleikur svo langt sem hún nær, en ekki er búið að taka ákvörðun um vitamínbætinguna. Það er sem sagt fréttin um gölluðu japönsku bílana sem ein er tengd dag- setningunni l.apríl. Við vonumaðallir taki gamninu með heimspekilegri ró, því ef við töpum húmornum þá er ekk- ert varið í þetta daglega líf. . ^ Starfsmenn Hafskips höfðu.póg að gera I gær vegna mikillar ásóknar fólks í nýja og ódýra bila. 1 DB-myndir Hörður. ... hva, engir nýir útsölubilar? Hvurt þó í logandi. Það er þó ekki 1. apríl í dag. Skiltið beið þeirra, sem komust á leiðarenda og kötturinn hafði gaman af. Við vonum auðmjúklega að svo hafi verið með alla hina. ... þá er að drífa sig og kfkja á sýninguna... BEINT DAGFLUG auðvelt og áhyggjulaust Alltaf eitthvað nýtt Samvinnuferóir-Landsýn, AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 4 28899 PORTO VERDE - einn af frábærum gististöðum okkar á Rímíni ströndinni

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.